Morgunblaðið - 25.05.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1919, Blaðsíða 4
MOEGUNBLAÐIB rssaar SAUMASTOFAN. á.valt fjölbreytt úrval af alls konar Fataefnum. Komið fyrst í VÖRUHÚSIÐ. Yátryggið eigur yðar. The British Dominions General Insurance Company, Ltd., tekur sérstaklega að sér vátrygging á innbúum. vörum og öðru lausafé. — Iðgjöld hvergi lægri. Sími 681. Aðalumboðsmaður GAEÐAE GÍSLASOM. ké VÁTRYGGINGAE. BRUNATRYGGINGAli sjó- og stríðsvátryggingar, 0. Johnson & Kaaber. GEYSIR EXPORT-KAFFI er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. Johnson & Kaaber. BifreiÖin R. E. 48 fæst ávalt leigð í lengri og sketnri íerðir. — Sími 322. Hðítim nú ávalt fyrirliggjandi nægar blrgðir af öllum tegnndum at Steinolíu Htáollu Mótorolíu Maskinuoliu Cylinderoltu 0% Dampcylinderolíu Hið ísieDzka steinoliuhlutafélag. Vagnhjólin TEOLLE & ROTHE H.f. Brunatryggingar. Sjó- og stríðsvátryggingar. Talsími: 235. Sjótjóns-erindrekstur og skipaflutningar. Talsími: 429. gfóður ;jö!b eytt.ista úrval á landinu, er i Kolasundi hjá Oanie! HaHdórssyni. margeftirsparðu eru nú komin. Einnig uppsettir vagnar, vagnáburður ágætur og hóffjaðrir. Páll Magnússon, járnsmiður. Móvinna Kventólk sem ráðið er til móvinnu í Kringlumýri og þar starfaði við móvinnu í fyrra sumar, mæti til vinnu næstkomandi þriðju- dagsmorgun kl. 7. — Aunað kvenfólk sem ráðið er, og starfa skal að móþurkun, mæti næstkomandi föstudag kl. 7 árd. inn i Kringlumýri. Guðmundur Þórðarson verkstjóri TRONDHJEHMS VÁTRYGGINGAEFÉLAG, R.f. Alls konar brunatryggingw. Aðalaumboðsmaður Carl Finsen, Skálbolti, Reykjavík. Skrifstofut. 5y2—6i/2 sd. Tals. 88L „SUN INSURANCE OFFICl" Heimsins elzta og stærsta vátrygg- ingarfélag. Tekur að sér alls konar brunatryggingar. Aðalumboðsmaður bér á landi: Matthías Matthíasson, Holti. Talsími 497, GUNNAR EGILSON, skipamiðlari, Hafnarstræti 15 (uppi). Skrifstofan opin kl. 10-4. Sími 608, Sjó-, Stríðs-, Brunatryggingar. Talsími heima 479. DET KGL. OCTR. BRANDASSURAMCM Kaupmannahöfn vátryggir: hús, húsgögn, alls konaf vöruforða 0. s. frv. gegn eldsvoð* fyrir lægsta iðgjald. Heima kl. 8—12 f. h. og 2—4 «. h, í Austurstr. 1 (búð L. Nielsen). N. B. Nielscn. Leyst úr læðing Ástarsa ga eftir Curtis Yorke. ---- 95 — Jú, náttúrlega. En mig minnir að þú segðir að þú kæmir ekki fyr en undir borðunÆrtíma. — Eg var fljótari en eg bjóst við, að ljúka því sem eg þurfti að gera, svaraði hann án þess að líta á hana. Þau voru nú komin heim að hús- dyrunum og Fenelope gekk á undan inn í bókastofuna og lokaði hurðinni á eftir þeim. — Ronald, mælti hún með einkenn- legri, stynjandi rödd — í öllum guð- anna bænum, við megum ekki láta nýja misklíð verða á milli okkar. Eg get ekki afborið það. Eg hefi þráð svo heitt að þú kæmir aftur. Það hefir kvalið mig, hvað bréfin þín voru stutt og kaldranaleg. Þau voru svo ólík — svo alt öðru vísi — fyrst. Það hefir eitthvað komið fyrir. (3, elsku Ronald, hvað er það? Eg hélt að eg hefði ekki skapsmuni til að biðja þig um skýringu á því. En — eg er konan þín — og eg elska þig — eg e 1 s k a þig. Hann tók báðar hendur hennar og horfði í augu heunar, hálf alvarlega og dapurlega. — Er það satt, að þú elskir mig? spurði hann, og var röddin óþjál og skjálfandi. Ertu viss um að þú sért ekki að svíkja sjálfa þig?'Eg vil ann- aðhvort af eða á. Eg elska þig af lífi og sál og eg vil hafa það sama á móti og ekkert minna. Eg hefi kvalist af ótta og grunsemdum og — en hvað kemur það málinu vi,ð nú? Yndislegu augun þín hafa svarað mér og þau Ijviga ekki. Eyrirgefðu mér — elsku Penelope. Langt fram á nótt sátu þau á bekk fyrir utan bókastofugluggann, sem var opinn, og töluðu um svo margt og margt. Larry svaf við fætur þeirra. Alt í einu var hringt hátt í síman- um. Penelope, sem var nær, hljóp iiin og tók heyrnartólið. Svipstundu síðar kom hún út aftur og var mjög föl. — Það var Radmore, mælti hún óró- leg. — Estella hefir alið son. Hún er mjög veik — talin af. Og — hún vill sjá þig. Hann varð harðlegur á svipinn. — Eg get ekki farið, svaraði hann stuttur í ,spuna. Eg get aldrei fyrir- gefið henni. — En eg hið þig að fara, hvíslaði hún í bænarrómi. Góði, fárðu. Og heils- aðu henni frá mér. Fljótt — hann bíð- ur. Segðu honuin að þú komir. Stundarfjórðungi síðar var Ronald vísað inn í mjög skrautlegt svefnher- bergi. Þar lá Estella í rúmi og var að- fram komin. Undarleg þögn var í herberginu. Grannvaxin og dapureyg hjúkrunar- k'ona gekk frá rúminu, þegar Ronald kom inn. Estella sneri sér að honum pg reyndi að rétta honum höndina, en gat það ekki. — Eg vissi, að þú mundir — koma, hvíslaði hún og stundi þungan milli orð- anna. Eg þurfti að segja þér — segja þér — En hvað hún þurfti að segja honum varð aldrei sagt. Andlit hennar umhverfðist alt í einuj augun urðu æðisleg og starandi. — Ó! Látið þið mig ekki deyja, hróp- aði hún. — Eg vil ekki deyja. Eg er svo ung — svo ung! Hugh! — hvar ertu? Kom þú til mín! Frelsaðu mig! Henni virtíst aukast afl í svip og hún lamdi höndunum ákaft £ yfirsæng- ina. — Eg get ekki dáið, kveinaði hún og horfði biðjandi augum á manninn sinn. Eg er ekki undir það búin að deyja — Og í sama bili var hún örend. í aftureldingu kom Ronald aftur heim tii sín. .Penelope beið hans, og áhyggja var í ástúðlegu augnaráðinu. — Hún er dáin, mælti hann til svars við óspurðri spurningu hennar. . Penelope fór að gráta. — O, — það er svo sárt — svo sárfc, mælti hún með ekka. Hann svaraði engu — en tók hana í faðm sér og kysti varir hennar. t ENDIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.