Morgunblaðið - 28.05.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1919, Blaðsíða 1
Miðvikudag 28 maí 1919 fflORGDNBLADID 6. árgangvt 133 tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Yilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðsluaími nr. 500 Leikfélag Beykjavíkur. Æfintýri á gönguför verður leikið flmtudag 29. maí kl. 8 siðd. i Iðnó. Aðgöngumiðar verða seldir í dag frá kl. 4—7 með hækkuðu verði og á morgun frá kl. 10 með venjulegu verði. Ófarir Spartakista. Bf ekkei’t óvænt kemur fyrir, þá er sennilegt, að Noske hafi unnið fullnaðarsigur á Spartakistum. Og þegar saga þýzku stjórnbyltingar- innar verður skráð, verður hans manna mest getið og honum þakk- að það fremur en nokkrum öðrum, að hafa bjargað þýzku þjóðinni undan bölvun bolzhewismans. Það hefir jafnan orðið sú raunin á í heiminum, að þegar byltingar verða hjá einhverri þjóð, þá er alt undir einum manni komið. Ef hinn rétti maður fæst þá til þess að taka stjórnvölinn á réttum tíma, er öllu borgið. En að öðrum kosti fer illa. Kerenski hefir ef til vill átt enn verri aðstöðu heldur en Noske, sér- staklega vegna þess, hvað rúss- neska þjóðin stendur þeirri þýzku langt að baki að menningu. Þó voru Rússar enn á þeim dögum svo and- lega kúgaðir, að hefði þeir verið beittir réttum tökum, hefði mátt fá þá til að hlýða. Og þjóðin var ekki orðin jafn vonlaus og kjarklaus af sulti, eins og þýzka þjóðin. Ker- enski tapaði eingöngn vegna þess, að hann skorti þá hæfileika, sem til þess þurfti, að bjarga Rússlandi þá. En Noske sigrar vegna þess að hann er þeim hæfileikum gæddur, sem nauðsynlegir eru til þess að geta barið niður uppivöðslu Sparta- kista. Kerenski hafði oft í hótunum með það’ að „drepa sál sína“ og bera vopn á Bolzhewikka. En það hrðu afdrei nema hótanir, og ann- að liafði liann ekki upp úr því en það, að Lenin og Trotzky drógu dár að honum. Noske hefir aldrei verið stórorður, en í hvert sinn sem hætta var á ferðum ltom herlið hans til skjalanna með vélbyssur og handsprengjur. Og þegar Spartakistar voru illvígastir í Ber- lín, var Noske líka harðvítugastur. Tvisvar sinnum hefir hann barið niður uppþot þeirra í Berlín, og nú hefir hann nýlega unnið sigur á þeim í Munehen. Er það álit, margra að sá sigur ráði að fullu niðurlögum Spartakista í Þýzka- landi. Jafnaðarmannadagurinn Minniiíigardagur jafnaðarmanna •er 1. maí, og þíjnn dag hefir oft orðið róstusamt í stórborgunum. Síðast liðinn 1. maí urðu miklar ó- spektir í París og var lögreglan þó 'undir það búin að kefja þær niður, °g riddaralið var um allar götur búið að tvístra öllum mannsöfn- u®i- Tókst það líka fram undir ^völd, án þess að til vopnaviðskifta iæmi. En um miðaftan lenti alt í uppnámi og var barist víða \um borgina. Yoru margir menn drepn- ir, bæði af upphlaupsmönnum og lögregluliðinu, en fjöldi særðist. Samsteypustjórnin brezka fellur um leið og friður er saminn. Það er nú alment álitið, að sam- steypustjórn Lloyd Georges muni veltast úr sessi um leið og friður er saminn. Við hverjar aukakosning- a.r, sem fram fara í landinu, bíður hún stórkostlegan ósigur og hinir frjálslyndu frambjóðendur eru kosnir með svo miklum meirihluta, að furðu þykir gegna, hve ört þver fylgi stjórnarinnar. Þegar friðarfundinum er lokið, verður Lloyd George að láta fara fram nýjar kosningar og þá kemur hin ganíla flokkaskipun aftur til greina. Menn halda, að Lloyd Ge- orge reyni þá að stofna nýjan flokk með tilstyrk nokkurra manna úr frjálslynda flokknum og verka- manna. Grettisfrændur. Á dögum Þórðar Gilssonar, föð- ur Sturlu í Hvammi, var uppi sá ma^ur, sem .Jósef hét, Grettisson. Grettir var Skeggjason skamm- höndungs, Gamlasonar. En Gamli átti systur Grettis hins sterka Ás- mundarsonar. Segír í Grettissögu, að lnm hafi heitið Ramiveig, en í Sturlungu er hún kölluð Herdís. Oddur hét sonur Jósefs Grettisson- ar. Hann var „gervilegr maðr ok vel mæltr“, og hreystimaður mik- ill. Er tekið fram um suma þá niðja Skeggja, áystursonar Grettis hins sterka, að þeir hafi verið miklir menn og sterkir. Sonur Odds Jós- efssonar var Halldór prestur, og kann eg ekki að rekja þá ætt lengra. En mér virðist þess vert, að vekja eftirtekt á því, hvernig kraftar fylgja Jósefsnafninu seinna á öldinni. Virðist ekki mjög ólík- legt, að það séu kraftar þeirra Grettisfrænda, sem koma þar fram. Á 17. öldinni var séra Jósef sterki, sem Þorsteinn Erlingsson minnist skemtilega á í Eiðnum. Og meir en hundrað árum seinna var Jósef fað- ir Skafta. Fór mikið orð af kröft- um Skafta Jósefssonar á yngri ár- um. Þá má enn minna á Blöndals- ættina- Jósefsnafnið er þar og kraftamenn. Og það er eftirtektar- vert, að liinir mestu bókstarfsmenn, eins og t. d. Sigfús Blöndal, bóka- vörður, eru varla nema í krafta- ættum. í Blöndalsættinni er líka nafnið Auðunn; en svo hét frændi Grettis, sá er því nær var jafn sterkur hinum íslenzka Heraklesi. Og' loks er Jósef faðir Jóhann- esar, sem kunnastur er fyrir krafta allra Islendinga. Af íslenzkum íþróttamönnum hef- ir mér virzt sem Jóhannes Jósefs- son muni helzt vera Gretti líkur, fyrir orku sakir og skaplyndis. Sigurjón Pétursson hygg eg sé tals- vert svipaður Skarphéðni í sjón, „fölleitr ok skarpleitr ok liðr á nefi“ ; og röddin gæti verið ekki ólík, þó að ekki sé við það sem sagt er um tanngarðinn. En Erlingur Pálsson hefir mér virzt líkastur, þeirra íslendinga sem eg hefi séð, Gunnari að Hlíðarenda. Þar er sú manntegund, sem einna erfiðast er að koma upp aftur, og fyrst hætti að þroskast, þegar íslendingum fór að hnigna. Helgi Pjeturss. Suður-J ótland. % Atkvæðagreiðslunni í Suður-Jót- landi á að haga þannig, að því verð- ur skift í þrjú kjördæmi. Hið fyrsta verður frá núverandi landamærum og að línu, sem dregin er frá Flens- borg-firði, sunnan við Tönder og norðan við eyna Sild. Þenna lands- hluta byggja nær eingöngu Danir. Annað kjördæmið er bygt Þjóðverj- um og Dönum, en í þriðja og syðsta ltjördæminu, sem nær suður til Ejderen, búa nær eingöngu Þjóð- ver^jar. Er það þvert ofan í óskir dönsku stjórnarinnar að atkvæða- greiðsla skuli fara þar fram, því að hún hefir ekki viljað annað af Suð- ur-Jctlandi en það, sem danskt er. En margir eru hræddir um, að Þjóðverjar, sem í Suður-Jótlandi búa, muni greiða atkvæði með því, að sameinast Danmörk, vegna þess hvernig á að fara með Þýzkaland. Frá Isafirði. Starfsemi „Samverjans“. Hr. ritstjóri! Sökum þess, að blöðin hér vestra eru hætt að koma út og mér er kunnugt um að Morgunblaðið er mjög útbreitt hér í bænum og grend- inni, vil eg biðja um rúm fyrir nokkrar línur viðvíkjandi starfsemi „Samverj- ans‘ ‘ síðastliðinn vetur, í heiðruðu blaði yðar. Að vísu er það hálfleiðin- legt, að þurfa að leita til Reykjavíkur til þess að birta skýrslu, spm einungis snertir nokkurn hluta Vestfirðinga- fjórðungs. En hins vegar virtist mér það ófært og með öllu óviðeigandi, að láta ekkert sjást opinberlega. um starf- semi þessa. — Til skýringar vil eg víkja lítið eitt að fortíð samverja-starfseminnar hér á Isafirði. Líknarstarfsemi þessi, sem alþekt er undir nafninu „Samverjinn‘ ‘, hefir starfað hér vestra fjóra síðast- .liðna vetur, 9—12 vikna tíma í hvert skifti. Fyrsta og annan veturinn var úthlutað um 2000 máltíðum. f fyrra- vetur voru ástæður manna yfirleitt mjög erfiðar, enda var þá úthlutað rúmlega 7% þúsund máltíðum. Síðastliðinn vetur hefir „Samverj- inn lithlutað 3133 miðdagsmáltíðum. 45 börn, frá 26 heimilum, og 20 full- orðnir — flest gamalmenni — frá 15 heimilum, nutu góðs af matgjöfunum. Starfstíminn var réttar 9 vikur, frá 3. marz til 3. maí. Eins og meðfylgjandi skýrsla ber með sér, var daglegur kostnaður rúmar 30 krónur. Ollum vinum og styrktarmönnum „Samverjans' ‘ vil eg leyfa mér að færa hjartanlegustu þakkir, fyrir hönd allra þeirra, er nutu góðs af starfsemi hans síðastliðinn vetur. Treysti eg því, að þessi holla starfsemi mæti ávalt hlýju og eigi athvarf hjá öllum hugsandi og kærleiksríkum mönnum.' Yfirlit yfir tekjur og gjöld „Samverjans“ 1919. T e k j u r: Kr. 1. í sjóði f. f. á...‘........ 972.81 2. Vextir 1918.................. 41.36 3. Tillag frá kvenfél. „Ósk“ 100.00 4. Gjafir og áheit m. m....... 748.00 5. Tillag úr bæjarsjóði.—Eftir- stöðvar frá f. á........... 800.00 6. Tillag frá kvenfél. „Hlíf“ 100.00 7. Matsala og vöruafgangur .. 258.00 Alls .... 3020.17 G j ö 1 d : Kr. 1. Ógreidd skuld frá f. á..... 65.40 2. Til jafnaðar við tekjulið 7 258.00 3. Áhöld, vinna o. fl......... 217.95 4. Matvara og eldsneyti .... 1707.97 5. í sjóði ................... 770.85 Alls .... 3020.17 ísafirði, 20. maí 1919. F. h. Hjálpræðishersins Ó. Ólafsson, Á. Nílsson, kapteinn. kapteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.