Morgunblaðið - 28.05.1919, Blaðsíða 2
2
MOBGUNBLAÐE&
Messur í Dómkirkjunni á morgun
(uppstigningardag): Kl. 11 síra ■ Jóh.
Þorkelsson; kl. 5 síra Bjarni Jónsson.
Hjúskapur. Á laugardaginn voru þau
gefin saman í hjónaband ungfrú
Andrea Andrésdóttir og Hannes Jóns-
son kanpmaður á Laugavegi 28.
Dagshrúnarfundur ' verður á upp-
stigningardag.
„Geir‘ ‘ fór héðan í fyrradag til
Kaupmannahafnar.
Fastar hifreiðafreðir eru nú að kom-
ast á hér um nágrenni Keykjavíkur,
svo sem til Grindavíkur, Keflavíkur
og Olvesár.
Vélhátaferðir eru nú ciaglega á milli
höfuðstaðarins og Vestfjarða.
Leikhúsið. Æfintýri á gönguför
verður leikið á morgun.
„ísland“. Það reynist hafa verið
flugufregn, sem skaut upp úr kafinu
fyrir nokkrum dögum, að „Island' ‘ ætti
að sigla norðan um land. Það siglir
beint hingað frá Leith.
Messað á morgun, uppstigningardag,
í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2 síðd.,
síra 01. Olafsson.
Messað í ÞjóCkirkjunni í Hafnar-
firði á morgun kl. 1 (ekki kl. 12).
Ferming.
Fátæk hjón mistu af slysi kú, sem
þau höfðu haft mikið fyrir að eign-
ast. Vilji einhver bæta þeim þennan
skaða, sem vel gert væri, og hjálpa
þeim til að eignast kú aftur, má senda
gjafirnar til Morgunblaðsins.
Heimsókn „A. B.“
„Akademisk Boldklub“ (Knatt-
spyrnufélag stúdenta), sem kemur
hingað til íslands í sumar, er eitt
af elztu knattspyrnufélögum í Dan-
mörk.
Það var stofnað árið 1885, og
komst brátt í fremstu röð meðal
knattspyrnufélaganna í Kaup-
mannahöfn.
Þegar fvrir aldamótin vann „A.
B.“ hvað eftir annáð sigur á knatt-
spyrnumótum þeim, sem árlega eru
haldin í Khöfn, og hefir ávalt síðan
átt sæti í fremstu röð.
„A. B.“ var hið fyrsta félag, sem
kepti í knattspyrnu utanlands, og
hefir síðan ferðast víða, og er nú
orðið eitt af þektustu knattspyrnu-
félögum áhugamanna í Norðurálf-
unni. Það hefir kept í Vínarborg,
Prag, Budapest, Berlín, Hamborg,
Hollandi, Finnlandi, Bússlandi, Sví-
þjóð og Noregi, og oftast hefir fé-
lagið borið sigur iir býtum.
Árin 1013 og 1914 kepti „A. B.“
við beztu knattspyrnufélög Þýzka-
lands, 1913 við knattspyrnufélagið
ÞAKKARÁVARP.
Innilégt, hjartans þakklæti votta
eg hinum heiðraða góðverkamanni
mínum, Bjarna Snæbjörnssyni
j lækni í Hafnarfirði, fyrir hans
j miklu og góðu hjálp, er liann veitti
í konunni minni sálugu, í hinni
j þungu banalegu hennar s. 1. vetur.
j Sömuleiðis þakka eg foreldrum
j hans fyrir þá miklu fyrirhöfn og
j góða aðhlynningu, er þau veittu
í henní..
j Og er þa ðrausnarlegt drenglyndi
' við óviðkomandi fólk, að taka ekk-
ert fyrir alla slíka fyrirhöfu, eins
og hinum heiðraða lækni og for-
eldrum hans þóknaðist gagnvart
mér.
P. t. Reykjavík, 25. maí 1919.
Einar Finnsson.
Stúlka
sem geiur fanð td Kaupcnannahafn-
ar óskcst í v:st.
MARTHA STRAND
Giundarstíg 15
Komið með
AUGLÝSING AR
tímanlega.
„Holstein“ í Kiel og vann það með
3 mörkum á móti 0., og 1914 við
knattspyrnufélagið „Wietoria“ í
Hamborg, og vann það sömuleiðis
með 3 móti 0. Miklu meiri eftir-
tekt vakti þó sigur félagsins, er
það vorið 1914 vann yfir ensku
stúdentafélagi með 10 mörkum
móti 0.
Þá vann „A. B.“ sigur á einu
þezta knattspyrnufél. Svía, /,l)jur-
garden“, í Stokkhólmi, sumarið
1917, með 5 mörkum móti 1.
Félagið er mjög vinsælt í Skandi-
naviu og hefir hlotið miklu meiri
vinsældir meðal Svía og Norð-
manna, en önnur dönsk íþróttafé-
Iög. Mun hér válda mestu hin
snyrtilegi stúdentsblær, sem jafn-
an hvílir yfir flokknum á leikvell-
inum. „A. B.“ hefir einnig ávalt
lagt áherzlu á lipran leik og sam-
heldni fremur en ákefð og harða
sókn. Svíar hafa líka oftsinnis sagt,
að þeim þyki vænst um fjör og
snyrtimensku stúdentanna, jafnt
utan leikvallar sem innan. Það eru
fjörugir og glaðlyndir menn, sem
koma hingað til Reykjavíkur í sum-
ar. A þessu ári hefir „A. B.“ unnið
glæsilegan sigur í hinni árlegu
kepni milli knattspyrnufélaganna í
Khöfn. Félagið hefir kept 12 sinn-
um og unnið 11 sinnum, að eins
tapað einurn leik, sem mest var því
að kenna, að þann dag vantaði það
fjóra af sínum beztu mönnum. 1
þessari kepni hefir „A. B.“ sent
knöttinn 46 sinnum í mark mót-
herja, en að eins 15 sinnum hefir
hann komist í mark stúdentanna.
(Frh.)
Tlijja Bíó.
Greifinn af Falkenborg.
Sjónleikur í 4 þitturr.
Þessi mynd er samin og útbáin sf Alíretl Lind, hinum
heimsfræga kvikmyndasnilling. — Flestir Reykvíkingar munu
minnast mycdar hans „Síðasta sýnlcg Wolfsons
Cirkusiiis", sem Nyja Bíó sýndi lengi í vetur og ávalt fyrir
troðfullu húsi og var alment tal:n einhver tilkomumeíta kvik-
myndin fei hér hsfði sézt. — Hér býður nú Nýja Bió gestum
sínum enn anDað spildarverk Alfred Linds og sem tæpast mun
talið standa hinum að baki.
Mynd þessi var sýnd lengi i Paladsieikhúsinu í Khöfn og
þótti mikið til hennar koma.
Sýníng stendur ylir á að a klnkkustund.
Mótorbátur
stór og góður — tilbúinn til síldarútgerðar — með
góðri snurpinót, bátum o. fl, aðgmg að síldarplássi í sumar,
fæst keyptur með öllum réttindum af sérstökum ástæðum, ef viðunanlegt
tilboð fæst.
Þeir sem óska nánari upplýsingar, seudi tilboð sín í lokuða umslagi;
merkt »M ó t o r b á t u r<, til ritstj. þ. blaðs fyrir 4. júní næstkomandi.
M.k. Faxi
fer til Isafjarðar næstk. föstudag getur tekið dálitið af flutn-
ingi, sem tilkjnnist sem fyrst.
Sigurjón Pjetursson
Sími 137 — Hafnarstræii 18.
Nýprenfaðar bækur:
Sig. Heiðdal: HRÆÐUR II.
Ársrit hins ísl. Fræðafélags IV, ár.
Bðkav. Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar.
Vátryggingarfjolögin
Skandinavia - Baltica - National
Hlutafje samtals 43 millíónir króna
íslands-deildm
Trolle & Rothe h.f., Reykjavík.
A11 s k o n a r sjó- og stridsvátryggingar á skipum og vörum
gegn lægstu iðgjöldum.
Ofannefnd fjelög hafa afhent Islandsbanka i Reykjavík til geymsln
hálfa miilióu krónur,
sem tryggingarfje fyrir skaðabótagreiðslum. Fljót og góð skaðabótagreiðsla.
Öll tjón verða gerð upp bjer á staðnum og fjelög þessi hafa varnarþing bjer.
BANKAMEÐMÆLI: Islandsbanki.
Det kgl. oktr. Söassurance - Kompagni
tekur að sér allskonar Bjóvátryggin^ar.
Aðalumboðsmaður fyrir ísland:
Eggert Claessen, jfirréttarmálaflutningsmaður.