Morgunblaðið - 08.07.1919, Blaðsíða 3
Austurvöllur.
Hugmyndin um a5 gera Austur-
völl að malbikuðu torgi, fallegu,
hreinu og hagkvæmu, ryður sér æ
mcir til rúms. Síðan ritað var um
]>að fyrst í Mbl. um daginn hafa
margir bæjarmenn Iátið í ljós sömu
skoðun við oss. Allir eru þeir sam-
mála um það, að þarna, í hjarta
bæjarins, geti aldrei orðið skraut-
garður, svo í nokkru lagi sé, óg að
þarna eigi einmitt að vera torg, svo
sem tíðkast í öllum borgum er-
lendis.
Yér höfum margoft bent a það,
að það er fengin full reynsla fyrir
því, að tré þroskast eigi vel hér á
Suðurlandi. Nægir í þessu sam-
bandi að benda á þær tilraunir, sem
skógræktarstjóri hefir gert, og
Gióðrarstöðina við Laufásveg.Væri
þó synd að segja, að Einar Helga-
son hafi ekki hlúð að blómunum
og trjánum eftir mætti. Tré geta
ekki vaxið hér svo þau verði til
nokkurrar verulegrar prýði í
skrautgarði.
En það er þó að voru áliti ekki
aðalatriðið. „Praktiska“ hlið máls-
ins hefir miklu meiri þýðingu. Það
vantar torg í bænuin og það á
hvergi annars staðar að vera en ein-
mitt í hjarta borgarinnar. Girðing-
in á að hverfa með öllu. Svæðið á
að verða opið, bjart og fagurt, með
standmynd Thorvaldsens í miðju.
Mætti gróðursetja þar blóm innan
girðingar um stundarsakir, en
bekkir ættu að vera með fram girð-
ingunni, þar sem þreyttir vegfar-
endur gætu hvílt sig.
Það er og fengin vissa fyrir því,
að það gildir einu, hve skrautlegur
slíkur garður yrði og hve vegleg
girðingin í kring um liann. Hvor-
ugu yrði haldið við, eða enginn hef-
ir að minsta kosti astæðu til þess að
ætla, að svo yrði. Lítið á girðing-
una, sem nú er um Austurvölll
Gangið upp í kirkjugarð og sjáið
hvernig þar er umhorfsl Skoðið
sflfnahúsbygginguna og sjáið
hvernig henni hcfir verið haldið
við! Hver hefir ekki tekið eftir
illgresinu meðfram dómkirkju liöf-
uðstaðarins, og óþverranum, sem
hér er látinn liggja á strætum og
stígum ?
Er þá nokkur meining í, meðan
núverandi kæru- og hirðuleysi rík-
ir í bænum, að fara að ráðast í
mikinn kostnað við skrautgajrðs-
gerð, að bæta einu „fyrirtækinu“
við til þess að vanrækja. Það er
vissulega nóg samt, sem vanrækt
er í þessum bæ.
Það er svo langt frá því, að vér
hyggjum, að torgi, sem vér leggj-
um til að gert verði úr Austur-
velli, verði vel við haldið. En það
cr eius og manni finnist, að það sé
liægra að halda malbikuðu torgi
við, heldur en skrautgarði, jafnvel
þó sérstakur garðyrkjumaður væri
ráðinn til þess að gæta hans og
hirða hann.
,Brsiðfirðingar‘.
Jónas Guðlaugsson; Breiðfirðingar.
(Frumsamdir á dönsku.) Guðm. G.
Hagalín þýddi á íslenzku. Bóka-
verzlun Guðiu. Gamalíelssouar. Rvík.
Vafasamt er, hvort þessar sögur Jón-
asar Guðlaugssonar eru svo veigamikl-
ar, að ástæða hafi verið til að þýða
þær á þá tungu, sem höfundur þeirra
var vaxinn upp úr. Engin sagan er svo
góð, að hún nái því bezía, sein Jónas
orti í óbundnu máli. Houum lét auð-
sjáanlega betur að lyfta sér til flugs
í Ijóðum en sögum. Þar gat hann stund-
um flogið beint og óhikað, svo hvergi
geigaði frá því marki, sem stefnt var
að; en þetta bregst honum í sögunum.
Þar verður stefnan fálmandi. Og hann
veit stundum ekki sjálfur hvert
Btefuir,
M () RGOX ItbAÐI 1)
íí
Þjóðabandalagið
Rue de Montblanc í Genf.
Það er í ráði að gera borgina Genf í Sviss að höfuðborg al-
þjóðabandalagsins. Genf er einhver stærsta borgin í Sviss og stendur
á hinum fegursta stað hjá Rhone-fljótinu og Genfervatninu. Megin-
Jtorri íbúanna er af frönsku bergi brotinn og þess vegna er borgin
oft nefnd „hin svissneska París“. — Hér á myndinni má líta eina af
hinum fegurstu götum borgarinnar, „Rue de Montblanc“, sem dregur
nafn sitt af fjallinu Montblanc, sem sést í fjarska snævi þakið.
2-4 shrifsfofufyerbergi,
he’zt I Miðbænum, ó kast á leigu sumarlangt eða lengur. Há íeign.
Upp'. hjá Morgunblaðinn.
Byggingafélag Reykjavíkur
óskar eftir nokk'um duglegum verkamönnum.
Löng atvinna,
Talð við Þorlák Ofeigsson, Laugavegi 33 b,
frá kl. 12—1 og 6—8 úðdegis.
2 sfúíkur
vantar nú þegar i Klxðave ksmiðjuna Alafoss. — Upp'ýsingar gefur
Sigurjón Pjetursson, Hifnarstræti 18.
TfuQÍýsing
um afnám fjámarksverðs
á fjeiíagfiski,
Verðlagsnefndin hefir numið úr gildi hámarksverð það á heilagfiski,
sem hún hafði sett og birt er i auglýsingu bæjarfógetans í Reykjavík 18.
október 1917.
Þata biitist til leiðbeiningar ollum, sem hlut eiga að máli.
Löfireglustjórinn i Reykjavík, 7. júlí 1919.
Jón Jlermannsson,
Beildv. Garðars Gislasonar
Sími 481 Hverfisgötu 4
hefir til sölu;
norðlenska rullupylsu
norðlensk sauðalæri
selst að eins í heiluni tunnum.
V. B. Ji.
Nýkomið með e.s. »Lagarfossi«,
Jiarimanna - nserfafnaður
og
Sporfskijríufau, mjog oéýrt
Þó er e f n i ð gott 1 sumum þessum
sögum, T. d. í fyrstu sögunni, „Fórn
árinnar<(, og eins þeirri síðustu, „Göm-
ul saga“. Þar er brugðið upp einum
hinum allra einkennilegustu og skýr-
ustu þjóðerniseinkennum vorum. En
snillingshendurnar hefir Jónas þar
skort til þess að vefa úr þessum þráð-
um, sem hann hefir valið sér, þann
glitvef, sem lítil smásaga getur verið,
ef nógu haglega er slöngvað þráðunum.
En ]?að er ekki það versta við þessa
bók. Þýðingin á sögunum stórspillir
þeim. Henni er mjög ábótavant. Þýð-
andanum sýnist hafa verið mjög mis-
lagðar hendur. Á sumum stöðum er all-
vel þýtt. En á öðrum svo hrapallega,
að furðu gegnir. Þó að sögurnar séu
ekki listaverk, þá verðskulda þær
betri þýðingu en þetta. Og við ættum
að varast að taka verk okkar eigin
höfunda til þess að stórspilla þeim í
þýðingunni. I fyrsta lagi' hafa höf. þá
kröfu á hendur þýð., að þeir afskræmi
ekki' verk þeirra. Og í öðru lagi er
tunga vor með enn þá helgari kröfu,
að þeir, sem þýði, beri fegurð hennar
fyrir brjósti. Og tillit til beggja þess-
ara málsaðilja er okkur skylt að taka.
Til þess að gefa sýnishorn af' þýð-
ingunni, mætti benda á þetta, teki'ð af
handahófi:
„Hann var líkastur rennvotum og
steindauðum lilut“ (bls. 45). Þetta er
alt of litlaus lýsing. Og litleysið er
þýð. að kenna. „.... nokkuð þesshátt-
ar“ (bls. 100). Hvað á þetta nokkuð
að gera þarna ? Þetta er að gera dönsk-
unni of hát*t undir höfði. „Guð má
vita“ (fyrir: guð v e i t) (bls. 107).
„Kveldið út í gegn“ (fyrir: alt
k v e 1 d i ð) (bls. 47). „Óendanlega lít-
ill“ (bls. 96). Ekkert er „óendanlegt“
nema tími og rúm. Þá er þessi setn-
ing klaufalega orðuð: „Hún (dagsbirt-
an) var svo dauf, að hinn myrkvi
skuggi hlöðunnar, sem stóð beiot á
móti borðstofunni, sást enn þá.“ Eða
þetta: „.... og hið ömurlega ýl
stormsins og regnhljóðið þungt og
ógnandi ómaði um stofuna." Getur
ömurlegt „stormýT ‘ og ógnandi „regn-
hljóð“ ómað? Yfir höfuð óma allir
hlutir hjá þýð. Þá er greinirinn alt of
víða settur fyrir framan lýsingarorð
■n, t. d. „hið stóra liöfuð *hans“, „hið
háa hvelfda enni“, „hinn gamlí, níddi
söðull“, „hinn stóri búkur lians“,
„hina stóru exi“ o. s. frv.
Þá cr 'ekki prófarkalestur betri. Það
eitt er nægileg ástæða til þess, að það
er sára-leiðinlegt að lesa bókina. Það
úir og grúir af villum, sem auðsjáan-
lega eru runnar af slælegum prófarka-
lestri. T. d. þetta (bls. 36): „ógurleg-
11111“ fyrir „ógurlegum“, „undruu“
fyrir „undrun“ (1,1«. 43^ „væUgjatök-
um“ fyrir „væiigjatökum'1 (bls. 98),
„valdur“ fyrir „vaídur“ .(l,ls. 105),
„handar' ‘ fyrir „hundar“ (bls. 107).
Alt þetta setur svip á bókina. Og sá
svipur getur trauðlega orðið aðlaðandi,
þegar þannig er í garðinn búið. Sög-
urnar liefðu verið betur óþýddar, en á
þetta hrognamál. Við höfum nóg af
slænium þýðingum, okkur til skamm-
ar, þó við séum ekki að bæta við verk-
um okkar eigin höfunda á lélegu máli.
J. B.
Skrásetning
skipa
Eitt af frumvörpum þeim er
stjórnin leggur fyrir þingið, er um
skrásetning skipa. Seg'ir svo í at-
bugasemdunum við frv.:
„Vegna sambandslaganna er breyting
á gildandi skrásetningarlögum óhjá-
hjákvæmileg. Endanleg skrásetning
skipa fór áður fram á skrásetningar-
og mælingar skrifstofunni í Kaup-j
mannahöfn, en um leið. og ísland er
viðurkent fullvalda ríki og rná þar af
ieiðandi ekki hafa annan fána eu sinn
eiginn, liggur það í hlutarins eðli, að
end.anleg skrásetning verður að fara
fram á Islandi. í þessu frumvarpi er
ákveðið að skrásetning skuli heyra und-
ir þá deild stjórnarráðsins, sem toll-
málin heyra undir, fjármáladeildina,
að svo miklu leyti, sem sérstök atriði
ekki eftir eðli sínu heyra undir dóms-
málaráðaneytið. Gert er ráð fyrir að í
Reykjavík sé sett á stofn sérstök skrá-
ietningarskrifstofa, er hefir aðalfram-
kvæmdir á skrásetningunni. Aðrar
breytingar en þær allra nauðsynlegustu
’iafa ekki verið gerðar á skrásetning-:
arlögunum, enda gert ráð fyrir að skrá-
setningarstjórinn verði látinn fara utan
til að afla sr nauðsynlegrar sérþekk-:
'ngar, og ætti þá skrifstofan að geta
,rðið til aðstoðar við undirbúning skrá-
setningarlaga, en nú sem stendur er
ítil völ á sérþekkingu í þessu efni. Það
iggur í hlutarinseðli, að þar sem í
krásetningarlögunum frá 13. des. 1895
r talað um danskt flagg, kemur nú
íslenzkur fáni, og eins liggur það í hlut-
irins eðli, að hugtakið íslenzkt skip er
nú ákveðið í samræmi við ríkisviður-
kenningunaJ ‘
Samkvæmt 1. gr. frumv. verða %
hlutar hvers skips, sem hér á að
ikrásetjast, að vera eign liér hú-
settra manna, er liafa haft heimilis-
festu hér á landi í 1 ár. Ef um
hlutafélög er að ræða, verða allir
stjórnarmennirnir að fullnægja
skilyrðum um búsetu og lieimilis-
festu.
í samræmi við þetta gerir stjórn-
in breytingu á siglingarlögunum og
leggur þær breytiugar fyrir þingið
jafnhliða.
Þýzka stjómin
sem samþykti friðarskilmálana.
Selieidemanu, sem varð fyrsti
forsætisráðherra í hinu þýzka lýð.
veldi, vék úr stjórn ríkisins vegna
þess að hann vildi elcki taka friðar-
kostum bandamanna. Það varð
nýtt ráðuneyti, sem fékk það
vandaverk, að ganga að friðarkost-
unum og eiga þessir menn sæti í
því:
Gustav Adolf Bauc r heitir for-
sætisráðherraun, og er fæddur í
Austur-Prússlandi árið 1870. Hann
vann lengi á lögmannsskrifstofu og
árið 1903 varð hann ritari á mið-
stjórnar-skrifstofu ' verkamanna.
Hann hefir ritað ýmislegt um
vevkalýðsmúlefui og þjóðfélags-
fræði. Hann var atvinnumálaráð-
herra, einnig í stjórn Eberts í októ-
ber í fyrra.
Hermann M ú 11 e r (jafnaðar-
maður) er utanríkisráðherra, fædd-
ur 1868, og steinprentari að iðn.
Árið 1898 varð hann ritstjóri
„Volksblatt“ í Bochum og 1900
verkamanna-ritari í Bremen, en
1905 komst hann á miðstjórnar-
skrifstofu þeirra í Berlín. Ilann er
nú formaður jafnaðarmannaflokks-
ins þýzka. Árið 1909 fór hann k>nn-
isför til Ameríku í umboði stein-
prentarafélagsins þýzka. Það var
Ilermann Múller, sem fór til Ver-
sailles og undirritaði friðarsamn-
ingana fyrir hönd stjórnarinnar.
Edvard David (jafnaðarmað-
ur) er iimanríkisráðherra. Hann er
fæddur 1863, er doktor og varð rit-
stjóri blaðsins „Mainzer Volkszeit-
ung“ árið 1896.
Mathias Erzberger er einna
kunnasti maðurinn í þýzku stjórn-
inni nýju. Mann er í Miðflokknum.
Höfðu flestir búist við að hann yrði
utanríkisráðherra, en í þess stað
varð hann f jármálaráðherra og
varamaður forsætisráðherrans. —
Hann er fæddur 1875 og hefir num-
ið stjórnlagafræði og hagfræði. í
fyrrahaust varð hann formaður
vopnahlés-nefndarinnar. Má búast
við að hann verði mikilvirkur á
stjórnmálasviði Þjóðverja fram-
vegis.
Wilhelm M a y e r heitir tollmála-
ráðherrann. Hann er lögmaður frá
Múnchen og fæddur 1874. Árið
1898 varð hann doktor fyrir ritgerð
um hagfræðileg efni.
Atvinnumálaráðherrann ’heitir
S c h 1 i k e og er jafnaðarmaður.
Hann er fæddur 1863 og er vélfræð-
ingur.
Þeir ráðherrarnir, sem enn eru
ótaldir, WisselogNoske (jafn-
aðarmenn) og Giesbert og Bel
(miðflokkurinn) voru allir í ráðu-
neyti Scheidemanns og gegna sömu
embættum og þeir höfðu þar.
Lífeyrissjóöur
embættismanna.
Stjórnin leggur fyrir alþingi frv.
til laga um stofnun lífeyrissjóðs
fyrir embættismenn og um skyldur
þeirra til þess að kaupa sér geymd-
an lífeyri. Sjóðurinn stendur undir
umsjón landsstjórnarinnar, sem
annast reikningshald hans. Ríkis-
sjóður leggur sjóðnum til 50 þús.
kr. eitt. skifti fyrir öll. — Samkv.
frv. eiga embættismenn að verja
5% af árslaunum sínum til þess að
kaupa lífeyri. Nemi árslaunin
meiru en 5000 kr. greiðist ekkert
gjald af því sem umfram er þá f jár-
upphæð. Iðgjöldunum verður hald-
ið eftir af launum embættismann-
anna.
Þegar embættismaður fær lausn
frá embætti vegna elli eða van-
heilsu, fær hann úr sjóðnum sem
nemur 27 % af launum þeim sanran-
lögðum, sem hann hefir greitt ið-
gjald af í sjóðinn. Eftirlaunin mega
þó aldrei fara fram úr hámarks-
launa ]>eirra er embættismaðurinn
hefir haft. Lífeyrinn greiðist fyrir-
fram hvern mánuð. Ef embætti er
lagt niður og viðkomandi embætt-
ismaður flyzt ekki í annað em-
bætti, fær hann endurgreitt úr
sjóðnum iðgjöld þau, er hann hefir
greitt, vaxta og afdráttarlaust.
Þá leggur stjórnin fyrir þingið
annað frv. um ekkjutrygging em-
bættismanna. Er hverju.m embætt-
ismanni, er kvænst hefir yngri en
50 ára, að tryggja ekkju sinni líf-
eyri, er ekki sé minni en einn fimti
hluti af byrjunarlaunum embættis-
ins, cða kaupa lífsábyrgð, er sé
þreíöld árslaun. Ákvæðin gilda þó
cigi um þá mcnn, er sitja í embætt-
um þegar lögin ganga í ~gilúi, og
eru ekki eldri en 50 ára að aldri.
Embættismannsekkja,’ sem lífejrr-
is nýtur samkvæmt 1. gr., nýtur
enn fremur úr ríkissjóði árlega eins
tíunda af föstum lágmarkslaunum
embættis þess, er maður hcnnar
hafði, cr liann lézt. Til fastra launa
í þessu sambandi skal telja hlunn-
indi þau, cr talin eru fylgja cm-
bættinu í launalögunum.
Auk þess gctur konungur í við-
bót við líffé þetta veitt ekkjunni
50 til 100 kr. árlegan uppeldisstyrk
handa hverju barni hennar og
mamis þcss, cr hún nýtur lífeyris
Réltar vðrur.
Versl, Björn
eftir, þangað til barnið er fullra 16
ára. Skilyrði fyrir viðbót þessari er
það, að ekkjan verði talin þurfa
styrksins til að veita börnunum
sæmilegt uppeldi.
Réttur til líffjár fellur burtu:
1) ef ekkjan giftist af nýju.
2) ef hún tekur sér bústað utanrík-
is án samþykkis konungs.
3) ef hún hirðir ekki lífféð í 3 ár
samfleytt, án þess að sanna lög-
mæt forföll.
Rétt verð.
Kristjánsson.
P ímusviðgerðir eiu beztar á
L-iugivegi 27. Sjáið s’ziltið.
4) ef hún verður dæmd sek uin eiu*
livern verknað, er að almenn*
ingsáiiti er ósæmilegur.
Ef ekkja missir eftirlaun af því
að hun hefir gifzt af nýju, á hún
rétt á að fá hið sama fíffé, ef hún
verður ekkja í annað sinn.
Bezta bújöröin
í Bolungarvik er til sölu og ábúðar 1 næstk. faidögum, Jörðin liggur
að eins um 1000 faðma frá hinum afiasælu Bolungarvikurmölum.
Þeir sem sinna vilji þessu tækifæriskaupi gefi sig fram við undir-
ritaðan, sem gefur allar nánaii upplýsingar. Mig verður að hitta á skrif-
stofu Fiskifélags Islands næstu daga,
P. t. Reykjavík, 4 júli 1919.
ArDgr. Fr. Bjarnason.