Morgunblaðið - 11.07.1919, Page 1

Morgunblaðið - 11.07.1919, Page 1
6. árgangur, 235. tölublað Fðstudag 11. júlí 1919 Isafoldarprentsmiðla HBi GAMLA BIO mi fllÍItF TfÍSt Þessi ágæta mynd verð- ur sýnd aftur í kveld í siðasta sinn. Pantið aðgöngumiða í sfma 475 Símfregnir. (Frá fréttaritara Morgunblaísins). Friðarsamningarnir formlega samþyktir. Khöfn 9. jú í. WeimarþingiÖ samþykti friðar- skilmálana í dag með 205 atkv. gegn 115. --------o------- Alþingi. Launanefnd kaus efri deild í gær. Þar eiga sæti: Bggert Pálsson, Guðmundur Olafsson, Halldór Steinsson, forniaður, Hjörtur Snorrason, og Kristinn Daníelsson, fundaskrif. W».- v.' 1 'k Erindi send Alþingi. 22. Þingmálafundargerð úr Hnappadalssýslu. 23. Fjórar þingmáiafundargerðir úr Rangárvallasýslu. 24. Samband norðlenzkra kven- félaga krefst þess, að húsmæðra- skóli norðanlands sitji fyrir öðrum skólabyggingum um f járveitingu. 25. Isleifur Jónsson, forstöðumað- ur lýðskólans í Bergstaðastræti 3, sækir um 1500 kr. fjárveitingu til skólans. 26. Anna Thorlacius sækir um 800 kr. styrk til ritstarfa og sem ellistyrk. 27. Þingmálafundargerðir þrjár úr Árnessýslu. 28. Þingmálafundargerðir þrjár úr Borgarf jarðarsýslu. 29. Sigurður smáskamtalæknir Jónsson í Lambhúsum á Akranesi sækir um 1000 kr. styrk í viður- kenningarskyni fyrir lækningar. 30. Stjórn sjúkrasjóðsins „Minn- ingarsjóður frú Maríu Ossurardótt- ur“, á Flateyri, sækir inn styrk til þess að sjóðurinn geti tekið til starfa. 31. Þingmálafundargerðiv tvær úr Vestur-ísafjarðarsýslu. 32. Bréf Iialldórs Vilhjálmsson- ar skólastjóra um íbúðai’hússbygg- ingu á Hvanneyri. 33. Sýslunefnd Borgarfjarðar- sýslu felur þingmanni kjördæmis- ins að fá framgengt við Alþingi eftirgjöf á ritsímaláni sýslunnar, 1250 kr. Málverkasýnin^u opnar Sigríður Brlendsdóttir í dag (fðstudap). Opin xi.—17. þ. m. 1 húsi K. F. U. M. frá kl. 10—7 e. h. Veðurafhuganir á íslandi. Ummæli torstjóra veðarfræðistofnnnarinnar i Khöfn. Hvað verðnr gert? Anna Thorlacius í Stykkishólmi, sem mörgum er að góðu kunn fyrir ritsmíðar sínar, hefir sent Alþingi umsókn um fjárstyrk til ritstarfa og sem ellistyrk. Frúin hefir um langt árabil haft á hendi, ásamt m.antíi sínum,veðurathuganir vestra fyrir veðurfræðistofnun Dana, og á undan henni tengdafaðir hennar, Arni umboðsmaður Thorlacius. Var hann sá, er fyrstur gerði slíkar at- huganir hér á landi; byrjaði hann á því skömmu eftir 1840. Frú Thorlacius eða maður hennar sótti í fyrra til veðurfræðistofnunarinn- i'ar um hækkun á þóknun þeirri, or greidd hefir verið fyrir athugana- starfið, en forstjóri stofnunarinnar svarar með bréfi, dags. 10. jan. síð- astl., er fylgir styrkbeiðninni til Alþingis, á þá leið, að hann sjái sér iekki fært að verða við beiðninni, enda þurfi til þess fjárveitingu frá ríkisþinginu. Ástæður þær, sem færðar eru fyrir þessari synjun, eru ekki þær, aú ekki þyki mak- legt, að hækka þókunina. Veður- áthugunum þeirra hjóna er hælt á hvert reipi. Ástæðurnar eru ann- ars eðlis, og með því að þar er f jall- að um veðurathuganir hér eftirleið- is, skal hér birtur í þýðingu sá kafli úr bréfinu, er að þessu lýtur: ,,Þá er Island er nú orðið sjálfstætt fullvalda ríki, sem er ekki í sambandi við Danmörku, rís sem sé sú spurning, hvort ís- lenzka ríkið eigi ekki að taka að sér veðurfræðistöðvarnar. Því er 34. Sama felur þingmanninum að fá Bjargráðasjóðslögin afnumin. 35. Sama felur þingmanninum að Eá vegalögum breytt svo, að lands- sjóður kosti viðhald allra flutninga- brauta. 36. Sýslufundargerðir Árnes- sýslu, er í íelast áskoranir og til- lögur um: a) að verkfæragjald hækki í 9 kr.; b) að þingmenn kjör- dæmisins sjái sýslunni fyrir hag- kvæmum tekjustofni í stað brúar- tolls á Olfusá, sem þeir hafa neitað að flytja frumvarp um; c) sérstak- an dýralækni fyrir Áruess- og Rangárvallasýslu; d) að Árness- sýsla verði þrjú læknishéruð; e) breytingar á sveitarstjórnarlög- um, um útsvarsskyldu; f) flokkun sýsluvega, svo að viðhald sumra sé á hlutaðeigandi hreppum. 37. Pétur Guðmundsson kennari á Eyrarbakka sækir um ellistyrk. 38. Hreppsnefnd Hólshrepps skor- ar á Alþingi að gera lireppinn að sérstöku læknishéraði. 39. Erlendur Zakaríasson vega- vinnustjóri sækir um ellistyrk. svo varið hvarvetna, að hvert ríki verður sjálft að annást og kosta niénningarmál landsins,þar á meðal einnig veðurfræðirann- sóknirnar. En ekkert er afráðið enn þá um, hvernig skipa skuli þessix máli, um stöðvarnar á Islandi; en væntanlega mun verða gert út um það á komandi sumri. Þegar svo er komið málinu, er mér því eklti unt að leita fjárveitingar til hækkunar á þóknunum þeim, sem nú eru goldnar þeim, er veð- urathuganir hafa á hendi.“ En hvað verður nú gert? Neðri deilcl hefir tvívegis samþykt og af- greitt til efri deildar frumvarp til laga um veðurathuganastöð í Reykjavík, sem sé á aðal-þingi 1917 og vorþingi 1918, en efri deild hefir komið því fyrir kattarnef í í hæði skiftin, svæft það í nefnd 1917, en afgreitt það 1918 með svo- hljóðandi rökstuddri dagskrá: „Með því að deildin telur, að veðurathuganastöð í Reykjavík þUrfi meiri undirbúning og áætl- anir um kostnað og annað held- ur en nú eru fyrir hendi, og eðli- legast er, að landsstjórnin á sín- um tíma annist þann undirbún- ing, þá tekur hún fyrir næsta mál á dagskrá." Ekki er það kunnugt, að stjórnin hafi gert neitt í málinu; að minsta kosti hefir hún ekki énn lagt fyrir þingið neitt frumvarp í þessa átt. 40. Freysteinn Gunnarsson sækir um 3 þúsund kr. utanfararstyrk í tvö ár, til að kynna sér alþýðu- fræðslu og alþýðuskóla á Norður- löndum og í Bandaríkjunum. ------0------■ Dönsku kvikmyndaleikararnir. l’að er nú fullráðið, að þeir komi hingað með næstu ferð „Gullfoss“ og hefji héðan leiðangur sinn aust- ur á land. Hefir umboðsmaður þeirra hér, lir. Bjarni Jónsson frá Galtafelli, fengið umboð til þess að kaupa 30 hesta til ferðarinnar, út- vega fylgdarmenn og sjá um út- búuað allfwi. Gunnar Gunnarsson skáld verður með í förinni. ---------O--------- Það mun lengi í minnum haft hvert ófrelsi vér höfum átt við að búa í viðskiftum öllum nú hin síðari árin. Hefir Það eigi að eins drepið niður öll eðlileg viðskifti heldur einnig orðið oss til stórkostlegs tjóns, að aldrei verður með tölum talið. Mun og tæplega hafa fundist sá maður í landinu, að eigi þættist hann eiga um sárt að binda og kvartaði um ástandið. Mætti því ætla, að það væri áhugamál allra jafnt, að fá sem fyrst rýmt á braut öllum takmörkum á viðskiftasvið- inu og það því fremur, sem allar þær ástæður, er færðar voru fram fyrir því, að eigi yrði hjá þeim tak- mörkum komist, eru nú fallnar úr sögunni. En það er öðru nær en viðskiftin sé orðin frjáls. Einokun ætlar að verða það illgresi, sem sprettur upp af ófriðarráðstöfununum. Stjórn- iuni var fengið vald og heimild til þess að gera ráðstafanir út af Norð- álfu ófriðnum og þetéa hefir hún notað tii þess að gera ráðstafanir „út af NorðuráIfuófriðnum“, löngu eftir að Norurálfuófriðnum lauk. Enn er einkasala á matvöru, kol- um og. hestum. Enn þá er hér höfð útflutningsnefnd og virðist þó svo, sem hlutverk hennar ætti nú að vera lokið. Eins og menn vita voru hér skip- aðar tvær nefndir nær samtímis. Hét önnur innflutningsnefnd en hin útflutningsnefnd. Menn vita og vel af hvaða ástæðum nefndir þess- ar voru skipaðar. Nú hefir þó inn- flutningsnefnd verið lögð niður og hefir enginn saknað hennar, svo að vér vitum. Vér búumst heldur eigi við því að neinn mundi sakna út- flutningsneíudar þótt hún hyrfi úr sögffnni þegar í dag. Segjum vér það ekki til þess að kasta rýrð á þá menn, sem í henni setja, heldur að eins vegna hins, að vér þykjumst þess fullvissir að hennar sé engin þörf framar, þar sem útflutningur á öllum íslenzkum afurðum hefir verið gefinn frjáls — nema á hross- um. Og útflutningsnefnd hefir þeg- ar selt hrossin sem á markaðinn koma í sumar og hefir víst þegar fengið skipakost til þess að flytja þau til Danmerkur. Og svo er alls eigi víst, að þingið samþykki einok- unarfrumvarp stjórnarinuar. En þótt svo færi nú,að frv. næði fram að ganga,þá hefir nefndin samt ekkert framar að starfa. Að minsta kosti hefði það einhvern tíma þótt nokkuð „flott“ að stjórnin liefði nefnd mamia sér við hlið alt árið, til þess eins að gcra eimi lirossa- sölusamning. Það er enn eitt í þessu máli, sem rétt er að drepa á. Verði stjórnin líkt skipuð og nú, eftir þingið, og verði heimildarlögin til „ráðstafana út af Norðurálfustríðinu“ ekki numin úr gildi, má húast við því að hun finni upp á því að taka einok- un á ýmsurn íslenzkum afurðum, og beri því við, að annars hefði út- flutningsnefnd ekkert að starfa. --------0--------- Gengi erlendrar myntar. London, 8. júlí: Danskar króuur 19.52^ 100 Sterliugspund $ 449.50 Reykjavík, 10. júlí: Bankar. Sterlingspund 19.85 Dollar 4.45 Frankar (franskir) 0.67 Gylden (holl.) 1.64 Sænskar krónur (100) 111.50 Norskar krónur (100) 108.00 P ó s t h ú s: Sænskar krónur (100) 111.50 Norskar krónur (100) 108.50 Þýzkt mark 0.34 Pund Sterling 20.25 Dollar 4.60 Franki 0.69 Loftskeyti fró London, 10. júlí. Sú fregn hefir borist hingað frá Kaupmannahöfn, að á íslandi sé stofnað félag, sem ætli að koma á reglubundnum flugferðum milli ýmsra kaupstaða innanlands, og eins flugferðum milli íslands og út- landa. Kapteinn Cecil Faber er á leið til íslands með flugvélar og með hon- um er vélfræðingur (mekaniker). Aðalstöð loftsiglinganna verður í Reykjavík. Morgunblaðið hefir átt tal um þetta við einn af stjórnendum Flugfélagsins hérna og spurt hann hvað hæft væri í þessari fregn. Hann kvað það fjarri sanni, að hugsað væri til ílugferða milli Is- lands og útlanda að svo komnu og eigi mundi heldur teknar upp reglu bundnar ferðir milli kaupstaðá inn- anlaiids. Flugfélagið hérna hefði gert samning um það við „Det danske Luftfartsselskab“ að það - sendi hingað mann til þess að sýna flug. Danska flugfélagið ætlaði svo að M NYJA BIO H H»er er þaðP Sérlega skemtilegur ástaisjÓDl. I 4 þittum, tekinn af Triangie- félaglnu og útbúinn af snilh.ngn* um Griffíth. Aðalhl.verkið leikur ameríska kveunaguHið .Douglas Fairbanks Yfir myndinni allri er svo léttur og skemtulegur blaer, að sðnn ánægja er á að horfa. scnda Cecil Faher hingað í þeim til- gaugi, en hann sé enn eigi lagður á stað, en komi með „íslandi“ næst og þá með eina flugvél, en ekki fleiri. „lsland“ á að fara umhverfis land og ætlar Faber á leiðinni að pthuga lendingarstaði á Seyðisfirði og á Akureyri, ef ske kynni að hann flygi þangað seinna í siirnar, en alt sé það óráðið enn. Flugfélagið hefir símað á báða staðina og beðið að taka á móti honum og sýna honum þá lendingarstaði er helzt þykja til- tækilegir. Lítist Faber þeir nothæf- ir mun hann ef til vill fljúga þangað. Það er búist við því að flugvélin, sem hann kemur með, verði ekki nema fyrir tvo, flugmaun og véla- marni, og fá íslendingar þá ekki að fljúga á þessu sumri. En tilgangur- inn er líka sá, að sína hér flug og vekja með því áhuga manna fyrir því að fá hingað þessi nýju sam- göngutæki, sem nú eru að leggja allan heiminn undir sig. Cecil Faher er sonur Fabers yfir- konsúls sem var í London. Flugferðir á íslandi. Flugmaður á leiðinni hingað með flugvólar? 1 -- Framtið fluglistarinnar. Hægt að fljóga i strjklotu miili Irland« og Astralfu. Loftskeyti frá London, 10 júlí. Flugmálaráðuneytið tilkynnir, að flugvélin „II 34“ muni ekki leggja á stað aftur í heimförina frá Long Island fyr en á þriðjudagsmorgun. I ræðu sem Mainland 1 hershöfð- ingi liélt uni framtíð flugvélanna, sagði hann að innan árs mundi verða smíðuð loftskip, sem væri fær um að fljúga í einni stryklotu frá írlandi til Ástralíu. Næsta teguud loftskipanna muni verða fimm sinnum stærri en þau sem nú eru notuð og flughraði þeirra mundi verða 100 sjómílur á klukkustund og að þau yrði fær um að flytja 150 smálestir. Háir turuar mundu verða reistir og loftskipiu látin slá festum við þá. Islenzkir lœknar til Noregs. Svo sem getið var um í símskeyti til Mhl. fyrir nokkru, stendur ís- lenzkum læknum til boða lækna- héruð í Noregi, eigi að eins í Norð- ur-Noregi, heldur og eimiig í suð- urhluta landsins. Formaður læknafélagsins, lir. prófessor Guðm. Hannesson, lét Gunnl. læknir Einarsson, sem nú dvelur í Norcgi, greuslast eftir því, hver kjör væri í boði og hvers kraf- ist mundi af íslenzkum læknum, sem vildu sækja um slík embætti. Svar heilbrigðisstjórans var á þessa leið: „Á meðan slíkur hörgull er á læknmn í embætti hér, sem nú á sér stað, get eg ekki hugsað mér að ís- lenzkum læknum verði í íiokkru til- Framhald á 4. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.