Morgunblaðið - 11.07.1919, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1919, Blaðsíða 3
morg;unbl aðið Af þessu leiðir að reynt er að fá sem mestan arð af landinu, en þó að leggja sem minst í kostnað. Veit eg nú í einum lireppi Árnessýslu milli 10 og 20 bændur, sem hafa 2 býli til afnota að nokkru leyti ;. sumir meira að segja 3 býli. Við þetta leggjast nokkur býli í eyði, önnur hjáleigubýlin notuð af hús- fólki að einhverjum parti. Þetta á sér stað í fleiri hreppum og víða lcggjast. býli í eyði. Nefni ekki nöfn að sinni. Með slíku fyrirkomulagi hlýtur búendatölu að fækka tit muna. Þegar býlin leggjast í auðn, verður mest af laiidinu ver yrkt. Það er ilt til þess að vita, að jarðir leggist í eyði af eldgosum, vatna- gangi eða sandfoki — en verra er að vita að býli eyðilcggist af öðrum ástæðum, t. d. af eigingirni, eða trassaskap. Finst mér þetta stefna í öfuga átt, þar sem bújarðaekla er jafn mikil og nú er. Yrking jarða. Landið þarf að yrkja sem bezt. Bændur, sem stórar jarðir eiga, ættu að selja eða leigja ungum bændum af jörðum sínum. Búnað- arfélög og ríkið ættu að styrkja menn til þess að byggja og yrkja óræktuð lönd. Hjáleigur allar ættu að verða sjálfstæð býli og ríkis- bændur ættu að styrkja verkamenn sína til þess að geta verið í sjálf- stæðri stöðu og búa í nágrenni við bæi þeirra. Tíðkast það sumstaðar í öðrum löndum, t. d. í Danmörku, og fer allvel. Lög. „Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða.“ Sú skylda hvíl- ir á fulltrúum þjóðarinnar, að búa til heilbrigð og skynsamleg lög. Pornmenn settu ákvæði um, hve stór svæði menn mættu nema, er land bygðist. Nú þarf lög að setja um notkun jarða, nánari en þau, er nú gilda. Einnig finst mér vanta lög, sem takmarka það hóflausa jarðabrask, sem nú á sér stað. Eg á við lög um sölu á jörðum. Ætti þar að gera að skyldu, að þegar jörð er seld, þá skuli láta þann kaupanda ganga fyrir kaupum, sem ætl- ai sér sjálfur að nota liana til«ó.búð- ar, eða tryggir að hún sé vel setin. Pleiri ákvæði mætti þar og setja um jarðasöluna t. d. að þær skuli aug- lýsa í ákveðnu blaði og salan fara fram í samráði við þektan þar til kjöfinn trúnaðarmann ríkisins. Mál þetta er mjög þýðingarmikið fyrir þjóðina og þess vert að því sé gaumur gefinn. Mikill meiri hluti þjóðarinnar lifir af landbiúiaði og iþeim þarf að f jölga, sem af landinu lifa, ekki síður, en af sjónum. Styrkleiki velmegunar landsmanna ^arf að grundvallast á landbúnaði. Vera Skáldsaga eftir E. B. F u n s h o n. uð sér eins og til þess að verja sig fyrir einhverri sýn. Arthur benti á líkið og sagði við hina': „Það lítur út fyrir að hann sé að áfella Georg.“ XIII. Arthur gerður arflaus. Er þeir fóru að athuga möguleikana til þess að aðhafast eitthvað, varð Art- Jmr að viðurkenna, að grunsemd sína gat hann ekki-á neinn hátt staðfest með sönnunum eða skýrteini. Hjarta- slag var orsök dauðans, eftir sögn dr. Ryan, og Carter læknir sá enga ástæðu til að láta aðra ástæðu í ljós. Seinna sagði hann við Arthur og Jim: „Eg hefi gert samvizkusamlega rannsokn, eftir því sem ástæðui' leyfðu, en ekki getað komið auga á neitt undarlegt. Með því er þó ekki sagt, að ekkert sé Ruhr-hérað. Duglega konu eða röskan dreng vantar til að bera Morgnnblaðði til áskriterda. Islands Adressebog Omissandl bók öllum kaupsýslumönnum Fæst á skrifstofu Morgunblaðsins. Dndirkennarastaöa ið barnaskólann i Bolungavik er laus. Laun ijo kr. i mánuði. Umsóknir sendist formanni skólanefndar fyrir 15. ágúst n. k. Bolungavík, 8. ágúst 1919. Skólanefndin. Fremst á myndinni hér að ofan sést áin • Ruhr. Hún fellur í Rín. Meðfram henni eru mestu iðnhéruð Þýzkalands og draga þau nafn sitt af ánni. Handan við ána sézt borg- in Essen, sem vaxið hefir upp um- hverfis verjtsmiðjur Krupps, en í þeim verksmiðjum hafa verið 75 þúsundir verkamanna. Til beggja hliða við Essen og að baki liennar, eru aðrar stærstu^iðnborgir Þjóð- verja. Meðal annars sér maður Mulheim, Hambron Herne og Bochum. — í Ruhrhéraði er svo skamt á milli borganna, að þeir sem ferðast milli þeirra, fara eigi með járnbrautarlest'um, heldur með sporvögnum. Þar sem sporvagna- kerfi einnar þrýtur, tekur við spor- vagnakerfi þeirrar næstu. — Yfir héraðinu hvílir sífelt kolareykur, sem dimm þoka. Jurtagróðurinn missir skrúð sitt jafnharðan sem hann gægist upp úr jörðunni. Snjórinn verður grár áður en hann I fellur til jarðar, og svartur, er hann Porðabúr ríkisins þarf að vera í landinu fremur en í sjónum. Hvort tveggja þarf að efla í líkum hlut- föllum, landbúnað og sjávarútveg. Vér ráðum ekki sól né vilidi, en vér eigum að ráða íslenzkum fiski- miðum og íslenzku gróðrarmoldinni. Landið eigum vér að yrkja og verja. Gerum það svo úr garði, að scm flestir geti lifað af því. Skift- um því sém jafnast og leggjum sem mesta alúð við blettinn, sem vér höfum, svo að arðurinn verði oss sem notadrýgstur, og ekki þurfi að sækja jarðepli né hey til annara landa. Heldur óska eg.að sjá land- inu skift í smábýli, en að sjá stóra bóndabæi rísa upp úr auðnunum hgr og hvar og stór svæði óyrkt á milli. Reyndar verða alt af stór svæði af landinu óbyggileg, og því fremur þarf vel að nota þau svæðin sem ræktanleg eru. Þétt bygðar og vel yrktar sveitir fæða fleiri menn, en þær sem eru skipaðar fáum og' strjálum býlum. Markið, sem vér íslendingar eig- um að keppa að, er að r æ k t a 1 a n d i ð og m e n t a f ó 1 k i ð. tíjálfstætt lánd með andlega og efnaleg'a sjálfstæðri þjóð er það, sem festa þarf í huga einstakling- anna. Sé lögð rækt við landið, þá rætast orð skáldsins: „Hamingjan kemur hýr og rjóð hverjum svein á móti, þeim er dregur silfursjóð saman úr mold og grjóti.“ 1. júní 1919. Gunnlaugur Kristmundsson. ---------0-------- Jléfiomumenn og aðrir ssm þuifa að fá sér cTlótur, ( I skonar údendar nótur og ís'.) f Komið i cVljcó/œrafiúsið, A'.lstræti 5. Hotel Island. hefir legið á jörðunni í nokkra daga. Það eru kolin, sem setja svip sinn á héraðið og fólkið, því að verkamennirnir eru svartir líka af kolareyk, bæði þeir sem vinna í námunum og þeir, sem í verksmiðj- unum vinna. Og þar er alþýðument- un á einna lægstu stigi í Þýzka- landi. Þess vegna var þar líka eiima beztur jarðvegur fyrir Bolzhewismaun. Þegnar TyrkjaKldis. Bandamenn liafa nú kveðið upp fyrsta refsidóminn yfir veigamestu andstæðingum sínum, Þjóðverjum, og þeir orðið að kyssa vöndinn. 0g innan skamms mun sá dómur upp kveðinn, sem næst mun stappa dauðadómi heillar þjóðar, dómur- iim yfir Tyrkjuin. Það er rangt-að kalla athafnirnar í Versailles frið- arsamninga, því það eru hegningar- dómar málsaðila yíir mótpartinum, sem verður eigi áfrýjað til neins hæstaréttar, heldur að eins til nýrra vopnaskifta. Hér skulu gefn- ar nokkrar upplýsingar um fólks- fjölda og þjóðernisskiftingu í Tyrkjaveidi, eins og hún var fyrir ófriðinn, svo lesendur geti betur fylgst með þeim breytingum, sem verða við friðarkostina. íbúatala Tyrkjaveldis, að Arabíu undanskilinni, var nál. 18 miljónir. Ibúðarhús mcð góðum matjurtagarði, til sölu. Upplýsingar gefur Einar Einarsson, járnsmiður, Keflavik. Allar tölur frá Tyrkjaveldi eru að rtokkru lejdi bygðar á ágizkun, því þar er eigi tekið reglulegt manntal, né hagskýrslum safnað. Eftir þjóð- erni skiftust íbúarnir þannig: Tyrk- ir 7 miljónir, Sýrlendingar og Ar- abar 4y2 miljón, Kúrdar 2 miljónir, Armeníumenn 2 miljónir, Grikkir IV2 miljón, Gyðingar y2 miljón og aðrir þjóðflokkar y2 miljón. Allir þessir þjóðflokkar geta rak ið sögu sína aftur í forneskju. )g allir hafa þeir dvalið á sömu slóð- um og nú svo lengi, sem sagnir eru til, að Tyrkjum einum undantekn- um. Þessir þjóðflokkar hafa þrjár aðaltegundir eingyðis-trúarinnar, sem sprottin er upp innan endi- rtiarka Tyrkjaveldis. Tveir þriðju hlutar eru Múhameðstrúarmenn, en skiftast í ýmsa sértrúarflokka. Hin- it kristnu skiftast einnig í mjög rtiarga sérkredduflokka. Þeir eru rtiestir framfaramenn. í ríkinu og háfa hirt dálítið um mentun og komið sér upp skólum. Tyrkir eru léngst aftur úr og hafa þeir þó / »ð skilyrði til viðgangs. Samt eru Grikkir, Armeníumenn og Sýrlend- ingar þeim miklu fremri. Eftirtektarvert er það, að af mönnum í ríkinu, sem kunnir hafa orðið út um heim síðustu fjórar aldir, hafa að eins 12 verið Tyrkir, én allir hinir annaðhvort Grikkir eða Armeiiíumenn. VEGGFODDR fjölbreyttasta úrval á landinu, er i Kolasundi hjá Daníel Halldórssyni. Piano, Harmonmm eða 0nnur hljóðfœri, komið i Hljóðfærahúsið, Hot 1 Island. Aðalstræti 5. jafnaðar 80—90 menn’ af hverjum hundrað ekki stafina. Lýðfræðslu- lög stjornarinnar eru mjög yfir- gripsmikil, en eru að mestu leyti að eins til á pappírnum. Tyrkir geta látið sig dreyma fagra drauma, en þeir eru svo undursam- lega ófærir um að gera þá að veru- leika, 0- A í öllu Tyrkjaveldi þekkja til að athuga. Því það eru margar leiðir til þess að vinna glæpavei'k, og örð- ugt að finna þær allar. Ef hugsanlegt væri, að hér væri um eitthvert ákveðið eitur að ræða, þá mundi eg strax geta sagt um, hvort um slíkt væri að ræða. En það er ekki um það að ræða hér, og eg tel það skyldu mína, að segja það, eftir að eg hefi fengið að vita um alt hér að lútandi, að dauðinn er sennilega afleiðing byltunnar á tröpp- unum. Því sé eg ekki, að mér sé auðið að gera neitt.‘ ‘ Artbur .hafði í fyrstu ætlað sér að koma opinberlegu fram með ásökun sína. En Jim og Carstairs herí'oringi sýndu honum fram á, að það væri bæði óréttlátt og óhyggilegt. Því Arthur varð að kannast við, að grumfr hans var ekki nógur. Hann vissi ekkert, og því var aðstaða hans verri en ’Georgs. Þar að auki var honum sú staðreynd ljós, að allar ásakanir hans mundu bera vott um ímugust þann, er hann hafði á Georg, eins og nú var komið málunum. En aftur á móti var sú staðhöfn, að Georg hafði flæmt hann burt frá hin- um ríka ættingja þeirra og að sá ætt- ingi dó skömmu síðar, í raun og veru nóg til þess, uð um málið var rætt og þvaðrað aftur og fram, hvort sem Art- hur sagði nokkuð' eða ekki neitt. Georg var vel kunnugur umtali manna, og hvað spjallað var eða rétt- ara getið sér til. Hann hnr það alt sam- ar. afburða vel- Og sömuleiðis hafði hann komið sér vel við formenn skiftaréttarins og aðra þá, sem liöfðu hann með höndum. Yæri nokkuð sagt í nálægð hans, sem gat verið honum ó- þægilegt, lézt hann ekki skilja það. Og þegar hann varð einkaerfingi Arthurs, varð hann of voldugur maður ,til þess að menn þyrðu að móðga hann. Menn vptu að vísu öxlum, þegar minst var á þetta, en menn gættu þess að þegja. Þar að auki keptist Georg við það, að koma sér í mjúkinn hjá mönnum, svo hann ávann sér hylli margra. „Eftir eitt ár eða tvö“, sagði Georg við sjálfan sig, „verður þetta úr minni liðið, og enginn mun framar um það hugsa, að eignirnar voru mér ekki ætl- aðar. Ef eg dvel erlendis yfir vetur- iun — samkvæmt ráði læknanna — og kem þá fyrst þegar „Kricket“ -spilið tiyrjar, þá verður alt í bezta lagi. Eng- inn grunar þann mann, sem er því lík- ur snillingur sem eg, og leikur minn mun opna mér alla vegi.“ Honum fanst að hann geta verið hinn öruggasti. Grunur og óvinátta Arthurs fanst honum einskis virði. Og hann á- setti sér að bjóða honum ekki framar þessi 20,000 pund. Hann efaðist líka um, að þau mundu verða þegin þó hann byði þau. En hann lagði sig allan fram til' þess að gefa mönnum í skyn, að það væru góðar og mikilvægar ástæður til þess, að Arthur hefði verið gerður arf- laus. „Frændi var ekki sá maður, að hann hefði ekki alt af nægar ástæður til þess, sem hann gerði“, sagði hann stundum. „Að sjálfsögðu veit eg hvað sagt hefir verið, en eg hygg, að alt verði ljósara, þegar aríleiðsluskráin verður kunngerð. Eg þekki hana ekki, en eg hygg, að frændi hafi sagt að vanda ljóst og skýrt frá öllu, þótt eg bæði hann að gera það ekki.“ A þennan liátt flaug það út á meðal manna, að Sir Arthur hefði skýrt frá því í arfleiðsluskránni, hversvegna hann gerði Arthur árflausan og valdi ánnan erfinga. Og því urðu menn enn forvitnari en fyr. Yið greftunina var mikill fjöldi manua, ekki eingöngu af virðingu þeirri, er menn höfðu horið fyrir hinum dána, heldur og af hinni miklu forvitni. Á eftir söfnuðust menn saman á skrifstofunni og skvldi Reilly lesa upp erfaskrána. Þeir sem höfðu snefil af rétti til þess að vera viðstadd- ir létu ekki á sér standa. Menn tóku eftir, eins og einhverjum fyrirboða, að Reilly talaði nokkrum sinuum við Georg, en afarsjaldau við Artkur, og ennfremur að Georg settist við ldið Reillys. Arthur settist gegnt þeim. Hann þótti-st sannfærður um hvað koma mundi. En um það hugsaði hann lítið. Það var einkum tvent, sem rýmdi öllu öðru úr huga hans. Annað var grunur hans, sem konum þótti nú vonlaust um að mundi verða sannaður. Hitt var Vera. Hann hafði að eins séð hana tvisvar nú síðustu daga, og honum sýndist á andtiti hennar, að hún vera algerlega óafvitandi um hugsanir hans. Hann vissi að hann þurfti enga von að gera sér um hana framar, þar sem hann mundi verða fátækur maður alt sitt líf. En það mesta, sem hann gat vænst var það, að hann gæti bjargast einn áfram; hann hafði enga trú ú sjálfum sér til þess að efiiast. Og þótt faðir Veru væri ekki ríkur, þá var hún alin upp við ýinsa viðhöfn, og þessvegna fanst Arthur hann ekki geta boðið henni þá fátækt, sem'mundi bíða hans. Hann hallaði sér aftur á bak í legu- bekkinn og beið þess, að hr. Reilly byrjaði. Hann var að lagfæra skjöl sin. Allir viðstaddir beindu athygli sinni að þessum tveim ungu mönnum, er báð- ir áttu, eftir skamma stuud, að fá að vita hvor þeirra yrði eigaudi uð öll- um auðnum. Málafærslumaðui'inu hafði beygt sig yfir skjölin. Arthur tók eftir því, að kricket-kúla lá á ofnplötunni. Og furð- aði hann sig á, hví liún væri þangað komin. Hann tók enn fremur eftir, að Georg leit á kúluna og síðan á hann ög brosti. En hann fann enga senni- lega ástæðu til þess, hvernig stóð á því, að þessi krieket-kúla fylti augna- ráð haus hatri og bros hans sigurdrýg- indum. En hrátt glevmdi hann því og tók að' hugsa um grun sinn og Veru, þar til erfðaskráin var lesin upp. Loks heyrði hann rödd málafærslumannsins: „Þetta er síðasti vilji hins dána og síðasta erfðaskrá hans.“ Fyrst fjallaði erfðaskráin um þýð- ingarlitla hluti; þá um ýmsar gjafir til góðgerðarsemi og gamalla þjóna, og einnig 1000 Punda upphæð til kricket- félags greifadæmisins. „Fræiida mínum, Arthui' Ballentyne, gef eg tir eignar og umráða kricket- kúluna sem notuð var í síðasta leikn- um. Þetta geri eg af orsökum, er hann mun síðar skilja.“ Undrunar- og ánægjukliður truflaði málafærslumanninn. Hann varð að hætta. Arthur fann blóðið byltast eins og brimfall um æðar sínar. „Þetta skil eg ekki,‘ ‘ mælti hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.