Morgunblaðið - 11.07.1919, Side 4

Morgunblaðið - 11.07.1919, Side 4
4 MORGUNBL A’Ð IÐ Ufboð. Tilboð am milningu á Kiflivikurkirkju, utau og innan, óskast. Þeir, sem vildu sinna þessu gefi sig fram, fyrir 15. þ. m. við undir- ritaðanD, sem gefur allar nauðsynlegar upplýsiogar Keflavík 6. jdlf, 1919. Fyrii hönd sóknarnefndarinnar. Ól. V Ó/efgsson. M.k. Skjaldbreið hleður til Isafjarðar og Boluugavíkur í dag. Tekur farþega og póst. Tilkynnið flutning og vitjið farseðla í Hafnarstræti 20. G. Kr Guðmundsson & Co. Sími 744. cTil solu noMur roRnoi og ca. 900 ncíaRúlur. Upplýsingar gefur Oíafur J. 71. Ofafsson, Keflavík. Sí ni 6. Mótorskip nýviðgert, ca. 30 tonna, til sölu með góðum kjöium. Upplýsingar á * skrif tofu Gunnars SígurBssonar frá Selalæk (hús Nathan & Oisens). Raflýsing Þar sem Eyrbekkingar hugsa til að raflýsa kauptúnið á næstkomandi hausti er óskað eftir tiiboði í rafleiðsluna eigi siðar en 25. þ. m. Upplýsingar gefur Sveinn Guömundsson, járnsmiður á Eyrarbakka. Jf.f. Dvergur Jlafnarfirði fjefir nú fengið birgðir af sœnskum viði aíískonar, svo sem Panel, Góffborð, Jiíæðningsborð, Borð ounninf JÞldtlkci, Tré. Verksmiðja félagsins seíur einnig nú sem ft/r aiískonor smiðfsgripi, svo sem Tfurðir, Gíugga, JJmboð Jfúsgögn o. ff. víta, að ritstjóri, bæjarfulltrúi og Framhald af 1. síðu. liti erfitt fyrir að setjast að hér í þeim héruðum, sem ekki fást norsk- ir læknar í. Að sjálfsögðu verða þeir þó aimaðhvort að hafa gert kandidatsstörf hér nokkurn tíma áður, eða verið lengri tíma (senni- lega 2 ár) sem aðstoðarlæknar, amanuenses, hér í héraði áður. Sér- staklega er greiður gangur að hér- uðum í Tromsö-amti. Þar eru líka eftirlaunin hærri en annars staðar í landinu, líka, flest auðu héruðin — að tiltölu. Annars eru auð héruð víðsvegar í landinu. Flestir ungu læknarnir vilja ekki setjast að nema í bæjun- um.“ ' Tilboð þetta er mjög eftirtekt- arvert. í Noregi virðist vera hörg- \ill á læknum, en hér á landi er við- koman aftur á móti svo mikil, að að það horfir til vandræða. Lækn- ar verða að lifa við mjög ill kjör og þeim er það ekki láandi, þó þeir taki betri stöðu þegar þær bjóðast. 1 þessu sambandi má geta þess, að tekjur flestra þeirra héraða, sem laus eru í Noregi, munu nema alt að 10 þús. krónum. Það er vonandi, að þingmenn hafi þetta tilboð Norðmanna hugfast, þegar þeir nú bráðlega eiga að á- kveða laun læknastéttar landsins, taka ákvörðun um það, hvort lækn- ar þessa lands eiga að geta lifað sómasamlegu lífi við lækningar eða hvort fara á svo illa með þá, að þeir verði að hröklast úr landi. Því verður ekki neitað, að eftir launa- frumvarpi stjórnarinnar virðist mjög hallað á læknana. Árslaun héraðslækna eru ákveðin 1800 kr. og þeim er ekki ætluð neiu launa- hækkun eftir árafjölda í embætt- um, sem þó er víðast hvar annars staðar í nefndu frumvarpi tekið tillit til. Læknarnir eru, sem von er, sár- óánægðir með kjör sín og ef þing- ið sér sér ekki fært að bæta þau, má húast við því, að margir hinna yngri lækna vorra leiti sér atvinnu erlendis, t. d. í Noregi. ---------o------ Eftirfarandi frumvarp til laga um takmarkanir á rétti til fast- cignaráða á Islandi ílytur Bjarni Jónsson frá Vogi. 1. gr. Nú vill maður eða félag, hvers eðlis sem er, öðlast eignar- rétt yfir fasteign á íslandi eða notkunarrétt, annaðhvort með frjálsri afhending eða með nauð- ungarráðstöfun að manni lifanda eða með hjónabandi eða erfðum, og má það verða án sérstaks leyfis, svá fremi maðurinn er heimilifastur á íslandi eða stjórn íélagsins hefir aðsetur hér á landi og stjórnar- menn allir eru hér lieimiLisfastir. Að öðrum kosti þarf til sérstakt leyfi, er stjórnarráðið má veita, ef ríka nauðsyn ber til. — Hvers kon- ar réttur til afnota fasteigna, þar með veiðiréttur, námuréttur, réttur til að hagnýta vatnorku og því um líkt, er talinn notkunarréttur í lög- um þessum. — Sérstaks leyfis þarf þó eigi til leigu á húsum til eins árs í mesta lagi eða upp á uppsögn með eigi lengri en hálfs árs upp- sagnarfresti, eða til að eignast veiði- rétt til eins árs í Iengsta lagi. 2. gr. Eigi verður krafist fulln- aðargerðar á neinni ráðstöfun til afhendingar, sem leyfis þarf til samkvæmt 1. gr., nema leyfið sé áður fengið. Fáist það eigi, er ráð- stöfunin ógild og andvirði það, er kaupandi hefir greitt, skal hann þegar fá endurgoldið. 3. gr. Nú er krafist þinglýsing- .ar á skjali, er snertir afhending, sem leyfis þarf til samkvæmt 1. gr. og eigi er um leið sannað, að levfið sé þegar fengið, og skal þá neita um þinglýsinguna. 4. gr. Nú fullnægir maður eigi skilyrðum laga þessara, en er þó orðinn umráðandi fasteignar eða afnotahafi, þá skal stjórnarráðið setja honum frest til þess að koma rnálinu í löglegt horf, með því að fá leyfi það, er vantar, eða, ef það fæst eigi, með því að fá rift kaup- unum (2. gr.). Þessi frestur má eigi styttri vera en 4 mánuðir og eigi lengri en eitt ár. — Ákvæðum sín- um um þetta lætur stjórnarráðið þinglýsa tafarlaust á varnarþiugi fasteignarinnar og skrá í dálk hennar í veðmálahókinni. Frestinn skal telja frá þinglýsingardegi. 5. gr. Nú hefir kaupandi eigi sýnt full skilríki fyrir því, að málið sé komið í löglegt horf, áður en fresturinn er út runninn, og lætur stjórnarráðið þá selja eignarréttinn eða afnotaréttinn á nauðungarupp- boði á kostnað kaupanda,og er hann bundinn við þá sölu og heimildar- maður hans og allir þeir, er réttindi eiga í eiginni. Um uppboðið fer eft- ir fyrirmælum 10. gr. í tilskipun um fjárforráð ómyndugra 18. febr. 1847, eftir því sem þeim verður við komið. Upphoðsauglýsingin skal í þessum málum í stað skuldunauts birt kaupanda, og sé hann eigi fyr- ir á fasteigninni, má birta hana, svo að nægir, hverjum manni öðr- um, er þar er fyrir, og sé enginn þar fyrir, þá næstu grönnum. — Kaupandi fær borgaðan þann hluta uppboðssöluverðsins, sem honum hefði borið, ef haim hefði verið lög- lega kominn til eignar eða afnota. 6. gr. Nú er kona eigandi fast- eignar eða afnota hennar og giftist manni, sem íullnægir ekki skilyrð- um þessara laga fyrir því, að mega öðlast þess konar eigiiarrétt eða notkunarrétt, og verður haun þá eigi gerður eign félagsbúsins fyr en maður hennar fullnægir og þessum skilyrðum, en er á meðan séreign konunnar. 7. gr. Nú erfir maður eignarrétt yfir fasteign eða notkuuarrétt, sá er eigi getur* orðið löglegur eig- andi að hoiium nema með sérstöku leyfi, þá skal skiftaráðandi þegar gera stjórnarráðinu aðVart, og fer síðan um þetta mál sem segir í 4. og 5. gr., með afbrigðum eftir at- vikum. 8. gr. Sama er og, ef sá maður verður heimilisfastur utan íslands, er öðlast hefir eignarrétt yfir fast- eign eða notkunarrétt, svo og ef stjórn þess félags, er öðlast hefir eignarrétt yfir fasteign eða notkun- arrétt, hættir að hafa aðsetur á Is- landi, eða ef einhver í stjórn þess er þar eigi lengur heimilisfastur. 9. gr. Nú hefir maður heimilis- t'aíjtur erlendis fengið leyfi það ei getur í 1. gr., og skal honum þá skylt að hafa uinboðsmann heimil- isfastan í þeim bæ eða hreppi, sem eignin er í, til þess að andsvara aí sinni hendi málum öllum og hvers konar ráðstöfunum, er eignina varða, svo að jafngilt sé sem hann hefði það sjálfur gert, og skal dó,• ara í þeirri þinghá skýrt frá nafni og heimili umboðsmanns og það linglesið. Að öðrum kosti nefnir dómarinn honum umboðsmann á hans kostnað, er hann sé bundinn við, og lætur þinglesa og skrá það umboð. Greiuargerð. Smáþjóðum er það hin mesta hætta, að fasteignir þeirra eða af- riot, svo sem auðugar afllindir o. fl., lendi í höndum erlendra manna. Þess vegna ber eg nú frv. þetta fram. Frv. er tekið nær orðrétt og án efnisbreytinga að ráði eftir stjórnarfrv. 1901. (Alþt. 1901, C. bls. 128—134.) ■--------0--------- | D A QB O « '| I. O. O. F. 1017119. — I. E. — II. Afmæli í dag: Einar Markússon, ráðsmaður. Þorl. Þorleifsson, myndasmiður. Einar Pétursson, trésmiður. Steinunn A. Bjarnadóttir, ungfrú. Veðrið í gær: Reykjavík: Sv. kaldi, hiti 8,3 st. Isafjörður: N. gola, hiti 6,5 st. Akureyri: S. kaldi, hiti 12,5 st. Seyðisf jörður: Sv. kul, hiti 11,3 st. Grímsstaðir: S. kaldi, hiti 9,5 st. Vestmannaeyjar: Sv. st.gola, hiti 8,8 st. Þórshöfn, Færeyjar; V. hvassviðri, regn, hiti 11,1 st. „Skjöldur“ fer snemma í dag áleið- is til Austfjarða, til Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar. Með skipinu fara um 30 farþegar. Innflutningur kynbótafjár. Búnaðar- þingið fól félagsstjórninni' að skora á landsstjórnina að leyfa innflutning á útlendu sauðfé til kynbóta. Vill Bún- aðarfélagið veita 5000 krónur til slíkra tilrauna, enda sé þær framkvæmdar undir eftirliti þess og með ráði dýra- læknis. Mk. Herðubreið fer héðan vestur til Isaf jarðar í dag og tekur bæði póst og farþega. „Islands Falk‘ ‘ kom hingað í fyrra- kvöld og var í sóttkví þangað til kl. 9% í gærmorgun. Einni stundu síðar fór forsætisráðherra í heimsókn um borð í skij)ið — en þá er skipið kom hingað fyrst í vor, fórst sú opinbera i.eimsókn fyrir, vegna þess, að þá voru þeir fjarverandi báðir, Jón Magnús- son og Sigurður Eggerz. En betra er seint en aldrei og fór nú heimsóknin fram rneð viðhöfu og skaut skipið 12 kveðjuskotum, er ráðherra fór í land, og dró upp íslenzka fánann á fram- siglu, en allir stóðu berhöfðaðir á með- an. Lítinn vélbát hefir Jón Guðmunds- son í Valhöll keypt og ætlar að hafa hann til skemtiferða á Þingvallavatni í sumar. Var hann fluttur austur í gær á fjórhjóluðum vagni. Báturinn er hinn skemtilegasti og Kraðskreiður. Atti Jón Þorvaldsson hann áður og hafði til flutniuga hér á höfninni síð- an í vor. Verður nú skemtilegra fyrir fólk að dvelja á Þingvöllum þegar bát- urina er kominn á vatnið, enda er bú- ist við meiri aðsókn þangað í sumar en að undanförnu. Pétur Lárusson organisti hefir sagt af' sér organistastarfinu við Fríkirkj- una frá 1. sept. að telja. Gæftalaust hefir verið hér undan- farna daga og þar af leiðandi hefir bærinn verið fisklaus. Vöruflutningabifreið kom í gær ak- andi niður Klaj)j)arstíg og ætlaði að snúa niður Laugaveginn. En svo tókst illa fyrir bifreiðarstjóranum, að bann ók á horn hússins nr. 20, þar sem kaffi- húsið Fjallkonan er. Ekkert slys varð þó að, en það er ekki bifreiðarstjór- anum að þakka, því nær var hann kom- inn með vagninn ofan á fólk, sem var á gangstéttinni. Hvenær skyldu bif- reiðarstjórar læra að fara gætilega? „íslendingur“ fór til Reykjarfjarð- ar í gærkvöldi með verkafólk Elíasar Stefánssonar. Hefir hann þar 4 skip á síldveiðum og eitthvað mun hann ætla að kaujia þar af síld að auk. Þorður Sveinsson geðveikralæknir hefir sagt af sér kennarastarfi við há- skólann, í réttarlæknisfræði. En þá námsgrein hefis hann kent við háskól- ann í mörg ár. Nisbet hinn brezki, sem hér tók em- bættispróf í læknisfræði, hefir nú og lokið prófi í sömu fræðum í Bretlandi með ágætum vitnisburði. Við prófið var honum m. a. sýndur sullur í glasi og sugt að það væri mjög sjaldgæfur gripur og ólíklegt að hann þekti hann. Auðvitað hafði Nisbet oft séð sull áður. Brezki botnvörpungurinn sem sigldi á land é Austfjörðum, liggur hér við hafnaruppfyllinguna enn. Er hann tölu- vert skemdur að framan, en h.f. Ha.in- ar hefir tekið að sér að gera við hann til bráðabirgða, svo hunn geti siglt til Bretlands. Vep’gfóöur panelp ppi, maskinupappi og strig faest á Spítalastíg 9, hjá Agústi Markússyni, Sími 675. Tíesfur óskast Traustur og góður hestur óskast í hægt hálfsmánaðar ferðalag. Til* boð merkt »Hestur* sendist á afgr. þessa blaðí. Islenzkur rjómi á flösknm tænt i Mata’ verslnn Tómasar Jónsaonar. Duglegur og áreiðanlegur drengur 15 ára, óskar eftir atvinnu. Afgr. visar á. I heildsölu: Konsum Sukkulaði. Vindlar (margar teg.) Reyktóbik, Cigarettur, Pasteuriseraðnr Rjómi (mjög ódýr), Sigm. Jóhannsson, Þingholtsstræti 28. Sími 719. Tapast hefir 12 litra biúsi fyrir rúmnm mánuði. Steypugalli í botn* innm að innanverðu. Skilist á afgr, Morgunblaðsics. Anamaðkur til sölu í TjarnargCtu 11B. Stúlka óskast við innanhússtörf i sumar á gott sveitaheimili í Arnessýlu. Upp- lýsingar á Klapparstig ií, uppi. Alls konar SJÓ- og BRUNATRYGGINGAE annast Bjarni Sighvatsson. Símar 384 og 507. MálæOi Dagsbrúnar-ritsjórans. Hið háttvirta og kurteisa blað verka- og jafnaðarmanna „Dags- brún“ flytur nýlega þá yfirlýsingu frá Guðm. R. Ólafssyni úr Grinda- vík, að hann hafi afhent hinum nýja ritstjóra „ísafoldar“ svar- grein til*mín vegna skrifa minna um „Eimreiðina“, og beðið hann að afhenda mér sjálfum greinina, sem væntanlegum varamanni við blaðið, til að reyna „frjálslyndi mitt“l Þetta er satt. Þessi svargrein er hjá núverandi ritstjóra „ísafoldar“ Hann ræður hvort hún birtist í blaðinu, en eg ekki. Hann hefir enn ekki lesið hana. Ritsmíðar Guðm. R. Ólafssonar valda mönnum ekki meiri forvitni en þetta. En eg tel vafasamt, að honum finnist eftir lesturinn, gustuk að bírta hana. Höf. hennar er sagður nógu bros- legur áður, þó ekki sé bætt á það með þessari grein. En því ræð eg ekki. — í sambandi við þetta, skal eg taka það fram, að í sama tölubl. „Dags- brúnar“, telur háttvirtur ritstjóri hennar mig höf. að „klausunni“, sem standi í „ísaf old‘ ‘ um einhvern bæjarstjórnarfund. E11 Ólafur Frið- riksson, ritstjóri, jafnaðarmaður og bæjarfulltrúi, er þarna jafn langt frá sannleikanum og vant er. Eg hef aldrei skrifað eitt orð í ,ísafold‘ um það, sem gerst hefir á þeim bæj- arstjórnarfundi. Höfundur lýsing- arinnar á „málæði“ hans, er alt annar. Og haan mun hafa ánægju af að kannast við hana. Um ummæli ritstjórans, jafnaðar- mannsins og bæjarfulltr. um andleg „produkt“ mín, get eg verið fáorð- ur. Þau ummæli eru ekki svo mikils virði, þegar þau koma úr þessari átt. Það eru til menn, sem ekki eru virtir þess að svara þeim. Og allir jafnaðarmaður Ólafur Friðriksson, má helzt hvergi hreinan blett sjá. Öll íslenzka þjóðin veit að það, sem verður góðum drengjum lofsefni, það lastar hann. J. B.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.