Morgunblaðið - 24.07.1919, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1919, Blaðsíða 3
MÍORGUXBLAÐIÐ 3 Þjóðarrannsókn * hann bjóði leig'janda annað hus- næði, sem honum mætti vel henta eða jafnvel jafngott hinu. Leigj- andinn getur alt að einu sagt sem svo: „Hér sit eg kyr í húsum þín- um. Sjálfur getur þú flutt í íbúð þá, sem þú vilt vísa mér á úti í bæ.“ Og eigndinn getur orðið neyddur til að taka þenna kost. Svo ósanngjörn eru lögin í þessu efni í garð lmseigenda. Breytingar þær, sein eg tel nauð- synlegt að gerðar verði á húsaleigu- lögunum eru því þessar: 1. Ef húseigandi þarf á leiguíbúð að halda til eigin notkunar, hvort heldur er til íbúðar eða atvinnu- reksturs, eða handa nánar tiltekn- um vandamönnum sínum, skal leigj andi láta af mörkum eins mikið húsnæði og hann að dómi húsaleigu- nefndar má án vera. Útvegi húseig- andi leigjandanum aðra hæfilega í- búð skal leigjandi ávalt víkja burt, þegar svo er ástatt, sem nú var gert ráð fyrir. 2. Nú verður cigi bætt úr þörf húseiganda eða vandamanna hans án Jiess að leig'janda sé verulegur bagi að og skal húsaleigunefnd þá meta hvors þörf sé brýnni og' skal húseigandi og hans fólk ávalt ganga fyrir að öðru jöfnu. 3. Þegar íbúðir losna, sem leigj- andi liefir framleigt öðrum, fær húseigandinn rétt til að ráðstafa þeim. 4. Húseigendur, sem hafa eignast hús sín frá 14. maí 1917 og til þessa tíma, fái jafnan rétt gagnvart leigj- endum sem eldri húseigendurlSömu- leiðis þeir sem hér eftir eignast hús á annan hátt en með víðskiftagern- ingi í lifanda lífi. Breytingar þessar mundu bæta úr höfuð órétti þeirn, sem húseigendur hafa orðið að þola sakir húsaleigu- laganna. Og jafnframt mundu þær ^tyðja að því að bæta úr liúsnæðis- vandræðunum í bænum. En að sjálfsögðu verða húsaleigu- lögin afnumin eins fljótt og kost- ur er. Jón Ásbjörnsson. --------0---------- D*. Kari Rennev forseti hins þýzka Austurríkis og aðalfulltrúi Austurríkismanna á friðarfundinum. Begiimt arische Beniaissance nicht in Island, so wird es keine geben. I. Ahugi íslenzku þjóðarinnar á ís- lendingum, er mikils til of lítill' og mætti margt nefna því til sönn- unar. Landnáma er þessari þjóð ekki helg bók. Væri hún svo, þá mundi hún hafa verið prentuð skrautlega, með landsuppdráttum og myndum, af íslenzkum mönnum og héruðum, og sveitum þeim í Noregi sem forfeður vorir áttu helzt og réðu he'lzt yfir,og. fólki þar. Og það væri séð um að Landnáma þannig' úr garði gerð, væri til á hverju heimili. Það er annar mjög eftirtektarverður áhugaleysis vott- ur, að enginn listamaður hefir kom- ið hér fram, sem ástundað hafi um fram alt, að gera myndir af fólk- inu. Menn sem merkilegir voru í sjón, eins og Þorsteinn heitinn Erl- ingsson, hafa dáið ómálaðir;. og marga fleiri mætti nefna. Og' hvern- ig íslenzkur vöxtur var, þegar í- þróttir tóku að lifna hér aftur, mun fiamtíðin ekki vita, ef ekki verður betur að verið.- Það þarf að setja hér á stofn þjóðarrannsókn. Aí slíkri stofnun gæti hlotist mikið og margvíslegt gagn og íróðleikur. Læknar yrðu að vinna að þeirri rannsókn, ætt- fræðingar, málfræðingar og enn aðrir fræðimenn, og enn fremur Ijósmyndarar, málarar og mynd- höggvarar. Og' vér verðum að fá að vita eig'i einung'is hvcrnig þjóðin cr á vöxt og lit, heldur einnig hvern- ig hugsunarhátturinn er og' skap- lyndið. Vér verðuin að reyna að komast að því, hvaða hleypidómar eru algengastir og skaðlegastir, og hverskonar vanþekking það er, sem mest stendur einstaklingnum og þjóðfélaginu fyrir þrifum. Mund- um vér þá vita betur en nú, hvað laga þarf og hvernig, og hvað mest cr þörf á að rita og fá fólkið til að lesa. Slíkar. rannsóknir verða ekki auðgerðar, en árangur þeirra getur orðið ómetanlegur, ef viturlega er að farið. Rannsókn eins og sú, sem hér er stungið upp á, mundi kenna mönn- tirn að þykja vænna um þjóðina. Margt sem til viðreisnar horfir, mundi verða miklu augljósara en áður, og eins þeir örðugleikar sem orðið hafa á leið íslenzkrar viðleitni á því að verða að manni. En þá örð- ugleika þarf að skilja betur en gert hefir verið, ef ekki á að meta of lítils það sem þó hefir áunnist, og gera sér of litlar vonir um þá fram- tíð sem orðið gæti. II. Það sem safnað væri við rann- sóknir bæði á landi og þjóð, ætti að verða í húsi, sem kalla mætti Frón. Ætti þar að eiga heima náttúru- gripásafnið og þjóðmenjasafnið. Landsuppdrættir ættu að vera þar, og málaðar og mótaðar myndir af landslagi, þar sem fróðlegast væri og eftirtektarverðast. Ættu lista- menn og vísindamenn að vinna miklu meir saman en áður hefir gert verið, og mun þá starf livoru- tveggja koma að meiri notum. Mjög mikilsverður hluti safnsins yrðu myndirnar af fólkinu. Mundu þar geta orðið margar skemtilegar myndir af börnum. Og sjálfsagt er að 'hafa þar myndir úr forfcðra- héruðum íslendinga í Noregi, og eins af íslendingum og íslendinga- niðjum í Vesturheimi. Myndasafnið gæti orðið til þess að kenna mönuum að títa skynsam- legar á fólkið, og er þess ekki lítil .þörf. íslendingasögur — sem eru uokkurs konar ævimilmingar—bera þess ljósan vott, og málið sjálft, hversu glöggskygnir forfeður vorir hafa verið á vöxt manna og and- litsfar. En svo heíir þeirri grein mannþekkingar farið aftur hjá oss, að nafnkunnur gáfumaður segir í eftirmælum eftir ágætan mann, Þorstein Erliugsson, að augu sem voru grá, hafi verið dökkbrún; og fleira mætti telja af slíku. Þarf ekki að því að s'pyrja, hvernig vera muni um liiuar vandasamari grein- ar mahnþekkingar, þcgar svo cr um þessa. Má þá nærri geta, hvern- ig dæmt muni vera um það sem vandséðara er, þegr þannig er dæint um það sem auðvelt er að sjá. Ræðir hér um mikið alvörumál. Ó- fullkomin mannþekking er éitt af því sem mcst stendur þjóðfélagi fyrir þrifuin. Þar sem mannþekking er yfirleitt lítil, eru það vissulega. ekki orð hinua vitrustu scm lilýtt er á með mestri eftirtekt og lielzt farið eftir. Og vilji svo til að menn veiti slíkum orðum eftirtekt, þá cr jiað of oft til þess að misskilja þau. Kemur svo góð hugsun ekki að not- um. Eu góð hugsun er upphaf og undirrót allrar góðrar fram- kvæmdar. Helgi Pjeturss. Friðurinn. Efasamt er það m jög, hvort meiri hluti þýzku þjóðarinnar liafi viljað semja frið nú, þótt svo væri gert. En hinir gætnari menn sáu það, að Þjóðverjar gátu ekki barist lengur. Þess vegna sömdu þeir frið, í þeirri von, að friðarskilmálunum mundi fást breytt innan langs tíma. Jafn- vel þeir, er bera ábyrgð á undir- skrift friðarskilmálanna, eru harð- óánægðir með þá. Aðrir vildu alls eigi skrifa undir, heldur láta skeika að sköpuðu. Meðal þeirra voru þeir Brockdorff-Rantzau og Seheide- mann. Þjóðverjar þóttust sviknir í trygðum, og getur enginn láð þeim það. Bandamenn og þó sérstaklega Wilson, höfðu svo oft lýst yfir öðru hugrafari en raun varð á, að þeir höfðu til að bera. í orði kveðnu höfðu allir fallist á hin 14 friðar- skilyrði Wilsons og Þjóðverjar tóku það skýrt fram, er þeir gáf- ust upp, að þeir gerðu það að eins í trausti þess, að bandamenn stæði við yfirlýsingar sínar um það, að semja frið á grundvelli hinna 14 greina. En er þeir sáu að hverju fór, vildi allur þorri alþýðu í Þýzkalandi halda fast við þetta, og treysta á liðsinni annara þjóða um það, að Þýzkalandi yrði eigi þröng'vað til þess að ganga að þús- und sinnum verri kostum en til- skildir voru í upphafi. Meðal ann- ars er hér sýnd mynd af borgara- fundi í Berlín, þar sem þess er kraf- ist, að Þjóðverjar gangi eigi að neinu öðru en hinum 14 greinum Wilsons. Það var rétt fyrir stjórn- arskiftin. Á þeim fundi hélt Scheidemann kröftuga ræðu fyrir því, að Þjóðverjar gengi cigi að neinum afarkostum, og birtum vér hér mynd af honum í ræðustólnum við það tækifæri. -----o---- Orkumlamenn. Ein þeirrá alvarlegu spurninga, er uú knýja á svar hjá þjóðunum, sem í ófriðnum áttu, er sú, hvernig gera eigi limlesta og bæklaða her- menn vinnufæra aftur og til ein- hverra nota fyrir sjálfa þá og þjóð- irnar. Og nokkru fyrir styrjaldar- lok var þegar farið að reyna að svara þessari spurningu og koma svörunum í nothæfa framkvæmd. Leiðirnar hafa verið margar. Það hafa verið mynduð ný „embætti“ handa þessum limlestu mönnum. Þar sein svo stóð á að þeir gátu ekki haldið áfram fyrri störfum sínum, urðu þeir að velja ný verk eftir ráði þeirra er höfðu unnið þau verk áður. Yms verkfæri hafa verið smíðuð í þeiin eina tilgangi að nota þau til þess að mæla vinnuorku þessara manna, sérstaklega andleg- an mátt þeirra, er hafa særst á heila. I óteljandi stofnunum, er nú unnið að því að vekja og efla, deyfða og særða sálarkrafta þess- ara manna. Fyrir þá, sem blindir hafa orðið í stríðinu, eru nú reistar í mörgum þýzkum borgum fyrir- myndarstöfnanir. Eiiikum er það ein í bænum Marburg, sem ætluð er blindum stúdentum og liáskóla- mönnum, þar sem þeim er lijálpað á óteljandi vegu til þess að halda áfram lærdómi í þeirri grein, er þeir liöfðu áður lesið. í Frankfurt am Main er stofnuð ný iðn fyrir einfætta og handleggs- vana menn. Hefir verið komið fyr- ir í leðurverksmiðju einni skóla- verkstæði, þar sem hermennirnir geta unnið við sérstakt vinnuborð, sem þeir geta notið sín við, þó fót eða handlegg vauti. Vilji einhverjir leggja fyrir sig skrifstofuvinnu, er þeim kent að skrifa með vinstri hendi og á ritvél ■læra þeir að skrifa á þann hátt, að Veggfóóur panelpappi, maskinupappi og strigi fæst á Spítalastig 9, hjá Agústi Markússyni, Simi 675. VE6GF0DDR fjölbreyttasta úrval á landinu, er i Kolasundi hjá Daniel Halldðrssyni. Allfl konar SJÓ- og BRUNATRYGGINÖÆ annast Bjami Sighvatison. Símar 384 og 507. LÍSEFTSTUSKUB hreinar og þurrar, kaupir __________íaafoldarprentflmlSja. JThjsuostur ftjririÍQQjandi fjjá L TJndersen TUtsíursfrœfi 18 — Sími 642 — fundin er upp sérstök vél sem eins mikið er notuð með fótuuum. Þjóðirnar sjá að vinnukraftur þeirra er dýrmætur, því reyna þær á allar lundir að hafa sem bezt og mest not af hverju manns lífi, sem styrjöldin hefir ekki gleypt. f-----0----- Bolzhewikkar í Italíu. Nú er röðin komin að ítalíu með það að ganga á hólm við Bolzhe- wismann. Það fer þar eins og ann- ars staðar, að þegar „ekkert fæst á borðið brauð“, koma Bolzhewikk- ar til sögunnar. Og útlend blöð herma það, að í öndverðum þess- um mánuði hafi hafist blóðugar uppreistir í flestum liinum stærri borgum í ítalíu og víða hafi verið sett á laggirnar lýðstjórn, með svipuðu fyrirkomulag'i og í Rúss- landi. 1 Feneyjum og Turin var allsherjarverkfall hafið og lýður- inn æddi um borgimar og rændi og ruplaði öllu, sem hönd á festi. ---------o----------- Vera Skáldsaga eftir E. R. Punshon. „Það væri réttast að fara. Eg hef ekki löngun til þess að sjá þig fyr en þú liangir í galganum og hefir liðið fyrir gla;pi þína.“ „Þetta er mjög vinalega sagt/ ‘ sagði Georg og geispaði. „En væri ekki rétt- ast að þú heyrðir hvað eg hefi að segja V ‘ Arthur hafði gengið út að gluggan- um. Það söng og glumdi fyrir í eyrum hans, hann starði með augum, sem ekkert sáu, út úr herberginu. Hann varð að taka á af afli til þess að yfir- buga geðshræring sína. „Ileyrðu drengur minn,“ sagði Ce- org, „eg kem til þess að vita hvort ekki væri auðið fyrir okkur að verða asátta. Þessi rannsókn, sem þú hefir látií5 hefja, er fjandi leiðinleg. Hún ^etQur mér illa vegna þess að hún kom ftlv i J . eg undirbúningslaust. Þess vegna le tf 8 freista’ Lvort ekki væri mögu- ® yrir °kkur að sættast. Málaferli eru viðburðir, sem ómögulegt er að sjá fyrir endann á eða segja fyrir hvað mikið muni kosta. Og þó málafærslu- mennirnir segi mér, að eg muni ef- laust vinna málið, þá kostar það mig mikla peningafúlgu. Og ef við gætum ekki nákvæmlega að okkur, þá verður það gamla sagan, að málafærslumenn- irnir ræna okkur öllum eignum og alt, sem við vinnum, verður kostnaðarreikn- ingurinn; þess vegna vil eg nú, að við skiftum öllum eignunum jafnt á milli okkar — fáum sinn helminginn hvor. Mér finst þetta vel boðið. Hvað sýnist þér V ‘ Arthur þagði. Hann var nu orðinn rólegur. En Gcorg hélt áfram: „Hölminginn hvor — það er ásetningur rninn. Mér finst það dásamlega vel boðið, og get ckki séð, að eg geti boðið öllu betur. Helminginn férðu, og svo gleymist for- tíðin. Skiftum við strax, fáum við nægi- legt báðir. En klófesti málafærslu- mennirnir okkur, þá er alt farið. Hverju svarar þú f ‘ „Eg svara að eins: Teddy Wilks,“ sagði Arthur. „Teddy Wilks,“ endurtók Georg án þess að líta á Arthur, „hvað meinarðu með honum ? Þú heldur þó ekki, að eg' hafi drepið hann? Eg man ekki bet- ur en eg væri að spila Tennis við Veru, þegar morðíð var framið, Þú gerir grunsemd þína að því óskiljanlegasta, góði Art.“ ■ „Veiztu hver drap Teddy Wilks t ‘ „Eg hefi ekki snefil af hugmynd um það. Og hvernig ætti eg að vita það? Eg fullvissa þig um það, að enginn angraðist meira yfir dauða hans en eg'. En alt ber vott um, að sá dauðdagi hafi verið hrein og bein tilviljun. Eg trúi því aldrei, að hann hafi verið fyrirfram ákveðinn. En um það er ó- þarfi að tala nú. Spurningin er. um það, hvoi't þú viljir taka tilboði mínu: fá helming eignanna og gleyma liðna tímanum. Hverju svararðu núf“ „Því einu, að hið eina, sem eg vil liafa einhverja hlutdeild í, er að útvega band, sem þú yrðir hengdur í. Og það er réttast fyrir þig, að hafa þig á burtu.‘ ‘ Georg stóð upp. „Það mun ekki líða á löngu þar til þið iðrar þessara orða.“ Hann opnáði dyrnar og fór. Arthur stóð enn við gluggann og sá hann ganga burtu, fyrst hægt og síðan hlaupa, eins og hann þyrfti að flýta sér. Arthur skildi ekki hvernig stóð á því. Honum datt í hug að hann væri að flýja samvizku sína. Arthur reyndi að hrekja þessar döpru hugsanir. Hann byrjaði að skrifa bréf, las kvöldblöðin, sem hann hafði komið með heim. En ekkert dugði. Það drapst jafnvel í vindlinum, sem hann hafði kveikt sér . Hann leitaði að eld- spýtu í tíunda skifti, en rak þá augun í skeytið, sem lionum hafði verið sagt frá. Arthur sá strax, að það hafði ver- ið opnað. Þó hafði konan sagt, að það væri óupprifiö. Þá lilaut Georg aö hafa gert það. Skeytið hljóðaði svo: „Eg hefi fundið það, sem þú leitar að. rl om Vood hafði það og hefir alt af haft það. Komdu hið fyrsta. Vera.“ Arthur skildi þetta ekki strax. Hver var Tom Wood’í Og hvað var það, sem Vera hafði fundið? Gat það verið knötturinu? En nú mundi hann eftir, að Tom Wood var frændi drengsins, sem hafði fundið og glatað knettinum í Dulwiek-garðinum. Vera hlaut þá að meina það, að hún hefði knöttinn. Art- hur heyrði hjarta sitt slá. Loks átti arfurinn að falla honum í skaut — og Vera. „En —“ sagði hann við sjálfan sig, „hafi Georg opnað símskeytið, þá hef- ir hann þess vegna hlaupið, þegar hann yfirgaf mig.“ Bú hugsun þaut eins leiftur um hann, að Georg hefði opnað skeytið, lesið það og látið það á þann stað, sem hann gæti ekki séð það strax, og flýtt sér því burtu til þess að ná í knÖttinn. Á sama augnabliki var Arthur stokk- inn á stað. XXI. Veru saknað. Meðan Arthur liljóp niðui' götuna, var hann að hugsa uni hvað gera skyldi. Fyrsta áform hans var að ná í Georg, svo fljótt sem mögulegt væri, ti'. þess að hindra hann í að framkvæma eitthvert ódæði. Einhver inuri tilfinn- ing sagði lionum, að Vera væri í liættu, dauða hættu. Nú þegar voru tvö líf farin. Ætti liennar að vera það þriðja ? Hann v a r ð að komast til hennar á undan Georg. Hann hafði bifreið, og hún hefði ef til vill beðið hans svo nú væri haun langt kominn að markinu. Arthur horfði í kringum sig eftir bif- reið, en sá enga. Alt í einu kom hann auga á sporvagn, sem leið átti fram hjá húsi Jim Carstairs. Hann afréð strax að leita hjálpar hans. Hanu stökk upp í vagninn, berhöfðaður, fÖlur og með sársauka-útlit. Nálægt bústað Jims stökk liann af, þó það væri lítV hætta, og var svo lánsamur að mæta vininum á gönguferð. Hann sagði hon- uin í skyndi söguna. „Heldurðu að ungfrú Dale hafi ...“ „í guðs bænum, engar spurningar, eu komdu með bifhjólið þitt. Verði Ge- org fyrri .... “ „Gott, komdu með,“ sagði Jim. Hann skildi enn ekki að fuilu hvað um var að vera, en haun sá af útliti Arthurs, að það hlaut að varða mauns- líf. Bifhjólið var tilbúið á svipstundu og nú héldu þeir af stað. „Þú heldur þó ekki ....“ sagði Jim. „Jú, eg trúi því,“ sagði Arthur. „Lofaðu mér að ráða keyrslunni.“ „Nei, eg keyri sjálfur. Þú mátt reiða þig á, að það skal ekki ein mínúta fara til ónýtis.“ Jim hafði klætt sig í frakka. Arthur var enn berhöfðaður en hafði vafið um sig teppi. „Við komum of seint,“ sagði hann alt í einu. „Þú jálítur þó ekki ....“ „Hann veit, að hún hefir kuöttinu, hann las skeytið. Hann yíirgefur mig í skyndi, og komi hann á undan ....“ „En hann dirfist ekki ....“ skaut Jim inn í. Arthnr svaraði: „Mundu eftir frænda og Teddy, Hann hikaði ekki við þá.“ Jim þagnaði. Hann gat ckki hugsað sér, að Vera væri í hættu. En hann bjóst við að Georg mundi reyna að ná knettinum og eyðileggja erfða- skrána, ef Vera hefði knöttinu. Arthur svaraði ekki og Jim þagði því. En við og við sagði hann: „Hann dirfist ekki að gera það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.