Morgunblaðið - 24.07.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1919, Blaðsíða 4
4 M0R6UNBLAÐIÐ Alþingi. Ný þingmannafrmnvöip. Hvíldartími á botnvörpungum. Frumvarp ber Jörundur Brynj- ólfsson fram um hvíldartíma há- seta á íslenzkum botnvörpuskip- um og hljóðar 1. gr. svo: „Skylt skal eigendum eða útgerð- armönnum íslenzkra botnvörpu- skipa að veita hásetum sínum minst 8 klukkustunda hvíldartíma í sól- arhring hverjum, hvort sem þeir eru á veiðum eða við annan starfa.“ í greinargerð segir svo: „Frumvarp þetta er ílutt eftir ósk fjölmargra háseta á íslenzk- um botnvörpuiskipum. Hafa þeir undanfarin ár oft og einatt við fiskveiðar orðið að vinna 3-5 dægur í einu, án þess að þeir hafi notið nokkurrar hvíldar. Og þannig hcf- ir stundum verið haldið áfram svo vikum og mánuðum skifti. Þess gerist ekki þörf, að fjölyrða um það, hver áhrif slík vinnubrögð sem þessi hafa á líðan og heilsu þeirra, er þeim sæta. Með slíkri vinnu er starfsþoli hvers manns ofboðið. Hraustustu menn á léttasta skeiði endast varla meira en í 5—8 ár; þá er mesti þróttur þeirra þrotinn, og hæpið er að þeir séu óskemdir eftir 2—3 ára starfstíma. Hvaða vit er nú í slíkum vinnuháttum? Binhverjum kann að virðast sem útgerðarmönnum muni áskotnast minni arður af útvegi sínum, ef far- ið verður að stytta vinnutíma há- setanna og tryggja þeim nokkra hvíld, en ekki mun sú reyndin á verða. Allir vita hversu mikið bet- ur menn vinna, ef þeir njóta ætíð nokkurrar hvíldar og vinna ekki óslitið úr hófi fram. Með meiri hvíld háseta en áður og reglulegri vinnu mundi útvegsmönnum á- skotnast jafnvel enn meiri arður en fyr, auk þess, sem það skapar hollari og vistlegri aðbúð fyrir há- setana. v|||t Rétt virðist, að útgerðarmenn og liásetar komi sér ásamt um, hvernig vinnu- og hvíldartíma á skipunum verði fyrir komið, og að það sé ákveðið með reglugerð, en komi þeim ekki saman um einhver at- riði, að stjórnarráðið meti þá mála- vexti og skeri úr um það, er á milli ber.“ Þingfnndir* í gær, Efri deild. Þar var stuttur fundur og við- burðalítill í gær. Tvö mál, frv. um breytingar á siglingalöguuum og skrásetningarlögunum, voru af- greidd til neðri deildar þegjandi og hljóðalaust, frv. um framleng- ingu ýmsra laga og um bráða- birgðatoll af síldartunnum fór til 3. umræðu og frv. um sölu á þjóð- jörðunum Ogri og Sellóni var vísað til landbúnaðarnefndar og 2. umr. Neðri deild. Þar vantaði báða skrifarana og varamenn sátu á báða bóga for- j setanum, og ekkert hljóð kom úr horni einu, sem oft heyrist liljóð | úr, því þar vantaði þá Bjarna frá Vogi og Einar Arnórsson. Hrossasölufrumvarp stjórnarinn-, ar var afgreitt frá deildinni með alvöru mikilli, en engu málæði, og fylgdu því 13 atkvæði úr hlaði. Breyting á póstlögunum fór til 3. umr. Um frv. til laga um bifreiðaskatt urðu nokkrar umræður og hóf Magnús Guðmundsson þær. Vildi hann láta samþykkja frv. En eins ' og kunnugt er, eiga Árnesingar ; þingmann nr. 1, gem ekki vill láta ' misbjóða kjósendum sínum. Hafði hann komið frarn með breytingar-' illögu þá við frv., að vörubifreið- r væru undánþegnar skatti. Sýndi ':ann fram á það, að bifreiðarnar væru orðin nauðsynleg samgöngu- ! æki. Margur einyrkinn ætti ó- mögulegt með að komast í kaup- stað, hestar væru orðnir dýrir og ógjörningur að heita mætti að koma með hesta til Reykjav,íkur, vegna liagavandræða. Þess vegna hefðu nokkrir hreppar í Árnessýslu keýpt bifreiðar til að draga að heimilunum, og sýndi flutnings- gjaldið með þeim það bezt, hve samgöngurnar væru orðnar dýrar. Ef tollur væri lagður á bifreiðarn- ar, mundi flutningsgjaldið hækka enn meir og væri það misrétti, að leggja skatt á samgöngurnar í þessu héraði, samtímis því að ríkið styrkti samgöngur við aðra lands- hluta. Engin hætta á því, að vöru- bifreiðar yrðu notaðar til fólks- flutninga, þær væru seinskreiðar og óþægilegar og því alls eigi notaðar nema af efnalitlu fólki. Mætti líka setja varnarákvæði við þessu með reglugerð. — Jörundur Brynjólfs- son vildi ganga lengra og hafa skattinn á bifreiðum og bifhjólum mjög lágan. Það væri á móti allri skynsemi að leggja skatt á sam- göngutækin. — Magnús Guðmunds- son andmælti og' sag'ði m. a. að skattur væri á hestum. Pétur Jóns- son var á móti skattinum og taldi hann geta orðið til þess að bifreiða- akstur legðist niður, en það væri afturför. Sig. Sig. tók aftur til rnáls og benti á, að skatturinn kæmi alls eigi niður á bifreiðaeigendum, held- ur notendunum. Fór svo að lokum, að till. hans var samþykt með 16 atkv. gegn 2 og málinu vísað til 3, umr. með 13 samhlj. atkv. Samþ. var till. fjárhagsnefndar um að bifreiðar hins opinbera skyldi vera vera undanþegnar skattinum. Næst kom fram frv. stjórnarinn- ar um ríkisborgararétt. Talaði for- sætisráðlierra fyrir frv., sem stend- ur í nánu sambandi við sambands- lögin. Var því vísað til stjórnar- skrárnefndar og 2. umr. Frv. um skoðun á síld var vísað til sjávarútvegsnefndar og frv. um stækkun verziunarlóðar á Norðfirði til 2. umr., nefndarlaust. Um breyting á vegalögunum var allsherjarnefnd falið að fjalla. Sama nefnd á einnig að athuga breytingu á lögum um bæjarstjórn Siglufjarðar, en fjárhagsnefnd að segja álit sitt um breytingar á hundaskatti. Neðri deild sýnir refunuin mikla ræktarsemi. I gær talaði Jón á Hvanná lengi um málið og Sigurð- ur ráðunautur vildi láta stjórnina safna skýrslum um tjón það og hermdarverk, er refir yunu í þessu andi. Seint er stjórnarinnar of mik- ið. Útrýma vildi hann öllum refum íslands, en til þess þyrfti ineira en að banna reíaeldi. Væri nauðsyn- legt að ýta undir sýslunefndir að leggja meiri stund á refadráp en hingað til. Vildi hann láta vísa mál- inu til allsherjarnefndar, því þar væru margir vitrir mcnn, eu málið umfangsmikið. Þyrfti að rannsaka alla refalöggjöf o. s. frv. Málinu var samt vísað til landbúnaðar- nefndar. Næst var rædd þingsályktunar- tillaga uin rannsókn símaleiða í efri hluta Árnessýslu og talaði Sig- urður. Sírninn væri nú kominn í flest kauptún á landinu og þá stæðu beztu sveitirnar næst til þess að fá síma. Grímsnes, Biskupstung- ur og Hreppar væru símalausar sveitir og þyrfti að rannsaka síma- leiðir þar, þegar í sumar, og leggja símann næsta vor. — Björn Stef- ánsson vildi fresta máliriu og vísa til samgöngumálanefndar og lofaði því að hún skyldi/ekki sofa lengi á því, en Sigurður vildi ekki láta neina nefnd tef ja það. — Atvinnu- málaráðherra upplýsti, að engin rannsókn hefði verið gerð á þessu svæði og landsímastjóri væri ekki í Trá íandssímanum. 24. júlí 1919. Frá degimun i dag etu úr gildi numin flestöll þru höft, er á stiíðs- árunum hafa verið lögð á símaviðskifti við Stóra-Bietland og lönd þau er standa undir yfirráðum eða vernd Breta. Sama er að segja um síma- viðskifti við önnur lönd via England, og mun því frá sama tíma mega nota t. d. Norðurlandamálin í símskeytnm til Norðnrlanda. En þar eð þau lönd hafa ekki enn þá afturkallað ákvæði sín þaraðlútandi, er þó viss.-st að nota hvorki símnefni né dulmál í símskeytum þangað fyrst um sinn. Órkilahestur, brúnn, 6—8 vetra, mark tvö stig eða bitar aftan viustra Eigandi vitji hestsins að Elliðakoti og borgi áfallinn kostnað. bænum. Væri mest hugsað um það nú, að bæta við þráðum á aðallín- urnar, því þær væru of lilaðnar, og þýddi eigi að leggja hliðarálmur, ef aðallínurnar önnuðu ekki sending- unum. — Jörundur Brynjólfsson efaðist um að landsímastjóri væri fær um að dæina um, hvar síma væri mest þörf. Lýsti hann andleg- um og líkamlegum samgönguvand- ræðum í Tungunum, þar væri eng- inn vegarspotti, en fult af fenjum og díkjum og dagleið á næstu síma- stöð. Væri hann fær um að segja rétt frá í málinu, því hann ætti þarna heima sjálfur. Vildi láta sím- ann ná alla leið til Geysis, því þang- að væri ferðamannastraumur og mundi síminn borga sig betur en ella, ef stöð væri þar. — Björn títefánsson kvað orð Jörundar styðja skoðun sína um að málið ætti að fara í samgöngumálanefnd, því að ef landsímastjórann vant- aði þekkingu á málinu, gæti hann sótt hana til nefndarinnar. Hann talaði og það varð: málið fór til samgöngumálanefndar og þangað fer Forberg náttúrlega líka. Saltkjötsmatið fór til efri deild- ar. Gerði Pétur í Hjörsey grein fyr- ir því hvað feldist í orðinu „eðlis- galli“, og voru margir fróðari eftir. Samþykt var ein umræða um þingsályktunartillögu um aðskiln- að ríkis og kirkju. Dagakrár i dag. í neðri deild: 1. Frv. um aðflutningsgjald af salti; 2. umr. 2. Frv. um breytiug á lögum um stofnun brunabótafélags íslands; 1. umr. 3. Frv. uin breyting á lögum um lögreglusamþyktir; l. umr. 4. Frv. um hvíldartíma háseta á íslenzkum botnvörpuskipum; 1. umr. 5. Till. til þingsál. um undirbún- ing skilnaðar ríkis og kirkju; ein umr. í efri deild er enginn fundur í dag. Sfldveiðin nyrðra Góður afli kominn. Siglufirði, í gærmorgun. Fyrsta snyrpinótarveiðin kom í nótt. Vélbátarnir Grótta, Dröfn, Hafliði, Geir goði, Valborg, Týr, Faxi og einhverjir fleiri komu með 150—500 tunnur síldar liver. Sögðu mikla síld á Skagafirði. Mörg flciri síldarskip cru vænt- anleg í dag. Veðrið ágætt sein stendur. Enginn þorskafli. Siglufirði, miðdegis. Skipih halda áfram að koma inn, ,bæði innlend og útlend. í morgun eru sjálfsagt kornuar hér á land 4—5000 tunnur af síld. Rennara vantar í Gerðaskólahérað næsta kensluár. Laun samkvæmt fræðslu- lögum. Umsækjendur snúi sér til for- manns fræðslunefndar fyrir 31. ág. Fræðslunefndin i Gerðahreppi. Kopfupressa óskast keypt. Menn snú' sér í síma 21. Fundinn mjólkurbrúsi á veginum milli Arbæjar og Baldurshaga. Vitj- ist að Þormóðsdal. Gengi erlendrar myntar. Kaupmannahöfn, 22. júlí: Sterlingspund..........kr. 19.56 Dollar.................— 4.46 Mörk (100)...............— 29.25 Sænskar krónur (100) .. — 110.30 Norskar krónur (100) .. — 105.00 London, 22. júlí: Danskar kr............kr. 19.50y2 100 Sterlingspund........$ 435.50 Kaupmannahöfn, 23. júlí: Dollar.................kr. 4.40 Sænskar krónur (100) .. — 110.20 H_______PAGBOK 1 ^^rmmán^mmtmmStSSSmSSSSSSSSSSBSmSSiSSl^tKtKKKHK^^ Veðrið í gær: Reykjavík: Logn, hiti 9,8 st. ísafjörður: Logn, hiti 9,6 st. Akureyri: Logn, hiti 9,0 st. Seyðisfjörður: Logn, hiti 10,6 st. Grímsstaðir: Logn, hiti 9,0 st. Vestmannaeyjar: SV. andv., hiti 9,8 st. Þórshöfn, Færeyjar : S.kul, hiti 11,0 st. „Sterling' ‘ kom hingað laust eftir hádegi í gær, með 70—80 í'arþega. Þar á meðal voru: Árni Johnsen kaupm. í Vestmannaeyjum, á leið til útlanda, Pétur Thoroddsen læknir og frú í kynnisför hingað, Jón Stefánsson bóndi, bróðir Páls stórkaupmanns, síra Magnús í Vallanesi, Guðm. Jónsson kaupm., frú Helga Ólafsson,frú Hjálm- arsson, Bjarni Sighvatsson með frú sinni og tengdamóður, o. m. fl. Beitiskipið „Geysir“ kom hingað í gær, og á að annast strandgæzluna á meðan „Fálkinn“ er í Jan-Mayen-för- inni. Skipið hafði meðferðis 4 póst- poka, og voru tveir þeirra til stjórn- arráðsins. Vegna þess að eigi voru liðnir 5 dagar síðan skipið fór úr er- lendri höfn, var það sett í sóttkví þang- að til í dag. — í kveðjuskyni skaut skipið 21 fallbyssuskoti þegar það sigldi inn höfnina. Hallgr. Hallgrímsson mag. art. fór nýlegu til London og Oxford til sagn- fræðarannsókna. Kemur aftur í haust. Úr ræðu eins þingmannsins. í gær var staddur á áheyrendapöllum mað- ur, sem er að temja sér hraði'itun. Er hér prentaður orðréttur einn kafl- inn úr handriti hans og cr það sýnis- horn af framsöguræðu: — Nefndin sá ekki aniiað en að — að — að hún gæti ekki betur séð en — og — að — að — að hún gæti ekki betur séð en að — að — að taka mætti þetta ákvæði burt úr frumvarpinu — eða nema það burt. Umbols- sg heildsaia Sængurdúkur, 2 teg. Svuntutau. T visttau. Verkmannablússuefni. Léreft, hv.j Flónel, margar teg. Millifóðursstrigi, 2 teg. Vasaefni. Shirting, svaitur og misiitur. Lasting, margar teg. Drengjafataefni (Nankin). Morgunkjólatau. Kjólatau, margar teg. Sokkar, karla kvenna og barna. Pluss. Silki og Bómullarflauel Silkiflauel (kápuefni). Silki, svart. Silki- og Flauelisbönd. Möttulkantar. Óryggisnælur. Fatatölur. Buxnatölur. Vasaklútar, hvítir og mislitir. Skóreimar. Vb. Jón Arason, sem hér hefir legið aðgerðalaus á annað ár, fór í gærkvöldi norður á síldveiðar, rneð fólk og flutn- ing. Vb. Patrekur fór vestur í dag, hláð- inn vörum. Hrisíaísódi, Tíandsáda, Pvoiíasápa, Saumur sivaíur Pakjárn, Zinkfjvila, B(ýf)vUa, Lóðaröefgir. Sýnishorn fyrirliggjandi af ýmiskonar: Vefnaðarvörum, Fiskilinum, Línutaumum, Fiskumbúðum, frá fyrsta flokks enskum verzlanarhúsum. Vörurnar afgreiddar beint frá firmunum til kaupenda. Laufásvegi 20. Simi 175. Piano frá Herm. N. Peteisen & Sön, kgl. hirðsala i Khöfn, eru nú fyrirligg- andi og seljasí með góðum borgunarskilmálum. Tvimælalaust beztu hljóðfærin, sem hingað flytjast. Ótakmörkuð ábyrgð I . Finsen. Vi(f). Af sérstökum ástæðum höfum við enn fyrirliggjandi cokkrar tunnur af sauða og dilkakjöti úr Borgárfjarðar- og Skaftafellssýslum. Sláturfólag Suðurlands. Fiskiskiptö Warden trá Seyðisfirði, sem hór er nú> er til söln með tækifærisverði. *2/iásfíiffafélacjið. Sími 701. 2 timburhús tilheyrandi Stllfjallsnámunni fást keypt þar sem þau standa í Stálfjalli, ef semur um vetð. Nánari upplýsingar um stærð húsanna og fleira gefur O Benjaminsson (Hús Nathan & Olsens). S mi 166. Hús úskasL Fremur lítið hús óskast tii kaups. Borgun eftir samkomulagi. Jlfgr. visar á. „SkjÖldur“ fór í ga:r til Borgar- ness með 60—70 farþega. Þar á meðal voru Ólafur Þorsteinsson læknir og frú, séra Lárus Arnórsson aðstoðar- prestur að Miklabæ, Sigurjón Jónsson verzlunarstjóri og frú, Pétur Magnús- son cand. jur, Þórður Geirsson lögrþj. og Sigurður Þorsteinsson skrifari. KomiS með i ■ j AUGLÝSINGAR timanlega. Baðhúsið er lokað til laugardags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.