Morgunblaðið - 27.07.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1919, Blaðsíða 2
2 MOR6UNBLAÐIÐ ,xfx. *:t*. .'*&£. .*f£. .*f£._f. .£?£.. J*tf*.At<£.n&*.£0£. .*t*. MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri: Vilh. Finsen. Ritstjórn og afgreiðsla í Lækjargötu 2. Sími 500. — Prentsmiðjusími 48. Kemur út alla daga vikunnar, að mánudögum undanteknum. Ritstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Afgreiðslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaðkvort á afgreiðsluna eða í Isafoldarprent- smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá að öllum jafnaði betri stað í blaðinu (á lesmálssíðum) en þær sem síðar koma. Auglýsingaverð: A fremstu síðu kr. 1.60 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum síðum kr. 0.80cm. Verð blaðsins er 1 kr. á mánuði. Ræðui þinpanna. Allir munu hafa lesið orðrétta kaflann úr ræðu ein.s þingmanns-' ins, þann er birtist hér í Morgun- blaðinu um daginn. Slíkt orðalag sézt samt aldrei í Alþingistíðindun- um. Og vegna hvers? Vegna þess að skrifarar þingsins telja það skyldu sína að laga ræður þingmanna í hendi sér og síðan fá þingmenn þær til yfirlits. Verða þær því marg ar óþekkjanlegar er þær birtast á prenti í Alþingistíðindunum, eins og von er. Og dæmi eru til þess, að þingmerm hafa alveg strykað út ræður sínar, svo að þær hafa hvergi komið fram í Alþiugistíðindunum, en svarræður hafa komið þar. Þarmig er þá þetta merkilega rit, Alþingistíðindin, sem eiga að vera óljúgfróður vitnisburður um það, hvernig þingskörungar vorir haga orðum sínum á þingi. I þeim er fátt rétt nema atkvæðagreiðslur. Og það varðar rrú kanske mestu. En væri þá eigi réttara að hafa Alþingistíð- indin ekki annað en yfirlit yfir gang málanna, úrslit og atkvæða- greiðslur og sleppa öllum ræðunum. Þær eru eigi til anuars en auka að stórum mun þingkostnaðinn, sem ærinn er þó fyrir. Og það væri nógu gaman ef einhver vildi reikna sam- an hvað t. d. kiukkutímaræða í þingsal kostar. Það er ckki eins lítið og margur hyggur, því að ekki er það eingöngu tíminn, sem hún tefur þingið, heldur alt það mas og um- stang, sem fer til þess að afskrifa hana og breyta henni, og síðan lirentunarkostnaður allur, pappír o. s. frv. Og hvert er svo gagnið að þessu? Nauðalítið. Það var vakið máls á því hér í Llaðinu fyrir eitthvað tveim árum, að fyrirkomulaginu í þinginu þyrfti að breyta. Þingskrifarar yrði að vera hraðritarar og eiðsvarnir.Ætti þeir að taka ræður þingmanna orð- réttar og þannig ætti þær að prent- ast, án þess að þingmenn hcfði leyfi til þess að breyta eiuu einsta orði í þeim. Þetta virðist svo sanngjarnt og sjálfsagt, að óþarfi er að orð- lengja um það. En gagnið, sem af þessu yrði, er tvent aðallega. í fyrst lagi mundu þingmeun liaga betur orðum sínum og eigi vera með óþarfa mælgi og málalengingar um ómerk efni. Og í öðru lagi yrði Al- þingistíðindin þá spegill þingsins, bók, sem óhætt væri að treysta hve- nær sem er. L --------------0-------- Silungsveiðin i Soginu og Þingvallavatni. Fyrir svo sem 10 árum var það alment álitið — og ])að vafalaust með réttu — að Þingvallavatn og Sogið væru beztu silungsvötn landsins og líklega þó víðar væri leitað. Bændur við vatnið veiddu þá árlega mjög mikið í lagnet, bæði bleikju og urriða, oft mjög væna. Og' í Soginu lágu útlendir stanga- veiðimenn við svo vikum skifti á sumrin og veiddu æfinlega vel. Það þótti litlum tíðindum sæta í þá daga þó aflaðist 150—200 pund á eina stöng yfir daginn, eða að minsta kosti veit sá er þetta ritar þess mörg dæmi um þá, sem kunna að fara með veiðistöng. f Úlfljótsvatni voru þá lögð selunganet og' jafnvel alla leið upp undir svo kallað ,Ker‘ í Soginu og stangaveiðin virtist ekkert minka fyrir það. Það veidd- ist ætíð vel á stangir í Soginu. En hvernig er þetta nú? Á fáum árum liefir orðið gerbreyting á- Nú kemur ]>að oft fyrir, að menn „sarga‘ ‘ í Soginu svo dögum skiftir og veiðin verður harla lítil. Dugleg- ustu veiðimenn afla 20—30 silunga á dag, sem er auðvitað ekkert borið saman við veiði sömu manna fyrir svo sem 10 árum á nákvæmlega sama stað. Hvernig stendur nú á þessu? Því er fljót svarað. Bændur eystra, einkum einn, bóndinn á Úlfljóts- vatni, hefir undanfarin ár drégið á fyrir silung á beztá veiðistaðnum dag eftir dag frá vori og fram á haust og stundum tekið mörg hundruð silunga í einum ádrætti. Við þetta væri ekkert að athuga ef ekki stæði svo á að það er mest- megnis smásilungur, sem hann veið- ir, því þeir halda sig nálægt landi, en stærri fiskarnir úti í straumn- um, þar sem dráttarnet bóndans nær eigi til þeirra. Það gefur að skilja að ekkert silungavatn þolir slíkt.Það hlýtur að minka veiði þeg- ar mestur hluti fisksins er drepinn áður en hann verður fullorðinn. í Þingvallavatni hafa bændur og í mörg ár tekið „murtu“ á haustin svo þúsundum skiftir. Þessvegna er veiðin þar einnig mjög mikið að minka. Það verður að friða Sogið og Þingvallavatn. Haldi bændur á- fram uppteknum hætti í nokkur ár enn, er full ástæða til þess að ætla að taka muni að mestu fyrir alla veiði í þessum ágætu vötnum. Verði ekki hægt að koma á írjálsum sam- tökum meðal hlutaðeigandi bænda verður löggjafarvaldið að taka í taumana og banna netjaveiði í þessum vötnum í nokkur ár, eða takmarka hana mjög. Það verður ábúeudum jarðarimiar fyrir beztu í framtíðinni. ---------o-------- Fnlið mannkyasins. Formáli. Menn munu skilja betur margt af |iví, sem nú er að gerast á jörðu hér, ef þeir lesa með athygli ritgerð þá um framtíð mannkynsins sein hér kemur. Orð þau sem hér fara á eftir gera ritgerðina auðskildari. Það er aðalhugsun í heimsfræði, að verðandi stefnurnar eru tvær. Hina góðu stefnu má kalla það, og hina illu, lífstefnuna og helstefn- una, guðsríkisstefnuna og vítis- stefnuna. Eða the gimlic line of evolution og the infernal line of evolution. Eða diexelixis og dysex- elixis. Exelixis er á grísku sama sem evolution; diexelixis sú fram- vinda sem er sönn framför, ávalt aultandi samstilling allra krafta, alfremd lífsins. Dysexelixis er sú framvinda, sem ekki er sönn fram- för, rás viðburðanna eins og hún er í helvíti, stefna hinnar vaxandi þjáningar. Helvíti er staður ]iar sem er þjáðst og dáið. En guðsríki er félag lifandi vera sem er alt af að fara fram, verður ávalt full- komnara og fullkomnara. Að koma viti og vísindum í þessi fornu trú- arbragðaorð, er býsna vanþakklátt starf fyrst í stað, en þó ekki þýð- ingarlaust, eins og menn rnunu komast að raun um síðar meir. Breyta má stefnunni frá dysex- elixis til diexelixis. Eða, með öðr- um orðum, menn geta horfið frá illu stefnunni til hinnar góðu, og af slíku hafa risið vonir þær um „komu mikils kennara,“ sem mikið þafa gert vart við sig á jörðu hér, á ýmsum tímum. Hefir þar viljað kenna mikils misskilnings, eins og í öllu því sem menn hafa gert sér af trúarbrögð, og yfirleitt hafa menn reynst illa þeim sem helzt hefðu getað unnið að slíkri breyt- ingu, sumum þeirra jafnvel ver en nokkrum mönnum öðrum. Hefir því alt af viljað sækja í sarna horf- ið, og hefir, ef satt skal segja, al- drei helvítlegar horft á jörðu hér en nú, ef mest. skyldi marka það sem mest ber á. En minnast má þess, að undir morgun er kaldast. I. tíaga lífsins á jörðu hér er afar- löng orðin, þegar mannkynið kem- ur fram, þannig að apar fara að inni. Norræn málfræði og fleira norrænt, mun komast til meiri vegs og virðingar og verða að meiri not- um en nú er, þegar menn fara að veita því athygli, sem hér er verið rð vekja eftirtekt á. Yísindamenn á Norðurlöndum hafa ekki haft nægi- lega góðar ástæður til þess að átta sig á þessum efnum ennþá. En á Norðurlöndum verður að átta sig á þessu fyrst, og meira að segja á ís- landi, þar sem erfiðast er þó að vera vísindamaður. Ekki munu Ind- verjar gera það, þó að þeir eigi þetta stórmerkilega fornmál sem nefnt er Samskrit. Og' ekki Eng- lendingar. Er á Englandi að vísu sumt hið fyrirmannlegasta fólk jarðarinnar, eða var að minsta kosti. En vísindi eru þar ekki met- in sem skyldi, og því síður vísinda- menn. Og ensk tunga hefir tekið þeim stakkaskiftum síðan á dögum hins foldgnáa Aðalsteins, að þetta f jöltalaðasta mál hvítra manna, má að hljóðstöfum fremur kallast sem- ítiskt inál en arískt. Og eigi ein- göngu að hljóðstöfum. Það er þetta, og það stríð sem á sér stað í ensku milli hins aríska og hins semítíska, sem gerir oss framburð enskrar tungu svó erfiðan. II. Náttúrufræðingum er sú hugsun töm,að líftegundir hætti að vera til, deyi burt með öllu af jörðu hér. Langmestur hluti ]>eirra dýra- og jurtategunda, sem verið hafa á jörðu hér, er liðinn undir lok, og mjög margar án þess að eiga sér niðja í breyttum tegundum. Líf- tegundirnar hafa átt sínar upp- gangsaldir, blómaaldir, og hnign- unaraldir, þegar komið var á glöt- ,Two Gfables Cigarettnr6 eru búnar til úr hreinu Virgina tóbaki, enda í afhaldi hjá öllum, sem þær þekkja. Reynið þær. Fást hjá LEVI og víðar. Nýkomið í Versf. „Goðafoss“: Tannpassta, Freknu Cte n, Cbampooing-Pulver, Barnasápa, Andlits- púður, Handáburður, Möblu-Crem, Vaselin, Tjúrasápa, Silfursápa, JÞvottaduftið „Gold Dust^, Þvottasápa. Verslunin Goðafoss, Sími 436. Laugavegi 5 8ími 132. sfmi 132. Versl. G. Zoega hefir mikið af sælgæti til ferðalagu, svo sem: Niðursoðna ávexi í stóru úrvali. Kex, sœtt og ósætt. Anschovis, Síld, Sardinur, Lax og Syltetau, Cigarettur, Tóbak o. fl o. fl Versl. 6. Zoéga Simi 132. sími 132 Málverkasýning. eiga menn fyrir niðja. Þarf það ekki að efa, að mannkynið er vaxið upp úr dýraríkinu, og áu þess að átta sig á þessu aðalatriði, er ekki unt að skilja tilgang lífsins. Þarf í þessu sambandi ekki að taka til greina söguna af Adam og Evu, eða þá um Ask og Emblu. Þó að mannkynið komi mjög seint til söguiinar þegar miðað er við allan þann tíma sem lifandi ver- ur hafa uppi verið á jörðu hér, þá er saga þess, þegar miðað er við mannsævina, furðulega löng orðin, senuilega svo að hundruðum ára- þúsunda skiftir. Aftur á móti er það mjög óiíklegt að aldur mann- kynsiiis skifti miljónum ára. Meimirnir voru í fyrstu senuiiega ekki livítir, og virðast jafnvel líkur til þess, að meiri hlutann af þeim tíma, sem mannkynið hefir uppi verið, hafi ekki verið til hvítir menn. Hvítir meim haía, ef til vill, ekki verið til á jörðu hér í hundrað þúsund ár. Hið hvíta mamikyn f jar- lægist forfeður sína apana ennþá meir en lituðu mennirnir, og þar er toppur mannkynsins, er svo mætti kalla, eða sá anginn, sem lengst hefir seilst upp. Toppur mamikynsms var,að því er eg hyg'g, fólk það, sem segir af í Norður- iandasögu tínorra og ísleudinga- sögum, Ótryggur, þessi Baldur Is- Iendiuga,sem Þangbrandur drap og íslendingar með honum, Gunnar á Hlíðarenda, og fleiri; JRauður himi ramiui, og fleiri ágætir Norðmenn; Rögnvaldur Brúsason; eu í tívíþjóð Þorgnýr Þorgiiýsson, Þorgnýsson- ar, og fleiri. Og svo náttúrlega það kvenfólk sem þessu svaraði. En í Eddukviðunum og goðasögum Suorra segir frá fyrirmyndum og frændiþn þessa fyrirfólks jarða'r vorrar á öðruin hnetti. Ríður mikið á ]iví að það skiljist að hér er ekki verið að fara með neina markleysu, þó að hvorki viti þetta apar ué svertingjar. Þó að vér hefðum engar menjar þessa fóiks, sem eg hefi minst á, aðrar en málið, þá mundi það nægja til þess að sýna, að vaxtar- broddur mamikynsins hefir verið á Norðurlönduin. Hér á nijög vel við að nota þetta orðtæki úr líffræð- unarveg. Undirbúningúriim undir manii- kynið hefir verið langur og torsótt- ur. Erfiðlega veitti því að vaxa upp’ úr dýraríkinu, og erfið hefir saga þess verið. Og það er kominn haust- blær á líf jarðar vorrar, án þess að nokkurntíma hafi sumrað. Nokkra verulega blómaöld hefir mannkynið aldrei átt. Ef vér íhugum mann- kynssöguna sjáum vér, að jaínvel þær memiingartilraunir sem bezt horfðu, hafa verið næsta ófull- komnar. Og allar hafa þær strand- að. Eitthvert glæsilegasta mann- félag á jörðu hér, var hið gríska borgfélag (polis), sem í Aþenuborg riáði sinni fegurstu mynd. En þó voru þar slæmir gallar á. Velferð einstaklingsins var þar of lítils met- in, og greind og mentun komst ekki á það stig, að menn skildu hverjir voru þar vitrastir menn og þeir sem mestu góðu hefðu getað til leið- ar kornið, ef menn hefðu verið þeim samtaka.Eg koin til Aþenuborgar, segir Demokritos, og enginn þekti mig þar. Grikkland þekti ekki sína merkilegustu menn. Jafnvel ekki Grikkland. Á þessu var það sem hin gríska maiiiifélagstilraun strandaði fremur öllu öðru. Og á þessu sama hafa allar aðrar mamifélagstilraun- ir strandað. Um rómverska mcnn- ingu fór líkt og um gríska. Og enn má segja líkt um hina norrænu mannfélagstilraun. En þó er nokk- ur munur. Hin fögru fornmál, grískan og latínan, liðu uudir lok, en hið valda lið, sem fór að byggja ísland, þegar hnignunaröld Noregs hefst með ofríki Haralds hárfagra, bjargaði því fornmáliiiu,sem merki- legast er. Þar falst vonarneistinn. (Meira.) Helgi Pjeturss. Leiðrétting. í greinum mínuin haí'a verið þessar mísprentanir: gýg f. gíg. Ensk setniug átti að vera þannig: The gods of Asgard and Olympus, the spirits of spiritists, are the inhabitants of other planets Ennfremur: Reniaissauce f. Re- naissance. H. P. ----------o--------- Málararrir Ebbe Sadolin og Jelle Tioelstra sýna málverk frá Reykjavík og Borgarflrði i lðnó (stóra salnum) laugardag, mnnudag og mánudag frá kl. 12 til 8. Aðgangur 50 aurar. 10 H. K. Scandia-mótor, í góðu standi er, af sérstökum ástæðam, til sölu með tækifærisverði. Uppl. i síma 384 Duglegur kvenmaður getur fengið atvinnu nú þegar í Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Dugl. dretigur geíur fengið aívinnu aílan dagintt. TI. v. d. Vátryggið eigur yðar. The British Dominions General Insurance Company, Ltd. tekur sérstaklegaað sér vátryggingar á Innbúum, vörum og öðru lausafé. — Iðgjöld hvergi lægri Sími 681. Aðalumboðsmaður GARÐAR GÍSLASON. Hðlum nú’ ávalt tyrirliggjandi nægar birgðir af öllum tegondum af Steinoliu Mótorolíu Maskinuolíu Cylinderollu o§ Dampcylinderohu Hið íslenzka stemolinhlutafólag. Reykið ,Saylor Boy Mixture4 Hún er létt, bragðgóð og brennir ekki tunguna. — Fæst hjá L £ V t og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.