Morgunblaðið - 05.08.1919, Blaðsíða 3
MOROUNBLAÐIÐ
3
til að matast með , en gera alt ann-
að með vinstri hendinni einni.
Yfir Brahminunum eða presta-
stéttinni hvílir helgi mikil. Engir
ntan stéttar mega stíga fótum inn
í musteri þeirra eða snerta við helgi
gripum þeim, sem þar eru. Inn í hí-
býli prestanna má enginn óæðri
stéttar maður koma, og sitji prest-
ur yfir borði með Evrópumanni eða ur
æðri stéttar, missir hann emhætti
sitt. — Arininn eða eldhúsið er
heilagt. Ef utanstéttarmanni verð-
ur litið á mat sem verið er að sjóða
eða eta þá verður að fleygja honum
Ef maturinn er etinn þá er sá sem
etið hefir talinn sýktur og er mikl-
erfiðleikum hundið að verða
Arni Sveinsson.
Kveðjugrein þína í <
um
hreinn aftur. Sama er að segja um
drykkjarvatnið, hver stétt verður
að hafa það út af fyrir sig. Á járn-
brautarstöðum, þar sem vatn er
selt, verður hver stétt að hafa sinn
vatnssala. Ef hvítur maður kaupir
vatn af einum salanum er óhugs-
andi að nokkur indverskur maður
vilji eiga kaup við hann fyr enn
nýr vatnsforði er fenginn.
Að kvonfangs sé leitað í annari
stétt er óhugsanlegt. Foreldrar á-
kveða strax meðan barnið er ungt
hverjum það skuli giftast. Hindúi,
sem vill yfirgefa stétt sína og taka
kristna trú, mætir miklum erfið-
leikum. Sé hann t. d. kaupmaður
má enginn af fyrri trúbræðrum
hans verzla við hann, og yfir leitt
eru mönnum allar bjargir banuað
ar.
Bretar hafa með ýmsu móti reynt
að útrýma stéttarhaftinu í Ind
landi. En það er svo rótgróið í þjóð
armeðvitundunni, að engir laga-
bókstafir liafa getað upprætt það
Atlanzhafseyja-félagið
breytir stefnu.
Á aðalfundi danska Atlanzhafs
eyjafélagsins, sem haldinn var um
miðjan júlímánuð, var það samþykt
að skíra félagið upp að nýju og
nefna það „Dansk Samvirkc
Ætlunarverk þess er framvegis
það, að efla samband milli Dana
í hinum ýmsu dönsku ríkishlutum
og milli Dana erlendis og lieima.—
Formaður félagsins er N. V. Boeg
yfirdómari.
Vera
Skáldsaga eftir
E. R. Punshon.
„Eg er ekki kricket-maður, Ballen-
tyae. þetta er í fyrsta skifti sem eg
borfi £ þennan leik. En er það ekki
Syo, að þegar þér farið út af vellinum
Þá sé leiknum lokiðf'
Arthur kvað það vera.
aÞarf hr. Warne að vera hér eða má
hann ekki fara út strax?“
»Hann má að sjálfsögðu fara strax'
svaraði Arthur.
Lögreglustjórinn hélt áfram
„Warne hefir fengið skeyti. Eg veit
ekki hvað það inniheldur, en eg þykist
gela getið mér til þess. Nú er þaö af-
arþýðingarmikið, að þér geiið, Ballen-
tyne, dregið úrslit leiksins hálfa
klukkustund enn.“
„Það er ekki undir mér komið
Georg getur farið út, þegar honum
Uzt.“
En hann kærir sig ef til vill ekkert
^ það. En dragist leikurinn ögn enn,
VRíri það mjög mikils vert.“
»Balentyne mun reyna að gera það‘ ‘
'úaöi Jim. „Þér biðjið hann um það
hann á að gera.“
j.. ”h&ð þykir mér afar-leitt“, sagði
j^^reglustjórinn. „Eg skil ekki leikinn
ý bað sem mér ríður á mestu, er það
vvarne verði hér, sem allra lengst/
&V|
Yísi“ á
föstudaginn var las eg með hinni
mestu ánægju, að því leyti sem þú
ferð þar fögrum og skáldlegum orð-
um um æskustöðvaruar og viðtök-
fólks yíir höfuð. Eg vil svo
hjartanlega taka undir með þér
þar, því eg hefi líka þegar séð
mínar æskustöðvar, og um viðtök-
urnar hér síðan eg kom hefi eg það
eitt að segja að þær hafa verið svo
langt, langt fram yfir það er eg
bjóst við, að eg ekki nefni fram
yfir það er eg á skilið. — En þó við
séum algerlega sammála í þessu
langar mig til að gera dálitlar at-
hugasemdir við önnur atriði í grein
jinni, — trúi tæplega að þú reiðist
af því.
Um það hvað gera megi og' livað
gera eigi landbúnaðinum til efling-
ar, og skyldu landstjórnar í þeim
efnum, sltal eg ekki þrátta við þig.
Þú ert mér svo miklu snjallari í
leim efnum. Að eins vildi eg, í því
sambandi, leyfa mér að spyrja.
Hefir ekki bændunum í Canada
stundum fundist stjórnin æði sein
til og tómlát, þegar um hagsmuni
leirra var að ræða, og efling land-
búnaðarins yfir höfuð ? Eittlivað
held eg að blöðin hafi verið að f jasa
um það, annað veifið. Og ætli það
sé endilega víst að hinar fyrri land
stjórnin hér, og hin núverandi, hafi
allar verið óduglegri og skamm-
sýnni en sumar stjórnirnar í Can-
ada? (Eg geri sem sé ráð fyrir því
að þú eigir jafnt við hinar fyrri
stjórnir sem núverandi hvað land-
búnaðinum viðkemur. Núverandi
stjórn hefir setið að völdum svo
stutt að ávextir í efling landbúnað-
mundu ekki mjög sýnilegir,
enda þótt dugnað hefði sýnt, sem
eg skal ekki um dæma).
Þú segir að stjórn, sem brjóti,
eða láti brjóta, sína eigin löggjöf
mundi ekki verða langlíf í Mani-
toba nú á tímum. — Svo er nú það!
En braut þá ekki Koblin-stjórnin
svona hér um bil flest öll lög ef hún
sá það sér í hag og sínum gæðing-
ingum? Hún reyndist þó æði líf-
seig og ekki langt síðan hún hrökl-
aðist frá, við versta orðstír. — Og
hvað bannlögunum viðvíkur, þá
man eg ekki betur en að einhver
bannlög séu í Manitoba, þó ófull-
komin séu, og að banuvinir og blöð
þeirra hafi verið að bölsótast yfir
því að þau væru brotin og að stjórn-
„Hvað meinar hann með þessu,“
sagði Jim, þegar lögreglustjórinn var
farinn.
Arthur þóttist ekkert geta ráðið í
það. En hann mundi gera sitt til að
draga leikinu sem mest á langinn.
Um leið og Arthur fór fram hjá
Georg, tók hann eftir því að hann var
undarlega fölur. Hann ávítaði Arthur
harðlega fyrir að hafa látið bíða eftir
sér.
Jim fór til baka til tjaldhússins en
sagði við Arthur um leið: „Það er eitt
hvað á seiði. En hvað er það?“
Arthur svaraði ekki. Hann vissi að
eins að hann þyrfti að vera á verði.
En livers vegna vissi hann ekki. Hon
um fanst að hér vera um líf eða dauða
að tefla, í livert skifti sem knettinum
var kastað. Maðurinn, sem kastaði
knettinum var ekki lengur vanalegur
kricket-leikari, heldur örlögin. Það
voru forlögin sem nú köstuðu hverjum
knetti. Og hann áleit að Georg mundi
finnast það sama. I saiua augnabliki
sá Arthur tvo menn ryðjast gcgn um
þröngina að Georg. Hann skildi strax
erindið.
Hrópin og háreystin liætti snögglega
jer menn sáu þessa tvo svartklæddu
menn koma. Georg einn vissi hvað á
ferðinni var. Hann tók vasaklút sinn
og strauk lionum yfir varir sínar. Svo
gek hann hægt á móti mönnunum;
annar þeirra var lögleglustjórinu.
Mótor vélastjóri
getur fengið atvinnu í landi.
Nánari uppl. hjá
Th. Thorsteinsson.
Húsmæður!
Hversvegna er íslenzka smjörlíkið bragðbetra
og auðmeltara en annað smjörlíki?
Af því það er að eins gert úr beztn jurtafeiti sem unt er að
fá og mjólk sem daglega er sýrð með heilnæmum, hreinrækt-
uðum mjólkursúrgerðnm.
Allir kaupmenn, sem vilja efla íslenzkan iðnað,
selja smjfirlikið fslenzka.
in léti það viðgangast. — Eða mis-
minnir mig máske ? — En livað svo
sem um þetta er, þá er þó eitt víst,
og það er, að síðan ísland fékk
sjálfsforræði hefir það e n n ekki
eignast jafn gerspilta stjórn og
einstöku stjórnir hafa reynst í Can-
ada og Bandaríkjunum, og vonandi
eignast aldrei.
Ekki vil eg að þú né neinn annar
skoði þessar athugasemdir mínar
sem vott þes að eg vilji lasta Amer-
íku sérstaklega. Nei, eg ætla aldrei
að gera það, það lítið eg þekki af
henni, en eg' ætla lieldur ekki að
oflofa hana. I því er engin bót. Að
eins vildi eg benda á að það eru
tvær hliðar á liverju máli, og að lík-
indum vill það lengstum brenna við
að víða sé pottur brotinn.
Sigurður Magnússon.
Hanzkar.
Allskonar hanzkar fyrir karlmenn og kvenfólk, ern
nýkomnir í
Hanzkabúðina Austurstræti 5.
*
Piatto
frá Herm. N. Petersen & Sðn, kgl. hirðsala i Khöfn, ern nú fyrirligg-
andi og seljast með góðnm borgunarskilmálnm.
Tvimælalaust beztu hljóðfærin, sem hingað flytjast.
Ótakmörkuð ábyrgðl
Viíl)‘ Tinsm.
Eiindi send Alþingi,
121. Davíð Stefáiisson í Forna
hvammi sækir um að styrkur sá,
er hann liefir til að veita ferða-
mönnum beiua, verði liækkaður
upp í 800 kr.
122. „Dansk-Islandsk Kulmine
aktieselskab“ sækir um uppgjöf á
12 þús. kr. viðlagasjóðsláni, sem
Guðmundur Elendínus J. Guð
mundsson fékk til námugraftar í
Stálfjalli.
XXXI.
Endir.
Þetta líktist lciksýningu. Þessir
tveir menn ruddust áfram blið við hlið
og Georg gekk á móti þeim. Alt í einu
tók hann að riða og féll síðan til
jarðar.
Ahorfendúrnir hugsuðu nú ekki um
neinar hindranir eða reglur, cn
streymdu inn á leikvöllinn. Brátt voru
þessir tveir menn komnir að Georg
Lögreglustjórinn kraup niður og hlust-
aði við lijarta hans og varir og sagði
síðan: „Eitur. Hann hefir verið undir
búinn. Hann hefir vitað hvað koma
mundi.‘ ‘
„Hvers vegna hefir hann tekið inn
eitur?“ spurði ungur maður.
„Til þess að losna við að verða
hengdnr/ ‘ svaraði lö^reglustjórinn.
Lögreglap fór burtu með lík Georgs,
Um leið og Arthur gat leiksins vegna
fór hann til Veru. Eii upplýsingar þær
sem hanu gat gefið heimi voru ckki
nægilegar. En til þess að fá uð vita það
sanna, fóru þeir til lögreglustöðvanna
hann og Jim. Lögreglustjórinn bað þá
að bíða unz lokið væri yfirheyrslu
máli Collins, sem hafði verið tekinn
fastur grunaður um að hafa myrt
Teddy Wilks.
„Eg áleit að Collins væri í Ameríku,“
sagði Arthur. Lögreglan hafði álitið
það saina. Eu skór Veru liafði verið
þýðingarmikið merki. Skórinn hlaut
að hafa farið af heuni í bifreiðinni,
þegar hún var numin burtu. Og við
nákvæma rannsókn og leit sannaðist
það, að við hreinsun einnar bifreiðar
hafði kvenskór fundist í benni. Haun
123. Hugvekja frá formauni for-
stöðunefndar kvennaskólans á
Blönduósi um fjárliagsvandræði
skólans og' um aukið fjárframlag
til hans.
124. Bréf dönsku nefndarmann-
anna í „dansk-íslenzkri ráðgjafar-
efnd‘ ‘ til samnefndarmanna
sinna íslenzkra, dags. 4. júlí 1919,
ásamt ummælum dómstjórans í
hæstarétti Dana um frumvarp um
stofnun hæstaréttar á íslandi.
125. Álit og tillögur dómendanna
landsyfirdómi um , hæstaréttar-
frumvarpið, með árituðum ummæl-
um Lárusar prófessors Bjarna-
sonar.
126. Búnaðarfélag Islands fer
frám á sérstaka fjárveitingu til að
afla fræðslu um niðursuðu á kjöti
og um flutning á kældu kjöti til
Englands.
127. Prestafélag' íslands fer fram
á 2000 kr. til þess að styrkja fátæka
presta til að sækja prestastefnu.
128. Magnús Ólafsson ljósmynd-
ari sækir um 2000 kr. fjárstyrk til
að ferðast um landið og taka mynd-
ir af fögrum stöðum og ýmsu því
er lýtur að atvinnuvegum og þjóð-
menningu.
129. Búnaðarsamband Austur
lands sækir um 65 þús. kr. styrk
til að koma á fót tilraunastofnun
til rannsóknar á fóðrun búpenings,
itrjárækt o. fl.
130. Einkaleyfislög, sæiisk, norsk
og dönsk.
Islands Adressebog
Omissandi bók: öllum
kaupsýslumönnum
Fast á skrjfstofu Morgunblaðsins.
Nýr fjórhjólaður hestvagn
fæst keyptur með tækifærisverði. Uppl. hji
Helga Zoega & Oo,
Nýlendugötu io.
Ifiarvf*rn minní (igúst og sePtember) em meon
Vvl U IIIIIiIII beðnir að snúa sér með reikninga
og önnur viðskifti, til hlutafélagsins Haraldur Böðvarsson & Co. á Ákra-
nesi. — Menn geta náð sambandi við mig 15.—30. ágúst, með þvi aö
sima hlutafélaginu Haraidur Böðvarsson & Co. i Bergen, s í m n e f n i
»Consulting«. Skrifstofa félagsins er i Nygaten 5.
Reykjavlk 31. júli 1919.
cTCaraíóur cZoévarsson.
varð síðan grunurinn, sem lögreglan
bygði rannsúkn sína á. Collins hafði
verið settur í varðhald sama dag, en
hafði áður getað aðvarað Georg
með skeyti. Það var það, sem hafði
komið konum í heudur á kricket-vell
inum. Ástæðan til þess, að lögreglu
stjórinn vildi að leikurinn drægist sem
lengst, var sú, að hann átti von á frek
ari sönnunum' á Georg, en þótti þá of
siiemt að setja hann í varðhald. En
nú hafði Collins gefið þær sannanir og
af þeim sást, að Arthur var eini og
rétti erfingi frænda hans.
Jim benti á, að ekkert væri unt að
sanna um það, þar sem síðasta ákvörð-
un frænda hans kefði verið brend. En
lögreglustjórinn gaf þær skýringar, að
Collins hefði játað að hafa brent full
komlega óskrifaðan pappír, en haldið
hinu rétta skjali til þess að ógna Georg
með því síðar meir.
Daginn eftir var erfðaskráin fengin
málafærslnmanni Arthnrs í hendur. Og
í sama innnd bárust þær upplýsingar
að Collins hefði gert fnllkomna játu
ingu. Og vur hún á þessa leið:
Collins og Georg höfðu hitt hvor
annan í Ástralíu og lent þar í óþokka
máli. En um leið og Georg náði fót
festu hjá frænda sínum Collins, og
krafðist hluta af þeim auði, sem Georg
fengi. Fyrst í stað varð að fara gæti
lega við gainla manninn. Og varð þá
hlutverk Collins að haldaArthur í hæfi
legri fjarlægð og hjálpa Georg til þess
að ná valdi yfir frænda hans. En þeg
ar hann fór a'ð sýna mótþróa og reynd
ist vitruri en þeir höfðu búist við, þá
kom þeiin til hugar að ráðu hunn af
dögum.
MotorbátuR
cútterbygður, úr eik, mjög sterkur, með 20 hestafla Scandiavél, sem
brúkuð hefir verið 2 vetur, er til sölu. — Báturinn er 9*/* tonn og
fylgir honum öll venjuleg siglingaáhöld, ásamt ferðalegufærum. Ennfr.
getur fylgt hafnarlegumúrning, veiðarfæri 0. fl. Upplýsingar hjá
ÞORSTEINI ÞORSTEINSSYNI
í Keflavík.
Það var gamli maðurinn sjálfur,
sem fyrst gaf það í skyn, að Arthur
ætti að erfa kricket-knött. En Georg
grunaði ekki að hann hefði samið nýja
arfleiðsluskrá. Hann þóttist samt vita
að hann yrði að vera á verði og þess-
vegna var farið með frænda hans sem
fanga, svo lionum var gersamlega
varnað að hafa samneyti við aðra en
Veru og Collins. Hann fór því að kom-
ast á snoðir um, að líf hans væri í
hættu, og jafn framt, að hann yrði að
sjá um að koma síðustu ákvörðun sinni
í hendur Arthurs. Það var þessvegna
að hann lét láta hana í knöttinn og sá,
uin að Georg fékk Artliur hana sjálf-
ur. Þegar þeim var farið að finnast,
Georg og Collin, að garnli maðurinn
lifði of lengi, reyndu þeir að stytta
daga hans með fallinu niður stigann.
Þegar það dugði ekki, fundu þeir upp
á því að leggja ískalda sveppi við
hjarta hans, máttlítið og sjúkt. Það
hafði þau áhrif að dauðinn kom, án
þess 11111 nokkurt merki uin morð væri
að ræðu. Georg áleit sig nú vissan eig-
anda Sedduus. E11 svo fór hann að fá
grun um það, að til væri ný erfðaskrá.
Nú leitaðist liann við af öllum mætti
að ná í knöttinn og komst að því eftir
langa leit, að hann var hjá Carstair
herforingja. Hann náði í hann með því
að gera húsbrot. Svo sendi hann Art-
hur öskuna án þess að vita að hann
var hafður að leiksoppi af Collins. En
þegar hann sá lögregluna koma é
kricket-vellinum og var rétt áður bú
inn að fá aðvörunarskeyti frá Collins,
þá sá liaun að ult inundi vera úti, og
kaus þvi dauðann hið skjótasta.
Krieket-leikuriun hafði því í raun
og veru tafið hann. Ef hann hefði
brugðið við strax, þegar hann fékk
skeytið frá Collin, þá hefði honum
auðnast að sleppa. Og auðséð var að
hann mun hafa verið undirbúinn
snöggan flótta því hann bar á sér
mikla fúlgu af peningum.
Collins gaf allar upplýsingar í von
um að fá milda liegningu. En hann var
dæmdur og hengdur.
Þegar þessu var öllu lokið, héldn þau
brúðkaup sitt Arthur og Vera. Það var
mjög fátt þar við statt, Jim og nán-
ustu ættingjar. Og skömmu síðar fóru
þau erlendis til þess að fá ró eftir
þessar raunir og byltingar.
Jim Carstairs var í illu skapi. Hann
var búinn að missa Georg, bezta varp-
arann, og sömuleiðis Arthur, sem hann
gat sett til alls í leiknum. Þessvegna
taldi hann sigurvonir flokksins að
engu orðnar. En þó vonaði hann að
framtíðin mundi verða honum vilhall-
ari. Haun óttaðist að eins oð hjóna-
bandshamiugja Arthurs muudi spilla
fyrir Arthur sem kricket-manni. En
Vera hafði samt hátíðlega lofað hon-
um því, að hún skyldi hvetja Arthfur
til að halda áfram. En Jini var aftur
á móti guðfaðir fyrsta drengsins þeirra
og lofaði að gera hann að afbragðs
kricket-manni.
E n d i r. 1