Morgunblaðið - 06.08.1919, Blaðsíða 3
MOB6CNBLAÐIÐ
3
;p
Árið 1900 var með lögum bann-
aður hér á landi allur tilbúningur
á áfengum drykkjum og síðan 1911
hefir ekki mátt flytja til landsins
neitt drekkandi áfengi nema í lyfja
búðirnar, og þaðan má það ekki
fara nema til lækningar sjúkra
eftir læknisráði.
ísland licfir því vcrið ,þurt land'
um nokkurt árabil, eða svo mæla
iög fyrir, og yfirleitt halda bann-
menn því fram, einkum út á við, að
alt sé hér með himnalagi, að því er
drykkjuskap snertir, bajinlögin séu
ekki meira brotin en önnur lög og
síst svo að orð sé á gjörandi.
Sú var tíðin og er, að andbann-
ingar héldu því fram að bannlögin
væru meðal annars óhæfileg af því
að þau hegna jafnt ósekum sem
sekum, taka jafnt myiidugleikann
til þess að ráða drykk sínum af
þeim, sem kann með að fara, og
hinum sem tæplega eða ekki eru
sjálfráðir verka sinua, og vildu þeir
því að í stað allslierjai’banns kæmi
hegning fyrir afbrot og yfirsjónir,
sem fraindar væru í ölæði, svo og
f'yrir hneykslanlegan drykkjuskap
á almannafæri. En þetta máttu
bannmenn, sein ekkert vildu annað
en bann, alls ekki sjá eða heyra
og töldu það stakan illmenskuvott
hjá andbanningum að vilja refsa
veslings dx'ykkjuræflunum, sem
sjálfum væri alls ekki um ueitt að
kenna þar sem þeir væru að eins
ósjálfrátt verkfæri í liendi hins
hataða óvinar Bakkusar.
Bannmenn báru sigur úr býtum,
því að Alþingi félst á þeirra skoð-
un, að Bakkus einn ætti alla sök
og því var haun dæmdur útlægur
fyrir illa meðferð á meðborgurum.
En nú erað breytast veður í lofti.
Nú vill þingið fara að veita Bakkusi
uppreisn. Dreifusmálið íslenzka tek
ið upp aftur og' vo
vísinnar réttar við. — Nú á með
fésektum og' fangelsi að h
öieðborgurunum fyrir illa mcðferð
á Bakkusi, og ekki lieyrist æmta
eða skræinta í bannmönnum nú og
ber víst svo á það að líta, að Templ
arar hafi nú fengið meiri mætur á
hinum gamla óvini, en fyrv. heitt
elskuðum meðborgurum.
Og þó er útlegðardómurinn ekki
ónýttur enn.
Það kann nú margan að setja
hljóðan, er hann sér Alþingi setja
lög um ákveðinn hlut, sem það
sjálft hefir áður með strön
löguxn banuað alla landvist, fer að
hegna fyrir fyliirí í þurkuðu landi,
og.er slíkt tæplega furða, því að
þótt þeir kunni að vera til, einkum
á þingi, sem telja ,,Faktorernes Or
den vilkaarlig“ jafnt í lífinu sem í
matematíkinni, þá munu hinir
fleiri, sem finst hér vera farið
nokkuð öfugt að, röð viðburðanna
Uokkuð mikið snúið við. Og einn
er eg af þeim, en gat þó aldrei ann-
en glaðst yfir framkomu þcssa
frumvarps og vonað að það verði að
fogum, og það af ýmsum ástæðum.
Mér þykir sem sé vænt um að
Alþingi vill nú gefa andbaiiningum
rétt á því, að sá eigi sök sem drckk-
ur, en ekki sá sem er drukkinu —
og skal cg til skilniugsauka taka
það strax frain, að drukkinn þýðir
hér ekki sama og ölvaður. Þótt
Bakkus sé drukkinu mjög, sést
hann aldrei ölvaður og gæti þcss
vegna vel verið í reglunni, euda
ekki ólíklegt úr þessu, að hann
verði tekinn þar inn öðrum fremur,
áður var mest eftir sótst.
Fyrir margra hluta sakir, sem
nenni ekki til að tína, er mér
Vel við þetta frumvarp, eu það sem
mér, andbanningnum, mestrar
®e®i er það, að þetta frv. boðar
^jákvæmilega nýja tíma, er sýni-
fyrirboði annars: um afnám
9ílhlagarma; fyr eu þau eru af.
numinn, getur þetta frv. auðvitað
ekki átt við, því að það getur ekkki
verið meining þingsins að lög um
hegningu fyrir fyllirí komi að
,,gagni“ í því landi þar sem mönn-
um að lögum er gjört ómögulegt að
geta orðið fullir, — nema þá að
þingið vilji nú með samþykt frum-
varpsins gefa heiminum lögfulla
sönnun fyrir því, að bannlögin séu
ekki að eins marg brotin á íslandi,
heldur kveði svo mjög að brotunum
að nú fyrst verði ekki lijá því kom-
ist í fyrsta bannlandi heimsins,
eftir margra ára þurk, að taka upp
þá nýlundu, er menn áður bæði hér
og annarstáðar hafa kveinkað sér
við, að gefa út lög um hegningu
fyrir að fara mcð brenuivín.
Sé svo að þingið sé að „vitna“
fyrir heiminum um árangurinn af
tilraunastarfsemi sinni með mör-
landann, ætti að minni hyggju sér-
lega vel við að hegningarlög þessi
yrðu prentuð og gefin út á jafn
mörgum eða fleiri tungumálum en
bannlögin frá 1909 og vil eg leyfa
mér að koma fram með breytiugar-
tlllögu í þá átt og vona að háttv.
DÍngmenn taki hana til velviljaðrar
íhugunar.
Og þá mundi það ekki síður eiga
vel við, að prentað yrði sem fylgi-
skjal aftan við umrædd hegningar-
lög — og þá auðvitað á ensku,
þýzku, frönsku, svensku, grísku,
dönsku o. s. frv. o. s. frv. — þá
sem fjallar um aukinn toll af á
fengum drykkjum, því að það til-
tæki mundi, ef vel væri auglýst,
gera oss enn kunnari úti um heim-
inn heldur en banulögin sæl hafa
gert. Og víst mundi vegur þings
eða þingmanna, þessara frumlierja
„forgangslandsins“, ekki lítið
vaxa, er menn sjá hvað langt þeir
eru á uudan öðrum í öllum áfengis-
og þingmálum, enda mun óhætt að
fullyrða, að engu öðru löggjafar
þingi hefir nokkurn tíma dottið
það snjallræði í hug, að afla ríkinu
tekua með því að tolla vörur, sem a
er lögbannaður inuflutningur; því
að ekki mun stjórn og þingi þær
getsakir gerandi, að það vilji að
j-íkið orki á þeim cins áfengjum
drvkkjum,* sem að lögum má
flytja inn, því að með því gerði það
þá óheyrðu óhæfu, að nota sér að
tekjulind mestu bágindi manna
legði toll á sjúkdómana.
Þótt eg geti nú búist við mörgu,
og ýmsir séu að flikra með að „sú
spanska“ muni hafa leitt athygli
stjórnarinnar að sjúkdómum, sem
arðvænlegum tollstofni, þá á eg þó
bágt með að trúa því að þingið
samþykki að taka upp þá stefnu
í tollmálum, að hafa sjúkdóma eða
lögbrot að tekjugrein fyrir ríkið
Hitt þykir mér líklegra, að toll-
hækkunin á áfengu drykkjunum sé
fyrirboði þess, að fram komi síðar
á þessu þingi frv. til afnáms bann-
laganna, er samþykt verði í eiuu
hljóði, enda sér liver maður, að þá
og því að eins yrði tollhækkunin
sjálfsögð og ágæt tekjugrein fyrir
ríkissjóð.
En verði bannlögin ekki afnum-
in, vil eg leyfa mér að benda hátt-
virtum þingmönnum á, að engar
líkur eru til að ríkið græði nokkuð
verulegt á sprúttinu, nema læknar
landsins hlaupi vel undir bagga
með því að láta þá fá nægilegt af
reseptum, sem ráð hafa á að drekka
þetta dýra brennivín, og er von-
andi að landlæknir geri sitt til að
læknarnir bregðist ekki vonum
stjóruarinnar í þessu efni. Þá gæti
og orðið nokkur styrkur í því fyr-
ir ríkissjóð, ef hætt yrði að amast
við þeirri spönsku og öðrum góð-
um tekjulindum af sömu tegund,
sem kynnu að berast okkur upp í
hendurnar.
Og þá held eg að réttast væri að
láta það eftir stórstúkunui, að
Búnaöarfélag Islands
Aukafundar verður haldinn i Búnaðarfélaginu kl. 9 í kvöld i
ðnaðarmannahúsinu.
Sigurður Sigurðsson skólastjóri flytur erindi um búnaðarmál.
Allir velkomnir.
Reykið ,Saylor Boy Mixture4
Hún er létt, bragðgóð og brennir ekki tunguna. ■—
Fsaat hjá LEVÍ og viSar.
Det kgl. oktr. Söassurance -- Kompagni
tekur að sér allskonar sjóvátpyggingav.
Aðalumboðsmaðnr fyrir ísland:
Eggert Claessen, yfirréttarmálaflutningsmaður.
KAUPENDURv álry ggingarfjelögin
hefi eg afi nokkrum smærri og
stærri húsum, með lausum íbúð-
um frá 1 október næstkomandi.
Gunnar Sigurðsson,
frá Selalæk.
Skandinavia - Baltica - National
Hlutafje samtals 43 millíónir króna.
íslands-deildin
Troile & Bothe h.f., Reykjavík.
Allskonar s]ó- og striðsvátryggingar á skipum og vörnm
gegn lægstu iðgjöldum.
Ofannefnd fjelög hafa afhent Islandsbanka i Reykjavík til geymsln
hálfa millión krónur,
sem tryggingarfje fyrir skaðabótagreiðslum. Fljót og góð skaðabótagreiðsla.
öll tjón verða gerð upp hjer á staðnum og fjelög þessi hafa varnarþing hjer.
BANKAMEÐMÆLI: Islandsbanki.
Unslinsur
- piltur eða stúlka — getur fengið byrjunarstöðu á stærri skrifstofu hér
i bænum, nú þegar. Eigiuhandar umsókn merkt: skriistofustörf,
sendist afgr. þessa blaðs.
H anzkar.
Allskonar hanzkar fyrir karlmenn og kvenfóik, ern
nýkomnir í
Hanzkabúðina Austurstræti 5
Piano
frá Herm. N. Petersen & Sön, kgl. hirðsala i Khöfn, eru nú fyrirligg
andi og seljast með góðum borgunarskilmálum.
Tvimælalaust beztu hljóðfærin, sem hingað flytjast.
Ótakmörkuð ábyrgð!
Viíf). Tinsett.
Islands Adressebog
Omissandi bók öllum
kaupsýslumönnum
Fast á skrjfstofu Morgunblaðsins.
* Bremnvín kousúla og smyglara
tnun vera tollfrítt, þur sem þeir unnað-
hvort segja of seint til eöa þá alls ekki.
smella banninu inn í stjórnar-
skrána, enda mun í þessu mikla
laga- og lögbrotalandi mörgum
vera farið að finuast nokkuð dauft
á bragðið að brjóta hara einföld
lög og reglur. Það er þó alt af
eitthvað hressilegra að vita að
stjóriiarskráin sé brotin daglega,
og með því næði þingið að gera
bæði stórstúkuna ánægða og þá,
sem eru orðnir leiðir á að brjóta
lög nr. 44 frá 1909.
Andbanningur.
Tjin
af engisprettum.
Með nýjustu Vesturlieimsblöð-
um berast þær fregnir frá héruð-
um utarlega í suðvestur Mauitoha,
að engisprettur séu farnar að gera
þar vart við sig og það í allstór-
um stíl. Fari þær vaxandi með
hverjum degi sem líði og séu bænd
ur mjög tekuir að óttast afleiðing
arnar — ef til vill algera eyði
leggingu á kornuppskeru á þessum
svæðum. Hafa fundir verið kall
aðir saman og ráðstafanir gerðar
til jiess að reynt verði að stemma
stigu fyrir þessum yfirvofaudi
vargi. Eu um sömu mundir var
verkfallið skollið á, og áttu þv
bændur óhægt með að uá sér
eitur það, sem til þarf og vant er
að eitra með fyrir engisprettur
Eugispretturnar lifna liclzt
grasræmum með fram ökrum, göt
um og girðingum, og verður að
eitra þar duglega fyrir þær uudir
eins og þeirra verður vart.
Sem betur fer hafa engisprett
urnar ekki gert vart við sig á stóru
svæði enn sem komið er. í öðrum
hlutum Manitoba eru uppskeru
horfur nú sagðar góðar og spretta
á ökrum víða vel á veg komin.
SjóYátryggingarfélag íslands h.f.
Austurstræti 16 Reykjavik
Pósthólí 574. Talsimi 542
Símnefni: Insurance
iLLIIOMil IJÓ- 0Q ITKlÐIYÁTITaQlMQAK,
Skrifstofutími 9—4 síðd.,
laugardögum 9—2 síðd.
,Two Grables Cigarettur4
eru búnar til úr hreinu Virgina tóbaki,
enda i afhaldi hjá öllum, sem þær þekkja. Reynið þær.
Fást hjá LEVIog viðar.
Es. Gullfoss
fer hóðan áleiðis til N e w Y o r k
sunnud. 10. ágúst kl. 10 árd.
éCj. CimsRipafál. dslanós.
Sumarbústaður
i grend við Reykjavík, nægilega stór fyrir 2 fjölskyldur, fæst leigður frá
næstn helgi til ágústloka.
Upplýsingar i síma 339 B kl. n—12.
DRENG
vantar i sendiferðir og til að innheimta reikninga, nú þegar.
Hið ísl, steinolíuhlutafólag
2 kennara
vantar til barnaskólans i Vestmannaeyjum, til viðbótar við þi, sem ráðair
eru, og væri æskilegt að annar þeirra gæti, meðal annars, kent leikfimi,
en hinn söng. Kenslutlmi byrjar 1. október og varir að minsta kosti
6 mánuði.
Umsóknir um þessar stöður, ásamt kröfum um launaupphæðir ósk
ast komnar fyrir lok næstkomandi ágústmánaðar, til hlutaðeigandi skóla-
nefndar.