Morgunblaðið - 02.09.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1919, Blaðsíða 4
4 MOR6UNBLAÐIÐ Framhald frá 1. síðu. brcytingu,- að ekki sé skylt að sjá farkennurum fyrir ókeypis húsnæði fyrir þann tíma, sem þeir eru ekki við kenslu. Þeir eru flestir lansir og slyppir og leita sér atvinnu á sumrin, og munu sjaldnast þurfa að borga húsnæði fyrir þann tíma. Rétt telur nefndin að kennarar, sem aðrir starfsmenn landsins, fái launauppbót sína að öllu úr ríkis- sjóði, enda er það samkvæmt venju þeirri, sem orðið hefir þessi ár, sem dýrtíðaruppbót hefir verið veitt. Þai' sem nefndin býst við að fræðslulögunum verði breytt iim- an skamms, og þá geti svo farið, að kennurum verði fækkað, þá telur hún rétt að setja þann varnagla, að þeir kennarar, sem af þeirri á- stæðu verða að láta a£ starfi sínu, geti ekki krafist skaðabóta. Þár sem svo stuttur tími verður frá því frumvarp þetta getur orð- ið að lögum og þar til kcnsla byrj- ar í haust, þá álítur nefndin ekki fært að láta lögin koma til fram- kvæmda, hvað skipun kennara snertir, 1. okt. í haust eins og á- kveðið er í frv. ‘stjórnarinnar. Um- sóknarfrestir geta ekki orðið nógu langir, og skóla- og fræðslunefndir verða búnar að ráða kennara til næsta skólaárs. Lcggur nefndin því til, að lögin komi ekki til fram- kvæmda fyr en 1. júhþ næsta vor, nema hvað launin snertir. Telur hún sjálfsagt að launakjörin verði bætt að fullu samkv. frv. næsta skólaár, því að þær bætur þoli ekki bið, frekar en launabætur allra annara starfsmanna, og ber nefnd- in því fram bráðabirgðatillögu þess efnis. Hvað laun kennara snertir, þá hefir nefndin öll orðið sammála, en um skipun kennara eru nefndar- menn ekki allir á sama máli.“ ■o- Alþingi. i'íngfundir í gœr, Efri deild. Tólf mál voru á dagskrá. Frv. til laga um mat á saltkjöti til útflunings var afgr. sem lög frá Alþingi. Breyting á lögum um hundaskatt var afgr. til sameinaðs þings. Deild- in hafði fært skatt af þörfum hund- urn niður í 3 kr. Fjáraukalög fyrir árin 1916 og 1917 afgr. sem lög. Samþykt landsreikn. 1916 og 1917 afgr. sem lög. Tillögur út af aths. yfirskoðun- armanna lands*reikn. 1916 og 1917 urðu að ályktun. Frv. til laga um viðauka við br. á símalögunum var endursent n. d. Frv. til laga um forkaupsrétt á jörðum vísað til þriðju umr. Frv. til laga um landhelgisvöru vísað til 2. umr. og sjávarútvegs- nefndar með 7 atkv. gegn 1. Br. á lögum um friðun fugla og eggja vísað til 2. -umr. með 9 atkv. gegn 1, Br. á lögum um liúsaskatt vísað til 2. umr. og fjárhagsuefndai'. Frv. til laga um sölu á prests- mötu vísað tir 2. umr. og allsherjar- nefndar. Umræður uröu því nær engar, nema um landhelgisvarnirnar. Voru þingmenn mjög á eiuu máli um það, að þær væru mjög slælega ræktar, og þótti sumum líta svo út sem Danir hefðu skilið svo sambands- lögin, að nú ættu þeir ekki að gera sér ómök fyrir landhelgina. Neðri deild. Fundur kl. 10 f. h. Þar fór fram atkvæðagreiðsla um lauukmálið. Hkal hér getiö heiztu breytingrartill. Till. Sveins Ólafssönar og annara sparnaðarmanna um að dýrtíðar- uppbót verði borguð að eins til 1925 var samþ. Væri það ágæt ráðstöf- un, ef hún gæti orðið til þess að dýrtíð yrði þá lokið, en um það ef- uðust 8 deildarmenn, og greiddu því atkv. móti tillögunni. Aftur féll með jöfnum atkvæðum br.till. sömu um að greiða dýrtíðaruppbót mest af 2400 kr. Br.till. Sig. Sig. og P. 0. um að Jækka laun lækna voru dæmdar ó- löglega framkomnar — afturgengn- ar. Br.till- Sv. Ól. um hækkun launa skólastj. á Eiðum féll með 14 :4 atkv. Br.till. H. Kristóferssonar um að sýslumannslauix í Barðastrandar- sýslu yrðu í hærra fl. en frv. á- kvað samþ. með 14 :12 atkv. Br.till. launanefndarinnar, 12 að tölu, sem flestar fóru fram á hæk’k- anir, voru allar samþ. nema hækk- un á launum aðstoðarskjalavarðar og fyrsta bókavarðar, og þjóð- menjavarðar. Aftur var samþ. till. E. A. um að hækka laun þjóðmenja- varðar talsvert meira en þarna var farið fram á. Frv. með áorðnum breytingum var síðan samþ. með 20 :6 atkv. Var það mislitur hópur, sem mót- atkvæðin greiddi. liéttii þar hvorir öðrum bróðurhönd nirflar og eyðsluklær deildarinnar. Fundur kl. 1 síðd. Fjáraukalög fyrir árin 1918 og 1919 voru samþ. óbrey.tt eins og þau komu frá e. d. og afgreidd sem lög frá Alþingi. -— Tvær breytingar- tillögur höfðu þó komið fram; önn- ur frá P. O. um að feila niður utan- fararstyrk Sigf. Einarssonar. Heimt- aði P. nafnakall og hrópaði sparn- aðaratkvæði sitt svo hátt, að vegg- irnir bergmáluðu, en enginn þm., nema Einar Jónssón. — Hin br.till. var frá Þorsteini'Jónssyni um dýr- tíðaruppbót á aukátekjum dýra- lækna. Tók hann tillöguna aftur gegn því loíorði, að uppbót þessi yrði tekin upp í fjárlögin. Frv. til laga um laun eins há- skólakennara (Jóns J. Aðils) var samþ. og afgreitt til efri deildar. — Lög þessi gera Jón J. Aðils, sem verið hefir docent í íslandssögu, að prófessor, með þeim launakjörum, sem þeir hafa. Frv. til laga um heimild fyrir landstjórnina til að leyfa íslands- banka að auka seðlaupphæð þá, er hann mátti gefa út, afgr. til e. d. Frv. til laga um stofnun lífeyris- sjóðs fyrir embættismenn var sam- þykt til þriðju umr. Frv. til laga um ekkjutryggingu embættismanna samþ. tií þriðju umr. Þá kom til þriðju umr. stjórnar- skráin. — Fyrir lágu 13 br.till.. iJörundur talaði fyrir tveim þeirra, er hann flytur. Er önnur um það að fjölga þingmönnum um tvo, og ætlaði hann Reykjavík viðaukann. Sýndi þingm. fram á hve sann- gjarnt þetta væri miðað við fólks- fjölda. Hin br.till. Jörundar er um það, að gera það að skilyrði fyrir kosningarrétti og kjörgeugi, uð menn skilji og tali íslenzku. Er þetta breyting á fyrri till. sama þm. Kvað fyrri till. svo á, að menn skyldu tala og rita íslenzku stór- lýtalaust til þess að njóta nefndra réttinda. — Sveinn í Firði mælti með br.till. frá sér, er svo hljóðar: ,,Enginn getur þó átt kosningarrétt, nema hann hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastur í kjördæm- ina 1 ár, sé fjár síns ráðandi, standi ekki í sveifcarskuld og hafi að minsta kosti þá álmennu þekkingu, sem lxeimtuð er eða heimtuð kann að verða af ungmennum á fermingar- ai(lri.“ —1 Einar Arnórsson sýndi j fram á það, að þetta skilýrði væri óljóst og lagði til-að stjórnarskrár- niálið yrði tekið út af dagskrá og frestað, í þeirn tilgangi, að því er oss skildist, að gefa þingmömxum tima til að prófa sjálfa sig í því, hvort þcir gætxx skilið tillögu Sveins. Forseti trevsti sér ekki til að tefja rnálið, þar sem hinn á- kveðni þingtími væri þegar liðiixix. Var því umræðunx haldið áfram. — Þá tók forsætisráðherra til máls. Tók hann meðal annars fram, að j ekkert réttindaskilyrði, sexn ekki væri auðskílið, mætti í stjórnar- skránni standa- Slík ákvæði yrðu að vera svo ljós, að ekki yrði um deilt. — Pétur Ottesen mælti með br.till. frá sér, sem fer franx á það, að þing sé háð annaðhvort ár. Rök- studdi hann þessa till. sína aðallega. með því, að stjórnin hefði nú að- stoðarmenn til að undirbúa flest mál, svo sem vegamál, húsagerðar- mál, vitamál, símamál o. s. frv. Átti þetta, skildist oss, að koma að nokkru leyti fyrir þinghald. Gætum vér trúað, ef P. 0. fer álíka fram og títt er um jafn efnilega sparn- aðarmenn, að hanu fyndi brátt eitt- hvert fyrirkomulag svo ódýrt, að afnema mætti þingið með öllu. — Sig. Stefánsson mælti með br.till. um fjölgun þingmauna um fjóra: tvo kjördæmaþingmenn og tvo landskjörna. Sýndi hann fram á uauðsyn þessarar fjölguuar. — Bjarni Jónsson mælti með br.till. um kosningarrétt og kjörgengi ó- fjárráða og sveitaskuldunauta.Tal- aði Bjarni af einstöku lítillæti og tók það skýrt fram, að orð sín væru ekkeri persónulegt álit, held- ur dómur sem engin andmæli væru til við. Talaði hann xxm slæpingja og ónytjunga, sem á þingi mundu sitja og sæíu ef til vill, en væru sveitalimum verri. Fór hann mörg- um óvirðingarorðum um þessa colega, en vaudlega yörðust þing- menn að láta þykkju á sér sjá. — Bjarni átti enn fremur till. um að þingrof næði til landkjörinna þing- manna og uð kosniugarréttur og kjörgengi við landskjör væri eins og við kjördæmakosningar. — Töl- uðu margir þingmenn, og audaði fremur kalt til till. Sv. Ól. — Ben. Sveinsson bjóst við að bæði hann og fleiri þingmenn myndu missal kjörgengi og kosningarrétt, .ef till. næði samþykki, því margir myndu t. d. ryðgaðir í ,barnalærdóminum“ og gamlir íxxenn kanske farnir að stirðna í söng, en kunnátta í þess- um greinum er heimtuð af börnum á fermingaraldri samkv. fræðslu- lögunum. Mun þessi aths. B. Sv. mjög hafa spilt fyrir tillögunni hjá þingmönnum. En Sveinn var jafn sannfærðxx?" um ágæti hennar eftir sem áður og barlnótlætið með still- ingu. Við atkvgr. féll svo till. Sveins með 22 :4 atkv. Bjarna til- lögur féllu allar; fékk sú 6 atkv., er mest fylgi hafði. Till. P. 0. féll með 16 :5 atkv. Tillögurnar um fjölgun þingmanna féllu báðar. — Till. Jörundar um það, að menn verði að skilja og tala íslenzku sæmilega til þess að hafa kosning- arrétt, var samþ. ineð 14 :12 atkv. — Frv. síðan samþ. og afgreitt til e. d. í einu hljóði. Br. á lögum um vitagjald samþ. til þriðju umr. Frv. um heknishérað í Hólshreppi sömuleiðis. Frv. til liafnarlaga á ísafirði og frv. um skrásetningu skipa vísað til 2. umr. Þingsál. um skilnað ríkis og kirkju tekin út af dagskrá. Jarðarför séra Árna Þorsteinssonar á Kálfa- tjöru ’fór fram s. 1. þriðjudag og var mjög fjölmenn. Sex prestar vonx viðstaddir, og báru þeir hinn látna starfsbróður sinn í kirkjuna og úr henni aftxir í kirkjugarðinn. Húskveðjuna flutti sr. Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur. Þeir sr. Árni voru skólabræður, og minti'st sr. Ólafur hlýlega og vel samferðar- innar frá fyrsta undirbúniixgi undir skóla og til þess er þeir vígðust prestar sanxan. í kirkjunni töluðu sr. Árni pró- fastur í Görðum, sr. Friðrik Rafnar á Útskálum og sr. Kristinn Daní- elsson. Sr. Árni flutti aðalræðuna, og var hún með afbrigðum falleg. Lýsti hann því meðal annars, hversu sálarþrek liins látna hefði verið al- veg óvenjumikið, þrátt fyrir van- heilsu um langt skeið. Sr. Friðrik talaði um gestrisni hans og hjálpfýsi. Yar þess að mak- legleikum minst, því sr. Árni og frú Ingibjörg kona hans voru ætíð samtaka í því að rétta jafn hlýja hönd hverjum er að garði bar. Sr. Kristinn flutti kveðjuorð frá sjálfum sér. Yfir gröfinni talaði sr. Árni — „liinni björtu gröf“ — eins og hann komst að orði. Var það í öllum skilningi rétt mælt, því gröfin var drifhvít og ólík því sem grafir eru vanar að vera að ytra útliti. Viðstaddur. •o- Veðrið í gær. Reykjavík: A. andvari, hiti 8,6 st. ísafjörður: A. kul, hiti 6,0 st. Akureyri: Logn, hiti 5,5 st. Seyðisfjörður: Logn, hiti 6,6 st. Grímsstaðir: SA. andvari, hiti 2,0 st. Vestm.eyjar: NA. st. kaldi, hiti 8,6 st. Þórshöfn: Logn, hiti 6,3 st. „ísland'1 fór héðan kl. rúmlega 8 í gærkvöldi áleiðis til Kaupmannahafn- ar. .Meðal farþega: Dr. Þorv. Thorodd- sen, Bogi Th. Melsted sagnfræðingur, Kjarval málari, dr. Helgi Pjeturss., Christiansen húsagerðarfræðingur, Herbert Sigmundsson forstjóri, Thor Jensen útgerðarm. og þrjár dætur hans, Einar Benediktsson skáld og frú hans. og þrjú börn þeirra, Hallgrímur Bene- diktsson stórkaupm. L. Kaaber og Tofte hankastjórar, AndrésGuðmunds- son stórkaupm., Carl Olsen stórkaupm. og frú hans, Þorv. Benjamínsson full- trúi, J. Bennelmanns hollenzkur prest- ur kaþólskur, Carl Sæmundsson stór- kaupm. og frú hans og börn, R. P. Leví kaupm., frú Kristín Pétursson, frú Steinunn Stefánsdóttir, frú Anna Friðriksson, ungfrú Guðrún Guðmunds- dóttir, Ragnh. Guðjohnsen, frú Agnes Brun, ungfrú M Þorvarðardóttir, Mar- grét Einarsdóttir, Jakobína, Ásta og Sigríður Sighvatsdætur, Jónas Lárus- son, Stúdentarnir Óskar Norðmann, Kristján Albertsson, Bolli Thoroddsen, Einár Sveinsson, Brynjólfur Stefáns- son, Gunnar Viðar, Lúðvík Stefánsson .verzlunarmaður, ungfrxx, Sæunn Bjarna- dgttir o. m. fl. Þerritíð hefir verið um alt Suður- og Vestufland síðustu vikur og má segja að vel horfi nú með heyskap, ef tíðin helzt áfram. Grasspretta er yfir- leitt dágóð, svo útheysskapur verður væntanlega vel í meðallagi. Síldveiðin. Ágústmánuður hefir ekki gefið síldveiðurunum gull í murxd. Afla brögðin hafa verið mjög lítil, einkan- lega við Norðurland, en dálítið veiðist á Vestfjörðum. Sagt er að um 150 þús- und tunnur síldar muni hafa veiðst alls „ísland“ hefir um 600 hesta með- ferðis til Danmerkur í þetta sinn, en engan flutning annan. „Rán‘1 kom frá Englandi í fyrradag, Hafði selt aíla sinn þar fyrir 060 pd. sterling. Tveir farþegaí voru með skip- inu, Eyþór Kristjánsson vélstjóri og enskur garnakaupmaður, Mr. William Soppit. „Vínland' ‘ kom inn í gær að fá ís. „Harry", mótorskip, fór til Eng- lands,í gær með'fisk. --------O——— Jirðarför móður okkar, Guðbjargar Sigurðardóttur, yfiisetu- konu, er ákveðin miðvikudag 3. srpt. kl. 1 Va, húskveðja í Menta- skólanum, þaðan í frikirkjuna. Þá, sem kynnu að vi'ja sýna hluttöku með blómsveigum, biðjum við um að senda einungis úr lifandi blöðum. Kristin B. Símonarson. Margrét Björnsdóttir. wmmmammBmmmmmmmmmmmmmanaHiiani Hverfisg. 4. Sími 481. hefir til sölu söltuð sauðalæri. Heiídverzlun Garðars Gíslasonar Hverfisg 4 Simi 481. hefir til sölu ca. 300 föt fóðursiid, A, Petersen & S. Johannesson Vestervo!dgade 87. Köbenhavn. taka að sér að annast innkaup og sölu á öiium vörum fyrir kaupmenn og kacpfélög, jafnt smá parti sem heila sk'psfarma, og annast einnig leigu á skipum. fíei]tluíningur. Þarf að fá flutta 120 —140 hestburði af beyi frá Bakka í Ölfusi. — Tilboð sexdist verkstjóra Viihjálmi Ing- varssyni, Suðurgötu, hið fyisti. Tf)or Jensen. m.s. Svanur Vörur afhecdist í dag til Skógainess, Búðx, Stapi, Sands, Óiafs- vikur og Stykkishólms. TJfgreiðsían. ifreið fer aostur að Ö.fusárb ú, Ey arbakka og Stokkseyri seinni psrtin 1 í dag. Nokkrir menn gcta fengið far. Uppl. Hverfisgötu 56, mjó kur búðinni. Si ni 737. Drengur getur fergið atvinna i Sölutarninum nu þegTr, Bíll fer austur að Garðsauka miðvikud. 3. sipt. kl. 8 árd. Nokkrir menn geta fengið far. Afgr. hjá R P. Leví. Vigt (reysla) tapaðist af s:einbryggjunni 26. f. m. Skilist á afgreiðslu þessa b'aðs. 2--3 herbergi óskast til leigu 1. október fyiir einhleypan mann. Uppl. gefur Helgi Hafberg, Laugavegi 12 (Hugfró). KomlS me6 AUQLÝSINQ A.K thoaakp. Regiusöm og siðprúð stúlka óskrr eftir hetbergi n,ú þegar cða 1. október. Mundi annast um tau- þvotta fyiir húsmóðurina, og ef til v: I fleira af húsveikum. Afgr. vísar á. Oiiuofnar lakkeraðir og gerðir sem nýir á Langavegi 27 STOFA eða herbergi í góíu og fiiðscmtj húsi, óskast til leigu handa einhleyp- um. Húsaleiga borguð fyritfram til 14. mai, ef vill. Haildór SigurOsson, Iagólfshvoii. Beint samband Undirritaður óskar sambanda til að versla með viðurkendar ostategundit: Emmenthaler, Rcchefort og rjóma- mysuost. Mouritz Rasmussen, Bernstoffsgade 25. QLITOFHAKÁBKXIÐ¥X •* MÖÐÐLKL JCÐI k«ypt Ms v*rðl. K. ▼, á, lKkkftstuskuk hrtioAr og þurrar, kaupir btfoldirpNSiiBKjt'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.