Morgunblaðið - 30.09.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1919, Blaðsíða 1
6. árgangur, 303. tðlublað Þriðjudag 30. september 1919 Isafoldarprentsmiðja GAMLA BIO Fagra slúlkan i verinu (Fiskeitösen) Afaifallegur og hrífandi sjón ieikur frá Skotlandi, i 6 þáttutn Aðalhlutvetkið leikur frægasta leikkona heimsins. Mary Pickford. (The Woilds Sweetheart) Hljóðfærasveit Bernburgs leikur meðan á sýningu stendur. Sýningln byrjar kl. 81/* Pantaðir aðgön*umiðar verða afhentir I Gamla Bíó k;. 7—8. Eftir þann tima seldir öðrum. Erl. slmfregnir. Khöfn, 27. sept. Hafnarverkfallinu í Kaupmainna- höfn lokið. I dag sam'þyktu hafnarverka- menn að taka upp vinnu á mánn- dagsmorgun. Landaskifti. Frá París er símað, að Ctemen- ceau hafi haldiS mikla ræðu um samþykt á friðarskilmálunum og skýrt frá þv5, að eins og Noregur ætti að fá Spitsbergen og Danmörk Slésví'k, svo ætti og Sv'íþjóð að fá Alandseyjar. Áskorun til Pólverja. Frá London er símað, að banda- menn haldi áfram að herja á bols- víkinga. Yfirráðið er nii að ráðgera að halda uppi „friðsamlegu11 hafn- banni við Rússland. Heimastjóm fra. Frumvarp til laga um heima- stjórn írlands ætlar brezka stjórn- in að leggja fyrir þingið, þegar það kemur saman 'í haust. ' Járnbrautarmannaverkf a-Al á Englandi. Járnbrautarmenn á öllu Bng- landi hafa gert verkfall. S"-jórnin ætlar að nota herlið, ef þörf krefur, til að halda uppf flutniiigum á nauðsynjavörum. Þingrof á ítalíu. Frá Róm er s'ímað, að fulltrúa- þingið hafi verið rofið. \ Khöfn, 28. sept. Verkfállið í Englandi. Frá London er símað, að 600 þús- und manns ta'ki þátt í jámhrautar- verkfallinu. Matvælaskömtun sú, sem var ó- friðarárin, hefir verið lögleidd aftur. Bretar í Rússlandi. Reutersskeyti herma, að brezki meginherinn í Norður-Rússlandi sé farinn á burt. Fiume. Frá Róm er símað, að Wilson neiti að slaka til í Fium'e-málinu. Suður-Jótland. Símskeyti frá París Ihermir, að Vegna þess hve það dragist lengi að samþykkja friðinn í ýmsum ríkj- um, geti þjóðaratkvæði í Suður-Jót- landi ekki farið fram fyr en um nýár. Fossamálin. Mikið var rætt um þau mál á þingi, eins og vænta mátti. Fruto- vörpum meiri og minni hluta milli- þinganefndarinnar í fossamálum var öllum vísað ti'l sérstakrar þing- nefndar, sem kjörin var í þessi mál á öndverðu þingi. Þangað var og vísað þingsálýktunartiLlögu um lögnám vatnsorku í Sogi landinu til handa, frá Jörundi Brynjólfs- syni, Benedikt Sveinssyni og Há- koni frá Ha.ga. Nefndin sat á rök- stólum mestalt þingið, fram á síð- ustu vikurnar. Þá skilaði hún af sér störfum o,g bar fram sérleyfis- lagafrumvarp, till- til þingsálykt- unar um rétt ríkisins til vatnsorku á almenningum og afréttum, og till. til þingsályktunar um að rí'kið nemi vatnsorku í Sogi. En að öðru leyti sá meiri hluti hennar sér ekki fært að bera fram mál þau, er 'hún hafði fen-gið til meðferðar. En minni hluti nefndarinnar vildi láta sam- Jiykkja tII. Jörundar & Co. Var nú tekið að ræða vatnamálin af kappi miklu. Umr. voru vatnsbornar nok'kuð, eins og gengur og gerist, þegar menn eru margorðir, og allir vilja tala, þótt þeir sé á sama máli og síðasti ræðumaður. Meiri hluti þingnefndarinnar viidi engu slá föstu um eignarréttar-deiluatrí.ðið. Hann vildi láta dómstólana skera úr því, og átti taka Sogsfossanna, samkv. till. meiri hlutans, að gefa tilefni til slíks úrskurðar. En þótt undaríegt megi virðast, vildi þing- ið ekki láta hæstarétt, „augastein þjóðarinnar“, fá að s'kera úr þessu atriði, sem álveg vafalaust er, að vitrum mönnum og löglærðum kemur ekki ásamt um. En þing- menn voru nú gengnir í vatnið, og vildu sjálfir, eða meiri hluti þeirra, taka sér dómsvaldið um þetta rétt- aratriði. Um'þetta snerust einkum umræður, og bar þar mest á þeim Bjarna Jónssyni og Sveini Ólafs- syni, sem eru sterkustu andstæð urnar í þessu máli. Niðurstaðan í þessum málum varð sú, að neðrL deiid vísaði frá sér sérleyfislagafrv. og till. meiri hlutans um að ríkið nemi vatns- orku í So.gr En þingið samþykti að lokum tvær þingsályktunartiUögur um rétt ríkisins til vatnsorku í al- menningum og afréttum og till. Jieirra Jörundar um lögnám Sogs- fossanna. Var fyriiefndri ti'll. breytt í því, að afréttirnir voru t.eknir burtu, en hinni síðarnefndu að því, að skelt var af skotti henn- ar tilvitnun í fossalögin frá 1907, eftir ti'1.1. B. J„ en nýr dindill græddur við í staðinn eftir till. Sig. Sig„ að halda áfram rannsóknum og mælingum til undirbúnings virkjunar. Hljóða þær svo, þessar tvær till., sem þingið að lokum lét frá sér fara. 1. Till. til þingsályktunar um rétt rfkisins til vatnsorku í al- menningum: „Alþinigi ályktar að sk-ora á landstjórnina, að lýsa alla vatns- HjálpræöisheriDD. Barnavígsla í kvöld kl. 8. Allir velkomnir! 12 tonna i mótorbálur með 14 hesta Danvél, bygður úr eik hjá Brödrene Hudersen, Fredriks- sund, 4 ára gamail, er til sölu. Lysthafendur sendi utanáskrift sina til afgreiðsiu þessa blaðs merkt B á t u r. Hjálpræðisherin n i Hafnarflrði. Uppskeruhát'íð í Goodtemplara- húsinu miðvikudaiginn 1. október, kl. 8 síðd. Hljóðfærasveit í’rá Reylcjavík aðstoðar. Major Grauslund stjórnar. orliu í ahnenninigum eign ríkisins, og gera, ef með þarf, ráðstafanir til þess, að rifting fari fram á gern- ingum milli einstaklinga og félaga, er í bága kynnn að koma við þenna rétt þjóð'félagsins." 2. Till. til þingsályktunar um lög- nám landinu til handa á umráðum og notarétti vatnsorku 'í Sogi: „Alþingi ályktar, að skora á landstjórnina að gera nú þegár ráð- stafanir til þess, að landið nái full- um umráðum og notarétti á allri vatnsorku í Soginu, alt frá upp- tökum þess Otg þar til, er það fellur í Hvítá, ásamt nauðsynlegum rétt- indum á landi til hagnýtingar vatnsorkunni. Til framkvæmda þessu heimilast stjórninni að verja fé úr ríkissjóði, eftir þv>í sem nauðsyn krefur, og að halda áfram rannsóknum og mælingum til undirbúnings virkj- unar Sogsfossanna.“ Þinglausnir. * NeBri deild. Neðri deild laúk störfum á laug- ardaginn klukkau 1. Kvaddi 'for- seti deildina með fáum orðum og sagði síðan fundi slitið. Sameinað Alþingi. Síðasti fundur þess hófst að lokn- um lokafundi neðri deildar. Var fyrst samþykt till. til þings- ályktunar um rétt rí'kisins til vatns- orku í almenningum, eftir stuttar umræður. Þá voru kosnir í verðlaunanefnd „Gjafar Jóns Sigurðssonar“ þeir dr. Jón Þorkelsson, Hannes Þor- steinsson s'kjalavörður og Jón J. Aðils háskólakennari (allir endur- kosnir). Þá var komið að þeirri hátáðlegu og „spennandú ‘ útdeilingaratíhöfn, sem fram fer á hverju aðalþingi. Fyrsti og feitasti flokkshitinn er eins og kunnugt er „bankaráðið“, sem margir þingmenn telja nauð- synjastofnun, eins og kunnugt er frá bankaumr. í sumar. Var nú kos- inn einn fyrir timabilið 1920—22, cg hlaut kosningu G. Björnson. Yfirskoðunarmaður Landsbank- ans varð Pétur Jónsson. Y firskoðunarmenn Landsreikn- inganna urðu Matth. Ól„ Kr. Dan. og Jörundur, með Ihlutkesti þó, milili hans og Hjartar Snorrasonar. Framkvæmdarstjóri Söfnunar- sjóðsins var endurkosinn Eiríkur Briem próf. í einu hljóði. 1 dansk-íslenzku ráðgjafarnefnd- ina voru >eir kosnir, sem skipað hafa hana: Jóh. Jóh., Einar Arn- órsson ug Bjarni* Jónsson. Fékk hinn síðastnefndi 9 atkv., en Böð- var Bjarkan lögfr. 8 atkv. Að lokum kvaddi forseti þing- menn fáum orðum. Óskaði hann þeim góðrar ferðar og lét loks í ljósi þá von, að þjóðinni tækist að velja sér góða og nýta fulltrúa á hausti komanda. Þá stóð upp Sig. Stefánsson og óskaði Kristjáni 10. konungi ls- lands langra lífdaga. Tóku þing- rnenn undir það með níföldu húrra. Var síðan af þingi gengið. t Grimur Jónsson cand. theol (frá Ísafirði andaðist í gær kl. 3 á (Landakotsspítala. Gæfubrautin. Eftir dr Orison Swett Marden. I. Metnaðargtrni. »Hvernig gengur drengnum f« spuiði faðir pilts eins, sem var ný orðinn verzlunarmaður. »Við erum gamlir vinir,« sagði verzlunarstjórinn, »og eg vil ógjarn- an særa tilfinningar þínar; en eg get ekki verið að fara á b.ik við þig og vil því helzt segja þér sannleik- ann. Sonur þinn er bezti drengur, en það verður aldrei hægt fyrir mig að gera kaupmann úr honum, þó hann svo yrði hér til dó sdags. Það statf á alls ekki við hann. Farðu eftir ráðum minum, taktu piltinn heim til þln aftur og kendu honum að mjólka kýr.« Faðirinn fylgdi þó ráðleggingu vinar síns að eins að hálfu leyti. Hann tók piltinn úr búðinni og sendi hann til Chicago, og þegar Marshall Field, sem nú er einn af dugleg- ustu kaupsýslumönnum Ameiíku, kom til þessarar stóru borgar, þá fyrst vaknaði hjá honum metDaðar- girnin, er hann^si með hve miklum dugnaði og atorku aðrir ungir og fátækir menn hófust handa, af því að beir vildti komast áfram. »Úr þvl aðrir ýeta þetta, þá hlýt eg lika að geta afrekað eitthvað mikið,« sagði hann við slálfan s'g, og um leið hafði hann furdið tskmaik að keppa ?ð i Iífinu. Að vísu var Fieid þegar frá þvi fyrsta góðnm hæfileikum gæddur, en það var umgengnin við hinn atorku- sama æskulýð Chicago-borgar, sem vakti metnaðargirni hans. Margir halda, að metnaðargirni sé meðfæddur eiginleiki, sem ekki sé hægt að framleiða af sjálfsdáðum. Eu undir flestum kringumstæðum gerir þe-si eiginleiki ekki vart við sig nema að hann sé vakinn. Og jafnvel þótt hann sé vakinn, þarfn- ast hann frekari þroskunar, alveg eins og sönggáfa eða hver önnur listgáfa ken ur manni ekki að not- um nema með því að verja bæði tima og hugsun til að glæða hana og efla. Séum vér oss ekki meðvitandi metnaðargirni vorrar, verður hún aldrei mikil og hæfileikar vorir verða þá bæði sljóir og máttlausir. Emerson sagði einu sinni: »Það sem eg þarfnast mest af öllu er maður, sem fær mig til að gera það sem eg get« Takið eftir orðunum: »það sem eg get«; hér er ekki um það að ræða, sem Napoleon eða Liccoln gátu gert, heldur um þið, sem eg get geit. Það er feikilega mikill munur á þvi, hvort eg nota tíu, fimtin, tuttugu og fimm eða fitntíu af hnndraði af þeirri orku, sem í méi býr. Og i fiestum af oss blunda afarmiklar orkulindir, sem við gætum beitt til að gera heil kraftaverk, ef þær að eins fengju framrás. í borg einni í vesturhluu Banda- ríkjanna býr dómari einn, sem var smiður alt fram yfir fertugt. En þá var atorka hans alt i einu vakD, og hann er nú — tuttugu árum slðar — eigandi að stærsta bókasafni borg arinnar, hefir orð fyrir að vera lærð asti maður þar um slóðir og hjálp semi hans er vlðfræg orðin. Þessi bylting, sem varð í lífi hans, átti eingöngu rót sína i fyririestri, sem hann hlustaði á einu sinni og var umtalsefnið: »Gildi góðs uppeldis«. Þessi fyrirlestur varð til þess að opna augu hans fyiir þvi, hve ó- þroskaður hann væri, og eftir það gerði hann alt, sem hann gat, til þess að vinna * upp það, sem hann hafði vanrækt. Eg hefi þekt ýmsa, sem ekki vöknuðu til meðvit^ndar um hæfi' leika sína fyr en á fullorðins aldri. Þá vöknuðu þeir alt í einu við að lesa góða bók, hlýða á fyrirlestur eða prédikun eða þá vegna þess, að einhver vinur, sem skildu þá, trúði á þróunarmöguleika þeirra og hvatti þá á réttau hátt. Það hefii afarmikla þýðingu fyrir mann, að vera innan um góða vini, sem geta reitt sig á mann og hvatt til starfa; en svo er það lika viss vegur tii glöiunar, að umgangast þá menn, sem gera ekkert úr hugsjón- u i voium, deyða vonir vorar og eiu altaf reiðbúnir, með orðum og athöínum, að kæfa eldmóð vorn. Það eru dæmi til þess um Indi- ána, sem sendir hafa verið í menta- skóla, að -þeir hafa sýnt af sér þann dugnað og vitsmuni, að mikils hef. ir mitt af þeim vænta. En hverfi þeir svo aftur heim í átthaga sina, hefir næstum ætíð reyDst svo, að þeir hafa tekið upp fyrri lifuaðar- háttu sina; metnaðargirni þeirra hef H NYJA BIO Leyndardómur New York borgar Stóifengleíur leynil.reglusjónl. I. kafli í 4 þáttum: Kynlega höndin ? Viðskiftafólagið selur „L. G. Smith“ ir sloknað út aftur fyrir áhrifiin frá umhverfiuu í kring um þá. Meðal ívíta kynstofnsins er óhepnin Hka oft að kenna skorti á uppöifun Margir, sem í eðli sínu eru dugn- aðarmenn, verða að mannleysum af þvi þeir eru ekki nægilega traustir til að standa á eigin fótum innan um hina lastafullu og kærulausu meðborgara sína. Gerðu alt, sem i þinu valdi stend- ur, til þess að fá lifað við þær kring- umstæður, sem efla þörf sina til þroskunar. Aflaðu þér þeirra vina, sem bera traust til þín og hvetja þig til hins ýtrasta. Þá geturðu náð æðstu völdum og virðingu í stað þess að verða aldrei annan en miðl- ungsmaður. Reyndu að umgangast þá menD, sem sjálfir reyna að gera eitthvað og verða eitthvað, þá, sem í alvöru selja sér háleit takmörk hér i Hfinu. Metnaðargirnin er eins og næm sótt, hún grefur fljótt um sig. Þú mnnt því brátt finna löngun hjá þér til að ryðja þér braut og ná þér í stöðu i lifinu, eins og hinir. 4 JJ A € B O E „Suðurland“ fór frá Dýrafirði kl. 3 í gær. Mun geta komið hingað síðari hluta dags í dag. Snjóað kvað nú hafa svo mikið á Siglufirði, að þar liggi eins fets þykk- ur snjór á götum. Þrjú skip Kveldúlfsfélagsins komu að norðan í fyrrinótt, þau Gissur hvíti, Þór og Geir goði. Fengu þau ofsayeður um nóttina yfir Faxaflóa. 73 heilflöskur af áfengi fann lög- reglan við aðra leit í „Lagarf'ossi“. Atti sami maður þessa viðbót. Eru nú réttarhöld daglega. Hefir þetta vín verið flutt í „steininn" að vanda. Þrír menn voru settir í steininn í fyrrinótt, en fimm kærðir og sektaðir fyrir ölæði. Rich. Braun kaupmaður verður eir meðal f arþega á „íslandi' ‘ í dag. Hyg hann að dvelja vetrarlangt í Hamhoi og verður heimilisfang hans þar: Har burg 36, Neuer Wall 69. Hann biði blaðið að geta þess, að meðan har sé ytra, skuli hann fúslega greiða fyr öllum þeim íslenzkum kaupsýslumön um, sem viðskifti eigá við Þýzkalan eða vilja leita sér að samböndum þf og einnig gefa þeim kaupsýslumön um, er hann þekkir og þess kynnn i óska, meðmæli við þýzk firmu. Og yfi leitt vill hann, að svo miklu leyti se í hans valdi stendur, greiða fyrir vi skiftum Hamborgar og íslands. Framh. á 4. síðn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.