Morgunblaðið - 02.10.1919, Síða 1

Morgunblaðið - 02.10.1919, Síða 1
 6. árgangur, 305. tölublað Fimtudag 2. október 1010 Isaioldarprentsmiðja 1 GAMLA BIO Fagra stúlkan i verinu (Fiskertösen) Afaifallegur og hrifandi sjón- leikur frá Skotlandi, i 6 þittum Aðalhlutverkið leikur frægasta leikkona heimsins. Mary Pickford. (The Worlds Sweetheart) Hljóðfærasveit Bernburgs leikur meðan á sýningu stendur. Sýningin byrjar kl. 8x/2 Pantaðir aðgöngumiðar verða afhentir í Gamla Bíó kl. 7—8. Eftir þann tima seldir öðrum. Verkföll Hvaðan úr heiininum sem maður spyr frétta, þá er viðkvæðið alt af hið sama: verkföll og aftur verk- föll. í Englandi hefir nú nær háif önnur miljón verkamanna við n'ámugröft og flutninga lagt niður vinnu. í Lothringen háfa allir .þýzkir járnbrautaþjónar lagt nið- ur vininu og fiutningar og sam- g'öngur hafa þar algerlega stöðv- ast. í Marseille hafa hafnarverka- menn gert verkfall. í París hafa allir starfsmenn borgarinnar dagt niður vinnu. Og þannig er það víð- ast hvar um Frakkland. í Danmörk er hinu mikla verkfalli alveg ný- létt af. í sjálfum Bandaríkjunum, þar sem átti að haldast friður inn- anlands, rekur nú hvert verkfallið annað- í Boston hafa lögregluþjón- ar gert verkfail iog seinast í sept ember ætluðu allijr verkamenn í stálverksmiðjum og kolanámum að leggja niður vinnu. í 'Washing- ton gat Wilson forseti afstýrt því í bili, að lögregluþjónar og opinber- ir starfsmenn legðu niður vinnu. Og þannig mætti lengi telja upp. Og þótt verkfalli sé lokið og sættir komnar á, er ekkert á það að treysta, því að verkamenn hugsa ekkert um það að standa við gerða samninga, né leggja niður vinnu aftur þegar þeim dízt. Og svo koma aðrar stéttir til og héfja „samúðar- verkföll“! Með öðrum orðum: alt Rtefinir að stjórnleysi í þeim lönd- um, sem i.ii þessa hafa þó komist hjá stjórnarbyltingu. En hvernig mim þá í þeim ríkjum, iþar sem borgarastyrjöld geisar? Þegar menn hugsa í alvÖru um Það ástand, sem nú ríkir í heimin- um, og ber það saman við ástand ið á ófriðarárunum, þá veit maður naumast hvort verra er. Að minsta kosti er hið núverandi ástand eigi betra. Meðan þjóðirnar áttu í ó- friði, héldu þær þó saman út í rauð- an dauðann. Einstaklingar hvers þjóðfélags mynduðu eina trausta heild. En með ófriðarlokum' halfa þéssar heildir tvístrast. Sums stað- ar hefir farið fram alger byiting, sem hvergi sér fyrir endann á enn þá, en annars staðar vofir bylting yfir eða er í fæðingu. í kjölfar verk- fallanna, sem í eðli sínu eru ekkert annað en uppreisn, siglir mörg ó- gæfa fyrir 'land og lýð. Tökum t. d. verkföllin í Englandi. Kolafram- ieiðsla stöðvast og flutningar stöðv- % ast. Afleiðingin af þvi er ekki að eins sú, að allir hinir mörgu, sem lagt hafa niður vinnu, sé atvinnu- lausir og bíði daglega stórtjón og að vinnuveitendur bíði enn meira tjón, heldur stöðvagt verksmiðjur hrönnum saman vegna kolaieysis og flutningateppu. Slík yerkföll koma því niður á mörgum sinnum fleiri mönnum en þeim, sem upp- tökin eiga og valdir .eru að verk- föllunum. Þúsundir og áftur þús- undir verksmiðjulýðs missa at- vinnu. Óteljandi iðnaðargreinir lenda á heljarþröm alveg að ósekju. 1 stað þess að reyna að vinna upp ófriðartapið, snúa verkfallsmenn öxinni að sínu eigin höfði. Þeir snúa kvöminni Grótta og mala í ákefð. En það er ekki gull, sem þeir mala, heldur salt, og hamingjan má vita, hvort þeir sjá það fyr en þeir hafa malað þjóðarfleytuna í kaf. Síldarvinnan Guðm. Finnbogason prófessor dvaldist á Siglufirði í sumar til þess að athuga vinnubrögðin hjá síldar- fólkinu. Hefir hann nú skrifað rit gerð um athuganir sínar og er hún nýkomin út og hefir margan nýr stárlegan og gagnlegan fróðleik að færa, framreiddan á skemtilegan og ljósan hátt, svo sem höfundar- ins er vandi, Höfundurinn hikar ekki við að fullyrða, að taka megi upp nú þeg- ar betri tæki og aðferðir en tíðk- ast hafa, er flýti stórum fyrir við síidarvinnuna. Bendir hamn á nýja tilhögun á uppskipun og meðferð síldarinnar á skipsf jöl, og leggur til að síldveiðaskipin hafi tvísett lag af kössum á þilfari og sé síldin lát- in í þá þegar húm er tekin úr net- inu. 1 stað þess að láta skipa síld- inni upp í körfum, má taka kass- ana upp í skip’svinduna og skipa þeim í land með síldinni. Með þess- ari tilhögun sparast ærið mörg handtök, og síidin yerður ekki fyr- ir því hnjaski, sem nú gerist. - Annar kafli ritgerðarinnar fjallar um kverkun og söltun síldax’innar. Höf sýnir fram á, hve mikilsvert það sé, að stúlkumar læri1 strax rétt handbrögð við þessa yinnu, því undir því er það komið, hve af- kastamiklar þær, yerða. Fijótasta stnlkan, sem höf. sá ýið vinnu á Siglufirði í sumar, Sáltaði í heila tunnu, 270 síldir, á 4 mín. og 17 sek. — Lögun og hæð kassanna, sem saltað er úr, gerir höf. að um- talsefni og hendir á hve breiðir þeir eígi að vera og hve iháir í hlutfalli við hæð stúlknanna, .sem vinna við þá. — Það er alkunnugt, að stúlk- urnar vilja verða sárar á h'öndum' við vinnuna og fatlast oft frá verki af þeim sökum, einmitt þe'gar verst gegnir. Telur höf. að eina óbrigð- ula ráðið gégn þessu sé yel heldir vetlingar. Þá minnist hann enn fremur á pæklun og tnnnuflutning, og gefur ýms góð ráð því viðyíkj- andi. Yfirleitt er ritgerðin svo merkileg að hver einasti' maður, sem lætur sig þennan atviœuuveg nokkru skifta, verður að ná sér í ritgerðina og lesa hana, sér til gagns — og ánægju.Vér getum eigi stilt oss um að birta hér orðt'-étt niðurlag ritgerðarinnar, því ail£r munn lesa það með sérstakri at- hygli: , \ „Eg hefi þá mínst á helztu at- riði síldarvijunumiar og skal nú að Dansleikur verður haldinn i Iðnaðarmannahúsinn laugardaginn 4. okt. kl. 9 síðdegis. Húsið opnag kl. 81/** 12 og 4 manna hljóðfærasveit spilar til skiftis. Salnrinn verður skreyttur. Fyrsti og bezti dansleikur á vetrinum. Aðgöngumiöar seldir i Bóka- verzlnn ísafoldar. Skemtinefndin. Jiáskolasíúdenfarf Mætið i kvöld (fimtudag) kl. 6 til að æfa hiskólaljóðin fyrir háskóla- setningnna. Lítið brúkuð föt Kjólar, Blúsur, Dragtir, Pils, Ballkjólar og margt fleira, verður selt dag með tækifærisverði i Tjarnargötu 11 B (appi). Landsverslunin er flutt á Hverfisgötu 21. (Hús forsætisráðherra) Drengur röskur og ábyggilegur, getur fegið góða atvinnu. — Gott kaup. A. v. á. lokum ti'l ifróðleiks drepa á nokk- ui' atriði, er einkum snerta verka- fólkið. Eg safnaöi skýrslu um tölu og launakjör verkafólksins við síldarvinnuna á Siglufirði. Á þeim 22 stöðvum, er höfðu fastráðið verkafólk, unnu 363 karlmenn: 22 verkstjórar, 116 beykjar og ,dixil‘- menn og 225 almennir verkamenn. Mánaðarkaup beykja með fæði 350 kr., án fæðis. 350—480 kr., eftir- vinna kr. 1.50—2.25 um klukku- stundina. Mánaðarkaup „dixil- manna“ með fæði 300—350 kr., án fæðis 265—400 kr., eftirvinna kr. 1.00—2.00 á klst. Mánaðarkaup al- mennra verkamanna verkamanna með fæði 180—350 kr., án fæðis 200—400 kr„ éftirvinna kr. 1.00— 2.00. — Gert er ráð fyrir 10 tíma vinnu á dag. Verkstjórakaup er al- niennast 400—500 kr. á mánuði. Al- ment er ókeypis húsnæði, ferðir fram og aiftur og kaup go<ldið frá því menn fara að heiman og unz þeir koma heim aftur. Þeir sem fæða sig sjálfir fá alment ókeypis matreiðslu. Á sömu 22 stöðvum unnu, að með- töldum ráðskonum, 669 stúlkur. Allar hafa þær ókeypis ferðir fram og aftur, húsnæði og eldsneyti. Verkunarkonur hafa 10 kr. viku- peninga og að auki eru þeim trygð- ar ýmist 200 eða 300 kr. fyrir all- an tímami. Annars er kverkun og söltun ákvæðisvinna og borgað kr. 1.20—1.50 fyrir tunnuna saltaða. t tímavinnu er borgað kr. 0.75 um klst. og í eftirvinnu kr. 0.75—1.50. Ráðskonur hafa í mánaðarkaup í?0—300 kr. xneð fæði, ein 360 án fæðis. Á 8 stöðvmn á Siglufirði hafa karlmenn fæði frá útgerðarmanni, Drengor óskast nú þegar til léttra sendiierða. A. v. á. á hinum stöðvnnum íá þeir nálega alstaðar ókeypis matreiðslu, en leggja efnið til sjiálfir. En verkun- arkonurnar hafa sína matseld hver fyrir sig, og hygg eg að það sé yfirleitt ekki holt 'fyrir heilsu þeirra. Eg spurðist talsvert fyrir um það, hvernig fæði Iþeirra mundi vera. Það er auðvitað næsta mis- jafnt, eftir því hvernig hver er gerð, en mörgum mun fara svo, einkum þegar mest er annríkið og þær þyrftu helzt staðgóða fæðu, að þá hafa þær ekki tíma né þrek til að elda sér mat, en lifa mest á brauði og kaffi. Yæri það íhug unarefni, hvort eigi væri hægt að koma því svo fyrir, að útgerðin legði verkunarkonum fæðið eins og karlmönnxmum sumstaðar, því að jmér virtust fáir hafa trú á matar- félagi kvenna, þó þær fengju ó- keypis matreiðslu. Er þess gætandi, að allmikið fé gengur nú til elds- neytis handa þeim að óþörfu, þar sem t. d. 15 „príurasar“ loga til að hita kaffi 'handa 30 konum! Fyrir þá sem ætla að byggja ný íbúðarbús fyrir verkafólk á síld- arstöðvum, væri eflaust vert að í- huga, hvort þau hús, sem hingað til hafa verið reist af því tæi, eru éins hentug og verða hefði mátt, fyrir það fé, sem til þess hefir verið var- ið. Mér hugkvæmdist t. d. þegar eg kom í borðstofur í slíknm hús- um, útbúnaður isem eg sá í borð- stofum barnaskólans í Kristjaníu, þegar eg kom þar 1902. BorðstoÞ an var áfarlöng og borðið nálega eftir henni endilangri. Borðdúkur- inn vaí vaxdúksdregill, strengdur um vaita á báðum borðendum — smeygur sem lá um borðið endi- langt, ofan á því og undir. Þegar sveif var snúið á þeim enda borðs- ins sem að búrinn lá, færðist dúk- urinn (dregillinn) hægt eftir borð- inu endilöngu með það sem á bann ^ * var isett. Á borð var þá borið með þeim hætti, að drengur sneri sveif- ínni, en tveir og tveir diskar voru settir á borðendann jafnóðum og dúkurinn þokaðist áfram, unz borðið var alsett. Þegar búið var að borða, var sveifinni snúið hinn veginn og diskarnir tpknir jafn- óðum og þeir komu að endanum og settir í hlaða á 'borð þar hjá og biðu þar þvottar. Slíkur útbúnað- nr á stöðvum þar sem margir menn borða saman, mundi spara matselj- um mörg spor og mikinn tíma. Eld húsið ætti þá að vera fyrir enda borðstofunnar. Á stærstu síldveiðaistöðvunum, svo sem Siglufirði, er á sumrum samankominn mikill fjöldi fólks, er stundum, einkum stúlkurnar, hefir lítið að gera. dögum saman, þegar lítið veiðist. Margt mætti bollaleggja um það, hvað gera ætti af hálfu hins opinbera og góðfúsra manna til þess að slíkir hvíldar dagar yrðu hollar fræðslu- og skemtistundir, t. d. með alþýðleg- um fyrirlestrum, upplestri, söng o. s. frv. Eitt einfaldasta ráðið til að gera gagn og gleði í þessa átt, væri að sjá hverri stöð fyrir ofur litlu hókasafni áf góðum skemti bókum fyrir verkafólkið. Stöðv- arnar gætu ef til vill skifzt bókum á. Eg komst að því á fleiri en einni stöð, að stúlkur sátu í frístundum saman á herbergjum sínum með handavinnu sína og ein las hátt fyr- ir hinar. Það var mjög ánægjuleg sjón. Þar sem búast má við, að reistar verði enn margar nýjar síldarstöðv- ar á landi hér, og slíkar kosta of fjár, þá hygg eg að það mundi marghorga sig fyrir útgerðarmenn að setja nefnd hæfustu manna, er völ væri á, til að Jhuga og gera tillögur nm hagkvæmustu tilhögun síldarstöðvar, éftir þeirri reynslu og þekkingu, sem nú er unt að fá um slíka hluti. Væru þar tekin til athugunar öll tæki, er slíkri stöð ættu að fylgja, og hverjum hlut ,og handtaki hnitmiðaður sinn staður, svo að hún líktist góðri vél, þar sem eitt hjólið er frá upphafi vega mið- að við anuað, og allir hlutir sam- siltir, til tþess að hún afkasti sem mestu og beztu verki á sem styzt- um tíma, og með sem minstri orku eyðslu. Sofandi gefur guð sínum aldrei slíka smíð. Að endingu vil eg þakka Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, er góðfúslega kostaði för mína, og svo öllum þeim hinum mörgu, er tóku erindi mínu vel og gerðu sitt til að árangurinn yrði sem beztur/‘ Ritgerðin er birt í „Ægir“. H NYJA BIO Leyndardómur New York borgar Stórfenglegur leynil.reglusjónl. II. kafli í 4 þáttum: Ljismyndin í upphafi nýs kafla er heildar- yfirlit yfir það sem áður hefir komið. AUir geta því fylgst með Areiðanlegur sendisveinn 14—15 ára gamall getur fengið fasta atvinnu. Tilboð merkt »Dug- legur*, sendist Mbl. næstu daga. Notið DETGO-LIGHT i. DAGBOK f.ii Veðrið í gær. Reykjavík: ASA. kul, hiti 4,8 st. Isafjörður: A. st. kaldi, hiti 4,6 st. Akureyri: A. st. kaldi, hiti 2,5 st. Seyðisfjörður: NA. hvassv-, hiti 0,7 st. Grímsstaðir: A. st. kaldi, hiti -=-1,5 st. Vestm.eyjar: Logn, hiti 5,1 st. Þórshöfn: S. st. kaldi, hiti 9,3 st. Háskólinn verður ekki settur fyr en þann 4. þ. mán. Háskólastúdentar ætla að hittast í kvöld og æfa Háskólaljóð- in fyrir setninguna. Embættisprófi í læknisfræði hafa þeir Árni Vilhjálmsson og Snorri Halldórsson lokið nýlega, báðir með fyrstu einkunn. „Suðurland“ kom að vestan í gær með um 100 farþega. Kveldúlfs-botnvörpungarnir þrír, Skallagrímur, Egill Skallagrímsson og Snorri goði, komu inn í gær. Hafa allir fiskað fremur illa. „Njáll“ kom frá Grindavík í gær. Brezki botnvörpungixrinn „Clotilde“ kom hingað í gær frá Englandi. Götulýsingin. í gærkvöldi var í fyrsta skifti á haustinu kveikt á götu- ljóskerum bæjarins. Var þéss sízt van- þörf. Fjárrekstrar koma nú til bæjarins daglega. En dýrt þykir kjötið, sem Vonlegt er, því það kostar kr. 3.10 hvert kg. Erfðaskrá Carnegies, Samkvæmt erfðaskrá Carnegies, sem var opnuð fyrir mánaðarmótixx síðustu, voru eigur hans áætlaðar 25—30 mi'ljónir dollara. En þær gjafir sem Carnegie hefir gefið um æfiua eru þó meiri. Þær nema rúm- um 53 milj. dollUrum. ■— I effða- skránni eru ýmsum góðgerðastofn- unum ánafnað mikið fé og ættíngj- um og vinum sömuléiðis. Þá ef Lloyd George látixxn fá 10,000 doll- ara á ári. Taft fyrrum Bandaríkja- forseti fær sömu upphæð og ekkjur þeirra Clevelauds og Roosevelts fá 5000 doiiara á ári meðan þær lifá»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.