Morgunblaðið - 04.10.1919, Page 2

Morgunblaðið - 04.10.1919, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ HOSQUNBLAÐIÐ Ritatjóri: Vflh. Knaen. Utstjórn og afgroiOsla i Lskj&rgötn 1 Sfmi 600. — PrentsmiOjusími 48. Kemur út alla daga vikunnar, aO mánndSgnm nndanteknnm. Eits* SmarskriÍBtofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. A.fgrei6slan opin: Yirka daga kl. 8—6. Helgidaga kl. 8—12. Anglýaingnm sö skilaC annaOhvon á a^reiOslnna efa í íaafoldarprent- amiOjn fyrir kl. 6 daginn fyrir útkomn þass blaOs, sem þer eiga aO birtast f. Anglýsingar, sem koma fyrir kL 12, fá aO ölltftn jafnaði betri staO í blaOinn (á lesmálssíOnm) en þær sem sfCar koma. AnglýsingaverC: Á fremstn síðn kr. 2.00 hver em. dálksbreiddar; á ððrnm effnm kz. L00 cm. Verð blaðsins er kr. 1.60 á mánnði. 'vpr 'vp; ^ Gæfubrautin. Eftir dr. Orison Swett Marden. V. Ryddu þér nýjar brautir. Þegar Dupond fór aC afsaka sig við Farragut admírál fyrir það að ihafa ekki tekið borgina Charleston, sagði aðmírállinn með alvörusvip: „Þér gleymduð að geta um mikil- vægustu ástæðuna: þér trúðuð ekki sjálfur á það, að þér gætuð tekið borgina.“ Sá maður, sem ekki trúir því statt og stöðugt að hann geti afrek- að eitthvað óviðjafnanlegt, hefir al- drei hamingjuna að förunaut. Því fyr sem þú færð útrýmt tálvonum þínum um utanaðkomandi hjálp, því betra. Því ’þegar þér hefir tek- ist það, neyðustu til að reyða þig á þig sjálfan. Vertu ekki hræddur við þínar eigin hugsanir heldur lofaðu einstaklingseðli 'þínu að njóta sín. * Bg þori að ryðja mér braut á- fram, voru einkunnarorð Roth- schilds baróns og söm hefir lífsregl- an verið allra þeirra, sem frægir eru orðnir í sögu mannkynsins. Menn eins og Stephenson, Fulton, Eliot Edison, Marconi, Wright hafa rutt nýjar brautir og lyft menningunni mörgum stigum ihærra en hún var áður. Kjarkur og frumleiki eru eigin- leikar, sem afburðamenn á öllum tímum, hafa verið gæddir. Sá maður, sem trúir á eigin hæfi- leika sína, sem getur hugsað og starfað án þess að hafa aðra að bak- hjarli, sem ekki hræðist að standa einn uppi, heldur gengur hugdjarf- ur ótroðnar hrautir, hann er sá sem Grettistökin liggja eftir. Grant hershöfðingi gerði það, sem allir þeir hershöfðingjar, sem for- dæmdu hann vegna þess að hann fylgdi ekki hinum viðurkendu hern- aðarreglum, gátu ekki gert: hann fékk bundið enda á styrjöldina. Napoleon fyrirleit allar eldri hem- aðarreglur á sigurför sinni um Evrópu. Þróttmiklir menn og fram- kvæmdarsamir kollvarpa oft erfða- venjunum, en veiklundaðir menn og hugdeigir þora aftur á móti al- drei að brjóta bág við drottnandi venjur. Theodore Roosevelt lét sér jafnan fátt um finnast erfðavenj- urnar í stjómmálum Bandaríkj- anna. Hann gætti þess jafnan í hin- um margvíslegu stöðum, sem hann gengdi, að fa»a alt af fyrst og fremst eftir sínu eigin höfði, treysta á sjálfan sig, en apa ekki eftir öðr- um. Hann varð líka forseti Banda- ríkjanna. Það verður engum happadrjúgt að feta algerlega í fótspor annara, Fyrirfiggjatidi: Amerískur Laukur bæði rauður og goiur H.f. Garl Höepfner hversu miklir menn, sem þeir hafa verið, því að það veikir manns eigin skapgerð og gerir mann að hugsun- arLausri hermikráku. Eftir að þeir Henry Ward Beech- er og Phillips. Brooks höfðu náð hámarki frægjðar sinnar, reyndu ungir prestar svo hundruðum skifti að stæla ræðustíl þeirra, framburð þeirra og hreyfingar. En ekkert varð úr neinum þessara manna fyr en þeir gengu í sig og tóku að beita sínum eigin, meðfæddu hæfileikum. Það hlýtur ávalt að verða nóg rúm í heiminum fyrir atkvæðamikla menn, en þá treður heimurinn helzt undir fótum, sem alt af þarfnast hjálpar og aðstoðar hvað lítið sem þeir taka sér fyrir hendur. Kraftur- inn sem flytur þig að markinu, ligg- ur falinn í þínum innri manni, í orku þinni og hugrekki, einbeitni þinni og staðfestu. Hugur forvígismannsins er ávalt opinn fyrir nýjum áhrifum; hann ei ekki að hugsa um það, hvort hann geti fetað í fótspor þess eða hins, heldur gengur óhikað sína eigin braut, fylgr sinni eigin stjörnu. Framfarirnar í heiminum eigum vér einmitt að þakka mönn- um, sem ekki fylgja rudda veginum sem útkasta hindurvitnum, og heimskulegri hjátrú samtíðar sinn- ar og rjúfa múrvegg afskræmdra erfðakenninga kynsióðanna. Fyrir nokkrum árum seldu Eng- lendingar 31 herskip, sem ’höfðu kostað 15 miljónir dollara, fyrir fimmprósents af upp'hæðinni. Skip þessi höfðu ekki verið notuð í nokk- ur ár, því skipasmíði hafði fleygt svo fram að þau voru löngu komin úr móð, og orðin gagnslaus. Á sama hátt verða margar 'þær vélar, sem nú þykja góðar, taldar óhæfar eftir fimm ár. Þeir, sem eru þrælar gamalla venja eru oftast svo skapi farnir, að þeim er gjarnt á að telja það, ómögulegt sem erfitt er. Það er ekki hægt, það er ófram- kvæmanlegt , er vana viðkvæðið. Hversu mikið á heimurinn ekki þeim að þakka sem hafa virt alt undanfarið að vettugi. Öll þægindi hversdagslífsins voru fumdin af duglegum mönnum, sem buðu gömlum venjum og örðugleik- um byrginn og bættu og fegruðu lífið, svo að heiminum fór fram. --------0-------- Rödd lífsins. Eftir Sir Arthur Conan Doyle. Þetta er að mínu áliti fyrsta hreinsunin sem gera þarf áður en lagður er grundvöllurinn undir fegurri og betri lífskoðun. Síðara atriðið er ekki eins mikilvægt, því þar er ekki um róttæka breytingu að ræða, heldur um það, að skoða persónu Krists frá öðru sjónarmiði en tíðast hefir verið venja. Vér vitum, að líf hans hér á jörðunni varaði í þrjátíu og þrjú ár, að því er næst verður komist, en aftr á móti var ekki nema tæp vika frá því, að hann var handtekinn og ’þar til íann reis upp frá dauðum. Og þó íefir öll hin kristna kenning snúist engst af um dauða hans, sem var að eins einn þáttur í lokastund hans fagra og óviðjafnanlega lífs. Alt, öf mikil áherzla hefir verið lögð á öauða Krists, en alt of lítil áherzla á líf hans. Því þótt dauði hans væri fagur og fullkominn, má benda á tugi þúsunda, sem látið hafa lífið fyrir hugsjónir sínar eins og hann gerði. Aftur á móti er líf hans, með þess staðfasta kærleika, andans auðlegð, fórnfýsi, hugrekki og stöð- ugu framsókn, algerlega óviðjafn- anlegt og guðdómlegs eðlis.Æfisaga hans, þótt ekki sé nema þýtt ágrip og vart nema að litlu leyti ritað af sjónar- og heyrnarvottum, fær öðru- vísi á oss en nokkur önnur. Þessar sundurlausu frásagnir úr lífi hans fylla oss helgri lotningu og til- beiðslu. Napoleon, sem var djúpsær mannþekkjari, sagði um þetta: „Það er öðru máli að gegna með Krist. Alt í fari hans vekur mér undrunar. Eg stend sem steini lost- inn gagnvart andans auðlegð hans og viljaþrek hans er mér ráðgáta. Ekkert í þessum heimi kemss í nokkurn samjöfnuð við hann. Hann er algerlega sérstæð vera. Því meir sem eg nálgast hann og því betur scm eg virði hann fyrir mér, því ljósara verður mér, hve óendanlega hann er mér æðri.“ Opinberun Krists var fyrst og fremst fólgin í því dýrðlega lífi, sem þessi guðdómlegi andi lifði, ei'tir . i; hcfa stigið niður til jarðar- i eftirdæmi því sem hann gaf mönnunum og þeim guðdómsinn- blíestri. em líf hans stjómaðist af. Ei ii;:i;mkj-nið hefði haft þetta fyr- ir augun í stað þess að sökkva sér niður í fánýta draumóra um frið- þægingu og erfðasynd með öllum þeim heiiagraut og 'heimspekisþræt- um, sem synt hafa í kjölfar þessara kenninga, hversu mundi þá betur komið menningu og farsæld þjóð- anna nú! Þessar kenningar, sem koma algerlega í bág við heil- brigða skynsemi og siðgæðitilfinn- ingu, hafa þá líka oft orðið til þess, að sumir beztu mennirnir snerú stundum baki við kristindóminum og gerðust efnishyggjumenn. Með því að kryfja það til mergjar, sem kom í bág við sannleikansmeðvit- xind þeirra, glötuðu þeir því, sem er bæði satt og fagurt í kristindómin- um. Kristur fulikomnaði í dauðan- um sitt guðdómlega lífsstarf og skildi oss eftir með lífi sínu, grund- völl til að byggja á sígildandi trú fyrir mannkynið. Allar trúahragða styrjaldir og hin margfaida bölvun- sem þrætur milli sértrúarflokka hafa í för með sér, mundu aldrei hafa átt sér stað, eða a. m. k. gert ólíkt minna ilt af sér,hefði líf Krists verið gert að mælisnúru allrar breytni og trúar. En það er fleira, sem kemur til athugunar og ætti að hafa þýðingu þegar vér íhugum líf Krists og á- hrif þess til eftirbreytni. Þannig er lærdómsríkt að gera sér ljóst hvem- ig Kristur leit á alla trú. Hann gagnrýndi þær trúarhugmyndir, sem fyrir voru, sýndi með sinni djúpu skarpskygni ok takmarka- lausa Jiugrekki fram á blekkingar þeirra og vísaði mönnunum nýjar og betri leiðir. Og það er aðals- merki 'hvers sannkristins manns, en ekki hitt að taka þegjandi við hvaða kennisetningu sem er, þótt hún í verunni sé fölsk og skaðvæn, ef það er að eins orðin hefð að trúa henni. En hvaða myndngleika 3C: Sigurgleði f EngSandi Vér höfutn áður birt myndir frá sigurhátiðunum í Par’s og Brtiss ]. Hér biítist mynd frá sigurhátíðinni í London. Er hún tekin af tröppun- um »The Rcyal Exchange* þir sem hin hát'ðlega tilkynning fór fram um það, að figur væri unninn og triður fenginn. Frá Persíu í kjrrð og þey hafa stjórnmála- menn Breta fengið Persa til þess að gera leynisamning við sig síðan stríðinu lauk.Og samkvæmt þessum samningi lýtur hið eldgamla ogí fornfræga persneska ríki hér eftir yfirráðum Breta og þeir verða í raun og veru stjómendur í Teheran Þessi fregn kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir alheim. Og sérstaklega eru Frakkar sárgramir út af þessu laumuspili og undiferli Breta. — Vér birtum hér tvær jnyndir frá Persíu. Að ofan sést persnesk hafnarborg. Þar ægir sam- an allskonar lýð, Persnm, Aröbum, Negrum, Armenum og Gyðingum. Á neðri myndinni sést fuglasali og nokkrir viðskiftamenn hans. í Per- síu þekkjast sölubúðir tæplega. Öll verzlun fer þar fram á götum úti, oftast undir berum himni, eins og hér er sýnt, en stundum hafa kaup- rnenn yfir sér hlífar úr mislitum dúkum, til hlífðar fyrir sól og regni. þekkjum vér nú, nema líf Krists, sem staðist gæti samkepnina við hin fornu rit Gyðinga meðan þau höfðu það (hefðarvald og voru svo ’heilög talin, að ekki mátti einu sinni leið- rétta staf- og ritvillur hinna skrift- lærðu? Það liggur í augum uppi, að hefði Kristur verið rétttrúaður og átt hina marglofuðu „barnatrú“ hefði aldrei um neina kristni verið að ræða. Kristur hefir líka aldrei sagt, að önnur eins bylting og hann kom til leiðar, og sem mannkynið hefir svo illa notfært sér, geti ekki komið aftur. Nú á tímum er jafn voldug bylting í aðsigi frá hinni miklu uppsprettu sannleikans, og hún mun hafa jafn djúptæk áhrif á mannkynið eius og kristindómur- inn hefir haft, þó að enginn afburða andi sé enn fram kominn meðal mannanna „til að þrýsta þeim til að koma.‘ ‘ En slíkur afburðaandi hef- ir áður komið fram á þessari jörð í fyllingu tímans, og eg efast ekki um, að hann geti komið aftur. Annað atriði verð eg líka stutt- lega að minnast á. Vitnisburður Krists er ekki komin til vor milli- liðalaust. Ef svo væri stæðum vér betur að vígi. Hann er færður í let- ur eftir sögusögn vandaðra en lítt mentaðra manna. Að vísu ber það vott um óvenjulega mentun í þess- ari rómversku nýlendu, Juden, að fiskimennirnir, tollheimtumennirn- ir og aðrir, skyldu jafnvel kunna að lesa og skrifa. Og frásagnir þeirra eru framúrskarandi í því hve vel þeim ber saman um heildaráhrifin af persónu Krists og í því hve skíra mynd þær gefa oss af kenningu Krists og persónu hans. Erx jafn- framt eru þær fullar af ósamræmi og mótsögnum í óskynrænum e,fn- um. Til dæmis ber upprisusögunum fjórum ekki saman í all mikilvæg- um atriðum og engum duglegum lögfræðingi mundi veitast erfitt að hnekkja, vitnisburði þeirra fyrir rétti. En þessi ósamkvæmni hefir enga þýðingu fyrir andann í fagn- aðarboðskap Krists. Hitt er aftur á móti ekki hyggi- legt að halda öðru eins og því fram, að hvert orð í ritningunni sé inn- blásið af guði og þar sé engin und- antekning á, þrátt fyrir ófullkomna fiásögn, skoðanir einstakra manná, sem hafa sett mót sitt á frásögnina, austurlenzkan stílsmáta og þýðing- arvillur. Það mætti draga þá álykt- un af orðum Krists um bókstafinn og andann, að hann hefði séð fyrir bókstafsþrælkun þá sem svo mjög varð ríkjandi í kristninni. Þvert ofan í það, sem hann ætlaðist til. Því oss var ætlað að nota skynsem- ina, til þess að samlaða kenningu lians breyttum lífsskilyrðum nýrra tíma. Mnrgt í kenningu lians var bein afleiðing af skoðanahætti og þjóðlífsskipun þeirra tíma, sem iiann lifði á. Þegar ’því er haldið fram nú á tímum, aö sannkristinn maður eigi bókstaflega að gefa all- ;:r eigur sínar fátækum, eða að ensk ur fangi, sem er að dej-ja úr hungri, eigi bókstaflega að elska Þj'zka- landskeisara, eða að hjón, sem hafa rii'bjóð hvort á öðru, eigi að vera anitengd í lífstíöaránauð og þræl- 11 i'.nvi, af því að Krístur mótmælti iiuisungar hjónaböndum samtíðar sinnar, þá er slíkt að eins híægileg afbökun á kenuingum hans og kem- ur algerlega í bág við hinu öfluga eiginleika lieilbrigðrar skjmsemi, senv er eitt aðal-einkenni hennar. Að heimta það sem manni er sam- kvæmt eðli sínu ómögulegt að láta í té, er sama og að draga úr kröfun- um um það, sem rétt er og sann- gjarnt. Það hefir þegar komið fram hjá mér í því, sem eg hefi sagt um þessi þrjú atriði, sem eg hefi minst á, af- nám Gamla-testamentisins, meiri at- hygli á lífi Krists samanborið við dauða hans, og hið nýja andlega að- strej^mi, að að eins þetta síðasta veiti oss nýja útsýn yfir lífið fram- undan og æðri og andlegri trúar- legan skilning á tilverunni. Ef til vilt geng eg hér of langt. En hvað Gamla-testamentið snertir hef eg aldrei heyrt talað út frá því um andlegt samband við annan heim. Og eðli Krists og kennjng hefir hvortveggja verið skýrt öldum saman í aðalatriðunum eins og eg hefi lýst, þótt þær skýringar hafi verið breytilegar í smáatriðum. En andar halda einstaklingseðli sínu ó- breyttu þótt þeir skilji við jarð- neska líkamann ogmargir flytja jTfir um með sér margvíslega j#rð- neska hleypidóma, sem þeim veitist erfitt að losna við. Og naumast sést nokkurntíma talað um endurlausn- arhugmyndina í heimildum frá á- reiðanlegum anda-samböndum. Eu aftur á móti er lögð mikil áherzla á eftirdæmið og áhrifiu milli sáln- anna. Kristur er þar fullkomnasta fyrirmyndin. Með eftirdæmi síuu og áhrifum hefir hann opinherað sig sem hinn æðsta og göfugusta anda, sem vér þekkjum, sem guðs son, ’eins og vér erum öll guðs börn, en nátengdari guði og ’þess vegna sem son hans í sérstakari skilningi. En hann kemur ekki að jafnaði til fundar við oss, þegar vér kveðjum þenna heim. Má vera, að eftir nokk- urn tíma auðnist oss að fá að vera í návist ’hans. Það fer vafalaust eft- ir því hvort við þráum hjálp hans. Birtist hann þá sem umhyggjusam- ur, ástúðlegur og hjálpfús félagi og leiðtogi og getur andi hans frætt oss og styrkt þótt hann sé oss eigi sýnilegur jálfur. Þetta er almenn- asta fræðslan vvr andaheiminum um Krist, þessa vísdómsfullu, kærleiks- ríku og máttugu veru, em hefir það sérstaka hlutverk að vaka yfir þess- um hnetti með hans margvíslegu vistarverum. Áður en eg svo sný mér nánar að hinni nýju opinberun, sönnununum fyrir henni og fræðslunni, sem hún færir oss, skulum vér enn sem snöggvast staðnæmast við þau tvö atriði, sem eg hefi minst á. Hvor- ugt þeirra er algert lífsskilyrði. Hin nýja þróun getur haldið áfram og sigrað heiminn án þeirra. Það er yfirleitt ekki ’hægt að búast við neinni snöggri breytingu á margra alda trúarvenjum vorum. Og jafu ólíklegt er að guðfræðingarnir ger- ist svo djarfir aö rífa ritninguna 1 tvent, fleyja fyrri helmingnum 1 ruslakistuna en leggja út af síðafl helmingnum af stólnum. Ekki er þess heldur að vænta, að það herl nokkurn skyndilegan árangur, Þ°lt gefin væri út yfirlýsing uffl Þa®» að kirkjurnar lvafi allar lagt ranga áherzlu á líf Krists.En með auknum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.