Morgunblaðið - 17.10.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1919, Blaðsíða 1
6. árgangnr, 318 tölublað hhh GAMLA BIO mmmm Fagra stúikan ! í verinu Sýud í ssðasta sinn í kvöld Hljóðfærasveit Bernburgs spilar meðan á sýningu stendur. Pantaðir aðgöngntciðar afhend- ast i Gamla Bíó frá kl. 71/*— 81/*, eft r þanntíma seldiiöðrum. Landsmálastefnur. Að mánuði liðnuni eiga Alþingis- kjósendur þessa lands að skera úr því, hvernig eigi að skipa löggjaf- arsamkundvt þjóðarinnar, væntan- lega næstu 4 árin. peir menn, sem kosnir verða 15. nóv. næstkomandi til Alþingissetu, ráða því, hvað gert verður tun lög'gjöf landsins næstu 4 ár. peir ráða því, hvernig skatta- málum og tolla verður skipað á þessu tímabili. þeir ráða því, hvað gert verður um vatnamálin. peir ráða því, hvað gert verður að öðru leyti fyrir atvinn-uvegi landsmanna, mentamál o. s. frv. Fjárhagur landsins er að miklu leyti ofurseld- ur þessurn fulltrúum þjóðarinnar, og er það eflaust eitt þýðingar- mesta atriði eins og nú stendur. Er rétt að líta yfir þektar eða þá líklegar stefnur í nokkrum af helztu máliun, sem nú eru efst á baugi eða vænta má, að upp muni koma innan skams. Barátta milli vinnuveitenda og verkamanna liefir lítil sem engin verið hér á landi hingað til. Með verkamönnum hefir hingað til 'ríkt stilling og sanngirni. peir hafa auðvitað orðið að hækka kaupkröf- ur sínar síðan styrjöldin hófst. En kauphækkunarkröfur þeirra hafa yfirleitt ekki verið ósanngjarnar. pær liafa eðlilega hækkað í líku hlutfalli og hækkun á öllum lífs- nauðsynjum. Kaup vcrkamanna hefir gert nokkru meira en þrefald- ast frá því sein var fyrir stríðið. Og nauðsynjar liafa eflaust til jafn- aðar hækkað að sama skapi. peir liafa fengið kaupkröfum sínum framgengt, því að atvinnuveitend- ur liafa sýnt fulla sanngirni á móti. Óróamennirnir hafa furðulitlu fengið áorkað meðal verkamanna. Einu einasta verkfalli fengu af- vegaleiðendur verkamannastéttar- innar komið á stað vorið 1916. pað var hásetaverkfallið. Stóð það þó skamman tíma. Forsprakkarnir, tveir alþektir æsingamenn, sem eigi voru þó sjómenn, gengu sneyptir frá, og hásetar sáu, hversu þræls- lega þeir liöfðu verið gintir. Síðan gerðu trésmiðir að vísu verkfall, en þeim málum var skipað friðsamlega á skömmum tíma. Alment hafa verkamenn því ekki lagt niður vinnu hér, sem annarstaðar hefir ínjög tíðkast á síðustu tímum. Er því einsætt af reynslu þeirri, sem fengin er, að ekki ætti að þurfa að verða stórde.ilur milli verka- rnanna og' vinnuveitenda, ef liygnir menn og sanngjarnir fá að ráða af hvorratveggja liálfu. Engum verð- ur óþarfara verk unnið en verka- mönnum sjálfum, ef einhverir á- byrgðarlausir æsingamenn fá fyrir þeim að ráða. Verkföll eg' skjót um- turnun á þjóðfélagsskipuninni leika verkalýðinn sjálfan verst, jafnvel þegar í stað og eiukum þegar til lengdar lætur. Hvar mun t. d. á- staudið vera hörmulegra en í Rúss- laudi? J>ar þat'a, sem kunuugt er, menn gjörsneyddir allri ábyrgðar- tilfinningu, umturnað allri þjóðfé- lagsskipun, sem að vísu var ill áð- ur, en nú er þó ástandið þar mörg- um sinnum verra en áður var. Svo fer alstaðar, og því einnig hér, ef um slíkar byltingar verður að ræða. Pað, sem sennilega er alþýðu manna ískyggilegast hér, er eigi at- vinnuleysi né mjög þröngur fjár- liagur, heldur óviðunandi liúsa- kynni. Síðan styrjöldin hófst, liefir fólk f jölgað í bænum, en mjög fátt nýrra húsa verið reist, íjt en í sumar. Og verður þó fjarri því, að á þessu ári verði aukinn svo liúsakost- ur, að nálægt því verði fullnægj- andi. A því sviði er mikilsvert verk að finna, og verjk, sem þarf að vinna vel og fljótt. láú stefna liefir, í orði kveðnu að ininsta kosti, hingað komið, er jafnaðarmenska (soeialismus) heit- ir. Að því leyti sem hún heíir kom- ið fram í samheldni verkamanna um það, að bæta kaupkjör sín og aðra hagi sína með sanngjörnum hætti, hefir hún auðvitað fullan rétt á sér. En takmark liennar nær lengra. Fylgismenn hennar lialda fram þeirri kenningu, að ríkið eða sveitarfélög eigi að taka undir sig framleiðslutæki í landinu og frara- leiðsluna, bera því lialla, ef halli verður, og njóta ágóðans, ef ágóði verður. Ríkisrekstur fyrirtækja er að vísu þektur á ýmsum sviðum, svo sem ílutningur pósts á landi, ritsímar og' talsímar og járnbrautir. Slík fyrírtæki hafa lánast allvel. En um þau er þess að geta, að ríkið hefir þar girt fyrir samkeppni. pað hefir því getað af frjálsu fullveldi sínu skapað reglur um reksturinn og endurgjald fyrir notkunina. Og þau höft, sem þar hafa verið lögð á frjálsa samkeppni, liafa að engu verulegu tekið fyrir framkvæmdir einstaklinga og frumkvæði. En af þessu leiðir alls eigi, að ríkið eða sveitafélög eigi að einoka atvinnurekstur alment. pví mælir margt á móti. Einstaklingunum er fyrst og fremst alment svo farið, að þeir vinna bezt, þar sem þeir bera sjálfir lialla og taka ágóða. þeim til framkvæmda. Ef engin vinnur lengur beinlínis fyrir sjálf- an sig, heldur íyrir ákveðið kaup í þjónustu ríkisins, þá er alveg víst, að minna verður unnið og verr. Atvinnureksturinn verður fyrir það stórum dýrari. Reynslan er sú ilrnenV að fyrirtæki ríkisins verða miklu 'lýrari, bæði að stofnfé og rekstursfé,en samsvarandi fyrirtæki einstakra manna. Eftirlitið verður alla jafna lélegra, svo að freisting verður fyrir starfsmennina bæði að vinna minna og vinna verr. Hætta á óleyfilegri sérdrægni af hálfu verkamanna, sérstaklega þeirra, er fyrirtækjunum stýra, er æðimikil. Og þar sem eftirlit af hálfu þings og stjórnar lilýtur að verða meira á pappírnum en í verki og' framkvæmd, þá. verður aldrei fyrir þessi sker siglt. Sumir atvinnuvegir eru eðli sínu samkvæmt sérlega illa lagaðir til ríkisrekstrar. Ilvernig ætti ríki eða sveitarfélög að taka undir sig allan landbúnað ? Hvað mundu ís- lenzkir bændur segja, ef sú krafa kæmi fram? Mundu þeir vilja láta af hendi umráð jarða sinna í liend- ur ríkinu eða sveitarfélaginu ? Mundu þeir ekki heldur kj'ósa að sitja að sínu, eins og nú er, þótt þeim þyki oft kostur sinn verri en vera ætti, en að gerast ármenn rík- isins gegn ákveðnu árskaupi? pað er varla efamál, hvorn kostinn þeir myndu kjósa, ef þeir ættu um að velja. Og sjávarútvegurinn? pótt sá at- vinnuvegur sé arðvænlegur, ef hann er rekiuu með tþiguaði vg Fóstudag 17. október 1919 Isaloldarprentsmlðla heppni er með, þá fylgir honum, sem kunnugt er allmikil áhætta. Til þess að reka hann með liagnaði þarf liér dugnað á öllum sviðum. pað þarf mikils fjár, mikils láns- trausts, framsýni og fyrirhyggju. pað þarf duglega og heppna skip- stjóra og háseta, sem oft verða jafn- vel að tefla lífi sínu á tvísýnu. Og sjómannastétt landsius liefir int af hendi feykna mikið og gott starf. En þar vinna allir að meira leyti eða minna fyrir sjálfa sig beinlínis. peir bera áhættuna og ía ágóðann eða hluta af lionum. Dylst víst fæst- um, að hætta yrði á því eigi lítil, að menn, bæði útgeröarstjórar og fiskimenn, myndu eigi leggja jafn- mikið á sig sjálfir, ef þeir hefðu eigi annara liagsmuna að gæta en ríkisins eða sveitarfélagsins. pað mundi verða minna unnið ög verr, og því minna framleitt, en þar af leiðandi alt verða dýrara, alt bera sig verr. Fáir sköruðu fram úr, flestir yrðu jafnir. ÍSú lyftistöng sem liggur í möguleikanum til þess að skara fram úr öðrum, hverfur, þegar allir eru jafnir gerðir, livern- ig sem þeir vinna verk sín. Eðli mamia er eiuu sinni svo farið al- ment, að þeir vinna eftir því, til hvers er að vinna. Svipað er um verzlunina að segja Ýmsir vilja lialda í landsverzlun, að minsta kosti með ýmsar vöruteg- undir. peir sjá ofsjónum yfir því ef einstakir menn auðgast á verzl- un. pví skal hér ekki bót mælt, ef kaupmenn auðgast á okri með eina eða fleiri vörutegundir. En frjáls samkeppi er eitt þeirra atriða, er ákvarðar vöruverðið. Og þar sem hennar nýtur, getur verðókur á verzlunarvörum því aldrei haldist til lengdar. Samtök kaupmanna um að halda uppi verði á vörum óþarf- lega háu er auðvitað jafn fráleitt og ríkiseinokun í sarna skyni. En reynslan sýnir, að ríkiseinokun á vörum hefir jafnan í för með sér hærra verð en kaupmenn geta selt sömu vörutegund á fyrir sama tíma, ef verzlunin væri frjáls. Ber sömu á- stæður til þess sem áður voru nefnd- ar um sjávarútgerðina. Kaupmenn stýra sjálfir sinni atvinnu, en rík- isstjórn og þing verða að láta aðra vinna alt fyrir sig, og verða að sjá alt með annara augum. Starfsemin verður „aktaskrift“, þar sem enginn vinnur lengur fyr- ir sjálían sig og eftirlitið er lélegt, og það verður það oftast, þar sem ríkið er eigandi, í samanburði við það, sem er og verður, þar sem ein- stakur maður rekur atvinnu fyrir sinn reikning. ITver mundi afleiðing þess verða, ef ríkið tæki í sínar hendur bóka- gerð, prentsmiðjur og önnur slík mennmgartæki ? Mundi það eigi geta orðið bættulegt vopn í liönd- um misjafnra stjórnenda? Hvar mundi skoðanafrelsi manna þá komið, ef það eitt væri útgefið, sem stjórnin hverju sinni vildi láta gefa út eða starfsmenn hennar? Meiri glæp gegn mentun og öllu andlegu lífi í landinu væri trauðla hægt að fremja en þann, að leggja það í hendur fáeinna opinberra starfs- manna, hvaða andlega fæðu ætti að bjóða landsfólkinu. pær aðalástæður gegn ríkis- rekstri og sveitarfélaga, sem taldar hafa verið og eiga við sjávarútveg, jandbúnað, verzlun og bókagerð og bókaútgáfu, ná auðvitað til annara atvinnugreina, svo sem verksmiðju- iðju, handiðn o. .s frv. En enn þá er ótalin ein ástæða, og' er hún ekki þýðingarlítil. Á landi hér getur verið misjafnlega farið um æðstu stjórnendur lands- ins. Sumir kunna að veljast vel, en sumir miður. En hvernig sem um valið fer hverju sinui, þá er eitt víst, og þð er það, &p stjórnarskifti erufbg hljóta að verða mjög tíð. Sá, er fylgi þings og þjóðar hafði í dag, er oft búinn að fyrirgera því á morgun. Og trausti manna fyrirger- hann eins oft fyrir það, sem liann gerir vel, pg fyrir það, sem hann gerir illa. Fyrir því sjá málskrafs- menu og æsinga, sem þjóðareyrun eru einatt opnust fyrir í svipinn. En stjórnarskifti valda því, að ó- reyndir menn og ókunnugir fá oft stjórnartaumana sér í liendur. Nú, eins og komið er, sýnist mörgum nóg' iagt í vald þessara misjöfnu manna, þótt þeim væri ekki að auki fengið einkavald og umsjón yfir rekstri atvinnufyrirtækja, er rekin væru á áhættu ríkisins og kostnað. Ilverjir bera skattabyrðina níi? Hverjir gjalda mest, bæði tekju- skatt í landssjóð, aukaútsvar til hreppsfélaga og kaupstaða? Auð- vitað eru það atvinnurekendur. Ef ríkið tæki frá þeim atvinnuréttind- in, tæki sjálft að sér atvinnugrein- arnar og skaðaðist á, eða að minsta :osti hefði minni arð af en einstakl- ingarnir, hverjir eiga þá að gjalda? Gjaldendurnir yrðu ekki til. Bæði landssjóður og sveitarsjóðir kæmist í sveltu. Enginn ætti neitt til, allir yrði nokkurn veg'inn jafn fátækir, en enginn hefði meira en til að bíta og' brenna. prátt fyrir allan jöfnuðinn, yrði þó alt af margir, sem hjálparþurfa yrði, því að vitanlega yrði þetta nýja skipulag ekki nóg til þess að útrýma sjúkdómum, slysum og elli. Ekki mundi leti og slóðaskapur heldur hverfa. Mennirnir myndu sjálfsagt verða líkir að því leyti því sem þeir eru nú og hafa jafnan verið síðan sögur hófust af mann- kyninu. Fyrir þessu fólki þyrfti þjóðfélagið að sjá. En hvaðan ætti að liafa efnin til þess, ef enginn ein- staklingur fær að njóta sín til lilít- ar, heldur er knúður til að vinna í spennitreyju ríkiseinokunar og sveita á öllum sviðum?Framleiðslu- fyrirtæki ríkisins geta algerlega brugðist, eins og áður er sagt, þótt einstaklingar liefði getað rekið þau með ágóða svo að eigi er að byggja á gróðanum af þeim. pá yrði að leggja á ríkisverzlunina. En hvaðan er sú álagning tekin? Auðvitað af neytendum. Varan, nauðsynjarnar hlyti þá að liækka, en myndi þá eigi geta orðið þröngt í búi hjá þeim? Mundu þeir verða aflögufærir? Og hvaðan ætti sveitarfélögin þá að taka framfærslufúlgurnar og ann- að fé til þarfa sinna? Jafnaðar- mennirnir og einokunarmennirnir hafa ekki svarað þessari spurningu Inntökuprófið við Stýrimannaskólann, Enginn hefir enn svarað opiu- berlega grein þeirri, sem eg skrifaði í suinar og birt var í Morgunblað- inu 26. ágúst, um nauðsyn þá er bæri til þess að inntökupróf væri haldið við þá stofnun, sem útskrif- ar menn þá, er vinna að peninga- lind þessa lands, er mest kveður að, og’ í rauu réttri ætti inntökuprófið við stýrimannaskólann að vera strangara en við aðra skóla hér, sökum þess, að það er hættulegt hverju landi, að peningamenn þess séu ómentaðir, • en sjávarútvegur hér liefir til þessa skapað efnamenn i sjómannastéttiuni sjálfri og rnarg- ir þeirra mvuiu nú sakna þess, að þetta ákvæði til inntöku í skólann var ekki komið á' fyrir löngu. Hér er ekki verið að rýra ncinn fyrir vanþekkingu. Mín hugmynd hefir aldrei verið sú, að stýrimannaskól- inu útskrifaði vísiudameun, heldur sú, að yfirmenn skipa væru það vel að sér, að þeii> gæt-u lesið á dönsku eða ensku það, sem skýrði þeim eitt og annað, sem atvinnuvegi þeirra áhrærir þar eð engin siglingaþjóð mun jafnfátæk og við, þegar um slíkar upplýsingar er að ræða. Yið verðum í því efni að sækja alt í er- lendar bækur, og kensla í tungumál- um við stýrimannaskólann ætti einkum að vera innifalin í því, að benda nemendum á slíkar bækur, lesa upp ýmsa kafla úr þeim til þess að vekja áliuga, og brýna það fyrir þeim, að tungumálakenslan sé nauðsynleg til þess, að þeir geti aflað sér framlialdsmeutunar þeirr- ar, sem hverjum yfirmanni er þörf. Staða sjómannsins er töluvert frá- brugðin stöðu þeirra, sem á landi vinna, að því leyti að sjómaðurinn veit aldrei hvar hann vinnur næst, en það hafa þeir, sem á landi vinna þó einhverja hugmynd um. pær siglingar, sem hin íslenzku vöru- flutningsskip liafa framkvæmt cru skipst-jórunum til þessaauðveldarað því leyti, að eigendur skipanna hafa enn sem komið er ráðstafað ferðum þeirrá, samið um flutning og gjöld og útvegað farma í þau, en þegar að því kemur, að eigandi skips segir við skipsstjórann: „Nú siglið þér og útvegið farma í skipið og látið engan vinnudag falla úr og græðið í 2 áf fé það, er eg ætlast til: livar eða hvert þér siglið ráðið þér sjálfur, mín afskifti verða að eins af gróða eða halla fyrirtækis- ins“, þá er skipstjórinn orðinn töluvert frábrugðinn því, sem menn hér alment meina, er þeir uefna það orð, þegar skipstjórinn er gjörður að framkvæmdarstjóra. Ef vel á að fara verða framkvæmda- stjórar að vera vel að sér í sinui grein og þar eð hér ræðir um verzl- un, þá ætti einnig verzlunarfræði að vera ein af námsgreinunvim í stýrimannaskólanum. Við megum ekki biuda okkur við daginn í dag, heldur liugsa um komandi tírna. Fyrir 15 árum grunaði fáa, að þeir dugnaðarmenn findust á land- inu, sem mundu koma liér á fót botuvörpuskipavitgerð í stórum stíl, þá grunaði engan, að iiman fárra ára ættu landsbúar gufuskip og seglskip í förum. pá liéldu flestir að alt væri gott eins og það var, en annað meira og betra kom þó. pann- ig höfum við framfaradæmið fyrir okkur og verðum af því að gjöra okkur það ljóst, að meiri fram kvæmdir séu í vændum og að nú dugi ekki að standa í stað. Lögiu fyrirskipa ýms ákvæði, er yfir- mönnum skipa ber að sýna vottorð um, áður en þeir öðlast réttindi sín sem yfirmenn. Fæstir af yfirmönn um á ísl. skipum liafa uppfylt þær kröfur, sem lög fyrirskipa til milli- landasiglinga á vöruflutningaskip um og af því kemur liið almenna fátæklega orðtæki hjá þeim: „Eg get ekki tekið að mér skipið því eg hef engin réttindi“. petta neyðast þeir til að segja, sem stað ist hafa fullnaðarpróf við Stýri- mannaskóla landsins, vegna þess, að þeir liafa ekki átt kost á að sigla á milliferðaskipum, því að aðal- starfið hefir veri'ð og er fiskiveiðar. Á næstu 15 árum verður þessi leið- inlega setning að hverfa lijá yfir mönnum skipa, það verður að gauga svo frá öllu að efnilegir menn liafi að afloknu námi fullan rétt til að stjórna íslenzkri cign á sjónum. pað verður að koma í veg fyrir það, að skóli sá, er í raun réttri ætti að vera veigamesti skóli landsins, þar sem hann sendir frá sér verkstjóra til liins arðmesta starfs landsmanna, þá meim, sem trúað er fyrir miljónavirði, sé ekki lengur athvarf allra, sein á skóla vilja gauga, en það verður liann með því laginu að halda ekkert inn- NYJA BIO Leyndardómur New York borgar IV. kafli: Kynjarfiddin Þessi kafli verður sýnd- ur í síðasta sinni í kvðld. tökupróf. par er vegurinn greiðast- ur og engin fyrirhöfn að sleppa inn, en orðið fyrirhöfn er nú á tímum hvimleitt orð. Eitt er það enn, sem atliuga verður þegar talað er um próf frá stýrimannaskólanum. Ilverja menn er skólinn að senda frá sér með fullnaðarprófi ? Hann sendir þá menn, sem eiga fyrir landsins og stéttarinnar liönd að mæta í framandi löndum, og enginn í hópnum veit, hvenær þess verður krafist af sér. petta scm að framan er ritað, er skýring til þeirra, semm munnlega hafa spurt mig að því, hvort eg ætli að beita mér fyrir því, að að- gangur að stýrimannaskólanum sé ýmsum örðugleikum bundinn, en svarið er, að eg mun reyna livað eg get til þess að brýna fyrir mönn- um þörf á inutökuprófi einkurn við ?ann skóla. Reykjavík, 16. okt. 1919. Svhj. Egilson. Caillaux. Franski ráðherrann Caillacx (frb. Kajó) var eiris og kunnugt er dæmd- ur i fangelsi fyrir leynimakk við Þjóðverja um friðarsamninga. Hefir hann mi setið í fangelsi á annað ár og var nú fyrir skömmu fluttur á sjókrahús ver’na einhvetskonar hjart- veiki. Þar s;t hann er síðast fréttist og var þar und.r strangri lögreglu- gæslu. Jafnvel þótt Caillaix yrði fyrir þessum árekstri við réttvísina, þá á hann einlægt marga meðhaldsmenn S ttu þeir nýlega um að hann yrði náðaður, en dðtrsmálariðuneytið synjaði þess. — Yirsar sögur ganga af því að geiðar hafi verið tihaunii til að ná homm úr fsngelsinu, og nú nýlega fluttu b'.öðin heillanga sögu um það, að laumað hafi verii til hans kaðalstiga til þess að hant gæti komist út um glugga á sjúkra húsiuu og foiðað sér. Önnur blci segja söguna ti búna. Þá voru öll blöi nýlega með fregn um það að Caillauj hefði verið myrtur, en hún kvað einn ig vera tiihæfulaus. En þetta sýnir ai Caillatx gleymist ekki. Menn þurfa einlægt að vera að tala um hann, og ef ekki satt, þá logið. Hefir hann og löngum vakið mikla athygli og þé ald ei eins og þegar mál konunnai hans stóð yfir. Einn af he’stu rit- stjórum Paiísar hsfði lagt ráðherranr sérstaklega í einelti, og einn góðat veðurdig tók f ú Caillaux sig til of skaut rastjórann til dauðs. Hua vai auðvitað diegin fyiir lög og dóm en hún hafði meðhdd almenning' og var sýknuð af dómstólunurr. Þí var Caillaux á tindi lýðhylhnnar. — En venldarhjólið er valt. Notið DELCOLIGHTi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.