Morgunblaðið - 30.10.1919, Side 4
4
MOB6UNBL A'Ð IÐ
I Þýzkalandi.
Fréttabréf frá Berlín.
Danskur blaðamaður skrifar svo
frá Berlín í septem'bermánuði:
— 1 Rosmarinstrasse stöðvaði eg
mann — alþýðumann, á þykkum,
járnuðum tréskóm, í röndóttum
buxum, bláum jakka'ogmeð gúmmí-
flibba — og spurði hann hvar Trj-
anon-leikhúsið væri.
Hann horfði á mig um stund,
síðan á konu mína og snéri svo við
okkur baki og gekk á braut án þess
að mæla orð frá munni. Það er
sem sé segin saga, að allir útlend-
ingar í Berlín eru álitnir Englend-
ingar, nema því aðeins að þeir séu
nógu svartir á húð og hár til þess
áð geta verið Frakkar. En eitt var
víst, maðurinn var fullviss um það,
að eg væri frá óvinaþjóð . Ef til
vill hefir hann legið í skotgröfum,
ef til vi'll hefir kona hans og börn
soltið heilu hungrinu og svelta enn,
vegna hafnbannsins og þess, að
Þjóðverjar hafá orðið að afhendá
þandamönnum skip sín og járn
brautarvagna. Ef til vill 'hefir
hann hugsað sem svo, að þótt
Þýzkaland eigi sök á stríðinu, þá
sé það þó ekki s é r að kenna og
að hann skilji ekki hvernig á því
stendur, að hann 'verður að svelta
nú, löngu eftir að þeir, sem upptök
ófriðarins áttu, hafa orðið að hola
sér niður í Hollandi. Franskur
hermaður var drepinn fyrir það,
að hann kallaði þýzka stúlku svín.
Það kostaði miljón krónur. Mað-
urinn í Rosmarinstrasse hefir ekki
haft svo mikið fé handbært og þess
vegna kaus hann heldur að snúa við
mér bakinu og þegja. Honum kom
ekki til hugar að eg væri Dani, því
að ella hefði hann sýnt mér sömu
kurteisi og allir aðrir, sem vissu um
þjóðerni mitt.
Berlínarbúar eru orðnir glögg-
skygnir á útlendinga. Þó maður
segi ekki eitt einasta orð, og komi
þanng ekki upp um sig málsins
vegna, en gangi einn sér á götu,
þá er glápt á rnann úr öllum áttum
með forvitns- og illgirnissvip. Oft
hefir það komð fyrir í myrkrnu á
kvöldin, að einhver vesalingur, sem
ógnir stríðsins eða óþolandi búk-
sorgir hafa gert sturlaðan, hefir
kallað á eftir mér á götu. Margir
hafa steytt framn í mig hnefana,
eti lögreglumennirnir eru tveir og
tveir saman, með 30 skrefa milli-
bili og þeir halda fólkinu í skefj-
um. Og yrði manni litið á hinár
mörgu skinhoruðu konur, sem selja
eldspýtur á hverju götuhorni, eða
örkumla mennina, sem sitja undir
húshliðunum með hermannshúfu
með nokkrum járnpeningum í við
hliðina á sér, þá getur maður ekki
staðist hð gremjubiandaða tillit
þeirra, en mann gdípur örmagna
þrá til þess að reyna að bæta böl
allra þessarra aumingja. Maður
gleymir bæði Belgiu og kafbáta-
hemaðinum, vegna þess að hegn-
ingin er of hörð og kemur eigi síð-
ur niður á saklausum en sekum.
í Friedrichstrasse er búðum lok-
að kl. 5 og eftir sólarlag grúfir þar
myrkur yfir og fátt manna er þar á
ferli. Akbrautin milli Dorotheen-
strasse og Unter den Lnden er af-
girt af lögreglunni ogútifyrir hom-
inu á Café Yictori standa vopnaðir
lögregluþjónar og þar eru hermen
á verði með 5 skrefa mllibili. Ef
fólk gerir sig nokkursstaðar líkiegt
til þess að safnast saman í hóp, er
því óðar tvístrað. Það er augljóst
að engin maður er óhultur. En hitt
er og jafn augljóst, að stjórnin vill
hafa frið og reglu og að byltingun-
um skuli vera lokið og að óþjóða-
lýðurinn „að norðan“ skuli aldrei
framar fá tækifæri til þess að hafa
hús „Berliner Tage’blatts" að skot-
spæni. En sú bygging ber merki
eftir mörg þúsund véibyssukúlur.
Það getur enginn sagt með sanni
að óviðkunnanlegt sé í Berlín. Og
þar fæst skýringin á því undri,
• að enda þótt enskir og franskir
liðsfofingjar búi hópum saman 1
hinu mikla veitingahúsi „Adlon“,
niðri þá sjást þeir hér um bil aldrei
niðri í veitingakránni eða kaffi-
drykkjusalnum. Þeim er færður
matur til herbergja sinna «og þar
glíma þeir þöglir við hið seiga kart-
Öflubrauð, sem þeir hafa með hafn-
banninu sett á borð fyriröOmiljónir
Þjóðverja. Þessir bandamannaliðs-
fóringjar vilja ógjama láta Berlín-
arbúa sjá hve illa þeim sjálfum lík-
ar hafnbannsbrauðið.
A götunum ber mest á óvináttu í
garð útlendinga. Og ástandinu er
bezt lýst með hinum mörgu auglýs-
ingum, sem hvarvetna eru og hafa
að yfirskrift „1000 mörk“ eða
„Morð“ og segja frá þjófnaði og
morðum og heita h'áum verðlaunum
fyrir uppljóstanir. Einu sinni að
morgunlagi mætti eg stórri bifreið
sem ók með heilan spilaklúbb til
lögreglustöðvanna, þar sem átti
að dæma þá er brotlegir höfðu
gerst við síðasta boðorð Noskes.
Síðan hafa komið mörg önnur boð-
orð.
Manni verður þungt um andar-
dráttinn í Berlín og það er eins og
andrúmsloftið titri af ábyrgð.
Borgin stendur á öndini og býst við
því á hverri stunduaðeitthvaðkomi
fyrir. En þrátt fyrir alt verður
maður þó var við hinn aðdáunar-
verða vilja þjóðarinnar til þess að
koma fótum undir sig aftur og ná
að verða leiðtogi annara þjóða eins
og áður var og eins og hún á skilið
að svo mörgu leyti.
Stríðið er ef til vill Þjóðverjum
að kena. En hver á sök á ófriðnum?
Qg þegar sagan fer að gera upp
reikningana að þúsund árum liðn-
um, þá verður kannske þyngri
syndabaggi þeirra, sem réðu friðn-
um, heldur en hina, sem hleyptu
ófriðnum á stað.
2 síúíkur óskasí að Vifils-
sföðum, sfrax.
Einnig 2 ntúlkur tU hreingerninga í 7« mánuð.
Upplýsingar í gíma 101.
Framtíðarstaða
Abyggilegur skrifstofamaður, vanur bókfærslu, bréfaskriftum, skrifvél
og ritfær í ensku og dönsku, getur strax fengið framtíðarstöðu.
Umsókn, með launakröfu og meðmælum, sendist skr’fstofu þessa
blaðs fyrir i. n. m. auðkend: Korrespondance.
Mannslát.
Nýlátinn er hér á Landakotsspít-
ala Páll V. Jónsson verzlunarstjóri
frá Akureyri.
Páll heitinn Jónsson var fyrst við
verzlun á Blönduósi, en fluttist til
Akureyrar og gerðist þar stjórnandi
verzlunarinnar Gudman’s Efterföl-
ger. Páll dvaldi um tíma í Khöfn til
þess að fullkomna sig í verzlunar-
fræði. Hann var greindur maður, á-
liugasamur um marga hluti og
drengur bezti. -
Tómir kassar
verða seldír í dag kl 1 í
Skólastræti 3.
A. Obenhaupt
Þjöðabandalagið.
Gengi erlendrar myntar
Khöfn, 28. okt.
Sterling .... 19.45
Dollar .. . . 466.50
Mörk 15.35
Sænskar kr. . 112.10
London, 28. okt.
Sterling .... 19.471/2
Dollars .... 417.7
Mörk 123.5
I
D16BO
1
Reykjavík: A gola, hiti 4,8.
ísafjörður: logn, hiti 2,2.
Akureyri: S andvari, hiti 2,0.
Seyðisf jörður: logn, hiti -f- 1,7.
Grímsstaðir: logn, hiti -f- 7,0.
Vestmannaeyjar: A gola, hiti 5,8.
pórshöfn: NA gola, hiti 4,0.
Nýtt dagblað, sem boðaö var að al-
þýðuflokkurinn ætlaði aS gefa út hér
í bæ, fæddist í gær. paS heitir „AlþýSu-
blaSiS" og er í ofurlítiS stærra broti
en KvennablaSiS. Ritstjóri og ábyrgS-
armaSur er Ólafur FriSriksson rit-
stjóri Dagsbrúnar. En þaS blaS mun
balda áfram aS koma út vikulega.
ísland fer héSan í dag áleiSis vest-
ur og norSur um land til Khafnar. MeS
skipinu fara aSeins fáir farþegar til
útlanda, enda er gert ráS fyrir aS Gull-
foss fari beina leiS eftir nokkra daga.
En flest farþegarúm í því skipi eru
upptekin.
Flutningabifreiðum er altaf aS f jölga
í bænum. Gömlu tvhjóluSu hestvagnarn-
ir eru alveg aS hverfa úr sögunni. peir
eru fremur sjaldséSir á strætum borg-
arinnar sem betur fer.
Um miðjan þennan mánuð var
haldið mót eitt í London, þar sem
25 ríki gengu í þjóðabandalagið.
Mótið sátu mörg helztu stórmenni
álfunnar, svo sem Asquith, lord
Robert Cesil, flestir fulltrúar er-
lendra ríkja þar á meðal fulltrúi
Frakklands, Ameríku, Belgíu, Nor-
egs, Svisslands, Japans og Grikk
lands, og margir nafnkunnir menn
af verzlunarstéttinni.
„Lord Mayor“-inn stjórnaði fund
inum og las upp skevti frá kóngin
um, þar sem hann leggur mönnum
á hjarta að styðja af alefli fram-
gang þjóðabandalagsins, því það
væri skylda allra að finna einhver
þau ráð, er trygðu varanlegan frið,
en til þess væri ekke'rt líklegra en
máttugt og fjölskipað þjóðabanda-
lag.
Lloyd George sendi og skeyti, þar
sem hann lýsti því yfir, að stjórnir
bandamanna vœru einhuga við hug-
sjón bandalagsins. En það skifti
mestu að vekja samvizku allra þjóða
til þess að gera þjóðabandalagið að
lifandi valdi. Ilann mintist sérstak-
lega á Englendinga og hvatti þá til
að styðja þetta af öllum mætti,
svo áform bandalagsins gætu orðið
að veruleika og mannkynið með því
losnað við ok ófriðarins.
Asquith kom fram með þá til-
lögu, að 11. nóvember, ári eftir að
vopnahléð komst á, skyldi verða
haldinn hátíðlegur ttm alt England
sem pjóðbandalagsdagur. Hann gat
þess, að þegar vopnafriður var sam-
hefði þjóðabandalagið verið
ón ein. En í dag væri það
stofnað og undirskrifað af 25 ríkj-
um. Ilann gat þess, að hann vonaði
cinlæglega að undirskrift Rússlands
mundi bætast við, þegar það losnaði
við þær óeirðir sem nú væru þar.
Robert Cecil lávarður benti á
hver munur væri á pjóðbandalaginu
og fyrri tilraunum í sömu átt, þar
sem Bandalagið vildi ekki einungis
vinna þegar naðsyn krefði, heldur
jafnframt lilúa sífelt að friðar-
möguleikunum alstaðar í heiminum.
Alstaðar væri eldsneyti fyrir ófrið-
inn, og margt af því væri logandi
uú. pað væri verk Bandalagsins, að
f jarlægja þetta ófriðareldsneyti, svo
það gerði aldrei framar vart við sig.
Islendingasögur
bandi, vil eg kaupa.
Sigurður Kristjánsson,
á skriíst. Morgunbl.
Stúlka
Stúdentafélagið heldur fund í Iðnó
í kvöld. Verða þrjú mál á dagskrá.
Próf. Ágúst Bjarnason talar um Nor-
ræna stúdentasambandið, síra Jóhann-
es L. Jóhannesson um íslenzku orða-
bókina og þar að auki verður rætt um
S túdentas j óð inn.
Léreftituskur keyptar í Isafold.
Leikarar í knattspyrnu. Nýlega
boðuðu leikarar í Kaupmanna-
höfn til knattspymuleiks og skyldu
keppa við leikendur einkaleikhús-
anna. Hinir fyrnefndu unnu með 5
mörkum móti einu. Aðsókn varð
feikimikil að leiknum og ágóðinn
14000 kr„ sem gekk til hælis handa
gömlum leikendjim. En íþróttafé-
lagastjórnin danska leit homauga
til leiksins, þóttihann vart boðlegur
og ætlaði að banna hann. Urðu
deilur nokkrar út af málnu. Meðal
þeirra, sem þátt tóku í kappleikn-
um voru merkir leikarar danskir,
t. d. Jóhannes Poulsen og Carlo
Wieth.
sem kann að pressa
og getur geit við
föt, og stúlka, sem kann að sauma
jakka, geta fengið atvinnu.
Hátt kaup.
Rydelsborg.
Laugaveg 6.
Herbergi vantar mig strax,
má vera með öðrum.
Björn Kristjánsson frá Sauðákrók.
Göðar stúlkur
Dusleg stúlka
gétur fengið góða atvinnu á Álafossi I. október. Upplýsingar
gefur Sigurjón Péturssou, Hafnarstræti 18.
Ti 1 s ö 1 u
með tækifáerisverði agæt byggingalóð nláægt miðbænum og höfn
inni. — Upplýsingar gefur
Siaingr. éSuÓmunósson,
Amtmannsslg 4.
Uppboð
Fimtudaginn 6. nóvember næstkomandi verðnr opinbert uppboð
haldið I Keflavík, og þar selt ýmislegt tilheyrandi sjávarútvegi, svo sem:
Nýjar línur, taumar, önglar, þorskanet, uppsettar lóðir, lóðaibelgir, lóð-
artrog, nppistöður, netakúlnr, handvagn og fiskhús og margt fleira.
Uppboðið byrjar kl 12 á hádegi.
Skautafélag Reykjavikur
hefir aðalfund sinn I Iðnaðarmannahúsinu (uppi) íöstudaginn 31. október
kl. 97*. Félagar eru beðnir að mæta stundvislega. Þeir, sem óska inn-
töku 1 félagið, sendi upptökubeiðni á fundarstaðinn.
Stjórnin.
Ferskt I R M A
Plöntusmjörliki
Finasta Java
blandað.
Dauskt Smjör
og
Finasta Fplasmjör
ferskt og nýkomið
með s.s. Island, og selst með sanngjörnu verði.
Smjörhúsið, Hafnarstræti 22.
V efnaðar vörubúðin
Aðalstræti 14
íar sem afgreiðsla Vísis hefir verið
óskast strax.
Frú Hansen,
Laugaveg 15.
Páll V. Jónsson verziunarstjóri frá Aknreyri andaðist á Landa-
kotsspltala að kvöldi 28. þ. m.
F. h ekkju og ástvina
Sig. Björnsson.
Sérstakar helgunarsamkomnr á
hverjum fimtud. kl. Byrja i kvöld.
Umtalsefni: Bréfin til safnaðanna 7
í Litlu-Asíu. Majór Grauslund talar.
EKKJA með 2 uppkomnum son-
um óskar eftir herbergi nú þegar.
Afgr. vísar á.
DIVAN óskast til leiku. Afgr.
vísar á.
Tlýkomið:
Heilsusamlegar sápur
Beuzoe-Borax, Salicyl-, Karbol-, Tjöru-, Glyserin.*
Ladolín- Normal- og Barnasápa
Þessar sápnr ern búnar til fyrir og notaðar i Rauðakrossinum
í ýmsum löndum og á danska konungsheimilinu,
Gallsapa til þvotta o. fl.
JLrni £tirífís8on‘