Morgunblaðið - 18.01.1920, Síða 1
J&ei/ifdlag dleyRjavifiur:
Sigurður Braa
eftir
Jot)Qn Bojer
verðnr leikinn í Iðnó sunnudaginn 18. þ. mán. kl. 8 siðd.
Aðg.m. seldir i Iðnó i dag.
gami A RIO mmm
UBERTY
V kafli (6 þættii)
Sýningar í kvöld kl. 6,7Vá og 9
Aðgöngnmiðar seid r í Gamla
Bio frá kl. 2—4 síðd
Ekki tekið móti pöntnnum!
Nýkomið:
HAMOND RITVJELAR. „Bygðar
öðruvísi en liinar“. Skrifa öll
tungumál og allar leturteg-
undir á eina og sömu vél.
Vigta aðeins 5 kg. í leðurhylki
fyrir ferðalög. Ereu endingar-
beztar allra ritvéla. Vanta ekk-
ert sem aðrar ritvélar bafa en
eru ótal kostum búnar fram-
yfir þær. Skifta um leturteg-
und á svipstundu. Skrifa ávalt
sjálfkrafa jafn þungt.
G. EIRÍKSS, Reykjavík.
Einkasali á íslandi.
Erl. símfregnir.
(Frá fréttaritara Morgunblaðsins).
Kböfn 16. jan.
Fjármálaráðstefna.
Helztu stjórnmálamenn og fjár-
málamenn frá Englandi,Danmörk,
Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Sviss,
hafa í gær sent stjórnum sínum
uppástungur að því, að kalla saman
á ráðstefnu fjármálafulltrúa Mut-
aðeigandi þjóða, til þess að athuga
hvernig hægt verði að koma á sam-
eiginlegri hjálp handa þeini, sem
hjálpar þurfa, hverjir sé hjálpar-
þurfandi og hvernig hjálpin skuli
veitt. Seinna mun og slík uppá-
stunga lög'ð fyrir stjórnirnar í
Bandaríkjunum, Frakklandi, Ítalíu
og Spáni.
í skjali þessu segir, að Evrópa
eígi nú hættulega tíma fyrir hönd-
um og úrræði meigi alls ekki draga
á langinn, ef forða eigi álfunni frá
hruni. Er síðan í stuttu máli skýrt
frá því, að ætlunin sé að koma á
skilyrðisbundinni hjálp, sem bygg-
ist aðallega á takmörkun óhófs og
eyðslu og sköttum.
Forsetakosning í Frakklandi.
Frá London er símað, að Lloyd
George verði við forsetakosning-
una í Frakklandi á morgun. Hefir
hann fært Olemeneeau heillaóskir
sínar og fyrsta forsetaverk 'Ole-
menceau verður það,aðsæma Lloyd
George stórkrossi heiðursfylkingar-
innar.
Frá París er sírnað, að Poul, sem
um margra ára skeið hefir verið
forseti þjóðþingsins, verði í kjöri
við forsetakolsningarnar. Ctlemen-
ceau hefir enn eigi gefið svör við
því, hvort hann muni taka við for-
settigninni. Flokksmenn hans hafa
því til vara útnefnt Leon Bourge-
ois sem forsetaefni.
' ' . :-J( . v," ’ 1 ||
Þjóðbandalagúnu ofaukið.
„Westmiuster Gazette“ skýrir
frá því, að Bretar, Frakkar og ítal-
ir hafi myndað nýtt þríríkjasam-
band, sem muni gera þjóðbanda-
lagið óþarft.
Frá Washington er símað,að full-
trúar verkamanna, bænda og trú-
málaflokkanna, sem alls hafa 20
miljóii meðlimi, krefjist þess af for-
kóifum republikana og demokrata,
að friðarsamningamir verði stað-
festir.
Suður-Jótland.
Alþjóðanefnd hefir nú tekið við
stjórninni í Suður-Jótlandi. Danska
atkvæðabaráttan hófst þar í gær.
Skipstrand við Færeyjar
Fréttaritari vor í Færeyjum sím-
aði oss í gær, að danska seglskipið
Esther hafi strandað við Svíney og
einn hásetanna hafi druknað. Skip-
ið er gereyðilagt.
Skip þetta var á leið frá íslandi
til Englands. Það fór frá Siglufirði
í byrjun desember tómt eða með
seglfestu.
Fjármál Frakka
að ófriðnum loknum.
Daginn fyrir gamlársdag hélt
K'lotz f jármálaráðherra Frakka
ræðu í franska þinginu og skýrði
þar frá því, að útgjöld Frakka í ó-
friðnum hefði numið 220 miljörðum
franka. Hann kvað stjórnina þó
ekki ætla að vinna þetta upp með
auknum sköttum. Tekjur ríkisins
1919 mundu verða 3472 miljón
frönkum hærri en tekjumar árið
1914, eða nær 90% hærri. Alls
mundu þær nema 11 miljörðum.
Þetta kvað fjármálaráðherrann
ljósastan vott þess, hvað gjaldþol
þjóðarinnar væri óbilandi. Þrátt
fyrir það, þótt Frakkland hefði
kvatt 89% af vígfæram karlmönn-
um ti'l vopna, (England 52% og
Bandaríkin 6%), hefði það getað
aukið tekjur sínar um helming.
Kvað hann þjóðina mega miklast
af þessu.
Hann sagði ennfremur, að fjár-
lögin eftir stríðið mundi að meðal-
tali verða 3—4 sinnum hæ-ri heldur
er fjárlögin fyrir stríðið. Frakkar
hefði gert skyldu sína í stríðinu og
þeir ætti að sýna heiminum, að þeir
kynni einnig að gera skyldu sína í
friði. „Við munum snúa okkur að
auðkýfingunum, en fyrst og fremst
að óvinunum. Við ætlum að draga
úr sköttum þeim, sem nú eru, hegna
smy glum miskunnarlaust og try gg ja
mönnum rétt til þess að fara með
•eigur sínar eftir geðþótta. En við
munum leggja háan aukaskatt áþá,
sem safnað hafa fé í ófriðnum4 ‘.
Síðan mintist hann á friðarsamn-
ingana og sagði að franska stjórnin
gerði ráð fyrir því, að Þjóðverjar
uppfylti þá að öllu leyti. Frakkar
mundu ekki fá nema lítinn hluta af
þeim 20 miljörðum marka, er Þjóð-
verjar ætti að gjalda. Hinar árlegu
afborganir byrjuðu ekki fyr en
eftir 1921 og yrði svo 'litlar, að þær
hrykki ékki nándar nærri fyrir út-
gjöldum Frakka.
Hann kvað Frakka hafa gert fé-
lf g við Breta um lántöku í marz.
Enn fremur væri þeir að reyna að
fá lán í Bandaríkjunum til langs
tíma, en það gengi heldur tregt.
Síðan mintist hann á það, að
járnbrautir og póstsamgöngur
gæfi alt of lit'lar tekjur. Og hinar
slæmu horfur nú fyrir ríkið kvað
hann dýrtíðinni og lágu gengi að
kenna. Ástæðan til þess, að gengið
væri svo lágt, væri sú, hve mikill
munur væri á innfiluttri og útfluttri
vöru.
„Við verðum þess vegna að auka
útflutninginn og framleiðsluna. En
til þess verðum við að kaupa vélar
og hrávörur í Þýzkalandi, Austur-
ríki og Czeckoslavíu, þar sem þær
eru ódýrastar. Og við verðum að
hætta því að flytja inn óhófsvörur.
Ekkert f jármálaráðuneyti og engin
fjármálastjórn getur þolað það, að
þióðin, sem neitaði sér um alt í
stríðinu, haldi áfram þeim óhófs-
vörukaupum, sem hún hefir byrjað
á síðan stríðinu lauk“.
Lagði hann síðan fyrir þingið
frumvarp til laga um útgafu 5%
ríkisskuldabréfa, sem skuli endur-
greiðast á 60 árum. Á að draga út
ákveðinn fjölda þeirra á hverju
misseri og greiðast þau skuldabref
með 150 frönkum, þ. e. a. s. 150%
af nafnverði. Af þessum skuldabréf
um eiga handhafar eigi að greiða
neinn skatt. Var frumvarp þetta
samþykt með miklum atkvæðamun,
þvert ofan í vilja jafnaðarmanna.
-----o------
Thor E, Tulinius
og
útflufningsnefndin
Herra Thor E. Tulinius hefir birt
grein í blaðinu „Vísi“ hinn 24. okt.
sem að nokkru leyti varðar mig,
bæði sem forstjóra eimskipafél.
„Thore“ og meðeiganda þess firma
sem Útflutningsnefndin hefir átt
viðskifti við hér í Kaupmannahöfn.
Út af téðri grein finn eg ástæðu til
þess að gera þær athugasemdir,
sem hér fara á eftir:
Það er ranghermi að herra Tuli-
nius hafi höfðað mál á móti eim-
skipafélaginu „Thore“ í þessu sam-
bandi. Hitt er rétt að hann réðist
í að láta vitnaleiðslu fara fram út
af upplýsingum, sem hann fullyrti
að eg hefði gefið fulltrúum erlends
ríkis hér í Kaupmannahöfn. Áttu
þær upplýsingar að hafa bakað
honum tjón og örðugleika. En svo
reyndist, þegar fyrir réttinn 'kom,
að þessi fullyrðing hans var ósönn
og á engum rökum bygð. Eg bar
fram fyrir réttinum, og lagði eið
við, að eg hefði aldrei gefið þær
upplýsingar sem herra Tulinius
hermdi á mig. Hann leiddi mörg
vitni fyrir réttinn, en gat þó ekki
fært hinar minstu sönnur á áburð
sinn, enda var hann áreiðanlega
eingöngu sprottinn af rótgróinni
öfund og óvild hans til mín, sem eg
hefi talsvert orðið var við hin síð-
ustu ár. Eftir að vitnaleiðslan hafði
farið fram hörfaði herra Tulinius
frá málshöfðun, og mun sannleikur-
inn vera. sá, að málaflutningsmað-
ur hans uppgötvaði, að sakarefnið
var hvergi til nema í ímynd herra
Tuliniusar sjálfs.
Annars hafði eg ekki ætlað mér
að hefja ritdeilur við herra Tuli-
nius. Mín vegna má hann lifa og
láta eins og hann vill, mér er ná-
kvæmlega sama hvoru megin
hryggjar hann liggur. Ekki æfcla eg
heldur að fara í mál við hann. Eg
veit að það er hans líf og yndi að
ösla í málaferlum, en hann verður
að útsjá sér einhvern annan en mig
til þess að friða þá ástríðu sína. Þó
get eg ekki orða bundist um það,
að mér eru prédikanir hans um ráð-
vendni í viðskiftum í mesta lagi ó-
gcðfeldar. Ef einhver kynni að hafa
gaman af að athuga hvemig
breytni hans og vandlætingsemi
standast á, þá vil eg til leiðbein-
ingar taka fram þau atriði, sem
nú skal greina:
I. Það er sannað að herra Tuli-
nius hefir sem framkvæmdastjóri
eimskipafélagsins „Thore1 II. III. IV. V. ‘ van-
rækt skyldur sínar við félagið í
eiginhagsmuna skyni, og var hann
....... tú't bióbmbhh
HneyksliD
I Sackville
»Triang'ec-kvikmynd ! 4 þáit.
Aðalhlutverkið, kenslukonuna
Nanny, sem verður fyrir svo
miklu óréttlaeti, leikur hin stór-
fræga og gullfagra ameriska
leikkona
Lillian Gish.
Nýkomið:
EXCELSIOR Diktieráhöld og alt
þeim tilheyrandi. Spara hrað-
ritara og gera yður hægt um að
svara bréfum yðar flótt og á
hvaða stundu sem hentugust er.
Vinna kauplaust og nákvæmt.
G. EIRÍKSS, Reykjavík
Einkasali á fslandi.
þess vegna dæmdur til að greiða
félaginu allmi'klar skaðabætur.
II. Það er sannað, að meðan herra
Tulinius var framkvæmdastjóri
„Thore“ félagsins, þá réði hann
skipstjóra í þjónustu félagsins, með
þeim skildaga að þeir keyptu vissa
upphæð af hlutabréfum félagsins.
Síðan afhenti hann þeim hlutabréf,
sem hann sjálfur átti, og stakk
borguninni fyrir þau í sinn eigin
vasa, en skuldbatt þó um 'leið oft-
lega félagið til þess að endurkaupa
hlutabréfin undir vissum kringum-
stæðum. Hlutabréfin seldi herra
Tulinius fyrir nafnverð, en þau
voru þá 50% virði og féllu mikið
eftir það.
III. Það er sannað, að meðan.
herra Tulinius var framkvæmd-
stjóri „Thore“ félagsins, seldi
hann viðskiftamönnum (Leveran-
dörer) félagsins nokkuð af sínum
eigin hlutabréfum, og skuldbatt um
leið félagið til þess að birgja sig
að tilteknum vörutegundum hjá
sömu viðskiftamönnum um ótak-
markaðan tíma.
IV. Það er sannað, að meðan
herra Tulinius var framkvæmda-
stjóri „Thore* ‘ félagsins, hefir hann
tekið á móti „Returkommission“
af vörum til félagsins og stungið'
henni í sinn eigin vasa.
V. Það er sannað, að herra Tuli-
nius sem framkvæmdastjóri ,Thore‘
félagsins, hefir oft og einatt látið
haga bókfærslunni á óleyfilegan.
hátt, til þess að svo gæti litið út
sem hagnaður væri á rekstrinunn
Hann hefir þannig í ýmsum til-
fellum fært eignakonto skipanna
til skuldar ýmsar upphæðir, sem
með öllu hafa verið gripnar úr
lsusu lofti, sem hann svo meðal
annars hefir fært reksturskonto
skipanna til tekna. En með þessn
móti var hægt að sýna reksturs-
hagnað á pappírnum.
Sönnunargögn fyrir I. lið er að
finna í dómi uppkveðnum af Sö- og
Handelsretten, 17. desember 1915.
)