Morgunblaðið - 18.01.1920, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.01.1920, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Berðdanz, Skýringar dr. Crawfords. Enskur spiritisti, dr. Crawford, hefir gert ýmsar tilrannir viðvíkj- ■andi borðdanzi ogþvínáttúruundri, að ýmsir hhitir, svo sem borð, tak- ast á loft og svífa í lausu lofti, án þess að nokkur miaður snerti þá. Hafa tilraunir hans vakið mikla eftirtekt og umta'l. Skulum vér hér í stuttu máli skýra frá þeim, án þess þó að ætlast til, að lesendur trúi hverju orði. En þegar um rannsóknir dularfullm fyrirbrigða «r að ræða, þá verður ekki gengið þegjandi fram hjá rannsóknum dr. Crawfords, hversu hjákátlegar sem þær kunna að virðast. Crawford segir, að þegar borð lyftist frá gólfi sjálfkrafa, þá sé það ósýnileg lyftistöng -eða „sálar- armur“ sem hefur það upp. Hann segist hafa fært sönnur á það, að þessi ósýnilegi handleggur sé til, með því móti að hafa mjög ná- kvæmt rannsóknaráhald milli borðs ins og miðiisins. Áhaid þetta var þannig, að örþunnri pappírsræmu var stungið á endann niður í tré- fót. Var pappírsræman svo við- kvæm, að hún lagðist flöt niður að tréfætinum ef andað var á hana. En um leið og hún snerti tréfótinn, hringdi hún rafbjöllu, er var í sam- bandi við hann. Áhald þetta var sem sagt sett á gólf milli miðils og borðs. Síðan var borðið látið lyft- ast hægt og hægt, og er það var komið nokkuð frá gólfi, hringdi rafbjallan. Hlaut því að standa ein- hver straumur frá miðli til borðs. Crawford segir líka, að þá er hann hélt hendinni skamt frá ökla mið- j ilsins, hafi hann fundið þennan j straum, líkt og ósýnileg korn væri á hreyfingu. Og jafnframt fanst honum sem hann difi hendinni nið- ur í kaidan olíukendan vökva. En um leið og hann brá hendinni í strauminn, bilaði 'hinn ósýnilegi j íhandleggur og borðið datt niður á j gólf. Og er hann ætlaði að halda, áfram rannsóknum sínum á „hand- j leggnum" á þenna hátt, mótmæltu 1 .,andarnir“ því. Þeir gáfu það til kynna með höggum, að slíkar rann- sóknir gæti verið hættuiegar fyrir miðilihn — kornunga stúlku. Dr. Crawford greip þá til þess einfalda ráðs, að spyrja andana sjálfa um „handiegginn1 ‘. Spurði hann þá fyrst, hvort þeir köimuð- ust við breidd, lengd og þvermál og hvort þeir vissi hvað þumlungur væri. Þeir játt.u því og þá lét hann þá tilkynna sér með höggum hvern ig handleggurinn væri. Yarð oft stundarbið á því, að andarnir svör uðu, eins og þeir þyrfti að hugsa sig um. En eftir skýrslu audanna hefir dr. Crawford búið til mynd af „handleggnum“, eins og hér er sýiit. Þar sem „handleggurinn" kemur út úr fæti miðilsins, er hann 7 þumlungar í þvermá'l, en smá- mjókkar, þangað til hann er ekki orðinn meira en 4 þumlungar um úifliðinn, en svo kom „höndin“ eða nokkuð stór hnúður framan á „handleggnum“. Síðan var tekin mynd af „handleggnum“, en þar er hann nokkuð öðru vísi, en má vera að það stafi af því, að mynd- in var tekin án þess að borðið væri á lofti. Annars skýrðu „andarnir“ frá því, að þegar þeir þyrfti t. d. lyfta borði, sem lægi þannig, að fæturnir snéri upp, hefði þeir til þess fleiri „handleggi“, jafnvel sex í senn. Og við slíkar tilraunir mátti heyra* það, að „andarnir“ sleptu taki til þess að ná öðru betra. Dr. Crawford þykist geta sann- að það, að ,,handleggur“ þessi sé efniskendur og rökstyður hann það á þennan hátt: Þegar borðið liggur þannig, að fæturnir snúa upp, geta andarnir ekki lyft því á annan hátt, en að Varðlag ASþýliibrairBgsrðarinpar er frá og með mánudegi 19. þ. m. sem hér segir: Vínarbrauð og bollur.........stk. á kr. 0,15 Snúðar........................ — - — 0,10 Smjörkökur ................... — - •— 0,55 Aðrar kökur (áður 0,15)........ — - — 0,20 Jólakökur................ % kg. — 1,30 Sódakökur ................... — — 1,50 Tvíbökur nr. 1.............. i/2-------1,60 Do. nr. 2.................. %-------1,30 Kringlur .................... Vz — — 0,75 Skonrok ..................... V2 — — 0,73 Verð á brauðum óbreytt fyrst um sinn hið sama og verið hefir. Rúgbrauð hálf................stk. á kr. 0,88 Normalbrauð hálf.............. — - — 0,88 Franskbrauð heil ............. — - — 0,70 Súrbrauð og sigtibrauð....... — - — 0,52 Reykjavík 17. jan. 1920. Stjórn Alþýðubrauðgerðarinnar. lyfta fyrst úpp einu eða tveimur hornum þess, eins og „handleggur- inn“ þurfi að fá rúm til þess að komast undir borðið áður en hann geti lyft því frá gólfi. „Andarnir“ skýrðu einnig frá því, að „handleggurinn“ hefði þunga, tekinn úr líkama miðilsins. Til þess að ganga úr. skugga um þetta, bað dr. Crawford „andana“ að taka úr líkama miðilsins það efni, sem þeir þyrfti í „handlegg- inn“. — Leggið það á gólfið, en búið ekki til handlegg úr því, sagði hann. Og gefið svo merki með þrem höggum, þá er þið hafið gert það. Rétt á eftir heyrðust þrjú högg og miðiTlinn, sem lá á vog, hafði þá lézt um 16 pund. Crawford bað þá andana að leggja „efnið“ á vog- ina. Og þá stóð líka þungi miðils- ins heima. Crawford bað nú „andana“ að taka það efni úr líkama miðilsins, er þeir þyrfti til þess að framleiða hin stærstu högg, og leggja það á gólfið. „Andarnir“ gerðu það og kom ]iá í Ijós, að miðillinn hafði lézt um 42 pund. Að lokum bað hann „andana“ að taka eins mikið efni úr líkama mið- iisins og þeir framast gæti og leggja það á gólfið. Það var gert og miðillinn hafði þá lézt um 52% pund, eða nærri því um helming. — — Sælir eru þeir sem sjá ekki, en trúa þó! ......o------—. dCnofalaiflarar, Það vakti mikla gremju hér á árunum víðsvegar um heim, þá er svertinginn Jack Johnson varð heimsmeistari í hnefaleik. Voru menn hræddir aim, að þess mundi langt að bíða, að nokkur menskur maður mundi geta l’agt blámaiminn að velli. En þó fór svo, að hann var ekki ósigrandi. Árið 1915 vann Loveland lávaröur finnur Ameriku. EFTnt O. N. og A. M. WILLIAMSON. 38 — Góða stúlka mín, hrópaði hann loksins, þér vitið ekki hvað þér segið, þér — — — — Eg veit það, hrópaði Isidora enn hærra. Eg veit að þér eruð fátækur og í miklum vandræðum og gætuð meira að segja verið kominn í fangelsi. En þér eruð ágætur maður. pér eruð sá sem þér eruð og það nægir. Ef þér unn- ið mér eins og eg ann yður, þá getur hitt — — — — En eg er viss um að þér kærið yður í raun og veru ekkert um mig, stam- aði Valur og var nærri búinn að segja ókurteisleg orð. — Eg ann yður ákaflega — þér þurf- ið ekki að óttast það, fullvissaði hún Loveland. Eg hefði ekki sagt eitt orð — eg hefði beðið þar til þér hefðið op- inberað hug yðár ef ekki hefði staðið svona sérstaklega á. — Eg vona að eg sé of kurteis mað- ur til að — — En hann komst ekki lengra. Hún tók fyrir munn honum með litlu, feitu hendinni. — Eg veit það. Eg veit það. pað var einmitt það, sem eg sagði. pér þurfið ekki að tala það, flýtti hún sér að segja. Við verðum að strjúka og gifta okkur. Svo fyrirgefur pabbi okk- ur. Hann mundi ekki þola að mér liði illa. En það þýðir ekki neitt að spyrja hann fyrst. Hann------------ — En góða stúlka mín, eg hefi ekki hugsað mér að spyrja hann---------- — Nei, auðvitað ekki, þér eruð ekki svo heimskur. pað er hans einlægur vilji að eg giftist Cohen, en eg vil ekki sjá hann. Hetjan mín, eg vil giftast þér á morgun. — Nei, það viltu ekki, sagði Alex- ander. peir stóðu í dyrunum hann og Co- hen. Honum hafði tekist að telja gamla manninn á það að yfirgefa salinn. — Hvorugt þeirra, sem sátu þarna inni, hafði hugmynd um hvenær dymar höfðu verið opnaðar og vissu því ekki hve lengi þeir höfðu hlustað. - Unga stúlkan stóð þreytulega upp og um leið og Loveland spratt upp af stólnum, greip hún handlegg hans og þrýsti sér upp að honum. — Fanturinn yðar, að ætla að ginna liana til að flvtja burt með yður, hvæsti Alexander, örvita af reiði. — Eg hefi ekki--------byrjaði Valur ergilegur. — Hvað segið þér? öskraði Gyðing- uíinn. Haldið þér að eg trúi því, að hún hafi beðið yður að eiga sig. Loveland hrökk við eins og Alexander hefði barið hann. Hann roðnaði upp í hársrætur. Hann leit ósjálfrátt á Isi- dóru, sem horfði bænaraugum á hann. Hlífið mér, sagði hún með augnatil- litinu. — Nei, eg óska ekki að þér trúið rf, sagði hann. Fyrir nokkrum tíma hefði honum þótt ið hlægilegt að hann léti svívirða sig fyrir Isidoru. En nú fann hann ekkert til þess. — Bölvað vesalmennið yðar! sagði Alexander. Skammist þér yðar ekki. — Nei, svaraði Loveland. — pað sýnir hver þér eruð. pér eruð þjófur, sem reynið að stela dótt- ur minni vegna þess að þér haldið að ér getið fengið peninga hennar. — Ó, pabbi, hann elskar mig. Pað er bara eg sem hann vill eiga, kjökraði Isidora. — pú ert sauðkind Issie, annars mundir þú ekki trúa þessu, sagði Alex- ander og mýktist við tár hennar. Pessi svikari — lygari — — Ef þér væruð yngri munduð þér ekki dirfast að segja það. pað eruð þér sem ljúgið, tók Loveland fram *í fyrir honum. — Hvað segið þér ? Kallið þér mig lygara? pér, svikarinn, glæpamaðurinn, hvæsti Alexander. Og um leið ruddist hann að Loveland og lamdi í kring um sig eins og óður maður með báðum höndum. Isidora hljóðaði og greip í handlegg föður síns og hrópaði af öllum mætti að hann væri vondur, hræðilegur og óþakklátur við þann mann, sem bjargað hefði húsi hans frá því að brenna. — Verið þér ekki hræddar, eg ber hann ekki aftur, það veit hann, sagði Loveland og friðaði með því Isidoru. — pað veit hann vegna þess að þér eruð raggeit, æpti Alexander. pér eruð komnir hingað til þess að svíkja, en yður hefir ekki lánast það. Pað er ekki yður að þakka að þér sitjið ekki í fangelsi. Hafið þér yður nú burtu úr mínum húsum hið fyfsta — skiljið þér það — fljótt. — pað er einmitt það sem eg þrái svo innilega, sagði Loveland. Farvel ung frú Isidora. — Ó, — yfirgefið þér mig til fulls, Jesvs Willard sigur á honurn í Hav- anna eftir harða viðureign. Lét blá- maðurinn sig ekki fyr en í 26. at- rennu. Fyrir þetta frægðarverk varð Jess Willard átrúnaðargoð þús- unda manna og hefði þó yerið gert enn meira úr sigri hans, en raun varð á, ef stríðið hefði eigi staðið yfir og fjötrað hugi allra manna. Willard fékk þó ekki haldið heimsmeistaratitTinum lengur en þangað til í júlí í sumar sem leið. Þá beið liann ó.sigur í Toledo í Ohio fyrir 24 ára gömlum pilti, sem Jack Dempsey heitir og er hann síðan heimsmeistari. Pil tur þessi er ekki lamb að leika við. Hann hefir kept 35 sinnúm op- inberlega í hnefaleik og haft sigur 31 sinni. Hefir hann að eins einu sinnum hefir sigrað með „knock- out“, þar af 22 sinnum í fyrstu at- rennu. Nú hefir franskur hnefleikari, Carpentier að nafni, skorað á hann að mæta sér í hnefaleik hvar sem vera skail, og skuli þeir keppa um heimsmeistara-titilinn. Hefir Car- pentier sett 50 þús. franka trygg- iugu fyrir því, að sér sé alvara. Carpenter þessi vann nýlega frægan sigur í Englandi á hnefa- leikaranum Beckett og óx honum svo áræði við það, að nú vill hann verða heimsmeistari. --------o--------- Grafir Bandaríkjamanna. •Stærsti kirkjugarðurinn fyrir Bandaríkj ahermenn er féllu í Ev- rópu er í Romagne í Prakklandi. Eru þar greftraðir yfir 21,500 Ame- ríkumenn. Kemur þangað svo mik- ill fjöldi gesta, til þess að vitja grafa ástvina sinna að orðið hefir að reisa gisiihús þar í grendinni. Er það Rauði krossinn, sem geng- ist hefir fyrir því, að reisa húsið. Næst-stærsti kirkjugarður Ame ríkumanna er í Thiaucourt. Manntjónið í ófriðnum. Sainkvæmt skýrslum,er hermála- ráðherra /Bandaríkjanna hefir gefið út, hafa samtals 7,450,000 hermenn fallið í orustu í heimsstyrjöldinni. hrópaði Isidora. Pabbi, láttu hann ekki fara þannig. Hann — hann á enga sök á þessu. Hún hikaði við. Svo sigr- aði óstjórnleg löngun hennar til þess að fá að vera enn lengur meö Love- land. — pað var eg, sem —---------- — Veriö þér ekki að þessu, sagði Loveland, þér gerið ekkert gagn með því. En eg skal ekki gleyma vingjam- leik yðar. Við sjáumst ekki framar Pér verðiö að gelyma þessu kvöldi og giftast þeim manni, sem gerir yður hamingjusama. Farvel aftur. Og um leið og hann rauk út úr dyrunum, þeytti hann Cohen langar leiðir eftir gólfinu. Einn þjóninn, sem hafði heyrt og séð alt saman, hljóp á eftir Loveland til þess aö gefa honum það heillaráð að heimta peninga af Alexander. — Hann er slæmur maður, sagði þjónuinn. pér hafið orðið til þess að afla honum mikilla peninga, og nú rek- ui hann yður burtu án þess að borga yður. — Eg fæ aldrei einn eyri hjá því kvikindi. pað er árangurslaust að reyna það, sagði Loveland þunglega og sá í anda ótal skip halda austur um hafið án hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.