Morgunblaðið - 20.01.1920, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1920, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Alit.AlAAlAjMa. H910UIBL1ÐIS aitstjóri: Vilh. Tinien. Btjórmnálaritstjóri: Einar Arnórsson. Kitstjórn og afgreiðsl* í Lækjargötu 2. Sítai Ö00. — PrentemiCjuaími 48. Keiaur út *lla daga vikunnar, a8 uiiitudögum undanteknum. Eitstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kL 10—12. Eelgidaga kl. 1—3. AfgreiCslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýaingum sé skilaC annaChvort i afgreiðsluna eCa í ísafoldarprent- BEiiCju íyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaCs, sem þ»r eiga aC birtast í. Auglýaingar, sem koma íyrir kL 12, fá aC öllum jfanaCi betri staC í blaCinu (ú lesmálssíCum), en þ«r sem síCar koma. AuglýsingaverC: Á fremstn síCn kr. 2.00 hver cm. dálkabreiddar; á öCnun siCum kr. 1.00 cm. VerC blaCsins er kr. LB0 á mánuCi. sveitir komu hinum aðþrengdu til hjálpar, og nóttin breyttist aftur í 4ag. Það var sem vorleysing eftir vetur. Frá þúsund vatna landinu berst í dag þakklæti og bæn til himin- sala. Söfnuður Guðs á Norðurlönd- um tekur þátt í hinni sameiginlegu bæn, og vér erum beðnir að vera með. Vér böfum svo mikið að þakka, það befir verið farið svo vel með oss á þessum alvörutímum. Vissulega er það oss ljúft að l'áta vora bæn sam’einast bænum bræðra ■og systra á Norðurlöndum, með d jörfung og trúargleði, með þakk- læti og bæn, viljum vér koma fram fyrir auglit Drottins. Almáttugi, eilífi Guð, himneski faðir vor á hæðum. Vér, sem búum í duftinu, þökkum þér, að umönn- un kærleika þíns fylgir oss á jörð- inni, af því að það er þinn vilji, að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum. Miklar þrengingar hafa geysað um beimilnn, en á þrenginganna tíma befir oss, sem hlíft befir ver- ið, bent til þeirra, sem í neyð hafa búið. Það er gleði vor, að vér á þessnm degi megum sameinast öðr- um þjóðum Norðurlanda fyrir aug- liti þínu. Nú. leitar þá þakklæti vort til þín, sem ákveður fyrirsetta tíma ■og takmark bústaða þjóðanna, og vér biðjum þig, að veita binu finska ríki iþína náðarsamlegu bjálp, að kirkja þín megi framkvæma starf sitt meðal þeirrar þjóðar, svo að emdrægui.. og bróðurbugur megi búa þar, og húi djúpu sár á þjóðar- likamanum læknast. Lát' vora þjóð og allar þjóðir Norðurlanda komast nær þér, sem vér lifum, hrærumst og erum í, svo að þú í þeim löndum megir eiga þjóð, sem játar þitt nafn, syngur nm þig og talar um þig á binum norrænu tungum og breiðir út kær- leika og rétt til náunga síns. Lít í náð til allra þjóða jarðar- iimar og lát þær í friði lifa hér á húium flughraða tíma, og lát bið uuaðarsæla og lífgandi fagnaðar- erindi berast til þeirrft og nafn þíns eingetins sonar verða það nafn, sem •öil kné beygja sig fyrir. Blessa þú þjóð vora, varðveittu heimili vor og öll iandsins böm, NORDISK ULYKKESFORSIKRINGS A.S af 1898. Slysatryggingar og Ferðavátryggingar. Aðalumboðsmaður fyrir Island: Gunnar Egilson Ilafnarstræti 15. Tals. 608. uppræt hið illa, efl bið góða, styrk hið veika, lífga hið dauða, hugga þú hrelda og niðurbeygða, 'efl fals- iausan kærleika og bróðurhug, blás afli í brotinn hálm og breyt fþú nótt í dag. Amen. Á undan prédikun var sungið „Þig guð, vor drottinn, göfgum vér“ (Te deum nr. 2), en á eftir pxédikun var sunginn sálmurinn m 463 „Sjá, þann binn mikla flokk stm fjöll“. Bisknp sendi erkibiskupi Finn- lands s vobl j óðandi heillaóskaskey ti: „Kirkja íslands samfagnar systur- kirkjunni finsku á þessum miun- ingardegi og árnar Finniandi guðs blessunar' ‘. ....... ■ ■■■ Island ídönskumblöðum „Den fjeme danske Ö“. Síðan sambandslaganefndin var bér í fyrra, befir íslands og ís- lenzkra m'ála verið getið miklu oft- ar í dönskum blöðum beldur en áð- ur var. En þrátt fyrir það, þótt sambandslögin sé nú meira en árs- gömul og ísland hafi jafn iengi haft pólitískt fullveldi, bryddir enn á því, að Danir bálda að Island sé danskt. Skulu bér tilfærð tvö ný dæmi því til söxmunar. í sumar sem leið kom hingað danskur kennari, öle Andersen frá Lemming. Ferðaðist hann hér með styrk frá Dansk-íslenzka félaginu. „’Siikeborg Venstreblad“ segir frá því, að í desember hafi Andersen baldið „fróðlegan fyrirlestur“ í Kjellerup nm ísland og för sína „til denne fjerne danske Ö“ (til þess- arar fjarlægu dönsku eyjar). í „Sund Sans“ er grein hinn 28. desember, sem heitir „Dansk Jnl i det höje Nord“. Byrj>ar greinin þannig: „Nú eru eigi framar haldin dönsk jól í brakandi sólskini og hvítu mússulíni —sögu hinnar vest- indísku Danmerkur er lokið; nú er þeim bluta ríkisins breytt í 100 miljónir af amerísku gulli, sem liggja í ríkissjóði. Nú er allsstaðar vetur um jólin, þar sem „Danne- brog“ blaktir yfir danskri fold. Síðan er sagt frá jólasiðum á Grænlandi og Færeyjum og svo kemur þetta um Island: — I höfuðborg fslands, Reykja- vík, eru jólin með mjög líku sniði og í Kaupmannahöfn. En í isveitun- um á Norðurlands víðáttunum bafa jólasiðir haldist óbreyttir í mörg hundruð ár, alt frá miðöldunum. Þegar börnin hafa verið færð í heitt bað á jólakvöldið, fá þau spánný föt til þess að fara í. Klukkan sex er iesinn húslestur og að honum loknum hefst hin mikla átveizla. Það er borinn fram svo mi'kill mat- ur, að hjúin hafa leyfi til þess að taka frá og geyma stóran skerf til þess að gæða vinum sínum og kunn- ingjum á síðar, er þeir koma í heim- sókn. Þegar menn hafa matast, er hverjum gefið kerti. Á jóladaginn er messað og fá all- ir kirkjugestirnir kaffi á eftir. Er orðið dimt áður en þeir seinustu komast á stað. Og þá eru jólin liðin í íslenzku sveitunum. rxijjjjjTmi-fjrrrnrnri iwxx nnrmni f r r P. W. Jacobsen & Sön Timburverzlun Stofnuð 1829 Kaupmannahöfn C, Carl-Lnndsgade. Simnefni: Granfnrn, New Zebra Code. (Selur timbur I stærri og smærri sendingum frá Kaupmannahöfn Einnig heila skipsfarma frá SviþJéð. Að gefnn tilefni skal tekið fram, að vér höfnm engan ferða-nmboðsmann & íslandi. Biðjið um tilboð.-Að eins heildsala. cniLUTnmiiitnmiirnuiiiMiiiiiE Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þií fekst hann. Olíufatnaður svo sem: Kápur allskonar, Boxur, Ermar, Sjóhattar, Svuntur, Skálmar, Pylsr Stakkar, siðir og stuttir, af beztu tegund. Sokkar fyrir sjómenn, bæði isl. og enskir, Vetlingar, Peysur úr alull, bláar og brúnar. Vatt-teppi. Vélamannafðt af beztu tegnnd. .íjóðin Yaknaf" Trawl doppur. — Buxur úr Álafoss-taui. Allar þessar vörur seldar afar ódýrt. I Nýja Bíó verður í fyrsta siuni í kvöld sýnd sú mynd, er eúma mesta eftirtekt hefir vakið í heim- inum. Er því ekki úr v>egi 'að vér segjum leseudum vorum dálítið frá því, hvernig myndin varð til. Það er kvikmyndasnillingurinn Sigurjön Pétuisson Sími 137. Hafnarstræti 18. Kvoldskemtun heldur kvenfélag fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, fimtudaginn 22. þ. m. kl. 8i/2 e. m. strmdvíslega. SKEMTISKRÁ: 1. Orkester: Þórarinn Guðmundsson, 2. Lesið upp kvæði: Jens B. "Waage. 3. Samspil: Þórarinn og Eggert Guðmundssynir. 4. Karlakór. 5. Danssýníng: Sigurður Guðmundsson. 6. Einsöngur: Sigurður Yilhjálmsson. 7. Upplestur: Síra Bjarni Þórarinsson. Húsið verður opnað klukkan 8e. m. r' Skemtim þessi verður áreiðanlega hin fjölbreyttasta á vetrinmn, og þar að auki til styrktar líknarsjóð félagsins Styðjið gott fjrrirtæki! Salurinn verður vel npphitaður. STJÓRNIN Aðgöngumiðar seldir í Bókverziun Isafoldar allan miðvikudaginn fyrir kr. 3,00 og fimtudaginn til kl. 4 fyrir kr. 2,50, eftir 'þann tíma íIðnó. ameríkski, Griffith, sem hefir séð mn töku myndarinnar. Kom honum það fyrst til hugar árið 1913 að gera, þessa mynd og gekk hann þá að því verki með venjulegri rögg- semi. En í heilt ár var hann að und- irbúa myndtökuna, útvega fatnað, hermenn, hesta, f'allhyssur o. s. frv. Var hann í átta mánuði að safna sainan öllum þeim hlutum, sem hann þurfti til myndarinnar. Síðan voru kvikmynduð 500 mismunandi atriði og 18,000 menn og konur og 3000 hestar koma fram í myndinni. 140,000 fetuin af film var eytt til myndarinnar, en 128,000 fetum var fleygt. Öll filman er því 12,000 fet og tekur rúmar tvær klukku- s tundír að sýna hana. Það var auð- vitað mikið og vandásamt verk að stytta filmuna svona mikið án þess að efnisheildin skertist að mun, enda var Grffitli í hálft ár að því. Enginn maður er jafn bruðlun- arsamur á hráfilm s'em Griffith. Er hann svo vandur að leik manna, að einn leikandinn varð 18 sinnum að leika jafn vandalaust atriði og það, að gægjst í gegn um rifu, áður en Griffith líkaði. Myndin sýnir þrælastríðið í Bandaríkjnnum, morð Lincolns og svertingjanppreistina þar á eftir. Studdi Bandaríkjastjórn Griffith eftir mætti við myndtökuna. Meðal annars lét hún hann fá stórt hérað í Kaliforníu til þess að leika í, lán- aði honnm 500 riddara, stórskota- lið og fallbyssur. Eru orustusýning- arnar þvx svo eðli’legar, sem fram- ast má verða. Margra mílna lang- ar skotgrafir voru gerðar og tal- sínxi var lagður eftir endilöngxim vígstöðvixnijm. Sjálfur var Griffith lí'ngt í hurtu en stýrði herliðinu með skipunum í síma, alveg eins og hershöfðingi í orustu. Margar orustumyndirnar voru teknar að næturþeli, til þess að hinar springandi tundurkúlur nyti ’sín betur. En einu 'sinni lá við slysi. Þá átti að skjóta niður hús nokkurt með reglul'egur sprengikúlum. Griffith hafði fengið tilkynningu um það, að alt væri tilbúið, og skot- hríðin hófst. En einnxitt um það sama leyti hafði einn af læknum leiðangursins og þrír aðstoðarmenn hans, farið nin í þetta hús með maniij sem hafði lim’lests í einum bardaganum. Var það með herkju- brögðuni að þeir fengi forðað sér áður en sprengikúlurnar tættu hús- ið í sundur. No'kkru áður ’ en allar oirustu-' myndirnar vorn teknar, vildi það slys til, að hestur féll með Griffith og hann stórslasaðist. Lenti þá alt í uppnámi, því að enginn gat tekið við af honum. Læknarnir harð- bönnuðu Griffith að vera á fótum og var hann fluttur á sjúkrahús 50 mílur á bnrtu frá „vígstöðvunum“. En Griffith varð ekki ráðalaus. Hann lét leggja talsíma inn að rúmi sínu, hafði þar hjá sér gríðarmik- inu uppdrátt af herstöðvxxnum og afstöðu herjaxxna og skipaði svo fyrir í gegn um símann um sókn og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.