Morgunblaðið - 03.02.1920, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1920, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ , AftU? gÖDgUr Hemaðarandiim þýzki lifir enn. ÍSitt af hinum stærstu markmið- nm bandamanna í stríðinu var það, að grafa ræturnar undan hernaðar- anda Þjóðverja og steypa honum af stóli. Og óefað hefir höfunduih frið- arsamninganna tekist að minka á- hrif hans um lengri tírna í alþjóða- stjómmálum. En engin öfl geta al- gerlega drepið hann eða rutt honum úr vegi. Til þe«s er hann alt of sam- vaxinn öllu þjóoérnislífi Þjóðverja og þeim hugsunarhætti, sem ríkj- andi var fyrir stríðið í meginþorra þjóðarinnar. Að minsta kosti segja erlend blöð, að ekki líði svo heill anánuður, að ekki sjáist glögg merki þess, að þernaðarandinn sé enn vel lifandi. En áhrif hans eru nú ekki eins víðtæk og hafa að eins folarfsvið innan landsins. Einkanlega hafa mikla athygli vakið tvö mál, sem komið hafa fyr- ir herréttinn, og bæði hafa verið útkljáð nú í desember síðastl, við hermáladómstólinn í Berlín. Annað þetta mál var Marloh-málið. Var liðsforingi einn, Marloh, sakaður um morð vegna þess að hann lét fokjóta 29 menn í óeyrðum innan hersins, án þess að þar lægi nokkurt hegningarvert athæfi til grundvall- ar. Herrétturinn dæmdi hann sýkn- an, og færði fram þær áfstæður, að liðsforinginn hefði álitið að hann gerði þetta eftir skipun. Eri alt mál ið varpaði hinu skýrasta ljósi yfir alla þá lygi, hræsni og ómannúð, sem ríkir enn innan þýzka hersins. Hinu málinu var lokið 30. des. síðastl. Annar liðsforingi, Hiiller, hafði verið kærður fyrir herréttin- um fyrir að hafa misþyrmt nokkr- um hermönnum sínum, og hafði 1 ááið af þeirri meðferð. Vitnaleiðsi- an leiddi í ljós hryillega meðferð á hermönnunum. Einn hafði verið bundinn við tré og barinn síðan í andlitið af liðsforingjanum og síð- an hneptur í jarðhús eitt, hálffult af leirvatni. Var hann látinn hungra þar. En liðsforinginn var að eins ■ciæmdur í 7 vikna fangelsi. Er það Skipa og bátamótorar Stærð s—500 hestöfl ;frá 1—4 cyl. Þeir eru gangskiftilegir — — með afturtakstæki — — — hreyfanlegum ^^H.jskrúfublöðum. "Sparneytnir, ábyggilegir og endingargóðir Munktells mótorar eru af nútímans beztu gerð, sem á heims- markaðinum eru, þeir eru mjög sparneytnir og ganga með öllum tegundum af hráolíum Munktells mót.orar eru bygðir úr sérstak- lega góðu og traustu efni, undir eftirliti Lloyd’s og Veritas og reyndir af hinni svensku ríkisreynslu- stöð. Nútímans beztu kúl- uleg S. K. P. eru not- uð og eykur það mik- ið gildi mótorsins, þar sem þau þurfa litla __ pössun, lítinn áburð og gera núniogstap niótorsins langtum minna en í öðrum vélum, þar af leiðandi verður eldsneytiseyðslan mikið minoi, sem og öll önnur útgjöld við vélina. Notkun S. K. F. kúlulega hefir einnig í för með sér þann mikla kost, að legin bræða ekki úr sér eins og oft á sér stað á öðrum mótorum Gangráðurinn er sérstaklega góður og nákvæmur, 0g verkar við hina minstu hraðabreytingu, þannig að mótorinn stöðugt gengur rólega og af því leiðir, að ending vélarinnar verður betri. Munktells mótorar ganga mei eða án vatnsinnspýtingar en með sjálfverkandi vatnsinnspýtingu gefa þeir alt að 40% yfirkraft. Munktells mótorar eru að mé gu leyti miklu framar öðrum l.flokks mótorum og ætti þeir, sem þurfa að fá sér mótor, því ekki að fe, ta kaup annarstaðar fyr en þeir hafa aflað sér ýtarlegra upplýsinga um þessa ágætu vél. Allar upplýsingar gefur ól. Th. Sveinsson, fyrv. mótorfræðingur Fiskifélags íslands. — Sími 631. — Símnefni „Surveý Munktells mekaniska Verkstads Aktiebolag ESKILSTUNA SWEDEN f'5T> ".T3T?’ '■ ........................................................................................... Aðalumboðsmaður fyrir I«tlaeid e.r Halldór Eirfksson. (jtvirætt merki þess, að hernaðar- andinn lifir enn innan herréttarins. Og þessi dómur þykir koma í bága við "alla réttarineðvitund. Hefir hann sætt miklu umtali í þýzkum blöðum af öllum flokkum. Stjórn- arblaðið „Worwarts" segir meðal annars þetta um hann: „Þessi dómur, sem ekki er iangt frá sýkn- un, er alt að því dæmalaus. Það er ekki óeðiilegt, þótt þeir, .sem tekið hafa þátt í stríði, finnist 'lítií virð- ing vera borin fyrir heilbrigði og lífi þeirra manna, sem leggja krafta sina fram fyrir fósturjörðina. Það er ekki til neins að leyna því, að -starf herréttarins er mjög vel fall- ið tii að veikja friðinn meðal þjóð- arinnar innbyrðis og styrkja þá tkoðun meðal erlendra þjóða, að hinn miskunnarlausi hernaðarandi sé. enn með fuliu lífi hér. Það er kominn tími til, að herrétturinn hverfi algerlega úr sögunni.11 Það er því enginn efi á því, að beimurinn hefir ástæðu til að gleðj ast yfir því, að það voru ekki þýzku vopnin sem áttu sigri að lirósa í stýrjöldinni miklu. Enginn veit, hve mörgum saklausum hefði blætt, ef: hernaðarandinn hefði enn f engið byr undir blóðuga vængi sína. Biðjið kaupmenn yðarumSEROS sápu. Myndin hér að ofan er til sann- indamerkis um það, hvað sumsstað- ar í Bandaríkjunum hefir verið LoYeland láYarður fiunur Ameríku. EFTIR C. N. Jg A. M. WILLIAMSON. 47 eigin spýtur, þá er þaS gagnslaust fyrir hana. Hún megnar ekkert. Nafn henn- ar er hvergi þekt. paS hefir aldrei staS- ið á auglýsingum vorum. Það sá eg um frá byrjun. Og hvað mynd hennar snert- ir þá hefir hún ekki mikinn stuöning af henni því húu lítur út eins og ugla, sem alla hræðir. Vi'S þurfum ekki annað en að senda skeyti til Newyork eftir stúlku í staðinn og síðan getum við byrjað sýningar eftir nokkra daga. pannig horf ir málið við. Þér skiijið alt saman. — Eg held að eg geri það, sagði Loveland. — Og hvað ákveðið þér þá? — Hið sama og áður. , — Gerið þér það! pér eruð mesti bjáni. Þér viljið ekki þyggja það gott sem yður er boðið. — Eg vil minsta kosti ekki þyggja það, sem þér hafið boðið mér. Hún spratt upp af Stólnum eldrauð i andliti. — Gott! pá hefi eg engu öðru við að bæta, en því, að eg óska yður til ham- ingju með valið. Farvel! — Farvel, sagði Loveland og stóð upp og gekk til dyranna. — Bíðið eitt augnablik, hróaði húnn á eftir! honum. Heyrið þér, þér eruð ekki sæmdarmaður ef þér farið að fleipra eitthvað með þetta. — Eg hefi lofað að segja ekki eitt orð. — Munið eftir að efna það loforð. Eg þvæ hendur mínar, hrópaði frúm í leiði. Og Loveland áleit það síðasta orðið og hafði sig því á burt í skyndi. Loveland liafði skift skapi við þesa síöustu fregn. Honum var farið að >ykja vænt um Lisle, ekki eingöngu vegna vináttu þeirra Bills og hennar lieldur fyrir kosti hennar sjálfrar. Hún var að upplagi ágætis stúlka, þó ekki væri hún aðalsættar. Og ef hún yrði lieppin, þóttist Loveland sannfærður um að hún gæti orðið ljómandi leikkona. ?ó gat hann ekki aðvarað hana vegna jessa heimskulega loforðs sem hann hafði gefið. páð var honuin alveg nýtt að bera kunningja sína fyrir brjóstinu. En nú var hann búinn að læra hvað það er að standa uppi vinalaus, þegar örðug- ieikamir flyktust að manni. Hann fann því til innilegrar samúðar með Lisle, og það var ekki um það að ræða að skifta um skoðun, hvað sem tæki við. Hann gat ekki hugsað sér neitt úrræði ur því hann var neyddur til að þegja. En þó var ein von: Nýtt félag varð ekki stofnað á einu augnabliki. Og nú var laugardagur. Hann vonaði að heyra einhverjar fregnir að heiman eftir viku, og launin átti að borga eftir eina viku. Þá hefði hann þó þá 10 dollara, sem hann var búinn að vinna fyrir með sut- um sveita. Allir vom nú komnir til leikhússins nema hann, Jacobus og Binny, sem kvaldist af hósta og fór Þv' ekki úr herberginu fyr en á seinustu stundu. Launin voru nú ekki borguö út þenn- an laugardag, þó svo ætti að vera. Jaeobus lét meðlimi félagsins vita að þeir yrðu að bíða til næsta ]augardags. Bærinn, sem hann hefði í hyggju að sýna list þeirra í, væri allstór og fjöl- mennur, og því væri nokkur von um betri afkomu þar. Sumir betluðu út úr honum fáeina dollara. En Loveland tók það með inestu ró, eins og allar þær raunir, sem örlögin létu honum að hönd- um bera. par sem þeir vom nú borðuðu þeii morgunverð frá 7—8 en stundum fyrir sérstaka náð til 8%. Gg kanni ekki allir á tilteknum tíina niður til að borða varð uppi fótur og fú. En Loveland ætlaði að koma í allra seinasta lagi þenna sunnudagsmorgun. Hann ætlaði að fara 8%. Binny lá í rúminu, því Loveland liafði boðið honum að færa honum eitthvað upp borða. Við horðið sátu ekki aðrir en Lisle, Winter og kona hans. Þótti honum það undarlegt, því hitt var vant að vera miklu fyrr að borðinu. — pað er undarlegt að hingað hefir cnginn þeirra komið enn. Þau skrifuðu iill á spjald á dyr sínar, að þau vildu enga truflun. pað mátti ekki hita upp hjá þeiin og þau vildu engan morgun- verð. Spjöldin eru enn á dyranum. Þetta Iiefir aldrei komið fyrir í öll þau ár, sem eg hefi þekt þau. Frú Winter rak út úr sér þessa romsu á milii hit- anna. Loveland roðnaði dálítið við að heyra þetta en sagði ekki neitt og flýtti sér eð borða. Gat nokkurt samband verið á milli þessarar innilokunár og þeirrar uppástungu, sem hann hafði heyrt kvöldinu áður? Hann bjóst ekki við, að uppástungan yrði framkvæmd svo fljótt En nú var full ástæða til að Glltofna áb eiður «*ða söðalklæði vil eg kaupa Vilh. Finseu, rits^jóri. gengið rækilega að því að útrýma áfenginu. Sýnir inm hina vísu feð- ur í Zion City (Illinois), þar sem þeir ern að hella guðaveigunum nið ur í afarmikið trog, en úr því renna þær aftur niður í skolpræsin. En afleiðingarnarverðaþar hinar sömu og annarsstaðar. Þegar góðu drykk irnir eru bannfærðir, fara menn að drekka allskonar ólyfjan. Verður ekki annað sagt, en bannöldin í Bandaríkjunum byrji mjög glæsi- lega: 137 menn blindir og 149 dauð- ir af ólyfjan síðan bannið komst á. Ekki er furða þótt bannmenn þar vilji færa þessa blessun yfir allan heim. Annars skal þess getið, að um nýárið handsamaði lögreglan i New York 5 menn, sem grunaðir voru mn það að hafa búið til þetta nýja Whisky. En þar með er ekki . ppsprettuimi lokað og heima- bruggun fer daglega í vöxt. Sjálfstæði Póllands. Benedikt páfi hefir gefið skipun um það, að altariskerti, sem Pius IX. fyrirskipaði að geyma í pólska skólanum í Róm „þangað til Pól- land fengi aftur sjálfstæði sitt“, skuli nú sent til Warschau. Kolanámumar hjá Lens. Samkvæmt fregnum frá Frakk- iandi, verður eigi iokið að gera við gkemdirnar á kolanámunum hjá Lens fyr en árið 1928. Þó er von- ast eftir því, að hægt verði að starf- rækja námurnar að einhverju leyti þegar á næsta ári. halda að hún væri komin í framkvæmd að sumu leyti. Hann snaraðist því að dymnum þar sem bræðurnir bjuggu, þegar hann var búinn að borða og drap heldur harka- lega á dyr. pað korn ekkert svar. Hann barði emi betur að dyrum. Og í þriðja sinn svo hressilega að enginn svefn hefði staðist slíkt. Gestgjafinn, sonur hans, kona og margir ferðamenn voru komnir fram á ganginn við hávaðan. — Annaðhvort eru þeir dauða- dmkknir eða þá stroknir, sagði einn. — Drottinn minn! Jaeobus hefir ekki borgað mér enn, hrópaði gestgjaf- inn og gula andlitið varð enn gulara. Hann hljóp að dyrunum og lamdi á jær eins og örvita maður. — Svikararnir! pað er ekki nóg með það, að þeir hafi svikið mig um borg- nnina, heldur neyða þeir mig líka til að brjóta upp mínar eigin dyr, kjökr- aði gestgjafinn. En til allrar hamingju var þama einn sem var mesti snillingur 1 því að stinga tipp skrár, svo dymar vom opnaðar á skömmum tíma. Rúmið var óbælt og herbergið var tæmt af öllum þeim mun- um, sem Jacobus átti að eiga þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.