Morgunblaðið - 10.02.1920, Side 2

Morgunblaðið - 10.02.1920, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ M* Af .j>lv JK, *IKJ- ,'V>A». Htfc Hfa, Afat, MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri: Vilh. Finsen. AfgreiSsla í Lækjargötu 2 Sími 500. — Prentsmiöjusími 48. Ritstjórnarsímar 498 og 499. Kemur út alla daga vikunnar., a mánudögum undanteknum. Ritstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Afgreiöslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaShvort á afgreiSsluna eða í ísafoldarprent- smiöju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaSs, sem þær eiga a'ð birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá aS öllum jafnaSi betri staS í blaSinu (á lesmálssíSum), en þær sem síSar koma. AuglýsingaverS: Á fremstu síSu kr. 3.00 hver em. dálksbreiddar; á öSrum síSum kr. 1.50 em. VerS blaSsins er kr. 1.50 á mánuSi. Svo sem kunnugt er, á danska stjóruin um 300 smálestir af kol- um inni í Viðey, sem ætluð eru Is- lands Palk. Mestan hluta birgða þessara hefir landstjórnin nú feng- ið umráð yfir til nauðsynlegra ráð- stafana, en eitthvað þarf að skilja eftir handa varðskipinu. Fór Sterl- ing inn í Viðey í gærmorgun og fekk þar nægilegar birgðir til þess að komast til Seyðisfjarðar. Og( þar á Lagarfoss einnig að fá kol, svo hann komist vestur og norður um land með mjöl og aðrar mat- vörur. íslendingar meiga vera Dönum þakklátir fyrir þessa hjálp, því það er ekki víst að skipin hefðu getað komist auvstur án hennar. Að minsta kosti hefði Lagarfoss ekki getað farið ferðina vestur og norður um land nema hann hefði fengið kol í viðbót við það sem fyrir var skipinu. Gunnar Egilson Hafnarstræti 15. Sjó- Tátryggingar. Striðs- Brnna- Líf- Slysa- Tais mi 608. Símnefni: Shipbroker. selur silRiGlúsur rceð — 10—30°/0 afsJætti Söttvarnirnar og Inflúensuhættan. Svo sem séð verður á auglýsiug- um þeim, sem að tilhlutun stjórnar- valdanna hafa verið birtar í blöðun- um, er nú ætlunin að gera alt sem unt er til þess að verja landið fyrir inflúenzu og þeim öðrum næmu sóttum sem nú ganga í Kaupmanna höfn. Mun það gleðja alla, því sum ir lað minsta kosti voru smeykir um að ekkert yrðj gert nú, frekar en í fyrra. Vér áttum tal um þetta við hér- aðslæknirinn. Sagði hann það vera fasta ákvörðun læknayfirvaildanna að gera alt hugsanlegt og fram- kvæmanlegt til þess að verja landið Þegar Nidaros kemur mun hver einasti skipverji og farþegi, ef nokkur er, verða mældur til að vita tvort þeir hafi nokkurn hita. Sé nokkur minsti grunur um að emhver sé sjúkur, hvort heldur af inflúenzu eða mislingum, verður hann tekinn í land og einangraður, en skipið síðau sett í sóttkví unz öll hætta er úti. Ekkert verður lát- ið ógert og ekkert sparað, segir hér- aðslæknir, til þess að koma í veg fyrir að næmar sóttir berist hing- að. Það gætj haft mjög alvarlegar afleiðingar, ef hér yrðu mikil veik- indi nú, þegar uær allir eru kola- íausir og fyrirsjáanlegt er að fæst hús er hægt að hita upp, þó sjúk- lingar liggi þar. Það er vonandi að læknavöldum vorum takist að verja landið uæm- um sjúkdómum. Það er nógu margt ilt, sem n'ú steðjar að hér í bæ og víðar á landinu. En vér viljum þó minna læknana á að það koma fleiri skip að iandi hér í bæ en póstskipin frá Dan- inörku, sem vissulega engu síður gætu flutt uæma sjúkdóma með sér. Nær daglega koma hingað brezkir botnvörpungar, og skipverjar af þeim sjást oft í landi. Væri ekki byggi'iegt að banna þeim með öllu að ganga á land, eða mæla þá alla áður þeir fá landgönguleyfi ? Hér dugar engin miskun. SkðrBótt fylking, Ef vér hugsum oss íslenzku þjóð- ina sem fylktan her í baráttunni fyrir tilverunni, þá sjánm vér að það er eigi að -eins þunnskipuð fylk- ing, heldur einnig mjög skörðótt. Það er auðvitað ekkert við því að íjegja, þótt fylkingin sé þunn. Við því verður ekki gert með góðu móti nema á æfalöngum tíma. En hitt er bráðnanðsynlegt, að fylkja liðinu betur, jafna fylkinguna og fylla skörðin. Með því einu móti getur þjóðin vænst sigurs. Líkt og hlutverkum er skift hér er 'hlutverkum skift með hverri þjóð. Alt frá óbreyttum liðsmanni, íil hins æðsta hershöfðingja hefir 'hver maður sitt vissa hlutverk að vinna. En sé það vanrækt að skipa menn til einhvers hlutverks, þá er allur herinn í voða. Höfuðlaus her er ósigri vígður. Eius færi um þann her, sem ekki hefði með sér verk- fræðinga, eða hjúkrunarlið, eða r jósnarlið, eða flutningalið o. s. frv. Þannig mætti lengi telja. Og ilia fer hverri þeirri þjóð, sem eigi hef- ir mönnum á að skipa til ýmissa hlutvarka. Það eru mörg hlutverk óskipuð hjá hinni íslenzku 'þjóð. Og þau skörðin verðum vér að keppast að fylla á næstu komandi árum, eða ein-s fljótt og unt er. Oss vantar t. a. vísindamenn í ýmsum greinum. Háskólinn hérna er enn í bernsku og þess verður langt að bíða að hann nái þeim þroska að 'hann verði oss einhlýtur. Og líklega verður hann það aldrei. En það má aldrei spyrjast, að það verði menningn þjóðarinnar til tjóns, að vér feng- nm vórn eigin háskóla og skildum við Dani. Þær fræðigreinir, sem ekki eru kendar við háskólann hérna, verða íslendingar að sjálf- sögðu að nema við háskóla í öðrum inenningarlöndum álfuimar. En þar sem fæstir íslenzkir stúdent- ar ern svo efnum húnir, að þeir geti af eigin ramleik brotist í gegn um margra ára háskólanám erlend- is, eru inestar líkur til þess, að þeir snúi sér annaðhvort að þeim fræði- greinum, sem þeim verða auðveld- astar, eða hverfi hreint og beint út af þeirri braut, sem þeir hafa lagt út á. Það er því nauðsynlegt, að íslenzka ríkið styðji efnilega unga menn, sem vilja leggja stund á vísindanám eHendis, taki þá hreint og beint upp á sína arma. Vísindamenska hér á landi verður ekki fyrst um sinn látiu í askana, og þess vegna er líklegt, að eigi muni aðrir gerast til þess að nema ví'sindi, en þeir menn, sem sérstak- lega eru fyrir það hneigðir, 'hver í sinni grein. Námsstyrk til þeirra á landið eigi að skera við nögl sér, því að síðar verða þeir starfsmenn alþjóðar. Þeir, sem leggja út á Vís- indabrautina fórna öllu æfis’tarfi sínu fyrir þjóðina og það verður hún að kunna að meta að verðleik- nm, einkum þar sem hana vantar slíka menn. Svo kvað skáldið: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljan hvessa, vonina glæða, hugan hressa, farsældum vefja lýð og láð. Það , er tæplega sjáanlegt, að augu íslenzku þjóðarinnar hafi opn- ast fyrir þessum sannindum, þrátt fyrir það, þótt húri hafi nú horft upp á það dag eftir dag, árum sam- an, að vísindamenskan er eitthvert r.'llra sterkasta aflið í heiminum. Það eru vísindin, sem hafa gefið framförum þjóðanna mestan og beztan byr í seglin. Vísindunum er ekkert ómögulegt. Þau byggja brú milli himins og jarðar, þau beizla hiu ósýnilegu öfl nátturunnar, þau kafa í myrkurdjúp fortíðarinnar og seilast langt inn í ljó'shaf fram- 'tíðarinnar, þau i eru það stafrof, sem mannkynið verður að læra, til þess að þekkja sjálft sig og móður sína, náttúruna. Það væri til altof mikils mælst, að ætla það, að vér gætim orðið brautryðjendur á sviði vísindanna. En án hins getnm vér ekki verið, að læra af öðrum þjóðum og færa oss í nyt þekkingu 'þeirra og reynslu. Gerum vér það ekki drög- umst vér æ lengra aftur úr, og „því er fífl, að fátt er kent1'. Er það hinn vísasti vegur til 'þess, að vér glötum sjálfstæði og þjóðerui, því að þá kunnum vér ekki lengur að berjast fyrir tilveru vorri. Þá er- um vér eins og vél, sem vantar sum h júlin, eða stýrislaust skip. Þá verð ur okkur hörpunnar dæmi, þeirrar er kúrir strengjalaus á vegg. Danskenslu fyrir börn byrja eg 1 dag kl. 5 í Good-Teactpla,rahúsinu. Þátttakendur þuiía ekki að láta mig vita fyririrfram, en koiru kl. 5; i dag á fyrstu æfingu. Börn, sem hafa verið hjá mér áður, ganga fyrir. Stefanía GuOmundsdóttir, Simaskráin 1920. Á blaðsíðu 66 í Símaskránni eru tvær prentvillnr. Þar stendur: 350 Möller Jakob 117 Möller Tage & F. C. en á að standa: 117 Möller Jakob 3SO Möller Tage & F. C. Þetta eru þeir, sem bdnir eru að fá simaskrána, góðfiislega beðnir að leiðrétta strax. DAGBÓK EDDA59202106V2—1 I. O. O. F. 101.2109 — stf. Um matjurtarækt heldur Einar Helga son garðyrkjustjóri erindi í kvöld kl. 81/2 í húsi K. F. U. M. og verSa um- ræður á eftir. Fyrirlesturinn er sérstak- lega ætlaður garöeigendum, en allir eru velkomnir, er áhuga hafa á garðrækt. Menn ættu áð fjölmenna á fyrirlestur þennan, því óefaS má sækja þangað góða fræðslu á máli því, er um ræðir. Og aukin garðrækt ætti að vera eitt af aðaláhugamálum bæjarbúa. ísland fór frá Kaupmannahöfn í fyrradag áleiðis hingað. Á að koma við í Leith. Botnía kom til Kaupmannahafnar síð astliðinn sunnudagsmorgun. Nidaros kemst ekki frá Þórshöfn fyr en í kvöld í fyrsta lagi. Sterling fór héðan í gærmorgun áleið is til Kaupmannahafnar. Farþegar voru sárfáir; meðal þeirra var Guðmundur Hávarðsson fyrrum konungsekil). Eigi tókst að gera við rafljósavélina meðan skipið stóð við hér. Firðtalstæki þau, er sett voru í Ster- ling í Kaupmannahöfn í síðustu ferð þess, hafa enn eigi verið reynd svo, að seljandinn, O. B. Arnar kaupmaður, vilji afhenda þau. Er sú ástæða til þess, að tækin fá rafmagn frá sömu rafvél- inni, sem framleiðir rafmagn til ljósa, og þegar hún bilaði, varþ ekki hægt að nota stöðina. En áður en rafvélin bil- aði, meðan skipið var fyrir Austfjörð- um, talaði Arnar þráðlaust við Seyðis- f.jörð og tókst það ágætlega . Er því stöðin tilbúin til notkunar undir eins og hún fær rafmagn. Þó vántar enn sérstak an klefa fyrir áhöldin. Frú Agústa Svendsen varð 85 ára í gær. Alþingi. Fundur í Sameinuðu þingi verður kl. 10 árd. í dag. Fer þá fram kosning embættismanna og iná vel vera, að í dag verði og gert út um kosnkiga- kærurnar, sem fram hafa komið. Lagarfoss kom hingað í gærmorgun frá New Ýork'. Hafði meðferðis einn íarþega, Jóhann Ólafsson stórkaup- mann. Af vörum flytur skipið 800 smáL af hveiti til landsverzlunarinnar og nokkuð af vörum til kaupmanna. Johann Ólafsson segir horfur illar í Á meríku, dýrtíð sé þar afskapleg og all- ar vörur hafi hækkað mikið í verði síðustu mánuðina og haldi áfram að hækka. Samvinnuskólinn, sem haft hefir að- setur sitt í Iðnaðarmannahúsinu, mun flytja um næstu mánaðamót upp í hi'ð nýja hús Sambandsins við Ingólfs- stræti. —O— Sóttvarnartíma skipa, sem frá út- löndum koma, hefir stjórnarráðið nú iengt úr 5 dögum upp í 7 daga. Skip, sem hingað koma og eigi hafa verið T daga í hafi, verða sett hér í sóttkví. Hvað Nidaros snertir, sem hingað er væntanlegur næstu daga, þá hefir ekki enn verið tekin ákvörðun um það skip.. Það kemur undir því, hvaða ráðstafan- ir yfirvöldin í Færeyjum hafa gert,.. rneðan skipið lá þar. En svar við fyrir- spurn stjórnarráðsins um þetta var ekkí komið í gærkvöldi. Alþýðuvinur, myndiii sen» Nýja Bíá hefir sýnt undanfarið í mörg kvöld fyr- ir troðfullu húsi áhorfenda, þykir ein með allra beztu myndum, er hér hefir verið sýnd. Fer þar saman ágætt efni og fyrirtaks leiklist. Myndin verður sýnd enn í nokkur kvöld, svo öllum gef- ist kostur á að sjá hana. Barn varð undir bifreið í Hafnar- firði nýlega og meiddist eitthvað. Síldveiðin. Heyrzt hefir, að Ásgeir kaupmaður Pétursson, sem nú dvelur er- lendis, hafi leigt norsku útgerðarfélagi síldarpláss þau, er hann hefir undanfar- ið notað nyrðra. Virðist það benda á það, að hann ætli sjálfur ekki að gera út á síld í sumar. Og svo kvað vera um fleiri menn, sem áður hafa gert út k síld, en nú ætla að draga saman seglin. Gjafir til Samverjanss Þorarinn Jónsson verzlm. kr. 15.00. Sendiherra Böggild og frú kr. 100.00. Jön Jónsson beykir kr. 10.00. Beztu þakkir. Rvík 9. febr. 1920. Har. Sigurðsson gjáldkeri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.