Morgunblaðið - 20.02.1920, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.02.1920, Qupperneq 2
z MORGUNBLAÐIÐ Hanskabúðin Nýkomnar miklai birgð.r af kailmanns Rnskins og Vaskaskinshönskum í hanskabúðina. U*.*U.AtáLaU.3ts.Ji!A.Xxl*JhU.MXA lto ÁtM *ií MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri: Vilh. Finsen. AfgreiSsla í Lækjargötu 2 Sími 500. — Prentsmiðjusími 48. Ritstjórnarsímar 498 og 499. Kemur út alla daga vikunnar, ai5 mánudögum undanteknum. Ritstjórnarskrifstofan opin: ^ Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Afgreitislan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaðhvort á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent- smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá að öllum jafnaöi betri staS í blaðinu (á lesmálssíðum), en þær sem síSar koma. AuglýsingaverS: Á fremstu síSu kr. 3.00 hver em. dálksbreiddar; á öSrum iíSum kr. 1.50 em. VerS blaSsins er kr. 1.50 á mánuði. *(t deilur um kaupgjald, ekki aðeins milli verkamanna og iðnaðarmanna við vinnuveitendur, heldur eirmig milli starfsmanna landsins við þeirra húsbónda, þing og stjórn. En þær deilur hafa oftast nær jafn- ast án þess að hvorumtveggja aðil- um væri unnið stórtjón með verk- falli eða vinnuteppu. Og á því ríður oss mest, að varast slík örþrifaráð. Þjóðin er ungur frumbýlingur 'og má ekki við þeim skakkaföllum, sem af því mundi leiða. Hugsum okkur t. d. að ein togaravertíð fær- ist fyrir að meira eða minna leyti Végna þess að vínna iegðist niðui' fyrir ósamkomulag útgerðarmanna og háseta. Iíagskýrslumar hera það ljóslega með sér, hver afleiðingin mundi verða. Stórt skarð yrði högg- ið í útflutning fiskiafurða. At- vinnuleysið yrði þess valdandi, að fjöldi heimila gæti ekki komist af og yrði að leita á náðir sveitarinn- ar. Reykjavík stendur og íellur með því, hvort þeir atvinnuvegir, seml bærinn á hinn hraðfara vöxt og viðgang sinn að þakka, haldast í horfi eða ekki, og enginn má ganga þess dulinn, að byrðirnar, sem hvíla nú á bænum, eru orðnar svo þungar, að það mundi hafa hrun í för með sér, ef atvinnuvegimir byrgðust. Hvar átti þá að taka þær nærri tvær miljónir, er borgarar bæjarins greiða nú árlega í bæjar- sjóð? Hvar stæði bærinn þá með öll sín mannvirki, ef fólkið færi að flýja hann sakir atvinnuskorts ? Kaupgjaldið hefir hækkað jafnt og þétt síðan ófriðurinn hófst. En hins vegar hefir þess ekki verið gætt, að fult samræmi héldist á milli ýmsra atvinnugreina, hvað kaupgjald snertir. Það er eigi nema eðlilegt og sjálfsagt að þau störf, sem krefjast langs undirbúnings- náms séu betur borguð en hin, sem eigi kosta svo eða svo mörg undir- búningsár. Mkður, sem vinnur al- gerlega kaúplaust í, segjum 4 ár, við að læra trésmíði, söðlasmíði, prentiðn eða annað þess háttar, verður að fá þau árin endurgoldin beihlínis eða óbeinlínis þegar hann hefir lokið náminu, og sama er að segja um þá, sem verja fé og árum til þess, að búa sig undir embættis- próf. Atvinna, sem er hætti^eg lífi Forsikringsáktieselskabet TREKRONER Brunatryggingar. Aðalumbosmaður: Gunnar Egilson, Hafnarstræti 15. Talsími 608 og 479 (heima). og' heilsu verður að vera betur borg- uð en sú, sem ekki er það, o. s. frv. Hingað til hefir þessu ekki verið neinn gaumur gefinn. Kaupgjaldið fyrir atvinnuna hefir að mestu leyti farið eftir því, hvensu arðberandi hún var. Þeir atvinnuvegir, sem mestan hafa gefið arðinn hafa dreg- ið til sín fólkið, Því þar var mest í boði. Breyting sú, sem orðið hefir af þessum ástæðum liefir verið mjög hraðfara. Máske um of. Að vísu er það í sjálfu sér heilbrigt, að þeir atvinnuvegirnir, sem mestan gefa arðinn, séu stundaðir af mestu kappi. En afleiðingin af fólks- fækkuninni í sveitunum hefir orðið slæm, ekki aðeins fyrir sveitirnar sjálfar heldur einnig fyrir Reykja- vík. Afurðir þær, sem við þurfum að fá úr sveitunum liafa hækkað stórkostlega, meðfram vegna þess að framleiðendurnir eiga í vök að verjast háu kaupgjaldi og fólks- leysi. IV. Sú spurning hefir oft komið fram hiá útlendum þjóðum nú síðustu mánuðina, hvort atvinnugreinirnar þyldu þá gífurlegu hækkun á öll- i;m kostnaði, sem nú er orðin og sífelt er að verða. Því verður ekki ftjólsvarað. Beztu atvinnuvegirnir þola auðvitað lengst, ef markaðs- verð framleiðslunnar hækkar að til- tölu við framleiðslukostnaðinn. En ef markaðurinn spillist, þá er voð- inn vís. Viðskiftm við útlönd eru orðin svo mikil, að hagur þjóðarinnar er nndir þeim kominn. Og meðan pen- ingarnir tapa gildi hjá þeim þjóð- v,m, sem við höfum skifti við, þá verða þeir einnig að gera það hér. Engin ein þjóð er þess megnug, að veita rás viðskiftalífsins í annan hollari farveg en hami er nú í, og orkumeiri þjóðir en við verða að gera sér að góðu, að sætta sig við það. En með því ástandi sem nú er orðið á viðskiftalífi þjóðanna, hafa skapast nýjar hættur, sem eigi voru til áður. Og við þeim hættum hefir þjóðin ekki nema eina vörn, að tryggja sig fjárhagslega og reyna að vera sjálfri sér nóg eftir því sem unt er. Verz-lunin við útlönd er orðin ó- tryggari en áður og liggja til þess ýmsar orsakir, þó mest megi um kenna vandræðunum í verkamanna málunum. Útflutningsteppur og íramleiðsluskortur, sem áður þekt- ist ekki, eru nú daglegir viðburðir. Þetta er ein ástæðan til þess, að nú þarf meiri forsjálni en áður. íslendingar hafa nýlega rekið sig á, hversu vandræðin eru fljótari að bera að höndum nú en áður, þar sem er kolaskorturinn, sem nú vofir vfir. En á samá hátt og Bretar banna útflutning á kolum einn góð- an veðurdag, eins getur bann kom- ið á öðrum vörutegundum þegar minst varir, og bakað oss hin mestu vandræði. Því er fullkomin ástæða til þess, að brenna sig ekki aftur á sama soðinu eins og nú hefir orðið með kolin, en hafa. vakandi auga með því, að ávalt haldist nægar birgðir af nauðsynjavöru í landinu. Verzlunin hefir nú verið gefin frjáls, samkepni getur komið til greina á ný og landsverzlunin verð- ur ekki ein um liituna eins og áður var, í því að sjá landinu fyrir vör- um. Hér verður frjáls samkepni milli kaupfélaga og kaupfélaga og 'SÚ samkepni hlýtur að skera úr því fyr eða síðar, hvor stefnan sé heilbrigðari, ef báðum aðilum eru gerð jöfn skilyrði. Á árunum sem liðin eru síðan ófriðurinn hófst hefir íslendingum iíklega vegnað bezt allra þjóða í Evrópu. Dýrtíðin hefir að vísu ver- ið mikil eins og annarstaða'r, en af- urðir landsins flestar í ágætu verði. En samt stöndum við engu betur að vígi nú en þá, fjádhagslega. Hin.s- vegar hefir allmörgu verið frestað af verklegum framkvæmdum og eykur það því á útgjöld landsins á næstu árum, að bæta það upp. Sama er að segja um málefni þessa bæjar. Sameiginlegt með landinu og bænum er það, að um of er treyst á fremsta. En vi'ð eigum engan Aarasjóð, ekkert „torf í bakhend- inni“ til að grípa til, ef illa árar. Og „mögru kýrnar“ geta komið hingað, ekki síður en til Egypta- lands forðum. En þá verður ekkert handa þeim að gleypa. fslendingar mega ekki láta það dragast lengi héðan af, að vera við riisjöfnu búnir. Því næstu ár geta orðið þung í skauti. Erl. símfregnir. (Fri fréttaritara Morgunblaðsins). Khöfn 18. fabr. Vilson vikið frá? Sírnað er frá London að Wilsou forseti sé ta.linn andlegur örkumla- maður og er búist við að kongres- inn sarnþykki yfirlýsing um að framkoma hans fari algerlega í bág við stjórnskipunarlögin og að for- setaembættið sé autt. Holland og keisarinn. í nýju ávarpi til Hollendinga láta bandamenn undrun sína í ljós yfir því, að stjórn Hollands skyldi ekki, um leið og hún neitaði að verða við kröfum þeirra, gera ein- hverja tillögu um varðveizlu keis- arans, eða áfellast afbrot hans, og fara þeir þess á leit, að málið verði tekið til nýrrar yfirvegunar, og leggja áherzlu á það, að nærvera keisarans við þýzku landamærin, sé hættuleg, ef Hollendingar geti ekki sett Norðurálfunni þær trygg- ingar, sem nauðsynlegar verða að teljast til að varðveita frið í álf- unni. Frá Sey^sf rði, Þaðan símar fréttaritari vor í gær á þessa ieið : — Hér er logn og hreinviðri. Góður þorskáfli kominn á Horna- firði. Þórunn Sigurðardóttir, kona Sig- urðar hreppstjóra á Þórarinsstöð- um, andaðist í nótt. Sterling er hér. Verður afferm- ing byrjuð í dag, en ráðgert er að skipið fari héðan á morgun. Hinn nýi forseti1 Frakklands. Khöfn, 18. febr. P’lrá París er símað að Deselianel taki við forsetatigninni í Frakklandi í dag. Paid Desclianel, hinn nýji forseti Frakklands, er fæddur í Bryssel 13. febr. 1856. Faðir hans, Emile Des- chanel, var nafnkunnur sagnfræð- ingur. Paul Deschanel lagði stund á lögfræði og árið 1885 var hann fyrst kosinn á þing Frakka og hefir sama kjördæmið sent hann síðan á þing. I þinginu hefir hann fylgt flokki l.inna gætnu lýðveldismanna, en þó meir og meirhallastaðklerkaflokkn um. Hann er nafntogaður mælsku- maður og vel mentaður. Árin 1898— 1902 var hann forseti þingsins, en 1902 varð hann að víkja þar sæti fvrir Leon Bourgeois. Við næstsíð- и. stu forsetakosningar var hann í к. röri, en fékk þá að ein hverfandi lítinn minni hluta atkvæða og varþá um kent hvað hann væri reikull í stjórnmálastefnu. En nú hafði hann fylgi vinstrimanna og rótnema og þar sem Clemeneeau hefir aldrei verið neinn vinur kirkjunnar, hafði Deschanel atkvæði allra klerka- flckksmanna. <z DAG8ÓK => I. O. O. F. 10122081/2—0. Nidaros kom hingað í gærmorgun. Voru nokkrir farþegar með skipinu. Ennfremur hefir það og ineðférðis lík ungfrúar Matthildar Guðmundsdóttur, dóttur Guðmundar bæjarfógetaskrifara ('ruSnmndssonar. Hún andaðist í Kaup- mannahöfn úr berklaveiki. .Hreski botnvörpungurinn Clothilde er kominn hingað frá Fleetwood. Er skipstjóri hans Guðmundur Guðnason, seni áður var með Njörð. Skipið verður gert út héðan yfb vertiðina. Lilléborg, leiguskip steinolíufélagsins, er komið hingað frá New York með nær 9000 tunnur af steinolíu. Annað skip hlaðið olíu er og væntalegt til sama félags á næstunni. Bæjarstjórnarfundur var haldinn í gær á skrifstofu borgarstjóra. Voru þar engir áheyrendur nema blaðamenn. Heimsóknir til sjúklinga á Vífilsstöð- um hafa nú verið bannaðar vegna in- flúenzuhættu. Alþingi. Að .sögn fróðra manna mun alþingi verða slitið í lok næstu viku. því, svo sem kunnugt er, aðallega ætl- að að samþykkja stjórnarskrána. — Sennilegt þykir að alþingi komi sam- an afturú suinar um það leyti sem kon- ungur verður hér á ferð. Vínland er komið frá Englandi og liggur í sóttkví. Farþegi með skipinu er Geir Thorsteinsson útgerðarmaður. Skipið hefir töluverðar birgðir kola meðferðis. Brezliur botnvörpungur kom inn í gær með lík af manni sem rotast liafði um borð í skipinu. Annar maður á skip- inu hafði slasast mjög, mist handlegg^ A öðrum botnvörpung, sem inn kom í gær var einnig veikur maður. Botnvörpungur, sem hingað kom í gær hafði komið nýlega til Keflavíkur- og haft samgöngur við landsbúa þrátt fyrir mótmæli læknis og hreppstjóra Mun hann verða látinn sæta sektum fyr- ir tiltækið. Inflúenzan. Beztu vonir eru um a'S Vestmannaeyingarnir hafi ekki flutt með sér inflúenzu og að bærinn sé enn. laus við hana. Björgunar- og strand- varnarmálefni Islands. Það er kunnugt öllum landslýð,. að Vestmannaeyjar eru eitt hið mesta sjósóknarpláss á öllu land- inu, Oig eins hitt, að sjór er þar sótt- ur um hávetrartímann, þegar allra veðra er von. Síðan að hætt var að mestu við opnu skipin, og í þeirra stað komu vélbátar, eins og nú er raun á orð- in, hefir útvegurinn stækkað að mikium mun; skipum fjölgað, iengra sótt og í verra veðri, og róðrar byrjaðir um og fyrir jól, og jafnvel fyr, ef tíð er góð. Veiðar- íæri þau, sem notuð eru, hafa líka tekið miklum stakkaskiftum frá því sem áður var; í stað handfæra er nú að inestu veitt á lóðir og í net og' hefir þessi síðastnefnda veiði- aðferð með góðum notum mjög færst í aukana ófriðarárin, þar eð mirina var hér um botiivörpunga, og því minni liætta á skemdum á netunum en áður. Það leiðir af sjálfu sér, að sam- t'ara þeirri kappsemi í sjósókninni, sem óhjákvæmlega leiðir af þeirri breytingit til framfara útgerðinni, sem raun liefir á örðið hér hin síð- ustu árin, hefir hættan aukist stór- lega fyrir sjómenn vora. Litlir vélbátar eru illa komnir við hina hafnlausu suðurströnd landsins, þegar á skella skammdeg- is stórviðri, ef eitthvað bilar ofan þilfars eða neðan. Það eru þó eink- um vélbátarnir sem hætta stafar af, en fyrir þeim verður aldrei gert að fullu. Að sönnu eru þær fátíðari nú en á fyrstu árum vélbátanna og vélamennirnir betur orðnir starfi sínu vaxnir, en við vélbilun- um má altaf búast, og ef þá hittist illa á með veður, er voðinn vís. Eru mörg og 'sorgleg dæmi þess. Á 10 árum höfum vér mist 19 vélbáta og 33 mannslíf í sjóinn. Stundum hefir tekist að bjarga mönnunum, þó ekki hafi tekist að bjarga bátuinyn. Vélbátunum er það í flestum tilfellum um megn að draga annan jafnstóran bát á eftir sér í stormi og stórsjó. Slysin vofa daglega yfir liinni hraustu-sjómannastétt vorri, og það þó alls sé gætt, sem samry'manlegt er vaskri sjósókn. Við svo ramman reip eiga sjómenn vorir að draga þar sem er vetrarveðráttan of hafn- leysið. Bátarnir reyna auðvitað af fremsta megni að hjálpa hver öðr-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.