Morgunblaðið - 22.02.1920, Blaðsíða 3
morgunblaðið
3
DA63ÓK
Eeykjavík logn, regn, hiti 1,5
ísafjörSur logn, hiti ~ 4,2
Akureyri kul, hiti -4- 1,8
SeySisfjörSur logn, hiti -4- 1,3
pórshöfn VNV kaldi, hiti 4,1
GrímsstaSir SV gola, hiti -4-8,0
Nidaros fer héSan á morgun kl. 8 ár-
degis. Fer skipiS til SiglufjarSar og
tekur þar lýsi tii útlanda, og eitthvaS
fleira.
ísland kom upp aS hafnarbakkanum
í gærmorgun. MeSal farþega voru þess-
ir: Jón H jörnsson kaupm., E. Cable
ræSismaSur Breta, Ingvar Ólafsson
kaupm. og frú hans (dóttir Helga
Zoega), frú Hanna DaviSsson frá
HafnarfirSi, J. Thorlacius bókhaldari í
Leith, Steingrímur Jónsson verkfræS-
ingur, FriSþjófur Nielsen kaupm. og
nokkrir fleiri.
- Bókasafn verzlunarmannafélagsins
„Merkúr“ er opiS í dag kl. 2—3.
Gylfi seldi afla sinn í Fleetwood á
miSvikudaginn fyrir 4500 pund.
Alþýðuskðlírtn
á Eiðum.
í Morgunblaðinu 18. þ. m. birtist
grein með fyrirsögninni „Alþýou-
skóli á Austnrlandi“, eftir Þ. G.
Þ. í grein þessari er mjög eindregið
'lagt til, að alþýðuskólinn, sem ný-
stofnaður er á Eiðum verði fluttur
að Hallormsstað.
Greinarhöfundur virðist sann-
færður um að flutningur skólans
sé eindregið áhugamál Austfirðinga
yfirleitt; kalla eg þetta hina mestu
nýung, því það hefir ekki þekst í
rnanna minnuin austur þar að al-
ment samkomulag náist um mál,
sem er líks eðlis og það, er hér ligg-
ur fyrir.
Það sem heiðraður greinarhöf„
og sennilega þeir, er honum eru sam
mála, telja mæla með því, að skól-
inn sé fluttur, er, að á Hallorms-
stað sé umhverfið svo miklu feg-
urra en á Eiðum og annarstaðar
eystra, að það sé næg ástæða til að
flytja skólann þangað. Enginn neit-
ar því að mikil náttúrufegurð sé á
Hallormsstað, en hennar nýtur að-
eins yfir sumarið. Og þegar þess er
gætt, að skólinn starfar aðallega,
eða kanns’ke eingöngu, að vetrinum,
þá virðist mér að þessi ástæða verði
fremur létt á metunum. Auk þess
virðist Hallormsstaður sjálfkjörinn
staður fyrir skógræktarstöð, sem
væntanlega fær meiri getu og verk-
svið í náinni framtíð en hingað til
hefir verið.
Þá minnist hinn heiðraði greinar-
höfundur á það, hvað Hallormsstað-
ur liggi betur við samgöngum held-
ur en Eiðar. Þetta er öldungis ný
kenning og eflaust mjög hæpiníaug
um þeirra, sem þekkja til Fljóts-
dalshéraðs. Má t. d. benda á að all-
ar fjölförnustu leiðir úr Héraði
til næstu fjarða eða sveita, liggja
mun nær Eiðum en Iiallormsstöð-
um. Akvegur liggur af Reyðarfirði
og nálega heim að Eiðum, vantar
ea. 2—3 km. spotta. En mjög mikið
skortir á að akvegur sé frá Hall-
ormsstað til Reyðarfjarðar, og stór
á óbrúuð á þeirri leið. Greinarhöf.
gerir ráð fyrir mótorbátsferðum frá
Egilsstöðum að Hallormsstað eftir
Lagarfljóti og er það vel mögulegt
en rnikið óhentugra heldur en beint
og óslitið akbrautarsamband, þar
sem bíl verður. komið við, eins og
sjálfsagt verður á milli Eiða og
Reyðarfjarðar. Þá má nefna það,
að sími er að Eiðum en frá Hall-
ormsstað er langur vegur að næstu
símastöð, fullkomin dagleið fram
og aftur.
Loks má benda á eitt, sem mér
virðist hafa mjög mikla þýðingu,
og það er lega skólasetursins í Hér-
aðinu með tilliti til námsskeiða fyrir
almenning, sem ráðgert er að hafa
um miðjan vetur ár hvert í sam-
bandi við skólann. Þess háttar náms
skeið hafa nokkuð tíðkast eystra
hin síðari ár og átt hinum mestu
vinsældum að fagna. En eins og
allir sjá er það mjög þýðingar-
mikið atriði þegar um slík stutt
vetrarnámsskeið er að ræða, að stað
urinn, þar sem þau fara fram, sé
sem bezt í sveit kominn, því sam-
göngur eru erfiðar á vetrum og mun
ar þá rnikið um hverja dagleið-
ina. En fyrir allan þorra manna,
er ætla nú að sækja þessháttar
uámsskeið við alþýðuskólann, verð-
ur leiðin að Hallormsstáð alt að
því dagleið lengri en að Eiðum.
Samanburður greinarhöfundarins
á bújörðunum Eiðum og Hallorms-
stað virðist mér eigi allskostar
réttur að því er Eiða snertir. Þyk-
ist eg mega fullyrða, að eins stórt,
eða stærra, kúabú megi hafa á Eið-
um en Hallormsstað.
Eg áiít svo þarflaust að fjölyrða
meira um þetta að sinni. Austfirð-
ingar vita sennilega allir að Eiðar
liggja betur við, eða nær alfara-
vegum þar eystra, heldur en Hall-
crmsstaður. Ennfremur vita allir
að t-il eru á Eiðum byggingar pfn '
ar til skólahalds, sem nú myndu
kosta 100—140 þús. kr. að reisa.
Og það vita líka flestir að Eiðar
eru ekki vel settir sem læknisbú-
staður eins og héraðaskipun er nú
og verður sennilega í framtíðinni.
Og það vita nokkrir að til eru ýms-
ir fleiri staðir á Austurlandi en
Eiðar og Hallormsstaður þar sem
einhver góð skilyrði eru fyrir al-
þýðuskóla. Og þeir sem kunnugir
eru eystra vita það vel, að ef til
mála kemur að flytja skólann, þá
muni staðirnir, sem stungið ver,ður
upp á, verða fleiri en Hallorms-
staður einn. Og þá er hætt við að
út af þessu máli rísi deilur, sem
engum verða til gagns eða sóma.
Það er því eindregin áskorun
mín til allra þeirra, sem úrslitaat-
kvæði eiga um þetta mál, að at-
huga gerla allar leiðir þess áður
en nokkuð er aðhafst.
<5. S.
Fyi irlestur
um Botnvörpuveiöar Islendinga.
í haust sótti norskur skipstjóri,
R. Falkevilt að nafni, um styrk hjá
norsku stjórninni til þess að takast
ferð á hendur til Bretlands ?ða ís-
lands og komast þar á botnv'>rpu-
skip. En sem kunnugt er, eru
botnvörpuveiðar aðeins lítið eitt á
byrjunarstigi með Norðmönn .m,
en þeim leikur mjög hugur á að
breytatiþhættalínuveiðum og hef ja
botnvörpuveiðar. Þykir nú full-
saimað, að hin síðamefnda veiðiað-
ferð gefist miklu betur og gefimeiri
arð.
Þessi Falkevik kaus heldur að
fara til íslands af því, eins og hann
segir sjálfur, áliti, að íslendin^ft?
standi öðrum þjóðum framar í þeim
efnum og hafi grætt meira tiltölu-
lega á botnvörpuveiðum en nokkur
önnur þjóð.
í fyrirlestri, sem Falkevik flutti
nýlega í Álasundi, segir hann frá
ferð sinni og ýmsum athugunum.
Hann kom hingað til lands í sept-
ember og fékk þegar í stað skiprúm
á botnvörpungnum Víðir í Hafnar-
firði. Segir hann gjörla frá lífinu
um borð, veiðiaðferðinni og mark-
aðinum í Bretlandi. Er í sjálfu sér
ekkert nýtt í athugunum hans, en
það er þess vert, að um það sé get-
ið, að norska stjórnin hefir gert út
mann til þess að læra veiðiaðferð
af íslendingum.
Landar Erlendis.
G.s
s
fer máiiudagiim 23. þ, m. kl. 8 árdegis,
G. Zimssn.
G.s
Fatþegar til Leith og Kanpmanaahatnar sæki farseðk
mánudaginn 23. þ. rr., annars seldir öírum.
Jón Leifs tónlistarfræðingur hef-
ir legið veikur suður í Leipzig und-
anfarna mánuði og hefir eigi get-
að haldið áfram námi sínu. Hann
var þó í afturbata þegar síðast frétt
ist af honum og farinn að stunda
námið aftur.
íslendingamót var haldið í Kaup-
mannahöfn 5. febrúar í húsi Stú-
dentafélagsins danska. Þótti efnis-
skráin ágæt, voru til dæmis sýndar
íslenzkar kvikmyndir (úr Gamla
Bio), Guðm. Thorsteinsson söng
gamanvísur, Gvendur frá Mosdal
sagði „lygasögur“ og loks dans á
eftir. Þá var og þessari klausu bætt
við efnisyfirlitið : „Seinustu íslenzk
blöð liggja frammi. Veitingar. Spila
borð. „íslandsfréttaspjald“ :Manna
lát, giftingar, trúlofanir, veðurfar,
pólitík, skemtanir, sitt. af hverju.
„Nýlendufréttasp jald‘ ‘.
Loks voru meflimir ámintir n-
að koma nokl nriiv eginn stur.dvís-
lega!
G. Zimsen.
Duglsgur, siðprúður
og ireiðanlegur drengur óskast tíl að bera út Morgunblaðið. Hítt kanp»
Þarf ekki aö innheimta.
Bandaríkin.
neita Evrópu um hjálp.
Bretar sárgramir.
Fiskveiðar Þjóðverj?*.
Stórmalli á útgerðinni.
Norsku blaði frá byrjun febrúar
r birt símskeyti frá Hamborg þar
em minst er á fiskveiðar Þjóð-
erja í Norðursjónum og við ísland
vetur. Segir í skeytinu að sí-
eldir stormar og lilviðri hafi verið
hafi í margar vikur og skipin hafi
ldrei haft gott næði til athafna.
ill þýzku botnvörpuskipin hafi
ví komið heim með sáralítinn afla,
um jafnvel aflalaus, þar sem þau
ldrei hafi komist á miðin fyrir
unnan Island vegna storma. Mörg
kipanna komust ekki heim vegna
olavandræða og urðu að leita hafn
r í Bretlandi eða skandinaviskum
öfnum, einkum norskum. í Bret-
mdi var þeim neitað um kol, en
Noregi urðu þau að greiða 5000
íörk fyrir smálestina. Það hafi því
rðið stórkost’legur tekjuhalli á út-
erðinni. Og því er bætt við, að
lest útgerðarfélaganna mnni hætta
ð senda skipin út fyrst um sinn,
íeðan kolin eru svo dýr.
„Dollarinh mun ekki hjálpa
Sterlingspundinu“, hafa ameríksku
blöðin nýlega að fyrirsögn á grein-
11 m um það, að Carter Glass, fjár-
inálaráðherra Bandaríkjanna, hafi
gefið út tilkynningu, sem á að vera
svar við áskorun er kom frá stjórn-
málamönnum og ríkisstjómum
víðsvegar í Evrópu hinn 16. janúar
og fór frarn á það, að Bandaríkin
hjálpuðu Evrópu í fjárhagsnauð-
um hennar.
Glass segir, að Bandaríkin vilji
ekki veita Evrópu neina aðra hjálp
' on þá, að gefa henni einhvern
1 greiðslufrest á þeim láuum. sem
: hún hefir fengið, og svo einhverja
| matvælahjálp til þeirra landa, er
i verst eru stödd, svo sem Þýzka-
landi og Austurríki. Hann segir, að
Bandaríkin geti ekki farið að taka
á sig byrðar alheims og að þau
mnni láta ríkin í Evrópu ein um
það, að jafna reikninga sína. Ev-
rópa vilji hvort sem er ékki senda
gull sitt til Ameríku, og meðan svo
sé, sé ekki hægt að jafna gengi pen-
inga og því kveðst hann gefá Ev-
rópu það ráð, að afvopna, vinna,
taka innlend lán og lögleiða hærri
skatta.
Þetta svar Glass hefir vakið hina
sárustu gremju í Englandi og hafa
blöðin eigi legið á því, að þau mis-
virtu þett.a við Bandaríkin. „Daily
Express“, sem er málgagn stjórn-
arinnar, segir:
— Það virðist svo, sem Banda-
ríkin ætli að nota það sem svipu á
Evrópu, að þau eru betur stödd
fjárhagslega. Eil það er í rauninni
sama sem að vilja taka sér yfirráð
í Evrópu. Og það er hættuleg brant
j að komast inn á! Þegar alt kemur
„iií, Kó
Stúlka tekur menn í þjónustu,
A. v. á.
U*i{fur M’, binttmnr
maður, óskar að fá atvinnu við að
skrifa reikninga á verzlnnarskrif-
stofu.
A. v. á.
Til sölu á Hverfisgötu 92 vagu-
hestur ásamt aktýgjum.
heillum horfnir enuþá, að vér get-
um ekki varið oss fyrir kæruleysi
og stórbokkaskap Bandaríkjanna,
Vér þurfum eigi á neinum vörum
frá Bandaríkjunum að halda — það
eru til aðrir framleiðendur. Og
þessa framleiðendur getum vér
fundið og gert samband við þá. —
Alt það sem hinn pólitíski skipbrots
maður, Mr. Wilson hefir gert, því
tr mótmælt af löndurn hans. Þeir
hafa sogið eins mikið blóð úr Ev-
rópu og þeir gátu og ef hin hern-
aðaraðþrengdu lönd fara fram á
meiri hjálp, verða þau að brytja
hjarta sitt niður á borð Bandaríkj-
anna.
„Daily Chroniele“ segir:
— Bandaríkin gefa druknandi
manni það heillaráð, að hann skuli
læra að synda. En þeim dettur ekki
í hug að fleygja til hans kaðli.
England er ekki að hiðja Banda-
ríkin um hjálp. Þrátt fyrir það,þótt
það-hafi lánað eins mikið fé í stríð-
inu eins og Bandaríkin, og þar að
iuiki fórnað 12—15 sinnum fleiri
mannslífum, þá getur það bjargast
á eigin spýtur. En England getur
ekki breytt eins og Bandaríkin.
Fyrst og fremst erum við of nærri
liinum þjáðu þjóðum og svo höfum
vér fórnað svo miklu af bezta æsku-
lýð vorum, að vér vitum hvað það
þýðir.