Morgunblaðið - 28.02.1920, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
Húsmæöur osr kaffineytendur biðjið ksupme n yðar um hoDeaska exportkalfið
N esta barnadansæfing
vexður í Good-Temp!arahúsinu i dag (laugardag) kl. 5
Stefanía Guðmnndsdóttir.
Síðasta námsskeið í hússtjórnardeild kvennaskólsns, byrjar
i. marz. — Stúlkurnar mæti kl. 3 á mánudaginn.
fregn um það, að bú'ast mætti við
næstu sendingu munaðartausra
barna til Kaupmaunahafniar í lok
febrúar. Hafi farið 'svo, mundu þau
geta komið með Sterling nú, en þá
kemur spanska pestin til greina og
býst ag því alls ekki við að þau
verði send hingað fyrst um smn og
sennilega koma þau ekki fyr en í
vor.
-------0-------
Kristindómskenslan
í Svíþjóð.
í ráði er nú að breyta mikið til
um trúarbragðakenslu í hinum
lægri skólum í Svíþjóð. Er sú broyt-
ing mjög í frjálslynda átt- Skal öll
kver- og biblínsögu-kensla hverfa
eins og henni hefir verið varið og
allur ui&naolærdómur ba mfærast.
Túrarbragðake.islan á að vera sögu
leg. Börnin eiga að körnast smátt
og smátt inn í hugsauagang krist-
inna manna "g kynnast trúimi á
söguiegum grundvelli. Og þá fyrst,
er börnin hafa þroskast nægilega,
skulu þau læra trúfræðina og þá
nota Lúthers skýringar sem leiðar-
vísir. í byrjun eiga hörnin aðeins
að kynnast biblíunni af mnnnlegri
frásögn kennaranna, síðar með
lestri biblíunnar.
Yfir höfuð á að gera fræðsluna
sem mest í samræmi við nútímann.
Því alt til þessa hafa menn gengið
um of fram lijá kröfum nútíma-
uppeldisfræðinga. Og þetta vilja
nú Svíar bæta með því að koma
þessari breytingu á. Er þetta komið
frá stjórninni og mun nú vera til
álits og umsagnar þjóðarinnar.
Loftkastalar.
Minnisvarða stórkostlegan eru
Pensylvania búar að tala um að
reisa til minningar um stríðið, er
það bygging 2100 feta há, sú hæsta
sem til er í heimi. Ef hún verður
bygð, þá verður hún þrisvar sinn-
um hærri en Woolworth byggiug-
in í New York.
í byggingu þessari er talað um
að hafa samkomusal á öðru lofti
sem taki fimtán þúsund manns.
Eitt þúsund fet frá jörðu á að vera
borðsálur, verður hann fyrir ofan
allar byggingar borgarinnar, og út-
sýni yfir hana því hið 'bezta úr saln-
um. Fimtán hundruð fet frá jörðu
á að vera salur þar sem munir frá
stríðinu eru geymdir, og á hann að
vera svo gerður, að allar menjar
sem menn kynnu að vilja halda upp
4 væri hægt að geyma þar. Tvö
þúsimd fet frá jörðu á að vera sal-
ur þar sem fólk getur setið og notið
útsýnisins og séð 40 mílur út frá
byggingunni í allar áttir í björtu
og heiðskíru veðri. A kvöldin eiga
að vera rafljós feikna sterk, „sem
lýsa í allar áttir frá gluggum sal-
arins.
RæðismePfi Þjóðverja.
Þeim er tekið fálega.
Það er nú eigi all-langt síðan, að
lýðvaldsstjórnin í Þýzkahuidi tók
að tilnefna ræðismenn í hinum
ýmsu löndum. En eigi hefir það
gengið þegjandi af, því að ýmsar
þjóðir hafa neitað að táka við þeim
mönnum, sem þeim átti að seuda.
Þannig neituðu Spánverjar að taka
við dr. Rosen, sem sendiherra, ítalir
neituðu að taka við v. Lucius frí-
herra og nú síðast hafa Japanar
neitað að taka við dr. Solf. Enn
fremur er það sagt, að illur kurr
hafi orðið í Belgíu út af því, að dr.
Landsberg var sendur þangað. Hið
síðast talda dæmi um andúð gegu
ræðismönnum Þjóðverja er þó
dregið ‘í efa, en hitt þykir fara að
líkum, að hinar þjóðirnar vilji ó-
gjarna hafa :þá menn, er mikið bar
á í stríðinu, fyrir fulltrúa lýðveld-
isins Þýzkaland hjá sér.
Skattarnir í Þýzkalandi
Þýzka þjóðin mun, eins og feunn-
ugt er, þurfa að taka 'á sig þungar
skattabyrðar um mörg ár til þess
að standa í skilum með þau gjöld,
bein og óbein, sem styrjöldin olli.
Erzberger hefir fyrir skömmu
lagt fram frumvarp til skattalaga.
Eftir því frumvarpi á hver maður
ógiftur, sem vinnur fyrir 1500
mörkum um árið, að borga af þeirri
upphæð 3%. En prósentutalið fer
mjög ört stígandi. Af 5000 mörkum
er skatturinn 9,2. Af 10,000 márka
tekjum er hann 12,6. Af 25,000
mörkum 19,8. Af 50,000 mörkum
26,5. Af 100,000 mörkum 33,9 og af
•einni miljón marka 55,2%. Þessi
•skattur, sem sérstaklega er til orð-
inn með tilliti til bæja er lagður áat
vinnutekjur og eru þarþví ekkivext
ir af innstæðufé. En um gjöld af því
er öðru máli að gegna. Þar ern
skattarnir enn hærri. Af 10,000
mörkum skal gjalda 20,8, af 25,000
mörkum 27, af 50,000 mörkum 32,9,
af 100,000 39,4, og af einni miljón
marka 50,2.
U" þó er ekki þar með öllu lokið.
Enn á uý hefir komið fram frum-
varp um ýmiskonar aukaskatta.
Þahnig skai t. d. eftir því sá hluti
teknanna, sem ekki er notaður, og
þaunig ’eykui' eign mannsins, vera
skattskyldar. En til þess að koma í
veg fyrir, að uienn fyrir þessar sak-
ii eyði meiru en 'þeir þurfa, skal
skattur leggjast á það, sem eytt er
fram yfir einhverja ákveðna npp-
hæð. Þetta frumvarp hefir vakið
mjög mikla gremju og mótmæli. En
þó hefir mörgum fundist, að frum-
varpið værd „teóretiskt" réttmætt.
En það hefir sérstakléga þótt að
því, að fjölskyldum væri ætlað of
lítið til að lifa af og skattlagt meira
en sanngirni væri á, og það væri
meira að segja gripið þarna óþyrmi-
lega inn á persónulegt frjálsræði |
manna, og því sé frumvarpið mjög
spillandi að því leyti.
Stjórnar-princ’ps visur.
„Princippið' ‘ í Pétri Gaut,
pínt af valda-draugum,
fyrsta sinni náðar naut
nú, í þingsins augum.
Stjórnin lítinn stuðning ber,
stödd er því íVanda.
Eu „princip“ heunar eflaust er,
eitt — að reyna að standa.
A.
Þjóðabandalag 9.
Svo er að sjá, sem mikill þorri
manna líti svo á, að komist þjóða-
bandalag'ið á ’þá sé þar með alt stríð
úr sögunni í heiminum. Það sé þá
isðeins um styrjaldir að ræða sem
sögulega viðburði, sem aldrei komi
aftur og nafnið eitt lifi í meðvit-
und manna. Þjóðaba-ndalagið, segja
þeir, að verði sá dómstóll, sem skeri
úr öllum þrætumúlum þjóðanna og
liindri að ósætti verði að blóðugum
hardaga.
Vitanlega er þetta áformið með
stofnun þjóðabandalagsins. Ef það
væri ekki, væri það gagnslaust og
þarfleysa ein að koma því á lagg-
irnar og verja til þess þeim tíma
og' fjármunmn, sem þarf til fram-
kvæmda þess.
En hitt '&r annað mál, hvort hand-
alaginu tekst að halda uppi friði
þegar möguleiki er til ófriðar. Því
verður framtíðin að skera úr. Það
er ekki ómögulegt að þroski mann-
kynsins fari í þá átt, að réttlætis-
tilfinning þjóðanna skerpist, að
mennirnir — bæði þjóðirnar og ein-
staklingarnir — verði friðsamari og'
sáttfúsari, þanuig, að vopnin þurfi
ekki til úrskurðar á málunum.
Verði 'þessu náð með þjóðabanda-
laginu hefir það unnið hið mikla og
þarfa hlutverk sitt, og hervald og
stríð hverfa úr stjórnmálum og
st j órns kipu 1 a g i þj óðanna.
En eftir frumvarpi því til laga
um tilhögun og' framkvæmdir
bandalagsins, sem lagt hefir verið
fram, virðist alt aunað geta orðið
uppi á teningnum, minsta kosti í
byrjun.
Staðreyndin „stríð“ er ekki þurk
uð burtu úr lögunum. 1 þeim er enn
gert ráð fyrir stríði — meira að
segja miili meðlima sjálfs banda-
lagsins. Það er aðeins gert ráð fyr-
ir ýmsum varúðarregliíni og trygg-
ingum. Og' það sem merkilegast er,
er það, að eftir lögunum að dæma
■sýnast þau viðurkenna stríð sem
löglegt alþjóða valdttieðal Og hin
ýmsu ákvæði urn það atriði, geta
ef til vill orðið til þess að stríðs-
hættau aukist fyrir einstök lönd
meira en áður hefir verið.
Og- það verður heldur ekki séð
annað af þessu lagafrumvarpi, en
að meðlimir þjóðabandalagsins geti
átt það á liættu að verða að taka
þátt í stríði, á móti vilja sínum, og'
þó eitthvert ríki hafi engan áhuga
á þeim málum sem leitt hafa til
stríðsins. Meðlimirnir eru í banda-
laginu einn fyrir alla og allir fyrir
einn, og einstakir meðlimir munu
ekki geta dregið sig undan skyld-
unúm ef þeir vilja njóta réttind-
arma. Þó eitthvert ríki taki ekki
beinan þátt í hernaðarleiðangri með
því að leggja til herdeildir, her-
skip og flugvélar til flutninga, er
það nauðbeygt til að 1-eyria banda-
lags herdeildunnm leið gegn nm
landið og herflota Bandalagsins
frjálsan sjó fyrir ströndum sínum.
Þetta getur því auðveldlega orðið
til þess að það ríki, sem neytt er
til að leyfa slíkt, dragist inn í stríð-
ið. Eðlileg afleiðing slíkra ákvæða
er það að alt fyrvexandi hlutleysi
er fallið úr sögunni. „Hlutlaus“ og
„hlutleysi“ eru því orð sem ekki
geta átt heima í frumvarpinu. Sér-
livert ríki, sem er í þjóðabandalag-
inu, getur ekki lýst því yfir, að
það staudi utan við alla styrjöld —-
það verður að táka þátt í benni á
einn eða annan hátt ef það fær
skipun um það.
Það blandast því engum hugur
um að þetta er varhugavert fyrir
hin minni ríki, sem hafa að nábú-
um stærri og voldugri þjóðir. Og
þetta hefir líka verið bent á af Sviss
enda hefir það fengið sérstöðu inn-
an bandalagsins, þannig að það er
undanþegið þeirri skyldu að taka
þátt í flutnmgum herdeilda og' að
leyfa her að fara um liandið. En
það hefir aftur á móti skyldur til
þess, að taka þátt í fjárhagslegum
byrðum, sem bandalagið kann að
krefjast.
Tjaldbúðarsöfnuðurinn
í Winnipag.
Eg rakst á grein með þessari yfir-
skrift, sem út kom í Morgunblaðinu
hérna um daginn. Er þar drepið á
s a m eining a r t il r aunir Tjaldbúðar-
og Unitara-safnaðarins í Winnipeg
og málaferli þau, er út af þeim
risu. Lítur út fyrir, að greinarhöf.
þyki furðu sæta, að slíkar samein-
ingartilraunir komu til tals og
höfðu fylgi flokks manna. í Tjald-
búðarsöfnuðinum. Og' er greinin
öll oi'ðuð þannig, að valdið gæti
misskihiingi hjá þeim, er ekkert
þekkja til Jrnss, sem um er að ræða.
Það vill svo til, að mér er mál
þetta uokk'uð kunnugt. Eg tók of-
urlitinn þátt í sameipingartilrauii-
unum síðastliðinn vetur. E11 eg ætlu
ekki að fara að skýra nákvæmlega
frá þeim hér. Að svo stöddu nægir
að geta þessa:
Tjialdbúðarsöfnuður kom upp
veglegri kirkju, er fullger varð
1914. Kirkjan kostaði mikið fé. Og
talsverð skuld hvíldi á henni er
smíðinni var lokið. Þó hefði alt far-
ið vel, ef ófriðúrinn mikli hefði ekki
skollið a. En við það steðjuðu vand-
ræði og' erfiðleikar f\ð Winnipeg-
borgarbúum. eins og svo mörgum
öðrum. Atvinnuleysi, dýrtíð og'
peningakreppa þjakaði mönnnm
þar. Sumir af Tjaldbúðarsafnaðar-
mönnum fluttu úr bænum'og leit-
uðu sér atvinnu annarstaðar. Aðr-
ir, sem fasteignir áttu, fengu lítimi
eða engan arð af þeim. Gjaldbol
safnaðarins skertist því stórum, og
var miklum erfiðleikum bundið fyr-
ii hann að gjalda rentur og afborg-
anir af skuld þeirri, er á kirkjunni
livíldi. Meðan hinn mikilhæfi leið-
togi safnaðarins, síra Friðrik Berg-
mann, lifði, tókst þó að afstýra
strandi. En eftir fráfall hans kom
safnaðarmönnum saman nm, að
ekki væri unt að hálda safnaðar-
starfsemi áfram hjálparlaust. Voru
þá tveir kostir fyrir hendi: annað-
hvort að söfnuðurinn leystist upp
og seldi kirkjuna, eða fengi hjálp
með einhverju öðru móti. Eðlileg-
ast virðist, að reynt hefði verið að
leita slíkrar hjálpar hjá flokks-
mönnum síra Friðriks heit., úti um
landið og öðrum, sem frjálshuga
kristindómsstefnu unnu. Þáverandi
safnaðarstjórn leizt þó ekki að fara
þannig að, heldur fór hún að leita
samninga við forsprakka Kirkjufé-
lagsins vesturíslenzka, félags þess,
er bannfært hafði kristindóms-
stefnu síra Friðriks heitít og hann
átti í höggi við síðustu æfiárin.
Þessar samningatilrannxr stóðu
lengi yfir og var ætlast svo til af
samningamönnum, að Tjaldbúðar-
söfnuður sameinaðist söfnuði þeim
í Winnipeg, er Kirkjufélagsforset-
inn þjónar, og mun svo hinn samein
aði söfnuður hafa átt að táka við
eignum og skuldum Tjaldbúðarsafn
aðar. Samningur var og gerður,
milli Tjaldbúðarsafnaðar ogKirkju
félagsins, að því er trúarlegan
skilning snerti; var hann birtnr og
þótti mörgum lítils eða engisvirði.
Þessum samningamálum lauk þann-
ig, að skömmu eftir nýár 1919 var
felt á Tjaldbúðarsafnaðarfundi að
sameinast Kirkjufélaginu.
Um líkt leyti mun bafa fram
komið tilboð um sameiningu frá
Unitara-söfnuðiuum íslenzfca í
Winnipeg. Slík sameining Tjald-
liúðar- og Unitarasafnaðar hafði
komið til tals árið 1916, en ekki orð
ið af henni. Þá var síra Friðrik
Bergmann á lífi og hafði hann sam-
ið sambandslög, er sameiningin átti
að hVíla á, og voru þau til. í tilboði
sínu gátu Unitarar þess, að þeir ætl-
uðust til að þessi sambandslög væru
lögð til gruhdvallar því, hvernig
stimeiningunni s'kyldi hát'tað.Og við
umræður um þetta kom í ljós, að
þeir voru fúsir .að fallast á, að í
væntanlegum lögum hins sameigiu-
lega safuaðar Tjaldbúðarmanna og
Unitara, skyldi trúarafstaðan orð-
uð nákvæmlega eins og í sambands-
lögum síra Friðriks heit. Ennfrem-
ur skyldi þar tekið fram, að hinn
sameinaði söfnuður fylgdi stefnu
þjóðkirkjunnai' íslenzku. Og fjár-
málin voru svo vel trj-gð ef til sam-
einingar kom, að eg hygg að euginn
hafi fett fingur út í þau. Þessar
samniugaumleitanir stóðu yfir fram
söfnuður sámþykti að taka tilboði
Unitara.
Töluverður flokkur safuaðar-
manna hafði jafnau verið mjög and
víguir sameiningu við Unitara, en
róið öllum árum að því, að söfnuð-
urinn geugi í Kirkjufélagið. Undi
sa flokkur hið versta við, er sam-
þykt sú var gerð, er nefnd var, og
leið ekki á lön'gu áður en hann bjó
ruál á hendur meiri hlutanum og
muu hafa gefið honum trúvillu að
sök. Eftir því sem skeyti í fyr-