Morgunblaðið - 07.03.1920, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1920, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 .... ;KOBGUNBLAÐIÐ Bitatjóri: Vílh. Finsen. ■jg wfrwwiwyfK <jt y ■»|g *|> »|g wyc 'irpr Gunnar Egilson Ha4nar8tr»ti[,15.' Sjó- Striðs- Bruna- Lif- Slysa- haldið áfram í gær uiiz afgreiðslu •gamalla skeyta var lokið. Talsíminn er bilaður ennþá, en u ú er farið að reyna að gera við bann og því búist við að hann kom- ist bráðlega í lag, ef illviður eigi hamla aðgerðinni. Nú mun það vera sannað að það er sæsíminn milli Vestmannaeyja ■og lands sem bilaður er, og það á &tað nálægt eyjunum. Er því hætt við að Vestmannaeyjar verði sam- fcandslausar um hríð, því tæplega ■er hægt að koma viðgerð við þegar í stað. Er að sjálfsögðu svo, að eamband milli eyja og lands verður aldrei trygt meðan ekki er reist lítil loftskeytastöð í eyjunum, að- eins nógu aflmikil til þess að geta uáð sambandi við Melastöðina. Sú stöð yrði og notuð til sambands við ■skip í hafi kringum eyjarnar, en aðaltilgangur hennar vspri auðvitað sá, að vera varastöð þegar sæsíminn biiar. Ef til vill mætti og nota hana til þess að senda og taka við þeim símskeytum, sem send eru milli eyja og lands og þar með „létta á talsímanum' ‘. Menn kvarta yfir því að erfitt sé að fá talsímasamband við eyjamar og mun það vera á tökum bygt, svo loftskeytastöð í Vestmannaeyjum gæti orðið að utiklu gagni. Norðlendingamótið Það var haldið í fyrrakvöld eins og til stóð. Var þar fjölmenni mik- ið. Sigurður Jónsson fyrverandi at- vinnumálaráðherra setti mótið með stuttri en góðri ræðu. Jón Jacob- son landsbókavörður, mælti fyrir minni íslands, og birtist ræða hans bér í blaðinu í dag. Einar Viðar söng einsöng, Jón Bjömsson mælti fyrir minni Norðurlands, Davíð Stefánsson las upp kvæði eftir sig, ópTentað, einkennlegt og snjallt. og að síðustu skemtu menn sér við dans til klukkan 5 um, nóttina. Fór mótið hið bezta fram og skemtu menn sér ágætlega. Minni íslands. Ræða Jóns Jakobssonar Jandsbóka- varðar á Norðlendingamótinu 5. þ. m. Heiðruðu frúr og ungfrúr, herrar og ungherrar! Eg hafði fyrir nokkru verið beðinn »£ einum háttv. forgöngumanni þessa samsætis að halda hér ræðu í kvöld fyrir móður vor allra, Islandi, og fcafði dregist á það, en iðrast nú þess sáran, með því að langvarandi kvef- *®it hefir gert mig lítt færan til þátt- t«ku í samsæti og óhæfan til ræðu- kalds. Eg mun því verða stuttorður til þess hvorki að ofbjóða rödd minni né þolinmæði yðar. Fyrir skönnnu hefir, sem þér öll vitið, staðið yfir almenn atkvæða- jfreiðBU í. norður hluta Suður-Jót- laads um hvort þeir, Suður-Jótaro- ir, vildu heldur vera þýzkir þegnar danskir. Svarið hefir verið skýrt Tals'mi 608. Símnefni: Shlpbroker. Biðjið um Roon’s Cacao. Einkaumboðsmenn Þórðnr Sveinsson & Co. ■)g ótvírætt hjá þessum ótrauðu út- vörðum og kynvarnarmönnum nor- ræns þjóðernis í suðurátt — sem Danir eru nú að heimta aftur heim í ríkisheildina eftir meira en þó ald- ar útlegð. — Þessum þrekmiklu og þrautseigu útvörðum, sem um þús- undir ára hafa með ósigrandi kjarki og staðfestu varið hverja alin af danskri jörðu gegn ofurmagni hins raikla megin þáttar germansks þjóð- ernis, sem jafnan hefir sótt á að sunnan, og látið tiltölulega svo ótrú- lega lítið undan síga frá ómuna tíð. Þessi varnarbarátta er nú loksins sigri krýnd og vér samfögnum Suð- ur-Jótum af hjarta og bjóðum þá velkomna aftur til Norðurlanda og yfir til þjóðar sinnar, sem vér höf- um sjálfir um svo langt skeið átt saman við að sælda. En til er annar útvörður norræns þjóðernis, svo langt norðvestur í höfum að telja má verandi á mótum bins nýja og gamla heims. Þessi út- vörður er föðurland vort og fóstra, ísland, þetta næst stærsta eyland Norðurálfunnar, sem einnig er ís- brjótur álfu vorrar og varnargarður hennar gegn ,landsins forna f janda‘. Ilér í einverunni innan um jarðelda og ís, logaði skært ljós vísindanna í miðaldanna myrkri, hér gevmdist að miklu leyti óbreytt, hin fagra norræna tunga fram á þenna dag, i tr geymdust goðsagnir kynsins, hér reit Snorri á skínandi fögru móður- máli sögu Norðurlanda, Heims- kringlu, um sama leyti, sem klerkar suður í löndum þuldu trúarþulur sínar og hjátrú og hindurvitni á lat- neska tungu. Hér kvað Egill, hér reit Ari sínar merku heimildir um landnám íslands, hér sagði Sturla sína hlutlausu sögu. Hér fæddust yfirleitt og geymdust þau norrænu fræði, sem Norðurlönd, England og Þýzkaland eiga svo mikið að þakka um fortíð sína. Á samsæti verzlunarmannafélags- ins, sem haldið var hér fyrir tæpum 1 (i árum á fímtíu ára afmæli verzl- unarfrelsisins, nefndi eg land vort mótsetninganna, land. Eg hygg það sé réttmætt orð um land, sem á svo mikið af eldi og ís, land, þar sem víða sér ekki sól í skammdeginu, en röðullinn á vorin aftur á móti gyllir bæði láð og iög allan sólarhringinn, land, sem lieyir eilífa baráttu við almanakið, þar sem vorið stundum verður að hausti, skammdegið stund- um færir vorveðráttu og sumur stöku sinnum verða að vetrum, land, sem laugar kollinn í helköldum bylgjum íshafsins, en iljar fæturnar í gólfstraumnum. Þessar rnót- sutningar, þessir dutlungar, eru slæmir gallar, einkum þungbærir öðrum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, landbúnaðinum, enda má oftlega heyra fóstru vorri álasað af börnum hennar fyrir þetta misl.yndi hennar. En, er þá þetta land, sem illu beilli er við ísinn kent, ílt og óbjörgu legt land, eru gallanrnir yfirgnæf- andi? Eg verð fyrir mitt leyti að s/ara þessum spurningum hiklaust neitandi og færa nokkrar ástæður fyrir máli mínu og nef’ia nokkra kosti, sem eg tel þunga á metunum. í fyrsta lagi má nefna landrýmið. Viða í álfu vorri er orðið svo þétt- býlt, að íbúar landanna hafa ekki olboga rúm, en flýja fððurland sitt eða hírast í öngþv.eiti og óhollu bæj- iífi af skorti á jörðu, vöntun á mold. Víst er misræmi mikið enn sem kom- ið er á milli víðáttu landsins og fá- mennisins, sem það byggir, sem ger- ir örðugar og dýrar umbætur í at- v.miuvegum, samgöngum og stjórn, en það fer að vonum minkandi og er ei kert á móti landeklu annara þjóða. Annar kosturinn og ekki síðri eru hm fiskisælu og miklu mið umhverf- is þessa eyju, sem gera hana að fisk- auðgasta eylandi álfu vorrar. Iiér liefir ljós af orðið á síðustu áratug- rm — fæðst atvinnuvegur, sem gpæf ir yfir aðra. Sjórinn sem var lengi vanhirtur,er orðinn aðal mjólkurkýr landssjóðs. Og lof sé öllum þeim mönnum, sem þar hafa ötullega að unnið. Minnist eg þá, sem gainall þingmaður einkum tveggja manna, fjölvitra mannsins Eiríks próf. Briems, sem átti meira en heimspeki í heila sínum að kenna, og unga mannsins,sem þá var,Markúss skip- stjóra Bjarnasonar, sem settist við fætur þess Gamalíels og lærði af prestaskólakennaranumsiglingafræð eftir óskum þáverandi aðalútgerðar- nianns þessa bæjar, Geirs sál. Zoega. Þetta var sá mjói mikils vísir. Síðan liefir myndast öflug og myndarleg sjómannastétt með þekkingu frá sjó n.annaskóla fslands. En „snákurinn sér leynir“ einnig í þessari auðlegð- arinnar „Paradís“. Heimskulegar kröfur og ofstæki — síðustu óára \eraldar — óáran í hugsun — getur jafn gerspilt þessum vænlega at- vinnuvegi sem öðrum. — En eitt er vist, að sjórinn umhverfis þetta land er eitt þess ágætasta hnoss, sem jafn- an hefir hjálpað hið neðra, er harðn v 3 hefir hið efra, uppi til sveita og afdala. Og vöruskifta-verslunin milli landsfjórðunga, milli sveita og sjáf- ar, skreiðaferðirnar, seiw jafnvel eimdi eftir af á fyrstu árum mínum norður í Skagafirði, var hollur heimafenginn baggi, sem var óháður gengi púnds og dollars og gaf báð- um verzlunaraðiljum hollar íslenzk- ar sveitar og sjávarafurðir, enda er það gömul og ólirakin setning, að íbúum hvers lands sé yfirleitt sú íæða hollust, sein landið sjálft fram- leiðir. Priffja hnossin, sem skáld vor á síðustu árum hafa sungið úr fram- tíðarvonir, eru fossarnir íslenzku. Vér eigum liáa fossa, afl, sem í hlut- lalli við stærð landsins og íbúatölu mun vera hið lang mesta afl álfunn- ar og þessu landi, sem er af náttur- unnarhendi kolvana og steinolíu- laust, nauðsynlegri og dýrmætari en mörgum öðrum löndum álfunnar. En því miður liefir þetta mikla mál kornist inn í hringiðu íslenzks póli- tisks öngþveytis og misræmis, sem tefur meinlega fyrir að hafist verði handa. Eitt af mörgu, sem eg ekki skil nú á þessum síðustu og verstu tímum og þykir harðdrægt, að tveim Iramtíðarhéruðum landsins, sem eins og önnur, stynja undir vinnu- fólkseklu, kolaskorti og steinolíu leysi, sé meinað ár eftir ár að vinna sér hita ljós og afl úr ánum, sem renna um héruð þeirra. Aðalmótbár- an virðist vera sú, að 2000 verka- mannasálir erlendar séu háski fyrir þjóðerni vort. Fáránleg kenning og Haflð Þér reykt TEOPANI? Dansskólinn Nýtt mánaðarnámsskeið byijar mánudaginn 8 marz. — Fytir börn kl. 8 og fnllorðna kl. 9. — Dansleikur veiður haldinn 27. þessa mánaðar. Sig. Gnðmundsson. U. M. F. REYKVÍKINGUB heldur fund annað kvöld kl. 8% í Þingholtsstr. 28 (Hússtjórn). Mæt- ið vel og stundvíslega. Stjdrnin. Frá landsímanum. 6. marz 1920 Sem stendur er að eins ritsímasamband við Austur-, Norður- og Vesturland og stöðvarnar hinu megin við Hvalfjörð. Að líkindum kemst talsímasambandið í lag eftir nokkra daga. Ekkert samband við Vestmannaeyjar fyrst um sinn —sæsímaslit. Auglýst verðui ef unt er- að afgreiða skeyti þangað yfir skip áður en viðgerðinni á sæsímanum verður lokið eða beinu loftskeytasambandi verður komið á. ókurteis í garð þjóðernis vors, sem um 1000 ár hefir varðveitt og geymt tungu sína og einkunnir á erfiðari tímum en nú eru. Þeir, sem gamlir eru nú, muna þá tíma, að Reykjavík var hálf danskur bær. Það er hann ekki nú og þjóðerni, sem ekki þolir 2000 erlendra verkamenn í þjónustu sinni á engan tilverurétt. Fjórðu hlunnindin, sem eg vil nefna hér í kvöld, er frelsið og feg- urðin, sem fylgir fjallalöndum. Eg veit vel, að jurtagróður þessa lands þolir ekki samjöfnuð við mörð suð- lægari lönd, en þar er aftnr á móti kreppan meiri, og víst mundi ýms- um þeim, er hlýrri löndin byggja, þykja það talsverð hlunnindi, að geta sent búfénað sinn upp til f jalla og heiða á vorin og heimt hann aft- nr á haustin feitan og sællegan af heiðum ofan, án þess að hafa nokkru nema rekstrinum og haust- göngunum til kostað. Svo er um búpeniuginn, en livað er þá að segja um oss, mannlega íbúa lands þessa. í öðrum löndum eru mörg gæði náttúruunar allmikið tak- mörkuð af eignarréttinum, en hér hefir, að minsta kosti þangað til blessaður gaddavírinn og vegalögin komu, öll íslenzk jörð verið mönn- um heimil til umferðar, til yfirlits og ánægju. Og ekki þekki eg betri hressingu og meiri ánægju á efri árum en að hrista af mér Reykja- víkurrykið, fá mér nesti og nýja skó og ganga með malpoka minn á bakinu yfir fjöll og niður í frjóvg- ar unaðslegar sveitir, begar vel viðrar, með heiðskíran, djúpbláan liimininn yfir höfði mér, fannhvíta jökla eða seyðandi fjallabláman í sjóndeildarhringnum og íslenzk Iiraun og blóm með einverunnar tal í eyrað. Þá sviftist sorg úr sinni, þreytan hverfur úr líkaman- um og sólin geislar inn í sálina. Þetta er mér betra en öll „bíó“ og leikhús og vil eg ráða öllum uug- um mönnum, einkum Reykvíking- um, að fylgja þessum sið mínum, sem eg hefi illu heilli of seint upp tekið. Eg þykist nú hafa talið aðal- ókosti þessa lands, en hvergi nærri alla kosti þess og þó virðist mér augljóst af þessari litlu Iýsingu; á hvora vogina hallar. Nei, land vort er gott, þótt enn sem stendur sé það ýmist numið, hálfnumið eða ónumið. En „árinni kennir illur ræðari“ SAMKOMA verður haldin í húsi okkar Ingólfs- stræti 21 B í kvöld kl. 7. Allir vel- komnir. O. J. Olsea. Raflýsingar Þessir yfirstandandi timar eru vafalaust heppilegastir fyrir yður að láta leggja rafleiðslur um hús yðar. Borgarar! Þér getið verið vissir uin að alt efni og vinna hækkar f verði frá því sem nú er. Notið því tækifærið sem við bjóð- um yður núna. Frekari upplýsingar í síma 830.. H.f, Raf.mf. Hiti og Lj 's. Vonarstræti 8. og sízt eru vorar yfirsjónir og van- hyggni landinu að kenna. Skáld vor, þau beztu, hafa jafnan elskað iand vort, og vildi eg vir einhverju því fegursta kvæði, sem íslandi er- eignað og orkt af skáldinu djúp- sterka, miima vður á tvö erindi þess: „Fjör kenni’ oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsótt- um gæðum að ná, bægi sem kerúb með sveipanda sverði silfurblár Ægir oss kveifarskap frá “ — Og cinkum þessi sterku lyktarorð: „En megnirðu ei börn þín frá vondu að vara, og vesöld með ódygðum þróast þeim hjá, aftur í legið þitt forna þá fara, föðurland, áttu og hníga í sjá.“ En það er ósagt, að móðir vor allra, Fjallkonan, hlýði þessu kröft- uga boðorði skáldsins þótt svo hrapallega kynni til að takast, að vér yrðum ættlerar og ættjarðar- nýðingar, og þá auðvitað öðrum þjóðum að bráð, sem skilja 0g kunna betur vænan grip með að l’ara — því að svo er lífsins sterlca logmál, að hrakinn verður hver úr því Eden sem hann vanrækir. En þig bið eg, drottinn náttúr- unnar, alheimsaflið, að halda al- máttugri verndarhendi þinni yfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.