Morgunblaðið - 07.03.1920, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.03.1920, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 fóstnrjðrð vorri og íitvörðum þeim, sem hana byggja, veit þú heila þeirra vit til að hvgsa rétt, hjörtun- . um hreinleik til aðelskaeinungisgott og fagurt, viljanum þrek og stað- festu í öllu góðu og hendinni mátt til að vinna ósleitilega að því, sem landi og þjóð er til sannrar farsæld- ar. Landið lifir, þótt vér biðjum ekki en má eg biðja um nífalt „húrra“ fyrir landi voru, með þeirri ósk og von, að það verði jafnan vel setið af heiðarlegum og dugandi mönn- um og isonum svo að land og þjóð vaxi í náð hjá guði og í virðing hjá mönnum. Island lifi! Síðustu fregnir Khöfn, 29. febr. Pólverjar. Pólverjar hafa boðið Rússum að semja frið. Bolfievikkar. Frá Þýzkalandi kemur sú fregn að Bolsevikkasendlar séu um alt landið til þess að æsa lýðinn og að •þeir komi flestir frá miðstöð, sem BoÍSevikkar hafi í Khöfn. Frá Washington er símað að ut- anríkisráðaneytið vilji ekki taka friðarboði Bolsevikka. Frá Barís er símað að stjórnin hafi lagt liald á öll flutningatæki og lýst því yfir að hún álíti verkfall .járnbrautarmanna pólitískar æs. ingar. í Bretlandi hefir neðri málstofan samþykt við aðra umræðu að rýmka kosningarrétt kveima, þannig að þær fái réttinn 21 árs gamlar. Munu þá 5 miljónir kvenna öðlast kosn- ingarrétt. DA6BÓK EDDA 5920396%— Tekist hefir að ná upp aftur nokkr- mn af vélbátum þeim, sem hér sukku á höfnini um daginn. peir ern allir ó- skemdir að heita má. Nýr fiskur var seldur hér í gærmorg- un. Kom vélbátur með hann úr Sand- gerði. Haf'ði sá fengið nær 7 smálestir í einum róðri, að sögn. Bókasafn verzlunarmannafélagsins Merkúr er opið í dag kl. 2—3. Lagarfoss fór frá Seyðisfirði í fyrra- dag áleiðis til Danmerkur. Lestrarfélagsskemtunin í Iðnó í dag byrjar stundvíslega kl hálf fimm. Að- göngumiðar fást í Ignó frá kl. 2 og við innganginn. Skemtun Lestrarfelags kvenna verður •endurtekin í dag kl.hálf finun.auk þess sem áður var boðið flytur Árni Páls- son erindi um Jóhann Sigurjónsson. U. M. F. Reykvíkingwr heldur fund aUuað kvöld í pingholtsstræti 28. Dansskóli Sig. Guðmundssonar byrj- ar nýtt námsskeið annað kvöld eins og auglýst er á öðram stað hér í blaðinu. Frá Suður-Jótlandi. |1>; „La MarseiUaise1 *. Franska herskipið sem fluttj franska setuliðið til Suður-Jótlands. Fremst eru franskir sjóliðsmenn. FARVEL*FOfe*£VIGT DU*TyjKE*0RN Skilnaðurinn. Götuávarp, notað í skilnaðarbaráttunni í Suður* Jótlandi. '41 Til Aabenraa. Suður-Jótar, sem atkvæðisrétt hafa, leggja á stað Setuliðinu fagnað. Enska setuliðinu fagnað er það kemur til Flensborgar. Frú Christensen, kona Christensens ritstjóra „Flensborg Avis“, réttir foringja setuliðsins blómvönd til merkis um fögnuð ut af komu setuliðsins. Vagn Jacobsen. Því hefir þega r verið hreyft, að reisa beri veg- legt minnismerki í Suður-Jótlandi í tilefni af skilnaðinum við Þýzka- land. Vagn Jacobsen forstjóri, sem vér hér birtum mynd af, hefir gefið 10.000 krónur til þess að minnisme rkið verði reist. Að viku liðinni, eða á laugar daginn kemur, á að fara fram at- kvæðagreiðsla í öðru atkvæðagreiðs luumdæmi. Sú atkvæðagreiðsla er nokkuð á annan veg en hin fyrri, því að þar verður farið eftir því, hvernig atkvæði falla í héruðum, þ annig, að það hérað, sem greiðir atkvæði með Þýzkalandi, verður þ ýzkt áfranx, en það hérað, sem greiðir fleiri atkvæði með skilnaði, verður danskt. 1 öðru umdæmi er Flensborg, stærsta borgin í Suður- Jótlandi. írá Kaupmannahöfn þangað suður til þess að greiða atkvæði með skilo. aðinum. Suðurtorg í Haderslev. Kosningaskrifstofa Dana, merkt með X- Aðalstarf hennar var að leiðbeina þeim, sem komu frá Danmörku þangað suður til að neyta atkvæðisiéttar síus. Má geta þess, að 1500 menn búsettir í Danmörk, áttu atkæðisrétt í Haderslev, og um 10 þús. í héraðinu þar umhverfis Samkomu heldur O. J. Olsen í kvöld kl. 7 í samkomuhúsi Adventista, Ing- ólfsstræti 21 B. Beskytteren kva'ð að sögn vera vænt- anlegur hinga'ð innan skams frá Færeyj- um. Hilmir heitir botnvörpungur sem Jón Árnason frá Heimaskaga o. fl. hafa keypt í Bretlandi. Kom Jón hinga'ð með skipið seint í fyrrakvöld. Kvað það vera hið vandaðasta. Islands Falk handsamaði brezka botnvörpunginn Anzac við veiðar í land helgi í fyrradag og fór með hann til Yestma^nnaeyja. ;Var skipstjóri sekt- aður um 60 sterlingspund en veiðar- færi og afli gert upptækt. Til Frakklands fóru héðau í gær á frönskum botnvörpung þeir Fi’iðrik Gunnarsson kaupmaður og Haraldur Sigurðsson verzlunai-stjóri hjé Jes Zim- sen. Ætla þeir að dvelja um hríð í París. ísland kom í gær til Seyðisfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.