Morgunblaðið - 03.06.1920, Page 2

Morgunblaðið - 03.06.1920, Page 2
2 MORGtJJN'BLAÐIÐ aíf' -sU. jia. '^ílULÆU *j* itt MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri: Vilh. Finsen. Afgreiösla i Lækjargötn 2 Sími 500. — Prentsmiðjusími 48. Ritstjórnarsímar 498 og 499. Kemur út alla daga vikunnar, aö ífcanudögum undanteknam. sáxií’,t,,órnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 19—12. Helgidaga kl. 1—3. Aígreiöslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilaö annaöhvort á afgreiösluua eöa í ísafoldarprent- ’Kaiöju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaös, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá öllum jafnaöi betri staö í blaöinu {t lesmálssíðum), en þær sem síöar Voma. Angiýsingaverö: Á fremstu síöu kr. 1.00 hver cm. dálksbreiddar; á öörum j’.öum kr. 1.50 cm. Verö blaðsins ee kr. 1.50 á mánuöi. fremur telur hann að þetba fyrir- tæki muni hafa stórkostlega þýð- ingu fyrir iðnað og landbúnað Breta. Blakstad hefir lagt hugmynd sína og áætlanir fyrir ensku stjórn- ina, og sjálfur átt tal um .málið við Lloyd George, og telur hann ekki vonlaust um að fyrirtækinu verði komið í framkvæmd. -------o------ Nú og síöar Okkur, sem nú lifum, þyk.ja tímar þeir, er nú standa yfir, ærið «rfiðir og hættulegir. Alt leikur á reiðiskjálfi. Þáð sem í dag er traust ur grundvöllur, er á morgun orðið að engu. Ýmsar bylgjur annarlegra og fálmandi skoðana og kenninga flæða yfir jörðina og skola með sér rótgrónum lífsskoðunum heilla þjóða. Ný ríkf grundvailast. Onn- ur líða undir lok. Og sum baka al- gerðum stakkaskiftum. Viðskifta- lífið hangir á veikum þræði víðast hvar. Framleiðsla öll er lömuð enn eftir styrjöldina og er nú bundin við geðþótta æstra verkamanna í flestum löndnm. Það er því ekki furða þó menn líti yfir ástandið með örvæntingar- svip. Það er í sannleika ískyggi- legt á mörgum sviðum. Þau sund, sem nú er skriðið um, geta lokast á skömmum tíma. Boginn, sem nú er bnið að spenna til hins ítrasta, getur brostið einhvem góðan veður- dag. Það lítilræði, sem er búið að reisa við úr rústum styrjaldarinn- ar, getur feykfit um koll í ein- hverju stórviðri andlegra og efna- legra umbrota, sem nxi geisa svo að segja daglega yfir veröldina. En þó núlifandi menn telji sig vansæla að hafa lifað á þessum um- brotaárum, þá munu komandi kyn- slóðir líta öðrum augum á það mál- Þegar þær fara að kafa í þá ólgu, sem nxi stendur yfir og sagan fer að fjalla um hana, þá munu þálif- andi menn miklu fremur öfunda en aumka okkur. Þá verður farið að slá yfir Ixafrótið bláma fjarlægðar- ixmar. Eji ,,fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.“ Sárustu broddarnir, sem nú stinga verða þá horfnir. Eji yfir auðugt tímabil verður að líta, svipmikið og stór- fenglegt, svo aldrei hefir veraldar- sagan fengið f jölskriiðugra og margþættara efni. Það er ]xví eðlilegt að komandi kynslóðum veí’ði að öfunda þá, sem nú lifa fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stormum og straumum nxitíðarinnar. Þær sjá að veröldin hefir verið full af hjaðningavígum hins unga og gamla. Þær sjá, að óteljandi uppsprettur nýrra krafta og hugsjóna hafa streymt fram. Þau- sjá, að ]>jóðfélögin sum hafa kipst til, vaknað af svefni, hrist af sér hlekki og heimtað rétt og bróðerni. Þær finna, að óvenjulegt gróðrarmagn nýrra skoðana í þjóð- félagsmálum hefir einkent þessi ár. Þær sjá vitanlega Iíka að hér og hvar hafa gosið upp logar miskunn- arleysis og haturs, hefnigirni bg blindrar ofstæki. Þær munu sjá, að sumt af því fegursta og glæsileg- asta, sem siðmenningin hafði bygt, hefir fallið í rústir og ekkert verið reist. á þeim aftur. En vfir Jxessu öllu mun verða eirthver tignarblær. Þetta tímabil mun sýna hrakfarir og mistök nfannkynsins, gleggra en nokkurt annað, en jafnframt mun verða hjart yfir því af endurbótavið- leytni og frelsisþrá mannanna. Og enginn getur spáð enn, hvern far- veg þ.eir straumar leggjast í, sem flæða nú stefnu og stjórn laust um löndiu. Tímabilið er hafið, en það er ekki endað. Ef til vill er annar jafn viðburðaríkur kafli eftir. En hvað sem er um það. Óbornum kyn- slóðum mun finnast mikils u.m vert að líta yfir ]>essi ár í töfra-tíbrá sögunnar. Þar verður margt að s,já. Og þær munu öfunda þá menn, sem fengu að líta eigin aúgum um- brotin og öldumar. Argus. ------o------ Branting mótmælir aðförum Frakka í ÞýzkalandL Hjalmár Branting, forsætisráð- herra Svía, hélt 10. maí ræðu í Stokkhóimi og mintist þar á friðar- samningana í Versailles og sagði að þeir væru hræðilegir. Hanrx sagði líka að það væri skylda Svía að mótmæla því framferði Frakka, að senda blökkximanna-hersveitir til Þýzkalands. Bandalag sænskra jafnaðar- kvenna hefir einnig mótmælt því á stórum fundi að Frakkar skxxli hafa Blámannalið víðsvegar í Þýzkalandi. Sænsku blöðin ræða þetta mál líka af kappi og eru mjög á einu máli um það, að svívirðilegt sé að senda blökkumannahersveitir til þess að hertaka hérað siðaðra hvítra manna. Þannig segir „Afton- bladet“: Það er nauðsynlegt að hlutlausar þ.jóðir láti það skýrt og greinilega í ljós að þær mótmæli og muni halda áfram að mótmæla þangað til breyting verður gerð á þessu. Það er stór blettxxr á frönsku þjóðinni, að hún skuli hafa sent Senegal-negra til fæðingarstaðar Goethes sem útverði franskrar siðmenningar. Minniiígaitré Víðsvegar um Danmörku verða mx reistir minnisvarðar í tilefni af sameiningu Danmerkur og Suður- Jótlands. Verða þeir með ýmsxi móti en meðal annars hefir kornið fram sú Uppástunga, að hver bóndi gróð- ursetti heima hjá sér tré, til minn- ingar xxm þennan atburð. Er það fögur hugmynd og líkleg til þess, að henni verði vel tekið. ------o------ EldsneytisvaEdrmði I Noregi. Stjórnin skyldar bæjarstjórnir til að útvega eldsneyti. Með konunglegri tilskipun 1. þ. m. var matvælaráðuneytinu norska gefið leyfi til að taka ákvarðanir um að bæjarstjórnir útveguðu og hefðu fyrirliggjandi eldsneyt.i. Matvælaráðuneytið hefir nú gert ýmsar ráðstafanir þessu viðvíkj- andi og leggur mikla áherzlu á að hafðar séu xxti allar klær til þess að t,ryggja íbxíxxm bæjanna elds- neyti uiidir vetxxrinn. Bendir það á, að nú séu þær eldsneytisbirgðar þrotnar, sem ríkið hafi haft og rnegi bæjarfélögin því ekki treysta á hjálp þess. En þó vill það létta xxndir með þeim bæjum, sem ekki geta aflað sér nægilegs eldsneytis af eigin rammleik með því að tryggja þeim skógarhögg. Bæjar- félögin eiga að senda beiðnir sínar um kol og koks til umsjónannanns matvælaskrifstofunnar, en beiðnir um við og skóg eiga að sendast til landbúnaðarráðxxneytisins'. Þá bendir og matvælaráðxxneytið a að nota mó, sem Norðmenn munu ætla að taka mikið xipp af í sumar. Og hvetur það bæjai’stjórnir mjög eindregið til þess að hefjast handa hið allra fyrsta að afla elds- neytis. Og það sé nauðsynlegt að hvert einstakt bæjarfélag leggi fram alla krafta sína í þessu máli, því mjög stuttur tímf sé til stefnu, að útvega það eldsneytismagn sem nægi til þess að bæjimir standi ekki ráðþrota þegar vetrar að. Hér í blaðinu vöktum vér máls á því fyrir nokkru, hvílík fásinna það væri að taka ekki upp mó í Kringlumýri í sumar- Fáum vér ekki betur séð, en að þessar ráð- stafanir Norðmanna styðji vort mál og ættu að verða hvöt til þess fyr- ir bæjarstjórnina hérna, að sitja ekki með höndur í vösum í sumar. Norðmenn sjá að hverju fer og eru þeir þó betur staddir en við, þar sem þeir hafa skógarhögg víðast- hvar. Möwe VikingaskípiQ fræga nú eign Breta. Þýzka víkingaskipið træga ,,Mö- ve“ er eitt á xneðal þeirra skipa, sem Þjóðverjar lxafa orðið að af- henda bandamönnum, og er nú eign Breta. Kom það til Leith um miðjan maí og hefir verið skýrt að nýju og nefnt ,Pxxrgo‘. Verður það haft til ávaxtaflutninga. Skipið er um 3600 smál. að stærð og ákaflega hraðskreitt. Englendingar mega muna skip- inu marga raun síðan árið 1916, því að þá smaug það í gegn um herskipagirðingu þeirra og út í Atlantzhaf og var þar lengi í vík- ing. Grandaði það ]xá 13 brezkum skipxxm, 1 frönsku og 1 belgisku og lagði mörg tundurdufl. Eitt þeirra varð b'rezka herskipinu „Edvard VTT.“ að grandi. „Möve“ komst 'heim aftur, án þess að Bretar yrðu varir við og hafði með sér f.jölda herte'kinna manna og um 1 miljón marka í gulli. Sönn saga M Petrograd. — Einu sinni vorum við á ferð í sporvagni í Petrograd. Þá sáum við að blóð draup niður xxr frakka hermanns, sem sat þar inni. Hann var klæddur úr frakkanum — og í barmi sínum hafði hann afhöggv- inn - handlegg nxeð demanta og perluhringum á fingrunum.------- Það er Stavseth, ei’indreki Norð- manna í Petrograd, sem segir þessa sögxx í sambandi við hneikslismál það, er risið hefir út af framkomu norsku sendiherrasveitarinnar í Petrograd. í því máli hefir margt komið fram, sem sýnir það ljóst, hvernig ástandið var í borginni, eftir að Bolzhevikkar komxxst til valda. Væri það holt fyrir þá, er ekki vilja annað en satt (þ, e. lof) se_gja um Bolzhevikka, að lesa vand lega yfirheyrzlurnar í Stavseth- málinu svokallaða. Á þeim gæti þeir margt lært, lesi þeir ekki alt aftur á bak....... K. Riis-Hansen skrifstofustjóri hefir nýlega verið skipaður meðalgöngximaður danska ríkisins í öllum deilumálnm milli verkamanna og vinnuveitenda. Hann hefir áður gégnt starfi þessu í forföllum fyrirrennara síns; Dagbök. Veðrið í gær: Reykjavík S andvari, hiti 5.0 Isafjörður Iogn, hiti 4.5 Akureyri logii, hiti 6.5 Sevðisfjörður NV kul, hiti 5.1 Grímsstaðir logn, hiti 6.0 \estmannaeyjar logn, hiti 6.1 pórshafn NV gola, hiti 7.3 Loftvog há; hæst fyx-ir ajxstan land og stígandi; stilt veður. Botnía var í Færeyjum í gær. Fjöldi farþega er með skipinu. Tennisfélagið. Stofnfundur þess var haldinn í gær í kenslustofu Stýri- mannaskólans. Eru meðlimir þess um 40, karlar og konui’. Mun félagið ætla að sækja til baejarstjómar um leyfi til þess að gera tennisvöll <á melunum fyr- ir sunnan hús Péturs Olafssonar kon- súls. Verður bæjarstjórnin vonandi við þeirri beiðni, því tennis er skemtileg og holl íþrótt. Höí'nin. Nú er byrjað að nýju að aka möl og grjóti ofan úr Öskjuhlíð til hafnarinnar, en sú vimia stöðvaðist all-lengi vegna kolaskorts. Heiðursfélaga heíir Sögufélagið kos ið þá Sighvat Grímsson Borgfirðing og Hannes Þörsteinsson skjalavörð. ---x--- Kora kom til Húsavíkur í gærmorg- un og mun hat’a farið þaðan eftir stuttá viðdvöl. XJIfur fór í gær vestur til Breiða- fjarðar.Með honum fóru ÁgústÁrmann kauixm., Jón Olafsson verzlunarm. og Eggert Jónsson frá Gufunesi. Er hann að flytja vestur til Reykhóla og fer með búslóð sína og eitthvað af grip- um x þessari ferð. Lík Torfa J. Tómassohar verzlunar- xrianns var sent vestur með Úlfi í gær- kvöldi til Hellnsands. Vei’ður það greftrað að Ingjaldshóli. Gullfoss fór frá Leith í fyrradag til Kauixmannaliafnar. Nýtt hús. Vilhelm Knudsen hefir bygt íbúðarhús við Hellusund nr. 6 og ei það nú nær fnllgert og hann fluttur þangað. Saltskip kom í fyrradag með farm frá Ibiza fcil Ólafs Benjamínsisonar stórkanpmanns. Leifur heppni og Egill Skallagríms- son enx nýlega komnir inn með ágætan afla.. Knattspyrnumótið. Síðustu kapp- leikarnir eni í kvöld. Kl. 8 keppa Væring.jar og Víkingur og kl. 914 K. R, og Fram. Villeinoes fer einhvern næstu daga áleiðis til Nova Scotia til þess að sækja þangað kol fyrir landsverzlunina. íþróttafélag Reykjavíkur æfir kl. 7—8 í dag V^gna kappleiksins á Tþróttavellinum. Félagsmenn eni beðn- ir að fjölmenna og koma stundvíslega. Fallið hafði úr endir málsgreinar á einum stað í greininni um „Morgunn“ í blaðinu í gær. Stóð í blaðinu: „Það er sjálf-”. Átti að vera: „pað er sjálf- sagt enn meira um vert að fá þekkingu á þeim beimi“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.