Morgunblaðið - 02.10.1920, Side 2

Morgunblaðið - 02.10.1920, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ate. ■-< m;íií.*xx. «f*. ■ jUm. jfíji mtn jta». MORGUNBI. AÐIÐ Ritstjóri: Vilh. Fiosen. Afgreiðsla í Lækjargötn 2. Sími 500. — Prentsmiðjusími 48. Ritstjórnarsímar 498 og 499. Kemur út aUa daga vikttnnar, að mánndögum undanteknnm. Ritstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Auglýsingum sé skilað annaðhvort A afgreiðsluna eða í ísafoldarprent- smiðju fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomu J>ess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyxir kl. 12, fé að öllum jafnaði betri stað í blaðinu (á lesmálssíðum), en þær sem síðar koma. Auglýsingaverð: A fremstn síðu kr. 3.00 hver em. dálksbreiddar; á öðrum atöðum kr. 1.50 cm. Verð blaðsins er kr. 2.00 á mánuði. Afgreiðslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Norðisk LiYsforsikrings A|s. af 1897. Líttryggingar AðalnmboðfliinaV'ar fyrir leland: Gunnar Effilsor Hafnarstrœti 15. Tals. 608. SparsemishreyfiDgin I Noregi. Félag stofnað. Eins og- menn vita, hefir norska krónan verið að falla í sumar á er- lc-ndnm peningamarka.ði, eins og sú íslenzka, og ást-æðan var of mikil kaup á erlendri vöru og þar af leiðandi tæming norskrar innstæðu i erlendum bönkum, í stuttn máli: of mikil eyðsla,. Leiðandi menn þjóðarinnar sáu að ekki mátti við svo búið standa, ékkj mátti stofna ríkinu í gjald- þrot. Sarnið var því í skyndi ávarp og skorað á landslýðinn að spara eftir megni, og takmarka einkum eyðslu þess fjár, er færi úút úr land inu. Sparnaðarl íminn ætti fyrst um sinn að standa eitt ár, og þeir sem skuldbindu sig til að takmarka þarfir sínar, skyldu bindast félags- skap og bera á sér merki félagsins. Kröfurnar til félagsmanua eru á þessa leið: I. Að kaupa svo fátt nýtt, sem þeir framast gætu- 2. Að geyma framkvæmdir, sem að skaðlausu gætu beðið. 3. Að haga daglegum gjöldum svo sparlega sem unt væri, hvort sem væri til þarfa fjölskyld- unnar eða. við gestaboð. 4. Að spara einkum aðfluttar vörur svo sem kol og olíu, að ógleymdu tóbaki og víni. 5. Að skerða ekki innstæðu er- lendis með því að ferðast úr landi eða kaupa erlendar vörur fram yfir ströngustu nauðsyn. Þriðjudaginn 7. september var síð- an félagið stofnað. Aðsókn var svo mikil, að hiisrúm hrökk ekki til. Ræðumenu voru meðal annara Hal- vorsen forsæti sráðherra og Frið- þjófur Na,nsen. Það kom fram í um- ræðunum, að menu yrðu að leitast við að kaupa norska vöru fremur eu útlenda, þar sem slíks væi*i nokk Congoíeum Ágætnr Gólfdúkur, Góltteppi úr sama efni. JTliög lágt veröi Komið og skoöiö Guðm. Asbjörnsson, Símt 555. Laugaveg 1. ur völ, og komast í því efni jafn- fætis Svíum, sem nú álitu fínna, að kaupa innlent en út'lent. Þjónustufólk yrðu menn. að reyua að spara eftir megni, til þess að taka ekki vinnukraft frá nauðsyn- iegri störfnm. Fjöiskyldumar vvðu sjáifa.r að þrífa hús sín og elda mat, enda hefðu margar holmagn til þess, sem ættu stálpuð böm. Þá mætti og kvenfóikið vel við því að spara nokkuð af höttum og kjóium. Margar hugsuðu: Spa-ra vil eg gjarna, en ekki bera sparsemina utan á mér. En nú gæti það ein- mitt verkað sem gott eftidæmi, ef heldri inenn og konur bæru einmitt dálítinn sparsemisvott utan á sér, reyndu yfirieitt að slíta betur klæðum sínum en ella. Forsætisráðherraun sagði, að stjórnin hefði reynt að hækka norsku krónuna með því að tempra innflutning, en það væri alveg ó- trúlegt hvað fólkið skildi iila til- gang þeirrar ráðstöfunar, og ihvað ástandið værj í raun og veru alvar- legt. Hann mæiti eunfremur: „Nú sýuist það ekki lengur vera það erfiðasta að komast af með lauu sín, heldur hitt, að komast af án þes-s að eyða iþeim upp. Vér meg- um ekki lengur spyrj-a sjálfa oss: Hefj eg efni á því? heldur: Hefir landið efni á því ? Og nú hefir land- ið ekki efni á því iað eyða einum eyri til óþarfa.“ Orðum Friðþjófs Nausens var einnig mjög vel tekið, er hann isagði: „Vér höfum hækkað kröf- urnar til annara en lækkað þær til sjálfra vor. Vér lifum eins og hver dagur væri hinn siðasti. Vér verð- um nú að draga inn seglin.“ Bökmentir Gunnar Gunnansson: Dreng- urinn. — Þorsteinn Gíslason þýddi. Útgef. Þorsteinn Gísla- son. ,,Drengurinn‘ er að sumu ieyti frumlegasta saga Gunnars Gunn- larssonar. Engir íslenzkir skáld- sagnahöfundar, og sárafáir erlend- ÍL',hafa tekið þetta elfni til meðferð- ar: barnið í manninum, æskuein- kerinin, sem haldast alla æfina og móta alt framferði og sálarlíf mannsins fram í síðust-u siglingu hans út í dauðann á hafísnum. Það þarf áreiðairlega mifcla dirfsku tii þess að takast á hendur lýsingu á sálarlífsemkennum og æfiferli þess manns, sem aidrei vex frá æsku sinni, ait af er ut^an við alvöru og áhyggjúþunga lífsins og alt af leitar sér svölunar í því, sem fuiliþroska mönnum finst ófuii- nægjandi og einbkis nýtt. En Gunnar hefir ieyst þetta meira en vel uf hendi. Sumt í sálar- lífi og skapferlis'einkennum þcssa fullorðna harns, er skarpiega lýst og af ágætum sálfræðisiegum skilningi. Persónan hefir vaxið með höfundinum svo trúlega og orðið honum svo nákomin, að hann opn- ar ieyndustu afkyma í sái hennar, afkyma, sem maður finnur, að blutu einmitt að skapast í svona sál. Með því að líta á fyrirsagnir kafl anna í sögunni, sér maður hvernig lífið er að smáopnast fyrir „drengn- úm“, hvernig sjóndeildarhringur- Húsnæði óskast, 1—2 herbergi og eldhús óskast til leigu nú þegar, handa hjónnm me8 eitt barn. Há húsaleiga borguð fyrirfram. Uppl. í ísafoldarprentsmiðju, sími 48. i?;u stækkar og áhrifunum fjölgar. Fyrst kemur „drengurinn og áin“. Elfan neðan við túnfótinn er hon- um mesta undrunarefnið fyrst. — Rarnshugurinn staðnæmist við hana Þá beinist athygli hans að haÆinu. Því hafið gleypti ána- „Drougurinn og dagamir“ heitir þriðji kaflinn. Tírninn vekur eftirtekt harnsins', dagarnir, sem korna og fara, þessi sífelda endurbeknmg knýr á hug hans. Og svo kemur alivara lífsins, dauðinn. Lífið er að sýna honum ný og ný svið. En nú fer athygliii að beinast að honum sjálfum, heinast inn. Hjarta hans vekur eftirtekt feans. Tilfinningar som hann gerir sér grein fyrir, fara að móta feugs- anir hans. Og svona koll af kolli. Hann vitkast og lærir, vex og tek- ur á móti lífsreynélu — en er alt af sama fearnið, alt af dengurinn. Iíann f jarlægist mennina en tengist náttúrunni því fastar. Þegar hann gengur um feljóða vornótt einn úti, finst feonum nóttin lifandi vera,: „En hvað náttúran getur verið hlíð — Blíð einsi og móðir, alúðleg eins og unnusta- Hér geng eg með nótt- ina við Mið mér“. Þetía. minnir á sumt í Pan Hamsuns. En sagan er fremur efnislítil. Veldur þar nokkru um, hve sögu- hetjan sjálf er ta'kmörkuð. Um- feverfið er þröngt og maður fær lítið skygnst út fyrir það, sem er að gerast í sál Skúla. Það ferærist ekki nema eitt líf í sögunni. Höf. Iiefii* auðsjáanlega einbeitt öllum skáldmætti sínum að því að lýsa þessu eina lífi sem best, steypa þessa einn s’ál sem fullkomnasta. En sagan verður við þetta tómlegri og jafnvel þreytandi á köflum. En það er í henni þungur undirstraum- ur, sem feeldur manuj föstum þrátt fyrir það. Örlög ,drengsins‘ standa manni ekki á sama, Iþegar byrjað er að lesa. Maður tfinnur, að þama er sérstæður maður á ferðinni, ný- stárleg sköpun. Sumir hafa fundið að Iþví í þess- ari sögu, hve endirinn værí hörmu- legur: „drengurinn“ herst með ís á haf út — út, í dauðann. En einmitt þannig hlutu æfilok hans að verða. Hanu hafði aldrei runnið saman við þetta líf, altaf staðið fyrir utan það, verið svo sem í öðrum heimi. Dauða hans hlaut því að bera að höndum með sér- stökum 'hætti. Hann gleymir sér á ísnum, gleymir lífinu, gleymir hætt unni, gleymir öllu öðru en því, að hann er til. Þessi maður gat ekki dáið heima í ními sínu, umkringd-: ur grátandi ættmennum og vinum- Einn llifði hann. Einn hlaut hanu að sigla út í dauðann. Þýðingin á bókinni er mætavel gerð. Maður á bágt með að trúa því, að sagan sé upphaflega, sikrif- uð á erlenda tungu, isvo íslenzkt er alt yfirbragð málsins. -T. B. Kvennaþmg \ Knstjaníu Alþjóðasamhiand kvenna ætlaði! að halda þing í Kristjaníu í septem-; ber. Slík þing heldur sambandið á 5 ára fresti, og var síðasta þingið haldið í Rómaborg í maí 1914. — Næsta þing hefði því átt að vera í fyrra, en var frestað þangað til nú, vegna afleiðinga stríðsins. Sambandsdeildin í Noregi fær nóg að starfa, að taka á móti full- trúum frá öllum áttum víðrar ver- aldar, sem munu skifta himdruð- um að tölu. Forseti sambandsms er Lady Aberdeen. Maður henuar var um nokkurra ára skeið jarl á írlandi. Af málum iþeim er áttu að koma. til meðferðar má nefna: Nýjar aðferðir í uppeldismálum; efnaleg staða giftra kvenna; staða konunnar í verzlunarstarfi, iðnum og embættum; konur sem lögreglu- þjónar; opinber heilbrigðismál; bar áttam við berklaveikina; húsnæðis- eklan; alþjóða hjálpartungumál; þjóðbandalagið og kvenfólkið; og -loks átti að ræða um afstöðu smá- þjóða. innan þjóðabandalagsins. Mikils þykir vert um þetta þing það sést meðal annars á því, að stjórnir ýmsra ríkja senda trúnað- armenn þangað. England sendir þrjá, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Grikk'iand og Serbía einn hvert. Skip sekkur. Þrír menn farast. Norskt skip, „Eikhaug“, var á leið til Svíþjóðar í fyrri viku með síldarfarm frá Sören Goos á Siglu- firði, 4—5 þúsund tunnur. Varð það fyrir árekstri í Skagerak á sunnudagsnóttina og söbk á svip- stundu. Þrír af skipverjum íórust. Einn íslenzkur maður var á skip- inu og komst hanu af. Var það Sig- urður Birkis söngmaður. Annars eru óljsar fregnir enu af slysi þessu. Síldin mun hafa verið vel vá- trygð. Finnar og Alandseyjar. Svo sem menn muna létu Finnar handsama tvo mikilsmetna Álands- eyjabúa í byrjun júnímánaðar síð- astl. og flytja þá til Finnlands. — Menn þessir vou þeir Björkman héraðshöfðingi og Sundblom rit- stjóri. Höfðu þeir unnið það til saka í augum finsku yfirvaldanna, að þeir höfðu verið kosnir af 96% a,Ura rbú'anna á Álandsieyjum til þess að lara á fund Svíakonungs og utanríkistjórnarinuar og flytja fyrir þeim mál eyjaskeggja. Finnar, sem eigi vilja sætta sig við það, að Svíar nái yfirráðum yfir eyjunum, eins og ákveðið var af stórveldnnum, tóku þessu mjög illa og létu handtaka mennina. Þeim var stefnt fyrir rétt fyrir föðurlandssvik og voru þeir dæmd- 5r í byrjun septemher í iy2 árs hego ingarhússveru og þriggja ára serU' missi. Auk þess var Björkman rek- inn frá embætti. Mál þetta. mæltist mjög illa fyrir og þykir ekkj líklegt að það m®1' bæta málstað Finma við þjóðbanda' lagið, sem væntanlega ákveður fyí' ir fult og alt hver yfirráðin fái' yfíT Ála.ndseyjum. Norski seiveiðarinn sem fórst Þegar* Grænlaudsfiarið Godtha^ kom hiugað um daginn, flutti þa® með sér skipverja af norsku sel' veiðaskipi, sem fórst norður í ís' hafi. ílöfðu skipverjar komist a Jand á Austur-Grænlandi og náð L'ygð eftir miMar þrautir. 1 norska hJaðinu „Tidens TegÁ er grein um þetta skip. Yar þeSlS saknað’ og talið víst að 'það hefð* farist, en það þótti líklegt að skip' verjar hefði komist af. Var norska stjórnife því að hugsa um áð senda hjálparJeiðangur norður til þess a^ leita mannana, og átti að byrja und' irbúningur undir þann 'leiðangiú' einmitt. þegar íregnin kom þang^ um að Godthaab hefði rnennin8 meðferðis- „Gordon“ hét skipið og var þ^ bygt í Lowestoft árið 1886 og 59 br. reg. smálestir að stærð. ---—r.--------- Fluglist, í miðjum september mánuði bar þ^ slya við í Bandaríkjumim, að brezk^ flágmáður féll 500 fet, úr lofti úr vél, og dó þegar. Mundi slys jþefe* ekki hafa vakið neina sérstaba e&Y tekt, ef eigi værj það, að flugm'að1*1 inn féíl er hann gerði tilraun til $ að klifra úr einni flugvél í aðrft þær voru á flugi 500 fet yfir jöröu- Fluglistinni hefir farið mjög fram. Tækin sem nú eru notuð, ^ alt af að verða fullkomnari og meV1’ irnir æfðari. Flugmennirnir eru svo hugaðir, að þeir eru teknir upP því, að sýna ýmiskonar listir í ^ inu. til dæmis eins og þetta, að ■ - lof*' úr einni flugvél í aðra hátt uppi 1 * inu. s Dagbök. Fundur í „Stjömufélagiun' ‘ suixíl 3. okt. þ. á. kl. 3% ,síðd. Reikningar. Vér viljum vekja hygli lesenda á auglýsingu landsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.