Morgunblaðið - 04.02.1921, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.02.1921, Blaðsíða 3
MORGlTNBLAÐíÐ S M igjilli Mönnum liættir oft viS því í hita kosninganna, a@ gleyma sjálfum sér og þeirri ábyrgB, sem á þeim hvílir sem kjósendum. — Fólk gleymir mál- efnunum, en man mennina — man þa of't helst til þess afi álasa þeim. pótt líorgunblaíiiö hafi frá upphafi lýst hreinni og ákveðinni afstööu til þessara kosninga, hefir það þó oft tekið þaö fram og sýnt þaö, aö þaö hafi enga tilhneigingu til persónulegra árása á andstæöinga sína — enga tilhneigingu tii aö álasa þeim eöa draga niöur af þeim skóinn. pa/S hefir t. d. leyft rúm í biaöinu, þegar þeir hafa æskt þess. pav fyrir hefir blaöiö auövitaö hisp- urslaust viljaö benda á þær veilur í opinberu lífi, sem því hefir þurfa þótt og á þaö, sem því hefir þótt athuga- yrert í opinberri framkomu frambjóð- endanna. En málefnin hafa verið aöalatriöiö. Málefnin sem þesaar kosningar snú- ast fyrst og fremst um er í fám orðum — afstaöa ríkisns og einstakling- anna. par eru tveir aöal andstööuflokk- ar A og B. peir berjast sinn fyrir hvor- um hugsjónum — hafa hvor sína skoö- unina á því, hvemig byggja eigi upp þjóðfélag framtíöarinnar. Ágreining- urinn er ekki aöallega um þaö sem er. A-mennimir sjá alveg eins vel og B- mennimir þá agnúa, sem em á þjóö- félaginu eins og þaö er nú og vilja .e«gu síöur bæta þá. En skoöanamun- urinn er um þaS, hvemig eigi aö bæta þá. Margir B-mennimir berjast fyrir máli sínu af þekkingu og alvöru, og þatS getur enginn álasaö þeim fyrir það, aö halda rrieð festu á málsta'ð sínum. En þar fyrir þurfa menn ekki að fall- ast é þær, og þaðan af síður, að álasa hinum flokknum, A-inu, þó hann haldi fast á sínum málstaö. En munurinn er í stórum dráttum sá, að þar sem B-iö — jafnaöarmenn- irnir — vilja annaö hvort undir eins eöa smátt og smátt — þeim kemur ekki saman um þaö sjálfum — draga mesta eða alla framleiöslu, verzlun og viöskifti o. s. frv. úr höndum einstakl- inganna og til ríkisins — vill A-iö þetta ekki. A-iÖ skoöar ríkiö að eins sem samnefnara einstaklinganna, sem ekki eigi að hafa meiri ítök eða áhrif en minst er nauösynlegt. paö á ekki aö hierja eöli og heilbrigt svigrúm ein- staklingsins undir hæli ríkisins. par fyrir nær þaö auðvitaö engri átt, að tala um andstööu gegn „heill heildar- innar". Heill einstaklingsins er líka heill heildarinnar. pessar aöallínur koma svo fram í hinum mismunandi 'málum, fyrst og fremst verzlunarmálunum. B vill ein- okun ríkisins, A vill hana ekki o. s. frv. petta skiftir líka skoöununum í ýmsum öörum málum, sem A-listinn hefir á stefnuskrá sinni — þó ekki alstaöar jafn greinilega —í jámbrautar- málinu,, fossamálinu, húsnæöismálinu, mentamálum o. s. frv. Annars vegar — B — er þróun ríkis- ins, að sumu leyti á kostnaö einstakl- inganna. Hins vegar — A — er þróun ríkisins til hjálpar einstaklingunum, aö svo miklu leyti, sem þeir geta ekki hjálpaö sér sjálfir, aö ööru leyti engin ríkisafskifti af högum eöa eöli ein- ■taklingsins. Annars vegar ótakmarkaö einveldi heildarinnar, hjá B, hins vegar, A frjálst samstarf einstaklinganna. Milli þessara tveggja meginflokka standa svo tvö önnur flokksbrot, O og I). pó ýrnsir telji þau nú bæöi úr sög- unni — eklci síst C — að því er kjör- l'ylgi snertir, gefur framkoma þeirra þó ýmsar upplýsingar um andann, eöa andleysið í stjommálunnnr, og því er rétt aö athuga þau. Hvorugt þeirra hefir nokkra ákveðna braut aö fnra í þeim málum, sem skifta mönnum: afstööu ríkis og einstaklinga. Mennirnir á listunum .eru innbyröis osammála. Einn er með íandsverzlun, annar á móti henni. Einn er „öldungis sammála jafnaðarmönnum“, annar er í þeim flokki, sem kallar þá, og víst alla alþýöu manna „skrælingja-þý“. pað sem hefir hleypt báðum þessiau listum af staö er ekki málefni — heldur eingöngu menn. — Mennirnir geta ver- iö góöir fyrir sig. — og góða menn þarf inn á þing — en málefnislausa menn þarf þangað ekki. .. Góða menn þarf inn á þing. Góö málefni eru máttlaus ef þau vantar góöa menn — mentaða menn, víösýna menn; starfsáma menn. pess vegna er sá listinn bestur, þar sem sam- an fara góö mál og góöir menn. pess vegna er A-listinn bestur. G. iœmii. Stuðningsmenn allra þeirra lista, sem nú hefir verið stilt, eru svo sem ekki i neinum vafa um það, að sá listi, er þeir hafa tekið ástfóstri við, vinni við kosningarnar 5. febr. næstk. Þeir þykj- ast svo sannfærðir um það, að þeir telja andstæðingalistana dauðadæmda þegar í stað. Og blöðin hafa ekki látið sitt eftir liggja, að prédika sama fagnaðarerind- ið fyrir stuðningsmönnum og áhang- endum hvers lista. Þau hafa barið bumbur og lofað sína lista. Og hvert um sig, telur sínum lista sigurinn vísan. En hitt er aftur jafnvíst, að ekki geta allir sigrað. Og þá er að líta á, hverjir hafa mest og bezt að byggja á í sigurvonum sínum. Sigurvon A-listans byggist á því, að hann hefir afburðamennina, menn, sem hafa glöggasta, bezta og mikilsverðasta stefnuskrá, menn, sem koma munu stjórnmálalífi íslendinga út úr því öngþveiti, sem það nú er í. B-listinn byggir sigurvon sína á landsverzlunarfarganinu, því máli, sem valdið hefir mestri gremju í landinu og almenningur hefir einum rómi krafist að yrði skorið niður það fyrsta. C-listinn byggir sína sigurvon á of- stopa og hnútum til flestra, sem mál- gagn hans minnist á. Niðurrif á öllu er eina stefna hans. D-listinn byggir sína síðbæru sigur- von á — engu. Mönnum ætti nú að fara að skiljast, að harla ólíkt er það, sem listamir byggja væntanlegan sigur sinn á. Ef það vær dregið saman í eitt, mundi það verða á þessa leið: A-listinn byggir yiti og framsýni. B-listinn á dauðadæmdu fyrirtæki. C-listinn a niðurrifi og skömmum og D-listinn ekki á nokkrum sköpuðum hlut. Þegar þetta alt er athugað, er ekki furða, þó menn séu hissa á sigurvonum þriggja síðasttöldu listanna. Þær eru heldur bamalegar. paö er því ekki und- arlegt, þó sigurvon A-listans sé orðin brejrtt í sigurvissu. A-listi. B-listi. C-listi. Dlisti. Jón ÞorlAksíon Eínar H. Kvaran Ólafnr Thors. Jón Baldvinsson Ingimar Jónsson Ágúst Jósefsson Magnús Jónsson Jón Ólafsson Þórðar Bjarnason Þárður Sveinsson Þórðnr Thorodds. Þórðnr Sreinsson Þannig fyrir knsningar. X A-listi. B-listi. C-listi. D-listi. Jón Þorláksson. Einar H. Kvaran. Ólafnr Thors. Jón Baldrinsson. Ingimar Jónsson. Ágúst Jósefsion. Magnús Jónsson. Jón Olafsson. Þórður Bjarnason Þórður Sreinsson. Þórður Thorodds. Þórður Sveinsson Þannig eru nýtu mennirnir kosnir! »Suðurjóta 8jóðurinn« i Kaup- mannahöfn heflr keypt húa það, sem sýnt er hér á myndinni frá ýmsum hliðum, og gefið »Félag- inu til varnar berklaveiki® til þess að gera úr því heilsuhæli handa böninm. Er byggingin mjög nærri höllinni Agu«tenborg á Als og var áður heilsuhæli fyr- ir veikluð börn og á striðs lím- unum var það hermannasjúkra- hús. Verður þar rúm handa 50 tæringarveikum börnum. Hæstiréttur. 28. f. m. var tekiö fyrir málið: Hreppsnefnd Mosvallahrepps (Eggert Claessen) gegn Pétri A. Ólafssyni (Bjöm P. Kalman). Sumariö 1918 geröi Pétur A. Ólafs- son konsúll út tvö skip á síldveiðar. Annað þeirra fór í byrjun veiöitímans frá Hafnarfirði eöa Reykjavík noröur á Ingólfsfjörð, en kom á leiðinni við á Onimdarfirði og tók þar, á Sólbakka í Mosvallahreppi, herpiuætur, sem Pét- ur A. Ólafsson átti gejrmdar þar frá því áriö áður. En skip þetta veiddi aðal- lega með herpinót. Á Ingólfsfiröi haföi hann síldarsöltunarstöð og þaðan rak skipið herpinótaveiöarnar um sumarið og lagði þar á land mestallan aflann til söltunar. En er eigandinn varö uppi- skroppa með tunnur á Ingólfsfiröi, sendi hann skipiö til Önundarfjaröar eftir tunnuin, sem hann átti þar, og á leiðinni þangaö veiddi það 220 tunnur síldar í herpinótina, og voru þær lagð- ar á land á Sólbakka og saltaðar þar, en skipið hvarf aftur til Ingólfsfjaröar og hélt veiðinni áfrani þaðan. Seinna á veiðitímanum veiddu bæði skip Pét- urs A. Ólafssonar í reknet úti fyrir Vestfjöröum, og var megnið af þeirri síld eða 185)4 tunnur lagt á land í Mosvallahreppi dagana 1,—-8. sept. — Öll sú síld er hann lét leggja á land í þeim hreppi, alls 405% tn., var söltuð og verkuð af innsveitarmanni þar fyrir eigandann, gegn fyrirfram umsömdu kaupi fyrir hverja tunnu. Hreppsnefnd Mosvallahrepps lagöi 50 kr. útsvar á P. A. Ó. fyrir síldar- verkunina þar í hreppi og krafðist lög- taks fyrir þeim hjá bæjarfógetanum í Rejrkjavík, er hann færðist undan að gjalda. En fógetinn synjaði um lögtak. Byggir hann á því, að skipin hafi verið gerð út frá Patreksfirði. Og stendnr svo ennfremur í úrskurði hans. Réttur- inn fær nú ekki séð, að það út af fyrir sig, að koma síld í verkun hjá öðrnm á ákveðnum stað, baki útsvarsskyldu eftir lögum nr. 48 frá 3. nóvember 1915 eða öðrum lögum á þeim stað, er verkun in fer fram, og þar sem eigi er upp- lýst, að gjörðarþoli hafi rekið síldveiði með nót eða arðsama atvinnu í Mos- vallahreppi nmrætt ár, verður útsvars- álagningin að teljast óheimil að lögum og útsvarið ekki tekið lögtaki. 31. f. m. kvað hæstiréttur upp í mál- inu svohljóðandi d ó m: Fógetaúrskurðinum í máli þessu, sem hreppsnefndin í Mosvallahreppi hefir skotið hingað, að fengnu uppreistar- og gjafsóknarleyfi, á af ástæðum þeim, sem greinir í forsendum úrskurðarins, að vera óraskað, þó með þeirri athuga- semd, að skipin voru gerð út frá Reykja vík og Ingólfsfirði. Áfrýjandinn greiði stefnda máls- kostnað fyrir hæstarétti með 100 kr. Skipuðum talsmanni áfrýjanda ber 75 kr. í málssóknarlaun af almannafé. m , l 9 —■ Morgunblaðið hefir neitað mér um ' ún. iyrir grein n-eð þessari f/iirsögn, fyr en næstkomandi laugardag. Alþýðu- blaðið mun birta grein mína í dag, og er þar með Ijósum rökum sýnt fram á, að Ólafur Thors hefir gert sig sekan í vísvitandi blekkingum í ummælum sín- um um arð landsverslunarinnar. Vísa eg mönnum til þeirrar greinar, til þess að sjá hiö rétta í þessu máli. Héðinn Valdimarsson. Ofanrituð athugasemd Héðins er að vísu ekki löng, en hún er þó óræk tsönnun eins þoss er eg sagði í grein minni í gær, sem sé áð skapið og hit- inn hlypi með Héðinn í gönur. Mér er það raun, að Morgunblaðið gat ekki léð Héðni rúm fjrrir grein. hans alla, því það er satt frá sagt að til þessa hafa léleg rök Héðins verið mér mikil stoð, því eins og menn vita er óskýrleiki og léleg vörn andstæðing- anna oft beittasta vopnið í slíkum bar- daga. Eg hefi ekki séð grein Héðins, þá er í dag á að birtast í Alþ.bl., en svo er mér frá sagt, að hann leggi aðaláherzlu á það að eg hafi ekki tilfært alt álit yfirskoðunarmanna landsreikn. Mér er- á því vorkun, því álit jþetta er óprentað, og hefi eg ekki séð annað eða meira úr því en eg vitnaði til í grein minni í gær. Héðinn hefir séð það alt, en leynt því þangað til eg birti það, og er auð- sætt hversvegna það er gert. — Eg skýt óhræddur máli mínu til dóms allra skynbærra manna, í fullu trausti þess, að það sé lýðnm Ijóst að tap á kolum og salti 1917, — sem nemur 1536 þús. kr. — er tap landsverzlunarinnar al- veg jafnt fyrir (því þótt eigandi landsv. landssjóður, ætli að endurgreiða henni það með því að leggja háan aukatoll á kol og salt, sem við Reykvíkingar aðal- lega verðum að bera. Kjósendur í Reykjavík! Skakkaföll landsv. hafa lent og munu lenda þyngst á ykkur. Langar nokkurn til þess að greiða miljónir að óþörfu nú á þessnm þrengingartímum, einungis til þess að Héðinn og hans fáu skoðanabræður saanfærist um það að landsv. er að sökkva landinu æ dýpra í skuldafenið. Munið, að með því að kjósa B-listann styðjið þið viðhald landsv. því það er sennilegt að svo fari er á þing kemnr að það velti á einn atkvæði hvort hún verður lögð niður eða ekki. Lesendur góðir — gerið mór þann greiða að lesa grein Héðins í AlþýðubL, berið hana saman við mín nmmæli og þér munnð sjá að eg fer með rétt mál. Ólafur Thors. Eins og við mátti búast hefir alþýða manna hér í bænum tekið landsverslunar trúboði »g e.i okunarlofsöngu i þrirra B-listamanua að verðleiknn. Sá hlu,' kjósenda, sem hefir sannfæringu sjálfur er nú staðráðinn í því, að greiða at- kvæði á móti einokunarpostulunum Jóni Baldvinssjmi og Co. og ganga til fylgis við A-listann, sem skýrast hefir markað stefnu frjálsra viðskifta á stefnnskrá sína. — Hinir sem hafa Ólaf Friðriks- son fyrir andlegan meðráðamann, ætla að kjósa B-listann. En þeir eru svo fáir að óhugsandi er að þeir geti komið nokkrum manni að. pað kemur ekki til nokkurra mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.