Morgunblaðið - 27.03.1921, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1921, Blaðsíða 1
8. ár?M tíl tbL Sannadatrlnn 27. cnarx 1021 tadMdupmtaaúSja kf. GAMLA BIO Yillibaruið Sjónleikur I 5 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: ÍIlarY Pickforö Mynd þesai er falleg, afarskemtileg og liata- vel leikin. Sýning annan i páakum kl. 6,7V»og9. Aðgöngumiðar seldir í GI. Bió frá kl. 4, ekki tekið á móti pöntunum i síma. Málvarkasýning "Wi Asgrfms Jónssonar í Gooð-Templarahúsinu, verður opin í ðag, Páskaðag, og á morgun í síðasta sinni kl. 11—5. Söngskemtun Sig. S. Skaftfelö Við hijóðfærið frú Valborg Einarson Annan páskaöag kl. 4 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 12. annan páakadag í Nýja Bió >g kosta kr. 3,00 og 2,00. Hugleiðingar um síldarueiðarnar og fleira. Fyrirlestur haldinn í verzlunannanna- félaginn á Aknreyri 4. des. 1920. (Frh.). Mönnum reiknast svo til að með sæmilegum þyrtti fullpökkuð síld- artunna ekki ag ^osta yfir 65 kr. komin í skip á íslenskri höfn. Eg álít (það heldur lágt reiknað, hugsa að 68 kr. hefði verið sannvirði. Hvað sem því líður þá var alment álitið, að ef hægt vteri að fá kr. 0,65 fyrir kílóið af síldinni f. o. h. hér, þá gætu menn verið ánægðir með verðið. Svona mun hugsunarhátturinn hjá öllum fjöldanum hafa verið í vor fjrrir síld- veiðitímann. Peir sem einna forsjálastir þóttu, voru —. eftir því sem mér hefir verið sagt — farnir að bjóða síldina til sölu, eða jafnvel selja hana, áður en veiðarnar byrjuðu. Kaupendurnir, sem eingöngu eru nú Svíar, þekkja vel til hér nm fjárhagsástæður síldar- utv, hjóð; egsmanna og vissu að menn mundu a síldina fyrir það sem hún kost- aði framleiðendurna hér eða ef til vill minna, ef mikið aflaðist. Þeir voru því ófúsir að kaupa mikið fyrirfram og settu ýms skilyrði, sem seljendur voru neyddir til þess að fallast á; þar á meðal það, að seljandi skyldi flytja síldina til Svíþjóðar og að hún skyldi vera fyrsta flokks vara, samkvæmt skoðun er fram færi á mót- tökustaðnum. Sem ástæðu fyrir þess- um skilyrðum, var af kaupandans hálfu færð þau rök, að tunnurnar væru gajjflar, sem til væru á íslandi og mundu tæplega þola flutninginn e£ látnar væru í mörg lög í skip- unum, sem síldina flyttu, og yrði því seljandinn að bera áhættuna sem því f.vlgdi. Ennfremur væri íslenska síldarmatið svo ófullkomið að því væri ekki treystandi. Með því að ganga að þessum skilyrðum var síld- armatið íslenska gert þýðingarlaust fyrir söluna. Eftir að síldveiðarnar hvrjuðu, varð framboðið altaf meira og meira. Ef Pétur vissi um að Páll hefði von um sölu fyrir 75 aura kílóið komið til Gautaborgar t. d., þá bauð Pétur síld- ina fyrir 74 aura o.. s. frv. Menn buðu síldina niður hver fyrir öðrum. Þegar fór að líða á vertíðina, eða i kring um miðjan ágúst, fór að minka nm tunnur sem voru í not- hæfu standi, fólkseklan var að gera tilfinnanlega vart við sig, svo að veiðiskipin fengu altaf verri og verri afgreiðslu; nýja síldin féll í verði og komst ofan í 12 kr. málið á Siglu- firði, eftir því sem sagt var. pegar ófært virtist að komast yfir að verka síldina, fóru menn að selja hana nýja. En hverjir voru (þá kaupendurnir? Að mestu leyti sænskir síldarkaup- menn; einmitt þeir mennirnir, sem fslendingar vonuðust eftir að keyptu af sér söltuðu síldina, þegar þeir (íslendingar) væru búnir að færa þeim hana til Svíþjóðar; og svo heil legió af eignalitlum og eigna- lausum mönnum, sem aldrei hdfðu áð- ur fengist við síldarverslun. Þessir smærri spekúlantar fengu síldina „upp á krít' ‘, tmnnurnar upp á „krít‘ saltið npp á „krít“, vinnulaunin npp á „krít“ og söltunarstaðinn lánaðan — ja, upp á „krít“. Þessir „krítargrósserar“ fengu síld- ina nýja fyrir hálfvirði, eða tæplega Iþað, og tunnumar ekki dýrari en þær kostuðu aðra alment. Saltaða síldin var þessnm mönnum því að mun ódýrari en öllum fjöldanum og þeir stóðu sig við að selja hana ódýrt; enda var víst ekkert ránsverð sem þeir settu npp á hana. pegar nýja síldin féll í verði fór saltaða síldin að falla líka, kaui>- endurnir fóm að verða kröfuharðari um verkunina en þeir höfðu verið áður, svo að næstum ómögulegt var að gera þeim til hæfis. pessu til 'SÖnnunar skal eg leyfa mér að til- færa eitt dæmi frá Eyjafirði. Sænskur síldarkaupmaður sem ætl- aði að kaupa saltaða síld, hafði gert samninga við ýmsa um kaup á „smá- partíum“ og skyldi síldin flytjast til hans á ákveðinn stað og fylgja mats- vottorð, en kaupandi átti þó sjálfur að viðurkenna hana sem góða vöm, annars vom kaupin ekM bindandi fyr- ir móttakanda. Þegar svo seljendumir voru búnir að flytja sfldina til kanp- andans, var ekki nóg að hún væri óaðfinnanleg vara, að dómi mats- manna og kaupanda, heldur þnrftu tunnurnar að vera það líka. Jafnvel þótt tunnumar væri pæMlheldar og vel bentar var það ekM nóg; jþær þurftn að líta vel út; og þó tunn- urnar væri vel útlítandi, vel bentar og pækilfullar, var það heldur ekki nóg; þá var alveg nauðsynlegt að síldin væri í nýjum tunnnm. Ef nú seljandinn átti enga nýja tunnu til í eigu sinni var útlitið ekki glæsi- legt. En það em margar leiðir til ef menn vilja versla hver við annan með síld, það fekk maður að sjá í snmar. — Kaupandinn lét þá seljandann fá hjá sér nýjar tunnur npp í nokkuð af andvirði síldarinnar. Lofaði honnm að tæma gömlu tunnurnar í þær nýju, upp á seljandans reikning auðvitað — og var mjög ánægður með að hafa getað gert seljandanum þennan greiða! Og seljandinn? — Ja, hann var nú eiginlega f j.... góður líka að geta losnað við síldina — það var bara I verstur skollinn að iþurfa að fara j heim með b........ gömlu tunnumar. I ur NYJA BI0 Aubamynd: il Itðllll. Dálæti heimsins Afar8kemtileg gamanraynd i 5 þáttum. Aðalhlutverkið, skáldið, sem engan frið hefir fyrir d&læti heimsins, leikur hinn nafntogaði leikari Gunnar Tolnæs sem nú er einhver frægasti kvikmyndaleikari á Norðurlöndum Það er hugarhressandi skemtun að horfa á þessa mynd, þvi að eigi aðeins er hún vel leikin, heldur er efni hennar mjög heppilega valið og skemtilega með það farið. Sýningar klukkan 7 og 9. Ðarnasýning klukkan 6 Þá sýndar sömu Chaplins og Fattys myndir og síðast. Jarðarför dóttur okkar, Jónínu Vigdísar, fer fram næst- komandi miðvikudag 30. þ. m. og hefst með húskveðju kl. le, k frá heimili okkar Laugaveg 25. Jónína Magnúsdóttir, Leifur Þorleifsson. Faðir okkar og tengdafaðir, Jón Hallgrímsson, kaupmaður frá Grundarfirði, andaðist á Landakotsspítala í nótt. 24. marz, 1921. Börn og tengdabörn. Það tilkynnist að jarðarför mannsins míns Halldórs M. Þorateinssonar, er andaðist 15. þ. m., fer fram þriðjudaginn 29. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 11. f. m. á heimili okkar, Hverfis- götu 67. Gislina Péturadóttir. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að ekkjan Maria Elísabet Þórólfsdóttir, (frá Fögrueyri í Fáskrúðsfirði) andaðist á heim- Vi sínu Skólavörðustíg 45. þann 24. mare. Jarðarförin ákveðin síðar | Mér er nú spurn. Er nokkur skyn- samleg ástæða til þess að vonast ' eftir góðu verði á síldinni með þannig ' liiguðu sölufyrirkomulagi ? Og er nokk- ur von um að geta fengið svo full- komið síldarmat, sem staðist fær dóm | Isvona kaupenda? Með þessu vildi eg hafa gert yður það ljóst, að frá mínu sjónarmiði gátu Islendingar ekki gert að verðfallinu i á síldinni í fyrra; aftur á móti kenni eg okkur sjálfum um íþað, hvað síld- in féll fljótt í verði þetta árið. Petta var nú nm sölu síldarinnar 11 fyrra og í ár; næst er að minnast á skiftingu starfskraftanna, við það að blanda átvínnugreinúnum saman. Eg sagði hér að framan, að „sfld- ■ veiðar* ‘ væri sameáginlegt nafn á þremur atvinnugreinum, sem bæði værí óeðlilegt og óheppilegt að sameina. Þetta ætla eg nú að útskýra svolítið betur. Yið skulum taka dæmið af mannin- nm sein átti 40—50 tonna mótorsMpið. Það mun ekki alment vera álitið inik- ið verk, að hugsa að eins um útgerð ' á ekki stærra sMpi, og sá mnndi tál- inn slæpingur, sem gerði ekki annað. Mótorskip af þessari stærð, með hæfi- lega stórri vél, kostaði 1916 ekki und- ir 50.000. Veiðarfæri til síldveiða —. | snurpinót og reknet — með öllu er j því til heyrir, kostar nú um 30.000. ' pað er samtals kr. 80.000. Sá maður | se'm getur látið 80.000 króna eign renta sig vel, hvort sem það er sMp eða annað, getur haft góða samvisku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.