Morgunblaðið - 27.03.1921, Blaðsíða 4
A
MORGUNBLAÐTÐ
Sjúkrasamlag Rvikur Kartftflur
faeldur sðalfnnd í Good-Templrarahúsinu (niðri), sunnudaginn apríl næstkomandi, kl. 61/* siðdegis. Dagskrá samkvæmt samlags-lögunum. Lagabreytingar verða lagðar fyrir fundinn. Reykjavík, 26. marz 1921. STJÓRNIN. ágætar fást í verelun Ó. Ámundasonar. Simi 149. Laugaveg 24
Hjálpræöisherinn. Æskulýðshljóðfærafiokkur, Hafn- arfjarðar, heimsækir Reykjavík 2 páskadag og hljómleikar fyrir börn kl. 5, fyrir almenning kl. 8
Til sölu vönduð skrifðtofuhú8gögn úr eik, fóðruð með Mekka-plyds, mjög lítið notuð. — A sama stað, stórt herbergi til leigu. Afgreiðslan Tisar á.
Nýr regnfrakki er til sölu, á Oðinsgötu 7, niðri.
Góð 3-5 herbsrgja fibúð óskast til leigu frá 14. mai, handa miealdra hjónum með eitt stálpað barn. Skilvisri leigugreiðslu og ágætri umgengni er mér ó- £ætt að lofa. Lika gæti komið til mála, að kaupa hentugt íbúðarhús ef faýðst. Tilboð með ákveðinni leigu eða kaupskilmálum, sendist til
Átvinna
undirritaðs fyrir lok þessa mánaðar. Þóröur Ðjarnason, Vonarstræti 12. Sjóróðramaður óskast suður i Voga. Uppl. Spítalastíg 10.
Skákþing íslenöinga, hefst 1. april. Þátttakendur gefi sig fram við Harald Sigurðs- aon hjá Zimaen, eigi síðar en 29. þ. m. Stjórn Taflfélags BeykfaTikur. Lítið íbúðarMs í Sandgerði, er til sölu með tæki- færisverði. Afgr. visar á.
Tilkynning
f r á
hf. Björgunarfélagi Vestmannaeyja.
Björgunar og eftirlitsskipið »Þór« í Vestmannaeyjum hefur
læknir um borð nú á vertiöinni og geta fiskiakip, hverrar þjóðar
sem eru, og þörf hafa læknisaðstoðar, snúið sér til skipsins. ÖU
slík læknishjálp verður látin í té endurgjaldslaust.
Skip sem loftskeytatæki hafa og éska sambands við »Þ6r«
eru beðin að snúa sér til Loftskeytastöðvarinnar i Reykjavik ef
kringumstæður leyfa, annars beint til »Þórs«.
Uppboö
á saltfisknum og veiðarfærunum úr frönsku botnvörpungunum.
verður haidið við Steinbryggjuna þriðjudaginn 29. þ. m. kl. 4 sd.
Bæjarfógetinn í Reykjavik 26. mars 1921.
]óh. Jóhannesson.
Tilkvnning.
Frá og með 1. arpríl næstk. greiðum vér kr. 6,00 pr,
stk. fyrir ðll tóm steinolíuföt vor, sem kann að verða
skilað aftur gallalausum og oss að kostnaðarlausu til af-
greiðslu >orrar. án tillits til hvenær fötin hafa verið keypt.
Hiö íslenska steinolíuhlufafélag
Sími 214.
Kaffihúsið Skálanes
í Seyðisfjarðarkaupstað er til sölu nú þegar. Lysthafendur semji
við TorfhOdi Árnadóttur, SeyðistirðL
— 48 —
r
■nnilegri samúðartilfinningu og kysti hana á munninn.
Tt.rrn heyrði enn þá veikt gleðiópið, sem kom yfir varir
iennar og hún vatt sig af honum eins og köttur. Vesal-
ÍBgs svelta barnið! Hann hélt áfram að stara á það sem
við hafði borið fyrir svo æfalöngu. Blóðið rann hraðara
og hjarta hans bólgnaði af meðaumkun. Þetta var rosa-
legur atburður, rosalegur og leiðinlegur, og gangstéttin
Jhafði orðið enn grárri og sleipari en venjulega, vegna
þese að úðarigning var úr lofti. En alt í einu kom geisli
fram á veggnum og þá hvarf myndin, og í miðjum geisl-
atoum ljómaði mynd h e n n a r, fölt andlit og gullin hár-
kóróna, langt burtu í fjarlægð eins og stjarna.
Hann tók bækurnar tvær, sem voru á stólnum, og
kysti. þær. Hún sagði þó, að eg yrði að koma aftur,
hugsaði hann. Svo leit hann aftur á sjálfan sig í spegl-
innm og sagði upphátt, mjög alvarlega:
„Martin Eden! Strax í fyrramálið fer þú á Alþýðu-
bókasafnið og lest það sem skrifað er um mannasiði.
Skilurðu það “
Hann slökti á gaslampanum, og það ýlfraði í fjaðra-
botninum í rúminu undan þunga hans.
„En iþú verður að hætta að blóta, Martin! Já, lagsir
þú verður að hætta að blóta!“ sagði hann upphátt.
Svo sofnaði hann og dreymdi drauma, sem ekki fóru.
skemra en draumar ópíumsreykjenda.
V. kapítuli.
Morguninn eftir vaknaði hann frá rósrauðum dratun-
pýnum sínum við gufu og lykt af sápu og óhreinum
— 49 —
þvotti. Þegar hann kom út úr herberginu, heyrði hann
gutla í vatni, reiðióp og smell af kinnhesti — það var
systir hans sem helti úr skálum reiði sinnar yfir einn
ef króunum. Öskrið í barninu smaug í gegnum hann eins
og hnífur. Hann fann svo vel að alt þetta umhverfi og
jafnvel loftið, sem hann andaði að sér, var svo óendan-
lega lítilmótlegt ,óg viðbjóðslegt. Hvesu var það ólíkt
fegurð þeirri og rósemi, sem hvíldi yfir heimili Rnth.
þar var alt andi, en hér var alt efniskent, svo líti'mót-
lega efniskent.
„„Komdu hingað, Alfred!“ kallaði hann til barnsins,
sem gi'ét, um leið og hann stakk hendinni niður í buxna-
yftsann, þar sem hann hafði peningana. Hann hafði þá
slt af lausa, kærulaus og ósýtingssamur eins og hann var
um alt. Svo stakk hann 25-eenta peningi i lófann á
drengnum og hélt á honum, þangað til hann hætti að
gráta. ,,Farðu nú, og kauptu ,þér svolítið af brjóstsykn,
og gleymdu ekki að gefa systkynum pínum með þer,
'En gættu nú að því, að kaupa þann sem lengst er að
renna.
Systir hans leit upp úr þvottabalanum blóðrjóð og
horfði á hann.
„Tíu cent hefðu verið meira en nóg!“ mælti hún.
„En þetta er þér lífet. Þú hefir enga hugmynd um gildi
peninga. Drengurinn verður veikur af öllu þessu sæl-
gæti“.
„pað skaltu ekki kæra þig um, systir góð!‘ ‘ mælti
hann vingjamlega. „Mínum peningum er óhætt. Ef þú
hefðir ekki svona miki'ð að gera, skyldi eg bjóða þér góð-
e,n daginn með kossi“.
Hann langaði til að vera vingjanlegur við systir sína,
sem var allra besta manneskja og þótti vænt um hann,
4
— 50 —
V
á sinn hátt. En það var eins og hún yrði ólíkari sjálfri
sér með hverju árinu sem leið og verra að átta sig á.
henni. prældómurinn, barnamergðin og sífelda nöldrið í
manninum hafði breytt lienni. Honum fanst eins og húh
væri orðin hálfsmituð af gamla grænmetinu, daunilla
þvottavatninu og öllum skítugu aurunum, sem hún hafði.
tekið á móti við búðarborðið.
„Farðu nú inn að borða morgunmatinn fþinn!“ sagði
hún ergileg, þótt hún væri í rauninni glöð yfir því sem
hann hafði sagt, því af öllum landshomamönnunum
bræ'ðrum hennar liafði hann þó alt af verið augasteinn-
inn hennar. „En eg ætla nú að kyssa iþig samt“, sagði
hún og varð alt í einu klökk.
Hún strauk sápufroðuna af handleggjunum á sérr
milli þumalfingurs og vísifingurs. Svo tók hann utan um.
hana, þó breið væri, og kysti á henni rakar varimar.,
Tár komu fram í augun á benni, ekki af því að henni.
findist svo mjög til um þetta, heldur af iþví, að hún var
veikt af stöðugri ofreynslu. Svo ýtti hún honum frá sér,
en ekki fyr en hann hafði séð í svip tárvot augu hennar.
,,Þú getur tekið matinn þinn sjálfur, hann er í bakar-
ofninum!“ sagði hún hratt. „Uim hlýtur að vera kominn.
Eg varð að fara svo snemma á fætur, vegna þvottarins.
En þú ættir að reyna að komast burt eins fljótt og þú.
getur. Það verður enginn leikur að vera hérna fyrst
að Tommi er farinn, og enginn er til þess að aka vagn-
ir.um nema Bernard sjálfur“.
Martin fór út í eldhúsið og var þungt í skapi, og
myndin af rauðu andliti hennar og sóðalegri framkomu
át sig inn í heila hans eins og etsandi sýra. Máske mundi
henni þykja vænt um hann, ef hún fengi nokkum tíma
tómstund til þess, hugsaði hann. En hún gekk sér til