Morgunblaðið - 06.04.1921, Page 2

Morgunblaðið - 06.04.1921, Page 2
9 MOBGUNBIjAÐIíí Raditimlæknangar 1919-1920. Stjórn Rádíumsjóðs íslands festi kaup á radium í Lundúnum síðla árs 1018 fyrir milligöngu þáverandi um- boðsmanns landsstjórnarinnar í Bret- landi, herra Björns Sigurðssonar. Radi um þetta var frá Standard Chemical Co., Pittsburgh í Vesturheimi, enda munu Bretar hafa fengið mestalt radi- um sitt þaðan á stríðsárunum. Breska stjórnin veitti útflutningsleyfi oghafði verið samið um kaup á 200 milli- grömm Radiumsulphat; hreinn radium- wálmur er ekki notaður til lækninga. Seljandinn í Lundúnum var Watson & Sons. Við nánari rannsókn reyndist þunginn 202,76 milligr. og er þettaþví sí radíumforði sem Radiumsjóður ís- lands hefir eignast og notað er til lækninga á radiumstofunni. Radium þetta var geymt um tíma í eld- og þjóftryggu rúmi í The Radi- um Institute í London undir umsjá Dir. Alton, sem veitir forstöðu efna- rannsóknarstofu nefndrar stofnunar og tók hann að sér að vega radium okkar sundur og útbúa það til lækn- inga í hylki og plötur sem hér segir: Platinu-hylki: Skifting radiums-forðans. 1 8tk. 40 milligr. radiumaulphat Plötur: 1 10 1 4 3 4 40 8 6,76 4 4 2 40 40 80 6,76 16 12 8 m.gr. Þannig er um búið að radium- hylkin eru tvöföld, hið innra úr gleri, en hið ytra úr platínu. Plötumar eru úr nikkel og komið fyrir á þeim radium-duptinu í sambandi við vulcanit-kvoðu. Radiumtækin eru geymd í rammgerðum járnskáp. Ýmisleg áhöld sem notuð eru við radium-lækningar, svo sem síunartæki — „filtra“ — voru gerð af kirurg- iska Instrument Fabriks Aktiebolaget í Stokkhólmi; eru það nikkel-klædd blýverkfæri með margvíslegri gerð og lögun til útvortis og innvortis notk- unar. Eru áhöld þessi notuð til þess að geislarnir valdi síður sárum og nota megi sem sterkasta geisla. Húsnæði hefir Radiumstofan í húsi Nathan & Olsen og hafa verið tekn- ar þar á leigu tvær rúmgóðar stofur á sömu hæð sem Röntgenstofnunin. f annari þeirra eru áhöld ýmisleg og starfað þar að innlagning radiums í sjúklinga; hin stofan er verustofa sjúklinganna meðan þeir hafa radium Alls 202,76 m gr í sér eða a; eru þar tvö sjúkrarúm, handa sjúklingum, sem þurfa að vera til geislunar allan sólarhringinn. Hjúkrunarfólk hefir Radiumstofan í, samlögum við Röntgenstofnunina. j Porstöðumaður Radiumstofunnar í hafði mestallan radiumforðann með sjer frá Lundúnum í maílok 1919, en | fáein milligröm sem ekki var lokið við að búa um, voru send í júní s. á. Lækningarnar hófu|t þ. 1. jálí 1919 og voru fyrstu sjúklingarnir tvær kon- ur með legsjúkdóma, sín af hvoru lands- horninu; önnur norðan úr Þingeyjar- sýslu, en hin úr Yestmannaeyjum. Báðir þessir sjúklingar fengu fullail bata og vóna eg, að þessi góða byrj- un sé fyrirboði þess, að starfið á1 Radiumstoíunni veröi farsælt. Ann- ars mun síðar og á öðrurn stað verða birt skýrsla um árangurinn af lækn- , ihgunum. Hér fer á eftir skýrsla um aðsókn ; að lækningunum og þá sjúkdóma, sem : teknir hafa verið til meðferðar. þarf auðvitað meira radium. Radium hefir verið notað sumpart eingöngu, sumpart í sambandi við Röntgengeisla eða skurðlækningu. Eg vil nefna eitt dæmi. Einn sjúkling- anna með útvortis krabbamein var geislaður fyrst með Röntgengeislum, þar eð liklegt þótti að meinið væri vel fallið til slíkrar geislunar. Nú varð reyndin sú, að Röntgengeislarnir höfðu engin áhrif til hins betra, og var meinið því skorið burtu, en tók sig brátt upp aftur. Var nú gripið til radiums og virðist sem sjúklingurinn hafi fengið fullan bata. Annars tíðk- ast radiumgeislanir eftir skurði, þótt engin deili séu til að meinsemdin taki sig upp á ný, og er iþá radium notað til frekari tryggingar og árétt- ingar. Röntgengeislar í sambandi við radium geta stytt mjög þann tíma, sem sjúkl. þurfa að dvelja hér til geislunar. Ýmsir hafa spurt um hvort radium reyndist eins við íslendinga sem út- lenda sjúklinga. Ahrif radiums á sjúkl' ingana eru auðvitað hin sömu, en stað- hættir og ástæður ýmsar á landi hér valda því að geislalækning þarf oft að haga öðruvísi hérenerlendis. Veldurþar mestn nm, að æskilegt er að geta lokið lækningum og afgreitt sjúkl- ingana á sem skemtum tíma vegna hinna strjálu og erfiðu samgangna, sem vér eigum við að búa. Nú er unt að stytta talsvert lækningatím- ann með því að nota radium í stað Röntgengeisla við ýmsa sjúklinga, þótt árangurinn sé hinn sami að öðru leyti, sérstaklega á þetta við um kvensjúk- dóma. En afar mikilsvert er mörgum konum utan af landi að dvalartími1 þeirra í Reykjavík sé sem skemstur. Borgun fyrir lækningarnar hefir ver ið ákveðin sumpart eftir því, hve mikið radium hefir verið notað við sjúklinginn, sumpart eftir efnahag hans; i'átækir sjúklingar hafa fengið lækninguna ókeypis. Reykjavík 28. mars 1921. Gunnlaugur Claessen læknir. Sjúkdómar og sjúkl.tala júli—des. 1919 og 9920. Sjúkdóraar. 1919 1920 V,-31/1S- Sj.fráf.á. Nýjirsj. Alls Actinomycosis (sveppsjúkd.) 1 1 ArtbroitÍ8 tub. (berklar í liðum) 1 \ 1 Caricer (krabbamein) 5 2 2 Sczema (húðsjúkdómur) 1 Epithelioma (hörundskrabbi) l 2 2 Fibromyoma uteri (leg-æxli) 5 3 3 Glioma oculi (augnmein) 1 Granuloma (e. k. æxli) 1 1 Hæmangioma (valbrá) 3 4 4 Hæmang. hyper-trof. exulcerans (ill- kynjuð valbrá) 1 1 1 Keloid (örþykni) 3 3 2 5 Lupus vulgaris nasi (hörundsberklar í nefi) 1 1 Lymphadenitis tub. (berklar í kirtlum) 6 6 Menorrhagia (blóðlát) 3 3 Sarcoma (illkynj. mein) 1 1 Ulcus tub. (berklasár) 1 1 Alls 20 4 28 32 Alls hafa því á síðara misseri árs- ins 1919 og árið 1920, 52 sjúklingar leitað sér radiumlækninga og hefir flestum sjúklinganna verið vísað hing- að af öðrum læknum. Ástæða er til þess að gera ráð fyrir að sjúklinga- talan á ári hverju aukist frá því, sem verið hefir, þar eð lækningarnar eru í byrjun hér á landi og því ekki svo kunnar læknum né sjúklingum sem síð ar mun verða. Reyndar verður sjúkl- ingafjöldinn aldrei mikill í fámenn- inu hér á landi, þar eð radíum er notað við tiltölulega fáa sjúkdóma. Eins og undanfarandi skýrsla ber með sér, hafa sjúklingarnir haft 16 teg- undir sjúkdóma, og mun ekki sem stendur vera um marga fleiri sjúk- dóma að ræða. En athugandi er, að radiumlækningar eru að eins fárra ára gamlar og engum vafa undir- orpið, að svið þeirra vex með ári hverju. Af ofantölduln ástæðum verð- ur því óhjákvæmilegt að afla sér meira radiums innan fárra ára, enda unnið að því að gera hinar einstöku geislanir æ sterkari og sterkari, án þess að sjúklinginn saki, en til þess Efri deild. Prumvarp um einkaleyfi handa Há- skóla Islands til útgáfu almanaks var samþykt við þriðju umræðu og af- greitt til neðri deildar. Frumvarp til laga um stofnun og slit hjúskapar var tekið út af dagskrá eftir beiðni f orsæti sr áðherra. Neðri deild. Frumvarp til laga um aukatekjur ríkissjóðs var samþykt með 19 sam- hljóða atkvæðum við 3. umræðu og sísað til efri deildar. Þá var síðari umræða um tillögu tiJ þingsályktunar um rannsókn á höfninni í Súgandafirði og tóku engir til máls nema Ólafur Proppé. Frv. til laga um erfðafjárskatt var vísað til 3. umræðu eftir nokkrar um- ræður. Frv. um breyting á lögum um bæj- arstjórn í Reykjavík var sent til 3. umr. Og frv. um ríkisveðbanka til 2. umr. með 22 atkv. MWM af Fp. Nýlega hefir danski myndhöggvar- inn, Kai Nielsen, gert geisistórt brjóst- líkan af Friðþjófi Nansen. Og ætlar tandsmálafÉlagiö ,StEfnir‘ lieldur fund föstudaginn 8. þ. m. kl 81/* i »Iðnó« (stóra salnum). Fundarefni; I. Arni Pálsson sagnfræðingur flytur erindi II. Pingfréttir Allir velkomnir. Stjórnin. Tilktjnning f r á Bakaramsisfarajéfagi Hvitwr Frá og með deginum í dag, verður verð á brauðmat, hjá fsins, fyrst um sinn, sem hér segir: Rúgbrauð ’/i 1,90 do */■ 0,95 Normal ’/i 1,90 do V. 0,95 Franskbr. */i 0,85 do Vs 0,43 Sigtibrauð 0,65 Súrbrauð 0,33 Kringlur pr. kg. 1,80 Skonrok » » 1,80 Tvíbökur no. 1 pr. kg. 4,40 do » 2 » » 3,40 Jólakökur pr. kg. 3,40 Sódakökur » » 3,80 Wienarbrauð og bollur pr. stk. 0,18 Snúðar 0,14 Smjörkökur 0,70 Smátertur 1,25 10 aura kölcur 0,08 25 — — 0,20 Reykjavík 4. apríl 1921. Sftjórnin. VerslunarBöð i Búðardal með mannvirkjum Til sölu er, í Búðardal við Hvammsfjórð, réttindi á verzi- unarlóð og eru á henni þeasi mannvirki: blaöirin kjallari 17,3 X6,6 metrar, uppfylling í kring, upptekið grjót fyrir framan (hrun- in bryggja) og erasbrekka fyrir ofan til varnar leirrenali, A þeas etað er eitthvert beata bryggju- svæðið i Búðardal Arni Arnason héraðslækriir Búðardal hann að gefa Kristjaníu hkani.ð. Byrjun til líkansins gerði mynd- böggvarinn í Noregi fyrir fáum árum. En Nansen gaf ekki kost á sér til slíks nema með því skilyrði, að mynd- höggvarinn gæfi Kristjaníuborg lík- anið. Líkanið er höggvið úr granít og eykur það mjög á gildi þess. Er það helmingi stærra en í líkamsstærð. Á það að standa á 3 metra háum granít- stöpli. Gjöfinni er tekið með miklum fögn- uði í Noregi, en þó hefir hún valdið töluverðum róstum, bæði í ræðu og riti. Eru Norðmenn mjög ósáttir um iþað, hvar líkanið eigi að standa. — Sumir vilja að það standi fynr fram- an háskólann eða byggingu vísindafé- lagsins. Myndhöggvarinn sjálfur tel- ur hana eiga að standa við Ráðhúsið. Fjárveitinganefnd Neðri deildar tekur ekki við erindum er snerfta fjárveitingar leng- ur en til laugardags- kvölds 9. april. Oliuofnan bestir og óðýrastir hjá Olafi Magnússyni Hverfisgötu 60. A. V. Hafið þé r gerst kaupand að Eimreiðinni? Hreinar léreftstuskur ávalt keyptar hæsta verði í ísafoldarprentsmiðju h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.