Morgunblaðið - 06.04.1921, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ
■ra notnm, þá held eg að flestir muni
«já, að sendingin að Skaftárósi, sem
kom í tíma til þess að afstýra fyrir-
íjáanlegum vandræðum, hafi eigi síður
komið sýslunni að fullum notum.
pað er eg hefi nú og áður tekið
fram þessu máli viðvíkjandi, vænti
flg að nægi til að sýna, að framkoma
Eýslumannsins í þessu máli er eigi
•cm best viðeigandi, býst eg einnig
▼ið, að flestir athugulir og óvilhallir
menn sjái hvor okkar hefir betri mál-
stað, og vil eg benda á, að sýslumað-
■rinn veit, að hann bar aldrei skila-
greinina með því orðalagi er hann
birti hana í blöðunum, undir sýsln-
fundinn, og má af því ráða, að sýslu-
nefndin gat aldrei hafa tekið gilda
tina óviðeigandi athugasemd, er hann
hirti, í garð eins gefandans.
Þeir sýslunefndarmenn er fundu
livöt hjá sér til að andmæla orðalagi
Hýslumannsins er þeir sáu hvernig hon
«m fórst að þakka gjafimar — í
umboði sýslunefndarinnar — gátu ekki
flðra aðferð haft en að gefa þá yfir-
lýsingu er þeir þegar hafa birt. Að
®tla sér að rökræða þetta mál munn-
tega eða skriflega við sýslumanninn,
byrja ekki þeir á sem þekkja hann.
Eg læt mér litlu máli skiftta þótt
hann telji aðferð mína gagnvart yfir-
lýsingu minni og sýslunefndarmanns-
ins í Leiðvallahreppi, ódrengilega. —
Gott ef hann getur verið ánægður
tneð aðferð sína, og að hafa hlaupið
eftir Gróusögum sýslunefndarmanns-
ins í Álftavershreppi.
Skyldi það vera rangt til getið, að
gýslumaður hefði litið öðmm augum
4 sendingu Geirs að Skaftárósi og
árangurs hennar, ef hann hefði verið
npphafsmaður hennar, og þáverandi
landssstjóm hefði ráðfært sig meira
Tið hann í þessu efni en hún gerði.
Eftir því sem nú er fram komið frá
hans hendi, er það eigi ótrúlegt.
Út af niðurlagi umræddrar greinar
rerð eg að segja svo mikið, að mér
befir aldrei fundist G. Sv. vera treg-
or á að leggja út í ritdeilur við þá
gem hann hefir haft eitthvað saman
Tið að sælda, eða nærri honum hafa
búið, og eg held að hann sé ekki
mikið breyttur í því enn. Ekki hefðu
þessar deilur farið af stað, ef hann
hefði gert það sem honum að sjálf-
sögðu bar — að þakka gjafirnar, án
þess að tvinna þar inn í óverðskuld-
uðum dylgjum til eins af fyrstu og
bestu bjargvættum sýslunnar. Það er
því hann sem er höfundur að deilum
þessum, og svo eg viðhafi hans eigin
orð, „ef honum þykir þetta leitt eftir
á“, þá getur hann sjálfum sér um
kent, en ekki mér.
Kirkjubæjarklaustri, 18. mars 1921.
Lárus Helgason.
----ív----
Bilaskattun.
Fyrir þinginu liggur frá fjármála-
ráðherra frumvarp um bílaskatt.
Þessi skattur kemur mönnum nokk-
uð á óvart. Að vissu leyti. Að vísu
kom fyrir þingið 1919 frumvarp í
sömu átt, en menn bjuggust ekki við,
að sú tilraun sem þá var gerð til að
skatta umferð manna á landi, mundi
eiga afturkvæmt að svo stöddu, eða
á meðan samgöngum á landi' væri
ekki komið í betra horf. Og svo
lengi að samgöngutæki vor væru jafn
fá og fátækleg.
En þessu bregður nú samt öðru vísi
við, eins og svo mörgu öðru á þess-
um viðskiftalegu öngþveitistímum,
sem vér lifum á.
Á öllum svæðum í þjóðlífi voru —
að undanskildri einni stétt, verzlunar-
átéttinni, e: kaupmannastéttinni —
er „Jesúíta“stefnan nú ráðandi stefna
— eða það virðist sem svo, að allar
stefnur aðrar hafi valið sér fyrir ein-
kunnarorð þessa gullvægu setningu:
„tilgangurinn helgar meðalið“.
Og í skjóli þessa er engin fjarstæða
svo mikil fjarstæða, og engin ósvífni
svo mikil ósvífni, að hún fái ekki
einhverja til þess að halda uppi merki
fyrir sig. Undir þetta og í skjóli
þessa merkis er vafalaust fram kom-
inn þessi bílaskattur, því frá sjónar-
miði sanngiminnar er engin ástæða
til að vér í þessu fartækjasnauða
landi, séum að skatta vegfarendur, og
því Jesúítalegra er það, að það skuli
vera að eins þeir sem nota viss farar-
tæki, og það vekur hálfgerðan hroll,
að sjá smásálarskapinn skína eins og
leiðarljós í gegnum alt frumvarpið.
I greinargerðinni fyrir frumvarpinu
eru tilfærðar tvær ástæður, sem rétt-
læta eiga þennan skatt, sem sé, að
bílarnir séu nokkurs konar „freist-
ari“ manna og þeir muni vera not-
aðir að einhverju leyti til skemtnn-
ar. En hin ástæðan, sem þó virðist
vera sú léttvægari, er sú, að þeir
slíti vegunum. Já, það hefir mörg
meiri vitleysa verið sögð. En slítur
ekki öll umferð vegunum og meira
að segja náttúran sjálf. Og er þetta
nokkur ástæða til þess að leggja skatt
á þá sem nota vegina fyrir viss flutn-
ingatæki, sem sannanlegt er að ekki
slíta vegum meira heldur en eðli-
legt er. Því ætla mætti það að því
að eins séu vegir bygðir, að þeir komi
einhverjum að notum. En að haldi
koma þeir því að eins, að þeir séu
nothæfir og að þeir séu notaðir.
Vegir eru bygðir af almannafé, og
það sýnist lítil ástæða til að skatt-
skylda almenning fyrir að leggja fé
til þeirra, en þetta frumvarp gerir
það tvímælalaust.
P. Stefánsson
frá þverá.
tar í
vil eg kaupa
Uilh. Finsen ritstjóri-
ÍBÚÐ
4—5 herbergja íbúð ásamt
elöhúsi óskast 14 maí n. k
A. v. á.
Vátryggingarfétögin
SKANDINAVTA — BALTICA — NATIONAL
Hlutafje samtals 43 miljónir króna.
ÍSLANDS-DEILDIN
TEOLLE & ROTHE hf. Reykjavík.
Allakonar sjó- og stríðsvátryggingar á skipum og vörum.
gegn lægstu iögjöldum.
Ofannefnd felög hafa afhent íslandsbanka í Reykjavík til geymslu
hálfa millión krónur,
sem tryggingarfé fyrir skaðabótagreiðslum. Fljót og góð skaðabót*-
greiðsla. Öll tjón verða gerð npp hér á staðnum og félög þessi haftfc
vamarþing hér. — BANKAMEÐMÆLI: ÍSLANDSBANKI.
Det kgl oktr. Söassurance--Kompagni
tekur að sér alls konar sjóvátryggingar.
Aðalumboðsmaður fyrir ísland
EOQERT CLAESSEN, hæstaréttarmálaflutningsmaður.
25%
afsláttur af öllum eldhúsáhöldum
hjá
Johs. Hansens Enke.
Tvistau (ensk)
fjölbreytt og smekkleg munstur fást í heildsölu hjá
O. Friðgeirsson & Skúlason
Hafnarstræti 15 Sími 465
Húsnæði
2 stofur og elöhús óskast til leigu fyrir 14. maí. Tilboð
senöist, O. Ofeigssyni, Verzl. Vaönes.
— 57 —
hann þyrfti að taka sér nokkurskonar námsskeið til þess
*ð læra kurteisi.
„Jæja, funduð þér það, sem þér voruð að leita að?“
Spurði maðurinn við afgreiðsluborðið, þegar Martin var
•ð fara út.
„Já“ svaraði hann. „Þetta er fallegt bókasafn“.
Maðurinn kinkaði kolli. „Það er gaman að sjá yður
íem oftast. Eruð þér sjómaður?“.
„Já“ svaraði Martin. „Og eg kem áreiðanlega aftur“.
„Hvernig gat hanh vitað það V ‘ spurði Martin sjálfan
«ig um leið og bann fór ofan stigann.
pegar hann kom út á götuna gekk hann mjög bnar-
reistur og klunnalega fyrstu skrefin, en brátt varð nátt-
úran náminu ríkari og hann tók upp venjulega, vagg-
»ndi sjómannsgöngulagið, án þess að hann vissi af.
f
VI. k a p í t u 1 i.
Hræðílegt eirðarleysi, líkast áhrifum langvarandi hung
Tjr3, hafði gripið Martin Eden. Hann þyrsti í að sjá nngu
flíúlkuna með smáu hendurnar, sem höfðu náð svo miklu
’ötuntaki á tilveru hans, en samt gat hann ekki tekið
kjark í sig og heimsótt hana. Hann var hræddur um að
J:að væri of fljótt enn, og að hann mundi með heimsókn-
íuni drýgja hræðilegt brot gegn þessum geigvænlegu
tiannasiðum. Hann dvaldi öllum stundum á alþýðubóka-
safninu í Oakland og Berkeley og beiddist þess, að
hann og systur hans báðar, Geirþrúður og Marian ásamt
Jim, sem þó ekki lét sig fyr en hann hafði drukkið
nokkur glös af öli, yrðu skráð í meðlimatöluna. Nú hafði
— 58 —
hann fjögur meðlimaskírteini til þess að fá bækur lán-
nðar út á heirn til sín, og nú logaði gasljósið í kytrunni
Iians langt fram á nótt, enda lét Higginbotham hann
horga 50 cent aukalega á viku fyrir það.
En ajlar bækurnar, sem hann las, gerðu það eitt að
verkum, að hann varð enn órórri. Hver einasta blaðsíða
í hverri einustu bók var eins og gæjurifa inn í ríki
þekkingarinpar. Og alt sem hann las jók þekkingarþorsta
lians. Hann vissi ekki heldur á hvefju hann ætti að byTja
cg vöntun á undirbúningsmentun lokaði honum öll sund.
Almenn orðatiltæki, sem hann var viss um að allir hlytu
að skilja, voru honum ráðgáta. Sama var að segja um
kvæðin sem hann las, sem gerðu hann öran af ánægju.
Harin las meira eftir Swinburne en það, sem var í bók-
inni, sem Ruth hafði lánað honum, og „Dolores“ skildi
hann út í æsar. En það mundi Ruth ekki skilja. Hvernig
ætti hún, ung og göfug stúlka, sem ekki hafði seð nema
eina hlið tilverunnar, að skilja það? Svo náði hann sér
í eitt bindi af kvæðum Kiplings, og hann varð gagn-
tekinn af undrun yfir hrynjandanum og fegurðinni, sem
hann gat sveipað um efnið, er Martin þekti af fomu
fari. Hann var undrandi yfir samúð mannsins með líf-
inn og hinni skörpu sálnaþekkingu hans. Sálarfræði var
nýtt orð í orðabók Martins. Hann hafði nú keypt sér
alfræðiorðabók, og hafði það höggið stórt skarð í fjár-
eign hans og gert nálægari þann dag, er hann yrði að
fara á stúfana aftur og afla sér fjár. Higginbotham var
’íka nauðailla við þessi kaup, því hann hefði heldur
viljað að peningarnir gengju til sín fyrir mat og hús-
næði.
Martin þorði ekki að koma í þann hluta bæjarins,
sem Ruth bjó í, á daginn, en er kvelda tók læddist hann
— 59 —
um eins og þjófur í námunda við húsið hennar, stalst
til að renna augunum upp í gluggana, og elskaði jafnvei
múrveggina, sem skýldu henni. Nokkrum sinnum var
hann rétt búinn að reka ’sig á bræður hennar, og einu
cinni hélt hann í humátt á eftir föður hennar inn í bæ-
inn, athugaði andlitsdrætti hans við bjarmann frá götu-
Ijósunum og óskaði þess heitt, að einhver hætta mætti
steðja að lionum, svo hann gæti brugðið við og bjargað
honum frá dauða. Annað kveld uppskar hann laun þol-
inmæði sinnar og sá Ruth bregða fyrir í glugga uppi
á annari hæð. Hann sá að eins höfuðið, herðarnar og
liandleggina, sem hún rétti upp fyrir framan spegil til
jæfcs að hagræða á sér hárinu. Þetta var að eins eitt
augnablik, en augnablikið var langt, og það var eins og
blóð hans yrði að víni og ólgaði með hljómkliði í blóðí
} ans. Svo dró hún niður gluggatjaldið. En nú vissi hann,
nð þetta var herbergið hennar, og eftir þetta fór hann
oft á sama stað, faldi sig undir tré hinum megin við
götuna og reykti ógrynni af vindlingum. Einn daginn
sá hann móður hennar koma út úr banka, og þetta fanst
lionum nýr vottur um það ómmæltsdjúp, sem var milli
Ruth og hans. Hún var þeirra stéttar, sem hafði við-
skifti við banka. Hann hafði aldrei á æfi sinni komið
inn í banka, og gerði sér í hugarlund að þess háttar
stofnanir væru að eins fyrir hina ríku og voldugu.
Að einu leyti hafði hann gerbreyst siðferðislega.
Göfgi hennar, bæði líkamleg og andleg hafði haft áhrif
á hann og hann fann til brennandi löngunar eftir því
eð göfgast sjálfur. Hann varð að vera hreinn, ef hann
ætti nokkurntíma að verða þess verðugur að anda að sér
sama lofti eins og hún. Hann burstaði tennur sínar
og nuggaði á sér hendurnar með þvottabursta, þangað