Morgunblaðið - 13.04.1921, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1921, Blaðsíða 1
ORGUNBLAIHÐ 8. árg., 134. tbl. Miðvikudaginn C3. april 1921 iGamla Bíói Ráðgátan m i k la Sjónleikur í 5 þáttum eftir Basil King Aðalhlutverkið leikur: Jane Cowl. Myndina hefir gert hið mikla kvikmyndafélag Goldwyn Picture Corp. N. Y. A u k a m yn d. A ferð á Malaren. Talsmaöur Lenius liér á landi, Hendrik J. S. Ottósson, hefir í tveim blöðum Alþyðublaðsins verið að gera grein fyrir stefnu og markmiði bylt- ingasinna hér á landi. Og tilefnið er grein, sem fyrir nokkru stóð hér í blaðinu og nefnd var „í svefnrofun- um“. Hendrik þessum þykir greinin í Morgunblaðinu „hógvær“. pað er auðskilið mál, að honum er það furðu- efni, því að hógværð hefir aldrei þótt auðkenna skrif hans., Enda tek- ur ekki þessa hógværð til fyrirmynrt- ar. Því í fyrri grein sinni lýsir hann því yfir skýrt og skorinort, að auð- maður einn í Ameríku, sem hann nefn- ir „illræmdan glæpamann“ slIla líka hér, þótt í smærri stíl sé og að eins á byrjunarstigi1 . pað eru vitan- lega atvinnurekendur hér, sem hann á við. Og nú fræðir hann lesendur blaðsins á því. að þeir séu glæpa menn. Ekki er nú hógværðin meiri en þetta. En manni dettur í hug, að aunað hvort viti maðurinn ekki hvað hann er að seg.ja, eða að honum finn- ist skrif sín því að eins hafa eitt- hvert gildi, að hann hlaði þar saman sem mestum fjarstæðum og fáránleg astri ósannsögli. Kirkjtihljómleikarmi" verða enðurteknir í Dómkirkjunni miðvikudag 13. apríl kl. 8Vs sð. Bianðað kór, unðir stjórn Páls ísólfssonar. Orgel: Páll ísólfsson. Frú Ásta Einarson, frú Katrín Viðar og Kjarf- an Jóhannesson aðstoða. Viðfangsefnin eftr J. Bach, Brahms, fHenöelssohn og Hánðel. Aðgöngumiðar í Bókaverslun Sigf. Eymunðssonar og ísafolðar i dag. „Ástandið fer hröðum fetum í att- ina til ótakmarkaðs auðvalds. Hér er því hafin stéttabarátta, miskunnar- laust stríð á milli tveggja aðila“. — pannig skrifar þessi alþýðuvinur! Þetta hefði hann raunar ekki þurft að segja, eða átt að segja. pví að það er búið að marghrekja það, að hér sé til auðvald. Stærsti atvinnu- vegur þjóðarinnar, togaraútgerðin er ekki sterkari en það, að hún verður að hætta, ef verulega þrengist um. Fjárhagslegt bolmagn hennar er ekki meira en svo, að hún veltur á mörk- um þess, hvort hún getur starfað eða ekki. Auðvaldið er ekki meira en þetta. Það eru víst ekki aðrir en Hendrik, sem hyggja að þar standi | auðvald á bak við, þótt atvinnurek- endur eigi lagleg hús með steingarði í kring. En það virðist vera ein aðal- ástæðan fyrir auðvaldsgrillum hans. Um stéttaskiftinguna hafa menn nú séð 'full merki. Alþýðuforingjarnir hafa nú sáð því eitri, að verkamönn- uin er bannað að vinna, bannað að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Foringjarnir hafa náð því marki sínu, að kljúfa þetta litla þjóðfélag, og gera sitt til þess að lama líftaug vora — framleiðsluna. pað er ekki alþýðan sem hefir hafið þessa baráttu, sem hér bólar á. Það eni nokkrir sjálfvaldir óeirðannenn, sem hleypa vilja sama skaðrasðinu inn í vort þjóðfélag og verið hefir átumein þeirra þjóða, sem ni' eru verst komnar. Heudrik kvíðir því ekki, að hann og skoðanabræður hans verði í vand- ræðum með að stjórna, þegar þeir hafa náð völdum hér. það þóttist Lenin heldur ekki, þegar hann braust til valda. En eftir reynslunni, sem lengist hefii af stjórnarfari hans, má geta sér til blessunar þeirrar, sem hér mundi drjúpa af hverju strái, þegar Hendrik færi að stjórna, því vitanlega yrði siglt í sama kjölfar með allar raðstafanir. Þá yrði brotinn réttur á öllum, kúgun miskunnarlausri beitt ð alla sem ekki vildu sverjast í fóst- bræðralag með valdhöfunum. pá muiuli alþýðan íslenska bölva tilveru sinni eins og nú gerir fjöldi Rússa. Nokkrir gæðingar foringjanna réfu yfir eignum og framleiðslutækjum ríkisins — og liði vel. íjland yrði að pestarbæli ráns og gripdeilda, og ætti lítillar eða engrgr viðreisnar von. Þetta er saga Rússlands síðan Lenin tók þar við stjórnartaumunum. p<ss; yrði saga Islands ef Hendrik og hans Iiðar næðu takmarki sínu. Ekki að furða þótt hátt láti í þeim. Hendrik hvetur ótrauður til borg- arastyrjaldar hér og gerir það í nafni íslenskrar alþýðu, sem verið hefir friðsömust alþýða allra landa. Annað- hvoit veit Hendrik ekki hvað borgara- stj rjöld er eða þá að honum er sama, þótt stærsta óhamingja sem hent get- ur uokkra þjóð, dynji hér yfir. Það er nærri því að mann setji hljóðan að heyra slik ummæli af einum þeim manni, sem kallar sig alþýðuvin. nokkurra tilefna, þeir ættu ekki að hafa málfrelsi. Að síðustu hrópar Hendrik í of- látungslegri einfeldni: 3 Internation- ale lengi lifi! pað er nokkurs konar árétting á allan byltinga- og óeirða- vaðal mannsins. Og er einkar ljós mynd mannsins sem stcndur á bak við þetta uppreiatarhróp. Erl. símfregnir frá fréttaritar* Morgunbla08Ín« Heudrik snyr að lokum orðum sín- um til íslenskra alþýðumanna, og hvetur þá til að ganga í alþýðuflok- inn. — pað er sjálfsagður hlútur að sá flokkur sé til. En það er óhugsan- legt, að gáfuð og heilbrigð alþýða þessa lauds geti fylgt sér undir merki flokksins, meðan þeir menn stjórna honum og blása í hann lífi er nú gera það. Þeir em alþýðunni mestur þríiskuldur á veginum til þrifa og framsóknar. ^ Menn sem hika ekki við að brýna til borgarastyrjaldar, án, Khöfn 11. apríl. Frá verkfallinu. Poringjar verkamanna hafa samþykt að taka við samningatillögum Lloyd Georges og yfirvega þær. Þýzka keisaradrotningin látin. Ágústa Yictoria, drotning Vilhjálms keisara, andaðist í morgun í Doorn, bústað keisarans í Hollandi. Hrakfarir Grikkja. Símfregn frá Aþenu segir Grikki hafa mist yfir 4000 manna í Litlu- Asíu. Tollur á norskum fiski. Vinstrimenn á þingi Norðmanua leggja til, að ríkissjóður greiði toll þann, sem Spánarstjóm leggur á norsk an saltfisk. Sjálfsmorð. Max Ballin, framkvæmdarstjóri réð sér bana með skammbyssuskoti í gær. (Hans verður nánar getið hér í blað- inu). Barnadagurinn. Eins og marga hér í bæ mun reka minni til, var fyrir jólin í vetur til þess stofnað af „Bandalagi kvenna“, að selja barnadagsmerki, sem það hafði látið búa til í því skyni. Sjóð- % ur var myndaður af því, sem inn kom fyrir merkjasöluna, og er til þess ætlast, að honum verði einhverntíma varið til þess að koma upp stofnun, sem gefi litlum börnum í bænum, þeim er þess þurfa með, skilyrði fyrir betra uppeldi en þau gætu ella notið. Eg lót þess og getið í grein, sem eg skrifaði um þetta efni fyrir jólin í vetur og birtist í Morgunblaðinu, að Bandalag kvenna hefði akveðið að koma á sérstökum barnadegi, eins og tíðkast víða erlendis; skyldi sá dag- ur helgaður fjársöfnun til þessa fyrir- tækis. Nefnd sú, sem kosin var af Bandalagi kvenna, til þess að koma þessu í framkvæmd, kefir nú valið sumardaginn fyrsta til þess að Verða framvegis sá dagur, sem sérstaklega sé helgaður börnunum á þennau hátt. Hefir nefndin haft undirbúning til þess að geta boðið bæjaibúum sitt af hverju þennan dag. Barnadags- merki verða seld á götunum, sömu- leiðis kvæði, sem orkt hefir verið í tilefni af deginum. Ef veður leyfir, ganga börnin í skrúðgöngu um bæ- inn; ennfremur verður þá flutt ræða úti og blásið á horn. Kl. 3 e. h. verð- ur fluttur fyrirlestur og sungið í Nýja Bíó og kl. 5 e. h. verður skemti- samkoma í Iðnaðarmannahúsinu. Þar verða það eingöngu börn og unglingar, sem skemta með leikfimi, upplestri, listdansi og dálitlum sjónleik. Sjón- leikurinn er nýsaminn af Indriða Ein- arssyni skrifstofustjóra út af íslenzkri álfasögú, og verður leikinn undir stjórn frú Guðrúnar, dóttur hans. Kl. 7 nm kvöldið hefst barnadansleikur í Goodtemplarahúsinu. Aðgöngumiðar að honum verða seldir í bókaverzlun Isafoldar vikuna næstu á undan og kosta 2 krónur fyrir barnið. pó skal það tekið fram, að þeir eru eingöngu liafðir svo ódýrir, í því skyni, að þeim börnum, sem fátækari eru, gef- ist frekar kostur á að vera með, svo að það yrði mjög vel þegið, að þau börn, sem sæju sér það fært, borguðu eitthvað meira. Enn fremur vill nefnd in láta þess getið, að hún óskar fyrir sitt leyti eftir því, að ekki sé kostað sérstaklega til búnings barnanna vegna þessa dansleiks. Nú eru erfiðir tímar, hér í bæ eins og annarstaðar, og jafnan er best að sníða sér stakk eftir vexti. Þó að telpurnar til dæmis verði ekki allar á ljósum danskjólum, vonum vér að geta gert börnunum glaða stund og látið þau finna, að þau eru okkur öll jafn kærkomnir gestir. Til sveita á íslandi hefir sumar- dagurinn fyrsti jafnan verið hiim mesti hátíðisdagur. Yíða hefir það tíðkast, að fullorðna fólkið færi þá í útileika við börnin, ef það hefir verið hægt vegna veðurs. Eg minnist þess frá minni eigin æsku, að eg hlakkaði til þess dags einna mest af þeirri ástæðu. Nú bjóða börn þessa bæjar fullorðna fólkinu að koma og halda daginn hátíðlegan með sér. pau bjóða því að koma og horfa á leiki sína og þau treysta því, að hver ein- asti borgari þessa bæjar leggi með gleði sinn litla skerf í þann sjóð, sem verja á til þess að hlynna að og verja júníkali litlu vorblómin, sem vaxa skuggamegin hér mitt á meðal vor. Fyrir hönd barnadagsnefndarinnar. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Isafoldarprentsmiðja h.f. Nvja Bíó”i AlþýðuvlniiB* Sjónleikur í 5 þáttum eftir Ola Olsen, undirbúin til sýninga af Holger Madssen sem einnig leikur eitt aðal- hlutverkið. Aðrir leikendur eru Gunn- ar Tolnæs, Fr. Jacobs- sen, Svend Kornbeck, Lilly Jacobssen og íi. Mynd þessi var sýnd hér fyrir einu ári síðan og þóttí hún með allra beztu mynd- um sem hér hafa sýndar verið. Mönnum gefst nú kostur á að sjá hana aftur og ætti enginn að láta það tækifæri ónotað. Flugslys i Kristjaniu. j Fyrstu vikuna af marsmánuði síð- astliðnum var flugmót fyrir Norður- | lönd haldið í Kristjaníu. Tóku margir j flugmenn frá Svíþjóð og Noregi þátt í því, en engir Dauir. I Síðasta daginn sem mótið stóð varð í slys af fluginu. Einn sænsku flug- ! mannanna, v. Segelbaden hrapaði til jarðar úr mikilli hæð og marðist til bana. Slysið varð með þeim hætti, að v. Segelbaden var að sýna listflug, í 500 metra hæð, og hefir reynt of mikið á vélina, svo að annar væng- urinn brotnaði. Hrapaði þá vélin til jarðar og brotnaði í smátt, en flug- maðurinn dd samstundis. Vélin var ensk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.