Morgunblaðið - 13.04.1921, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1921, Blaðsíða 3
MOROCNB1LA91B mannshjartans. Og þetta fá þeir, sem snúa sér til hennar, svo sem f'yrir- hafnarlaust, því engu þurfi þeir að trúa! -— Trúaraugu manna opnast ejálfkrafa, hefir guÖspekingur sagt við inig. GuSspekin er vissulega meira en fræðistefna. Hún er dultrúarstefna og með ákveðnum kenningum um þau at- riði, sem er grundvöllur allra trúar- bragða. Það nær lieldur engri átt, að halda því fram, að „afstaða guð- epekinnar til kirkjunnar sé hin sama og afstaða stjörnufræðinnar (eða ann- ara vísinda) til kirkjunnai“. Forkólfar guðspekinnar neita gildi sögunnar, þar sem hún kemur í bága við kenningar þeirra. Frægustu sögu- fræðingar telja til dæmis Jesús Krist jafnsögulega persónu og t. d. Heródes, Cæsar o. s. frv. H. Schwanenflúgel tikar ekki við að telja Jesús af Nasar- et fæddan 4 árum áður en Heródes dó og 5 árum fyrir tímatal vort. — Hann kanuast heldur ekki við að Jesús Kristur hafi dvalist í munka- reglu Essea. Aftur á móti þykir hon- um líklegt, að Jóhannes skírari hafi haft nokkur kynni af Esseum og trú þeirra, og Jesús óbeinlínis í gegnum Jóhannes. Segir hann, að sumt í kenn- ingu Krists sé líkt því, sem Essear kendu. (bls. 517 og 521). Sama skoð- un kemur fram hjá próf. Ag. H. Bj. í bókinni Austurlönd (á bls. 342). — En Essear kendu enga guðspeki. Að halda öðru fram, er sögulega rangt. pað er líka sögulega rangt og frá- munalegur heilaspuni, sem Blavatsky segir um guðspjöll kirkjunnar. Hún segir svo frá, að á kirkjuþinginu í Nicea (325 e. Kr.) hafi þingheimur sett upp á rönd hundrnð trúarbækur. Þær sem sjálfkrafa féllu iir þessum stellingúm töldust, víllitrúarrit, en hinar, sem stóðu eftir, góðar og gild- ar. GuðspjöIIin 4 stóðu eftir og urðu þannig Iieimildarrit kirkjunnar. pau ritin 96, sem féllu, voru guðspekisrit og guðspekisguðspjöll!! Ef spurt er um.söguleg rök tvrir þessum og öðrum líkum staðhsefingum, þá segja stórguðspekingar (Leadbeat- er, Besant o. s. frv.): Svo segja dul- spekmgar, eða svo segja oss meistar- arnir!!. — Fyrir þessum goðasvörum beygja sig margir. Eg tel það frámunalega ógætni af hinum heiðraða greinarhöfundi, að segja, að kirkjan styðjist við óábyggi. legar helgisagnir og munkaskáldskap. En ú hverju byggir guðspekin fræði- og trúarkerfi sitt? Það er vitanlega á eldgömlum helgisögnum, súmum eldri en mannkynið, goðasögnum, fornheið- inni skúldskapardultrú Austurlanda, „ný-pkitonismc' ‘, „panteisme-heim- speki* ‘, „mesmerisme“, nýtísku „hu- manisme“ o. s. frv. Um alt þetta má nú segja sitt af hverju. Guðspekin hefir felt þetta alt saman af mikilli snild, og prýtt með kristilegum gull- kornum. Mér nægir ekki þótt sagt sé að höfuðkenningar guðspekinnar séu komnar frá, eða staðfestar af guð- mennum eða meisturum. Sagan þekkir ekki þær verur eða „Hvítu stúlkuna“. Pað þarf að sanna tilveru meistar- anna, sem heiminum eru fyrst gerðir kunnir um 1880 af Blavatsky og 01- cott. Þau þektu þá eigi fyr. petta er sannanlegt. Mér nægir það lieldur ekki þó Annie Besant segi, að þessir meist- arar á fjalli einu í Tíbet, hafi endur- fæðst átta hundruð sinnum á 1.250.000 árum! petta er engu Ijúffengara eða mýkra til skilnings en frásagnir guð- spjallanna um Krist. —. Og hvor skildi hafa meira satt að segja frá Marsstjörnunni, dr. Helgi Pjeturss, vitranamaður og jarðfræðingur, eða ■- . . h Í t f $ j* v- - Ú ,' * ; 1 ih' ^V- W I. ..—..- f St. James-höllinni var ráðstefnan mikla um Asíumálin og skaðabæt- ur pjóðverja haldin. Höllin er ein af elstu byggingum í Englandi, bygð á ríkisstjórnartímum Hinriks sjöunda Til hægri á myndinni sést inn- gangshliðið. Leadbeater dulspekismaðúr guðspek- innar og fvrverandi katolskur biskup 1 Báðir þykjast þessir menn vita margt undursamlegt, meira en fólk flest. Leadbeater hefir oft skroppið upp á Mars og hefir fradt menn um lifið þar, skurðina og búskapinn! — Hverj- um ber að trúa? Meirn, kann eg að geta sagt um guðspekina og meistarana, ef mér verður gefið frekara tilefni til þess. S. Þ. Nýlega Iiafa orðið stjórnendaskifti við myndasafn Thorvaldsens í Kaup- mannahöfn. Því hefir stjórnað hin síðari árin ungur og áliugasamur mað- ur, Mario Ivrohn, er sýndi rnikinn áhuga í því að koma skipulagi á safn- ið og ná þangað listaverkum eftir Thorvaldsen, sem verið höfðu í eigu annara. En Krohn misti heilsuna og varð að segja. af sér stöðunni um nýár. Th. Oppenheim. Sa sem nú hefir tekið við stjórn safnsins lieitir Th. Oppenheim, list- sögufræðingur. Hann er fæddur 1862, tók stúdentspróf og gaf sig síðan nokk ur ár að myndhöggvaralist, en tók síðan að leggja stund á listasögu. Hefir hann gefið út merkilegar bæk- ur um ítalska, Iiollenska og danska list, til dæmis eina um myndir próf. Jóæhim Skovgaard í dómkirkjunni í Vébjörgum. Enn fremur hefir liann skrifað bók um málarann Marstrand. Arin 1897 til 1915 var Oppenheim umsjónarmaður við Carlsberglista- safnið. Kosfnaðun við forsetakosningu í Bandaríkj- unum. 10 milj. dollara síðasta kosning. Blaðið „The Forum“ í New York flytur nýlega grein um það, hvað út- gjöldin liafi verið við forsetakosningu á ýmsum tímum í Bandaríkjunum, og birtir eftirfarandi skýrslu. Er hún a,ð mörgu leyti fróðleg, og sýnir að ekki er horft í aurana þegar völdin lokka annarsvegar: 1860 Lincoln 100,000 dollarar Donglas 50,000 — Breckenridge 1864 Líncoln 125,000 — Mc. Clellan 50,000 — 1868 Grant 150,000 — Seymour 75,000 — Greelev 50,000 — 1876 Haves 950,000 — Tilden 900,000 — 1880 Carfield 1,100,000 — Hanccok 355,000 — 1884 Blaine 1,300,000 — Cleveland 1,400,000 — 1888 Harrison 1,350,000 — Cleveland 855,000 — 1892 Harrison 1,850,000 — Cleveland 2,350,000 — 1896 McKinley 16,500,000 — Bryan 675,000 — 1900 McKinley 9,500,000 — Bryan 425,000 — 1904 Roosevelt 3,500,000 — Parker 1,250,000 — Bryan 750,000 — 1912 Taft 750,000 — Roosevelt 325,000 — Wilson 850,000 — 1916 Hughes 2,012,000 — Wilson 1,400,229 — Eins og sést á þessu, fer kostnaður- inn altaf vaxandi frá árinu 1860, þar til hann nær hámarkinu við kosningu McKinley, 16 miljónir og 500 þúsund. Er það dálagleg fúlga. Er ástæðan til þess sögð sú, að þá hafi „agitationin“ verið óhemjulegust. Er fullyrt að þá 2-4 ski ifstofaherbergi óskast til leigu i miðbænum frá 14. maí næstkomandi. Upplýsing- »r hjá ritstjóra Morgunblaðsins. hafi aðeins prentunarkostnaður flokks ins, sem studdi hann. numið yfir 1 milj. dollara. Uppfyndningar. Um það er getið í Lögbergi nýkomn- u m að vestan, að íslenskur maður einn Ólafur J. Ólafsson að nafni, hafi ný- lega gert tvær nppfyndingar og lýsir blaðið þeim á þessa leið: Uppfyndingar þessar eru markverð- ar og líklegar til þess að verðá upp- fyndingarmanninum arðvænlegar og öðrum nytsamlegar. Önnur uppfyndingin er á byggingar- steini sem búinn er til úr cementi, er steinninn holur og svo frá honnm gengið, að endarnir lokast, þegar hann er lagður í vegg. f miðjum neðri steininum er rauf sem nær í gegn um steininn auk lofthólfsins, sú rauf er fylt af eementi og svo er hak neðan í efri steininum, sem fellur ofan í raufina sem fylt er með cem- enti í þeim neðri, og pressast þá cementið út á milli steinanna, svo byggingin verðnr alveg loftheld. pessa steina má húa til með hvaða kanti sem menn vilja kjósa sér, alveg slétta, gárótta eða upphleypta eftir vild hvers eins, og með hvaða lit sem menn kjósa. sér geta þeir verið, og það besta við þetta alt saman er það að hægt er að búa þessa steina til fyrir að minsta kosti 50 af hundraði minna en byggingarefni kostar nú, og þar ofan á er svo auðvelt að hyggja úr þeim að hver maður með sæmilegu verksviti getur gert það. Hin uppfynding Ólafs er stór- raerkileg. það er vél til þess að blanda íiiið efni sem notað er í esments- byggingar. Að vísu era margar vélar til sem notaðar eru til þeirra verki nú, cn vél Ólafs tekur þeim svo langt frnm að ekki er berandi saman, þat þarf ekkert annað en að færa liiu ýmsu efni að vélinni, þ. e. sand. eem- out og vatn og tekur hún þá á móti •þoirn að öðru leyti en því að tænia verður sand- og cement-stækin í önn- ur eða hólf sem liggja inn í vélina, og er það hægt með því að steypa úr vögnunum, svo tekur vélin við, mælir sandinn og cementið og vatnið, hrærir öllu saman og spýtir því út úr sér, tilbúnu til þess að láta í vegginn. 60-70 úrvals ær velgengnar eru til sölu, Sðmja ber við Jón Guðnason Grettisgötu 57, Rvk. eða Sig. Guðnason, Breiðholti. shlj. atkv. og til allslierjarnefndar með 15 shlj. atkv. Síðasta mál á dagskrá var frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1920 og 1921. 3. umræða. Fjöldinn allur af breyt- ingatillögum hafa komið fram nú við þessa umræðu, um 30 frá fjárveit- inganefnd og 15 hreyt.till. frá ein- stökum þingmönnum, nefndum og fjár málaráðherra. Mun þessara breytinga- till. nánara getið í sambandi við at- kvæðagreiðsluna. Var þegar mikið bú- ið að tala, en svo margir áttu enn ótalað, að umræðum var frestað þang- að til í dag. Neðri deild. Mánudag 11. apríl. Frv. til laga um, einkaleyf i handa Háskóla Islands til útgáfu alman- aks, var samþykt og vísið til 3. umr. með 17 shlj. atkv. Frv. til laga um hlutafélög (stjr- frv.) vísað til 2. umr. með 18 shlj. atkv. og til allsherjarnefndar með 14 shlj atkv. Frv. til laga um stofnun og slit hjúskapar vísað til 2. umr. með 18 DAGBOE Áttræðisafmæli á á morgun ekkjan Úlfhildur Guðmundsdóttir frá Flekku- dal, nú til heimilis í Ólafsvík- j Svanur fer héðan á morgun vestur á Breiðafjörð. Sterling fer héðan á morgun í strandferð vestur og norður um land. Nordsöen heitir danskt gufuskip, er kom hingað í gærmorgun til þess að fá sér kol. Hafnarfjarðarvegurinn. Hann er nú á köflum ófarandi. Er hinum mestu vandkvæðum bundið fyrir þá, sem þurfa að fara hann, að komast um hann. Skjöldur fór í morgun til Borgar- ness með norðan og vestanpóst. Meðal farþega voru Ólafur Blöndal versl- unarstjóri í Skóganesi og kona hans. Björgun. í bréfi frá Vestmannaeyj- um dags. 6. þ. m., er Karli Einars- syní alþm. m. a. skrifað am björgun- ar og eftirlitsskipið Þór á þessa leið: „Eins og yður hefir verið símað, tókst svo vel til, að pór gat hjálpað í gær vélbátnum „Óskari“ með 6 mönnum. Báturinn var á leið heim undan Sandi, fékk stórsjó og veiðar- færin lentu í skrúfunni. Austan stór- viðri var á og blindhríð. — Senni- lega hefði hér orðið bátstapi og mann tjón, ef björgunarskipsins hefði ekki notið við. Skipið hefir að vísn hjálpað mörgum bátum áður, en varla neinum eins illa stöddum og Óskar var í þetta sinn. Alþingismaðurinu biður þess og getið, að fullkomin samvinna sé hafin milli varðskipsins Fylla og Þórs, og liafi foringinn á Fylla farið lofsam- legum orðum um pór, og alt það fyrirtæki Vestmanneyinga. Kirkjuhljómleikar Páls ísólfssonar verða endurteknir í kvöld. Gullfoss er kominn til Kaupmanna- hafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.