Morgunblaðið - 27.04.1921, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1921, Blaðsíða 3
 «OBÖUNBUAJ01*J Linoleum n||g EW1 if, Bl» MI hil U Matth. Matthfassyni fyrir það sé það hin mesta þörf að gera tilraun til þess að fá n-ánari vitneskju um þetta jötunfjall, ef mögu legt væri. p« eru ekki mestu erfiöleikarnir að ná tindinum í því fólgnir, að hann sé ókleiíur, heldur í því að menn þoli þessa hæð, 8840 metra. Þá er loftið orðið svo létt og vantar súrefni. Er því ekki til hugsandi fyrir aðra að reyna. þessa för, en þá, sem árum saman hafa vanist fjallalofti. Komið hefir til mála að nota flug - vélar í þessa rannsóknarför. Væri það vitanlega léttast að fljúga frá fjalls- rótunnm og ná tindinum eftir svo sem eina kiukkustund. En þó þykir loftleiðin ekki sigurvænleg. Fyrst og fremst er vafasamt, að lendingarstað- ur sé uppi, og þó takast kynni að lenda, þá efast menn um, að mögu- legt sé að taka sig upp þaðan. Pykir þetta of djarft siglt til þess að hætt- andi sé á það. En það er annað, sem flugvélarnar eiga að gera. Þær eiga að fljúga á undan og rannsaka, taka myndir og búa til uppdrætti, leita að sæmilegum uppgöngustöðum, og kasta niður mat- arforða og ýmsum áhöldum, svo að göngumennirnir þurfi ekki að bera nema sem minst. Mánuði áður en hin eiginlega fjall- ganga byrjar, eiga flugvélarnar að rannsaka fjallið og safna öllum gögn- um um fararleiðir upp á tindinn. pó n.ú sé lagt mikið kapp á að flýta öllum undirbúningi, svo að vænt- anlega leggur þessi rannsóknarleiðang- ur frá Englandi innan skamms, þá er ekki búist við að fjallgangan hefj- ist fyr en sumarið 1922. Landfræðingar og landkönnuðir hafa hina mestu trú á þessari för. --------o------- Bai-hiinn i iwita. til sölu í öllum ríkjunum. Eitt merkassta blaði'ð í Noreg’i flutti nýleg-a langa grein ineð þess- ari yfirskrift. Yar þar lýst sneypu- för þeirri, seím bannið Ihefir farið í Ameríku — eins og víðar. Vovu þar birtar tölur, sem eklti verða rengdar. En óglæsilegar em þær fyrir bannvini og bannstefnuna. Síðasta. iiaust kom Rúmeníu- knónprinsinii til New York eftir mánaðarferð um Bandaríkin. 1 New York var hann spurður um álit bairs á banninu 'Og láihrif þess þar sem 'hann hefði farið um í Ameríku. „lívenær gengur bannið í gildi ? spurði krónprinsinn. Bannmenn urðu æfareiðir þessu svari ríkiserfingjans. Eftir þeirra sögusögn Ihöfðu Bandailíkin verið þur meira en Iiálft annað ár. En allii- vissu, að svar krónprinsins var fullkomioga réttmætt: bannið ■er að eins ti'l á pappírnum. En all- ir ferðamenn viðurbenna, að hægt se að fa 'keypt brennivín og önnur vínföng svo að segja alstaðar — ef menn að eins vilja borga nógu mikið. 1920 var flutt inn í Canada 6 milj. lítra af Visky og genever, eða 3y2 sinnum meira en 1919. En fyrir utan þennan stranm, sem fluttur er inn, eru seldir mil júnir lítra, sem búnar eru til í sjáÞiim ríkumum. E t1 allra f.tærsta blaðið i Amer- ji;i sem var vinveitt banninu, ttíi.n nýlega einn af mönnum blaðs ins í 37 ríkin, í því augnamiði að bann ferigi persónulega reynslu og þekkingu á banninu. Hann átti ebki að boma frani með aðfinsl- ur eða dæma urn hversu ríkt væri gengið eftir að lögin væru haldin. Hann fór á þremur inánuðum um sjö áttundu 'hluta af þessum J’íkj- um, og segir í skýrslu sinni, að þessi áttundi hluti muni vera svip- aður hinum. Umsöign hanis er í stut.tu máli þessi: Það er hægt án nokkurra örð- ugleika að fá keypt Visky og önn- ur vínföng 'í sérhverjum b«>. ef maður gétur sannað það að maður sé ekki eftirlitsmaður bannlag- anna og vill borga það sem upp cr sett, A mörgum stöðum segir Ihann, að X'is'ky og brennivín sé selt fuilum fetuni é gistihúsum. Vínauðugasti hluti ríkjanna seg- ir þéssi sendimaður bannblaðsins, að sé Atlants'hafsströndin, einkmn ríkin New York og New Jersey. 1 Segir hann að þar séu birgðirnar ótæmandi. A flestum gistibúsum segir hann að séu milliliðir milli vínsölustað- anna 'og gestanna, og útvegi þeir það, sem gestirnir óski eftir. Sömu- 'leiðis ba'fi bifreiðastjíórarnir venju- lega Visky til sölu hauda þeim, sem þeir keyra. 1 Árangurinn a'f 'banninu S Amer- íku er því 'ekki glæisilegur. Það 'hefir ebki minkað drykkjuskap- inn. En það hefir aukið lagayfir- ' troðslumar. í ■0-----— H. líalentien. Nýlega er látinn í Danmörku einn af forg(ingumön11um Dana í lan'dhiúnaðanmálum, H. Valentier, í 87 ára að aldri. Hann var um langt sk'eið í stjórn Landbúnaðar- ; félagsins daniska oig formaður bún- | aðarsambands Sj'álands. -0-------- Ne&ri deild. Vökurnar á togurunum voru til 2. uniræðu í deildinni í gær. Nefndm hafði klofnað og lagði meiri hlutinn til, að lögfestur yrð'i 6 strmda lág- markssvefntími. Var Jón Baldvins- son framsöguxnaður meiri hlutans. Pranisögumaður minni hlutans var Pétur Ottesen og hélt liann langa ræðu. Frv. var vísað til 3. umra-ðu með 14 :10 atkvæðum. í gær hófst 2. umræða nm frv. um seðlaútgáfurétt. Jakob Möller er framsögumaður og töluðu auk i>is ! I gær: P. Jónsson, Eir. Einarxson og j M. Guðmundsson. Umræðum var | frestað. j I Fjáraukalögm voi’u til 2. mnræðu í Efri deild í gær ' á tveimur fundum. 1 -0—--- H M ftflii. pórshöfn 13. apríl Seglskipin eru lögð af stað til veiða við ísland. Eitt þeirra er komið aftur, hafði það lent í miklum hrakningum. Þetta skip hafði ekki fengið meira á 14 dögum en 2000 fiskjar. Og önnur skip sem það hafði vitað um höfðu ekki aflað meir. Englendingum hefir ekki lánast vel að ráða til sín á togarana færeyska flatningamenn. peir hafa ekki viljað borga meira en 7 shillings á dag, og fyrir það kaup hefir enginn viljað ráða sig. Ilvað veiðistöðvar hér heima snertir þá er það nýmæli á því sviði að ensk skip hafa fundið ný fiskimið, sem liggja 112 sjómílur VSV. af Fær- eyja-hryggnum. Er svæði þetta allstórt um 34 sjómílur frá N til S og 34 frá A til V. Er mjög sennilegt að þarna sé fundinn góður grundvöllur fyrir færeyskar fiskiveiðar. Frá Khöfn kemur sú frétt að þjóð- þingið hafi samþykt að veita á næsta ári, 400.000 króna lán til útgerðar- innar á Færeyjum til þess að kaupa seglskip og togara. Þetta er vitanlega betra en ekki neitt. En ekki fá'st ýkja mqx'g skip fyrir þessa fjárupphæð. Á það hefir verið minst hér í blöð- unum, að verð á steinolíu væri lægra á íslandi en hér. En eftir að leitað hefir verið upplýsinga um þetta, kem- ur þaö í ljós, að verðið á ljósa-olíu ; er nokkurnveginn hið sama, hér og þar. En sólarljós-olía kostar 74 kr. 100 kg. á íslandi en aðeins 53 kr. hér. Við röskun á jörð hér í pórshöfn i hafa fundist stein- og trjátegundir sem taldar eru að vera frá ísöldinni. Kvað þetta vera merkilegur fundur, og' er það nú sent til kaupmannahafn- ar til rannsóknar. Lucas. riokkur or9 um bannið, Eftir Árixa Kristjánseon. Frh. Er nú þjóðin jafn vel haldin af drykkjuskap sínum og áður var? Því má óhikað svara neitandi.Áður drukku menn ómengað vín, sér og heilsu sinni að skaðlausu, að undanteknum ein- staka mönnum. En vínið, sem menn leggja sér til munns nú, er versti óþverri og jafnvel eitur, það heima- bruggaða sem eðlilegt er, þar sem óvandaðii' menn eiga í hlut, oft og tíðum, og nota sér ástandið til þess að svíkja menn og féfletta á allar lundir. Ao sögn gengur svívirðingin svo langt, að jafnvel suðuspritt og hármeðul eru seld af þessum hruggur- um, sem vín. Þeir menn sem svo eru ógæfusamir, að láta eftir löngunum sínum,- kaupa þenna óþverra fegins hendi, þeir þekkja ekkert annað betra. Fvrir áhrif bannlaganna er heilnæm- um og skaðlau.,uni dryfckjum útrýmt úr landinu, en í skjóli sömu laga bruggaðir eiíurdropar, sem segja má að séu banvænir heilsu manna. Hver getur metið það tjón ? Mnndu það ekki verða hæi’ri tölur en útreikningsgríl- uv bannmanna voru hér á árunum. Aður en hannlögin gengu í gildi voru það aðallega gömlu mennirnir, sem dýrkuðu Bachus. Yngri kynslóðin liataði han* og hafði sagt honum stríð á hendur. Nú er þetta þannig, að fyrir utan gömlu mennina er fjöldi ungra manna í landinu drykkjumenn, og hafa nú gert bandalag við Bachus móti öðrum veri’i óvin þar sem bann- siefnan er. Áður þótti það hneisa að hafa vín um hönd meira en góðu hófi gegndi, og almenningsólitið var búið að fá andstygð á öllum di’ykkjuskap. En nú má segja að hver maður hafi á samviskunni meii’i háttar bannlaga- brot og sjái daglega vín haft um hönd. Öllum finst þetta ofur eðlilegt og aldax’andanum samboðið. Sjálfir em bættismenn landsins, þeir sem gæta eiga laganna, eru þeim andvígir og brjóta þau jafnvel sjálfir ef svo ber undir. Bannmenn segja að þetta sé Jiví að kenna, að lögin séu ekki nógu vel úr garði gerð. En eg vil spyrja. Hver hefir bannað þeim að útbíia þau bet- ur? peir voru einvaldir um að búa þau til, og síðan hafa þeir ebki komið með nokkrar tillögur, sem líklegar hefðu verið til að bæta ástandið. Það er því ekki lagasmíðinni að kenna, heldur anda laganna sjálfra. Oi-sökin til þess að lögin geta ekki blessast og munn aldrei ná tilgangi sínum, er sú, að þjóðin í insta eðli sínu er fráhverf bannstefnunni. Það er söguleg staðreynd, sem ekki verður hrakin, að menn eflast í lög- brotunum og hvers kyns mótþróa móti löggjafar- og dómsvaldi, eftir því sem meiri nauðungarlögum er beitt móti þjóðarviljanum. Að ástandið er eins og eg hefi lýst því, veit svo að segja hver fulltíða maður, sem hefir augun opin og vill sjá. Bannmenn geta því ekki vilt okk- ur sjónir lengur. En þeir hafa látið sér sama, að fara með hlekkingar um áhrif laganna, og reynt að draga fjöð- ur yfir ókosti þeirra, þegar þeir hafa verið að segja nági’annaþjóðum okkar frá ástandinu. En upp komast svik um síðir. pað mnn ekki líða langt þangað til bannmenn standa sem ósanninda- menn gagnvart öðrum þjóðum, því að ástandið sjálft ósannar svo bersýni- lega sögusagnir þeirra. Áður en eg lík við þenna kafla, vil eg geta þess, að óefað befði það verið farsælla fyrir templara, að fara að ráðum hins raunbesta starfsmanns sem þeir hafa átt (Friðbj. sál. Steins- sonar), heldur en að hafa bleypt út í þá ófæru, sem þeir nú eru komnir í. En í þeirri von, að ekki sé ofseint fyrir þá að snúa við, leyfi eg mér að rifja upp fyrir þeim ráðleggingar þessa gáfaða manns. Orð bans hljóða svo: „Að síðustu vil eg lýsa yfir þeirri skoðun minni, að heppilegast sé fyrir Regluna: 1. Að hafa það jafnan hugfast, að reyna sem mest að ná undir sitt merki trúum og ti’austum liðsmönnum. 2. Vinna sem mest að verða má með hægð og gætni. 3. Hleypa sér sem minst að auðið er út í stórræði, hvorki í fjármálum eða landsmálum“. III. Hvers vegna við viljum ekki hafa bannlög. Vegna þess að reynslan hefir sýnt að þjóðin getur ekki borið virð- ingu fyrir eða haldið slík lög og afleið ingin verður sú, að þjóðin tapar virð- ingu fyrir lögum landsins alment. — Lögbrot, agaleysi og hvers konar sið- spilling, sem þessu er samfara, fer vaxandi. Menningu þjóðarinnar er stór hætta búin, beinlínis vegna lag- anna. V e g n a þ e s s, að þjóðarmenningin íslenzka stendur á öndverðum meið við anda laganna. Frá upphafi Islands- bygðar hefir sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins verið í hávegum hafð- ur. Hvers konar þvingunarlög hafa verið álitin bein árás á sjálfstæði þjóð arinnar. Alt til þessa hefir þjóðareðlið verið á verði fyrir slíkum lögum, en hafi það ekki dugað, hefir hún gert öll slík lög tilgangslaus, með því að einskisvirða þau. Vegna þ e s s, að þau eru brot á grundvallaratriði því, sem öll löggjöf á að byggjast á, sem sé því, að lög- gjafa.rvaldið blandi sér ekki í einka- mál manna, heldur viðurkenni hverj- um manni frjálst að gera það við sjálfan sig, sem honum þóknast. V e g n a þ e s s, að við teljum þetta ekki réttu leiðina til þess að útrýma drykkjufýsn manna. Lögin hafa sjálf sýnt að þau eru ekki einungis gagns- 'laus, heldur einmitt skaðleg bindindis- starfseminni. Hina^ leiðina teljum við farsælli, með góðu uppeldi, ræðum og ritum, að þroska svo viljaþrek og siðgæðisgáfu manna að þeir lærisjálfir að gera greinarmun á góðu og illu. Þegar sjálfstæð og viturleg íhugun ræður meiru en augnabli'ks nautnar- ílöngun, þá er takmarkinu náð. Ekki fyr. Vegna þes s, að bannstefnan er mennirigarsnauð og siðspillandi nanð- ungarstefna, sem kirkir sjálfstæða við- leytni manna til að vinna bug á frest- ingunum. Af því að bannið er ógeðfelt öllum þeim, sem frjálsir vilja kallast, æsir það menn til mótþróa gegn lög- unum, og hefir að því leyti menningar- og siðspillandi áhrif á þjóðina. Bann- lögin hafa sljófgandi áhrif á réttar- meðvitund manna. Menn venjast af því að gera greinarmun á löglegum verknaði og lögbrotum, sem kemur af því, hvað lögin liggja langt frá heil- brigðri hugsun. Öllum slíkum íhugun- um er því kastað á herðar löggæsl- unni. Afleiðingin verður sú, að menn vita ekki hvað er löglegt og ekki lög- legt, fyr en í hegningarhúsinu. IV. Nokkrar athugasemdir. Eftir að bannmenn í nærfelt 20 ár eru búnir að syngja bannstefnunni lof, mætti ætla að þeir hefðu komið fram með rök, sem ennþá væru óhrak- in. pað er síður en svo. Mér vitanlega hefir engin staðhæfing þeirra staðist gagnrýningu, að undantekinni einni. Hún er sú, að landið myndi ekki tapa neinu fjárhagslega við samþykt lag- anna. Þetta er alveg réttj því nú eru tolltekjur, af áfengi, orðnar eins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.