Morgunblaðið - 23.06.1921, Side 4
MORGTJNBLAÐIÐ
Kastið ekki
notuðum frímerkjum. Seljið þau
beint til frímerkjasafnara. Hátt
verð og skílvís borgun. Allar
tegundir frímerkja keyptar.
Skrifið til Kai Ludvigsen,
0sterbrogade 53n Köbenhavn 0.
Agæt »Ernemann« ljósmynda-
vél og karlmannsreiðhjól sem
nýtt til sölu uppl. hjá Leví.
Seglbátur i ágætu standi
til sölu ódýrt
Nlagnús Guðmundsson
skipasmiður
Vinnuleysið í Danmðrku.
I Börsen frá 24. maí reiknar I.
H. West verkfræðingur út, hve mik-
ið atvinnuleysið, sem á sér stað í
Danmörk, kosti landið, og kemst að
þeirii niðurstöðu, að það kosti Dan-
mörk tvöfalt meira hlutfallslega en
hernaðarskaðabæturnar kosta Þýska-
land. Þá eru 63 þús. manna taldar
atvinnulausar í Danmörk ogfærhver
af þeim til jafnaðar styrk, sem nem-
nr rúml. 5 kr. á dag. Verður það
samtals nál. 100 milj. kr. á ári. En
mun meira er þó hið óbeina tap,
segir höf., það, að þessir menn gera
ekkert, framleiða ekkert. Hann áætl-
ar, að helmingur þeirra manna, sem
nú eru atvinnulausir, ynnu annars að
framleiðslu með 2 kr. kaupi um
klukkutlmann, eða 16 kr. daglaunum,
og að verðmæti framleiðslunnar sé
vinnulaunin þreföld. A þann hátt
fær hann út 460,800 þús. kr. tap
af þessu á ári, eða aíls nál. 560 milj.
tap á ári af vinnuleysinu. —Þýska-
land er nál. 20 sinnum stærra en
Danmörk. En 20 sinnum 560 milj.
kr. eru 11.2 mi’jarðar eða nál. 12,6
miljarðar gullmarka. Hernaðarskaða*
bæturnar, sem Þýskaland á að greiða
eru nál. 5 miljarðar gullmarka á ári,
og hefir bandamönnum komið sam-
an um, að þýska þjóðin sé ekki fær
um að greiða meira. En vinnuleysið
kostar Danmörku nú 2^/2 sinnum
meira hlutfallslega, segir höf.
------0------
Eífstykki
feikna úrval, best og ódýrust í
bænum. Lífstykkki saumuð eftir
máli. Brjósthöld og alt tilheyr-
allar stæröir gj andi líf8tykkum-
tífstykkjabúQin
Kirkjustræði 4.
isii.
Smóking til sölu, ennfremur
sama sem nýjir brúnir skór nr.
42. A. v. á.
Listivagn
Hið naínfræga ameri ka
ROYAL Gerduft
Það er trægt
nm 8)Jan heim fyrir
hreinleik og' ágæti -
Hver húsmóðir getur reitt sig
á að úr því verða kökur, kex o.
s. frv. bragðgott og hollt, það
bezta sem unt er að baka. —
Byðilegst alöreiþví
það er selt 1 dós-
um. Selt í
heildverzlun
| Nýjar vörnr! í góðu standi til sölu með tæki- færisverði til sýnis á Vesturg. 15.
Herbergi.
j Nýtt verð j 1 í 1 jvöiuhúsinu Þeir sem vildu leigja herbergi með húsgögnum handa gestum um konungskomuna eru beðnir að koma til viðtals á skrifstofuna á Hótel ísland sem allra fyrst.
Carlsberg Pilsner — Porter
p y nýkomið í
M 1 PBlaSIM S í m i 14 9 Laugaveg 24.
/ . Hreinar léreftstnakur ÍT< keyptaj luesta verCi í IsafoldarprentsmlSjn h.f
Garðars Gíslasonar
1 _ • f / ; r n • ^ - /
I2--I4 tonna móiorbáfur
með 15—20 hkr. Bolinðer í góðu stanöi.
Talið við
Nlagnús Guðmundsson skipasmið. Sími 76.
137
vegna hann gæti ekki talað þannig í návist Ruthe.
Hann var bara skóladrengur og talaði einB og
hann, þegar hann var með henni.
»Gefið mér frest!« hrópaði hann hátt. »Gefið
mér aðeins frest!«.
XIV kapituli.
Það var ekki fyrir fortölur Olneys, heldur af
mótþróa gegn latínunni, sem Martin ákvað að
læra hana ekki. Tíminn var honum peningar.
Það var svo margt, sem var nauðsynlegra en
latínulærdómur, og það var hann að lesa um.
Hann varð að skrifa og vinna fyrir peningum.
Enn þá hafði hann ekki fengið neitt prentað.
Handritin fóru hringfer milli blaðanna og tímarit-
anna. Hvernig fóru hinir að! Hann sat langar
stundir á lestrastofum bókasafnanna og blaðaði í
því, sem aðrir höfðu skrifað, gagnrýndi og mat
það með ákafa og elju, bar það saman við það,
sem hann hafði áður skrifað og var hissa á þvi,
hvað það væri í verkum þeirra, sem gæfu þeim
gildi fram yfir hans.
Hann varð stein hissa á öllum þeim ósköpum,
sem prentað var og þá var í raun og veru dautt.
Það var líflaust og litlaust. Hann var hissa á
öllum þeim smásögum, sem þó voru skrifaðar
léttilega og læsilega en skortu allan lífsþrótt og
veruleika. Lífið var, svo ótæmandi og dómlegt,
— 138 —
fult af óteljandi rannsóknarefnum, af draumum og
tilraunum, og þó voru þessar sögur um hina lít-
ilfjörlegustu hluti. Hann fann, hvernig lífið kipti
i honum, lífið sjálft með öllum sínum undrum,
baráttu sinni og uppreistar þrá. Það áttu að vera
þeir hlutir, sem menn skrifuðu um. Hann vildi
hylla þá menn, sem fluttu kynslóð þeirra til sig-
urs eða dauða, unga menn, sem voru gripnir af
tryltri ást, hetjur, sem börðust við ofurefii mitt
í hörmunmungum og hami. En þessar smásögur
höfðu ekkert annað erindi en að víðfrægja smá-
menni eins og Charles Butler, óhreina ágirndar-
púka, og smá ástaræfintýri smárra, einfaldra
manna. Var það vegna þess að ritstjórarnir voru
sjálfir svo grátleg smámenni! Eða voru þeir
hræddir við lífið, þessir ritstjórar, rithöfundar og
lesendur.
En það aem honura var nú mest áhyggjuefni,
var það, að hann skyldi ekki þekkja einn einasta
rithöfund eða ritstjóra. Hann þekti ekki einn
einasta mann, sem reynt hafði að skrifa. Það
var engin til þess að ráðleggja honum hið minsta.
Hann fór að efast um, að ritstjórarnir væru lifandi.
Þeir voru eins og hjól í vél. Það voru þeir, þeir
voru — vél. Hann hafði ausið úr sál sinni í sög-
um, greinum og ljóðum og látið þaö í vélina.
Hann braut handritin saman, lét nógu mörg frí-
merki í umslagið, lokaði því, límdi ennþá frímerki
á það og fleygði því síðan í póstkassann. Svo
flæktist það þvert yfir landið og eftir lítinn tíma
— 139 —
kom pósturinn með það aftur í nýju umslagi og
á það voru límd frímerkin, sem hann hafði lagt
innan í sitt. Það var engin lifandi ritstjóri, sem
skifti um umslög heldur skringileg samansetning
af hjólum, sem skifti um umslög og límdi frímerkin
á. Þetta voru eins og sjálfsalanir, sem látinn var
koparskildingur í og síðan skilaði vindling eða
súkkulaði eftir því, hvar skildingurinn varlátinn.
Og eins var því farið með ritstjórnarvélina.
önnur skilaði ávísunum en hin prentuðum synj-
unum um upptöku á greinum. Alt til þessa dags
hafði hann aðeins séð hin síðar töldu.
En hann var ekki á því að gefast upp. Berj-
ast skyldi hann til þrautar, stöðugt og með öllu
þreki sálar sinnar. En nú voru peningar hans
að þrotum komnir. Við hverja vikuna, sem hann
borgaði lengur fæði og húsnæði án þess að fá
neitt í aðra hönd, kom peningaleysið nær. Og
burðargjaldið var nær því jafn hár útgjaldaliður.
En nú var hann hættur að kaupa bækur og var
byrjaður að spara til þess að verjast peDingaleys-
inu 8em lengst. En hann kunni ekki að spara.
Og eina vikuna gaf hann systir Binni 5 doliara
fyrir nýjum kjól.
Hann fann að hann barðist í myrkrinu, barð-
ist einn og án ráða, án örfunar frá nokkrum
manni. Enginn bar traust til hans, jafn vel Ger-
truðe var tekin að efast um hæfileika hans. í
byrjun hafði hún litið með systurlegri umönnun
á hann og alla heimsku hans og barnaskap. En