Morgunblaðið - 12.10.1921, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1921, Blaðsíða 2
MORGUNBLAiIi r-y-------— MOEOUKBLAÐIÐ Ritstjórar: 7ilhj. FinBen og Þor*t. Gísliwon, Hún las, talaði og skrifaði! ensku fullkomlega, enda dvaldi | hún lengst í Ameríku. íákildi | þýzku eitthvað, sömuleiðis frönsku ! og hafði verið í París. Dönsku! hafði hún alveg á vaidi sínu, bæði! í ræðu og riti, en útlendingurinn | duldist ekki. Sænskan líkaði henni ekki og átti bágt með að skilja hana, en latínu skildi hún aftur á móti furðu mikið. Þó kom það fyrir, að hún komst ekki fyllilega a'e meiningunni í sálmum eða bæn- um í bænabókum sínum. „Börnin skilja ekki heldur öll bænaorðin sem þeim ern kend, en þau fara með orðin í trú og guði er það þóknanlegt“, sagði hún. Þegar Steinunn var ung talaði hún guðslangan daginn, ýmist í ljóðum eða lausu máli. Á miðjum aldri flýði hún fólk sitt vegna þagnarinnar, á efri árum hraut henni sjálfri varla orð af vör- um. „Systir Hilda er bæði gáfuð og góð“, sagði ein systirin, frönsk að upjiruna, spilandi fjörug, ræð- in og skemtileg, „en hún segir ekkert“, bætti hún við. Eftir því sem árin færðust yf- ir, einkum eftir að 'hún fluttist héðan síðast, náði heimþráin æ fastari tökum á henni og nú síð- ast í veikindunum var hugurinn allur heima. Sú tíðin sem henni „þótti þröngt milli þungbrýndu fjallanna“ sinna var löngu liðin. Algerlega ólík ölliun hinum nunnunum átti hún enga. samleið ■ með neinni þeirra, iþó allar færu! þær í sömu kirkjuna. Eg held að engum, sem annars hafði hugmynd um ísíenska nunnu á spítalanum, hefði getað blandast hugur um að þetta væri hún, ef þeir sáu Stein- unni: háa, grannvaxna, dálítið lotna, alvarlega, þegjandi og altaf eina, eins þó einhver gengi með henni. Eg kmn úr síkvikri stórborg inn á spítala, kirkju og kirkju- garð og þrátt fyrir vinsemd og gestrisni sem eg naut, fanst mér sem eg væri lokuð niðri í líkkLstu og að hávaxna konan við hliðina á mér væri líkið í kistunni.. Nú er það engin ímyndun leng- ur, nú er hún iík í kistu og graf- in í erlendri mold. Innan skams er hennar gröf líka týnd og gleymd, eins og grafir flestra íslendinga heima og er- lendis. G. B. -------0------ Aukafundur var haldinn í bæjarstjóruinni í fyrrakvöld. Fór þar fram 2. umr. um tiilögu fjárhagsnefndar, sem áður hafði verið samþ. við 1. umr. að afla bænum fjár með lánsút- boði. Á fundinum var tillagan sam- þykt í einu hljóði, og er hún á þessa leið: „Bæjarstjórnin ákveður að gefa út fyrir hönd bæjarsjóðs, með tryggingu í tekjum og eignum bæjarins, ('iV/fo skuldabréf fyrir alt að 500 þús. kr., er borgist á næstu 20 árum eftir hlutkesti með minst 25 þús. kr. á ári. Aðstoðar bankanna sé leitað við sölu' sá einasti, sem eitthvað kunni á i Lánsupphæðin það hljóðfæri, svo það dæmdist á skuldabréfanna. notist til fiskreitagerðar í Rauð- arárholti og til greiðslu á bráða- birgðalánum bæjarsjóðs, sem tek- in hafa verið til að afla bænum rekstursf jár.“ Tillaga kom fram um það á fuudinum að hafa upphæð lánsins | helmingi lægri, cn sú tillaga var ■feld. Það má gera ráð íyrir því, að þessi aðfei'ð bæjarstjórnar beri góðan árangur, því ennþá er ekki neitt glæfrafyrirtæki að kaupa skuldabréf sem bærinn gefur út, og verður vonandi aldrei, og' er þá ekkert efamál, að þau munu seljast vel. Á það er líka að líta, að bærinn bíður góða vexti. Fiskreitagerðin mun því fara að komast á góðan rekspöl. Bank- arnir munu hafa talið óhætt að byrja á verkinu þó sala skulda- biéfanna sé ekki komin í kring, og munu þeir ætla að lána til bráðabirgða fé. Og nii er farið að ráða fólk til vinnunnar, og má því ætla að hún byrji innan skams. I - Bréf frá Italiu. Eít r Siio/úí Blötidal. XI. Danskur listamaður, sem bjó á hótelinu, sagði mér einu sinni frá einkennilegum stað uppi í hlíð- inni, þar sem væri gamaldags veitingaliús og ágætis skemtilegur kai'l, sem gaman væri heim að ."kj;:. Jeg fór einu sinni þangað með honum og fólki hans, og lík- aði svo vel við karlinn og staðinn að jeg kom þangað oft síðar. Jeg skal hjer segja frá einni ferðinni þangað. Við vbrum 10 í hóp, Svissar, Hollendingar- og Skandinavar. — Veitingastaðinn, sem við héldum til, skulum við kalla Himinhlaup á ísieiizku, hefir þrent til síns ágætis — þar er dýrðleg útsýn yfir S. Margerita og Rapallo og fleiri smábæi, —• ágætis vín og mjög ódýrt, og húsbóndinn er hreinasti listamaður á gítar og ágætis leikari í að fara með kvæði. Þegar rigndi fór alt fram í loft- sal, þegar sólskin var spilaði karl og söng úti í garði, og það var skemíilegra. Húsbóndinn þekti mig af því að jeg hafði komið þar stundum áð- ui og tók okkur með mestu virkt- um. Við fengum sæti þar í lauf- skála með fallegri útsjón, utantil í garðinum, hann sótti Ijúffengt múskatvín og settist síðan á þrösk- uldinn og fór að syngja og lé'k undir á gítarinn. Við vorum öll ásátt um, að við sjaldan hefSum heyrt annað eins. Það var mjög fjölbrevtt hjá honum. Nýjustu söngleikavísur og ítalskar götu- vísur, kvæði frá ófriðarárunum, ástakvæði og gamankvæði og göm- ul þjójðlög, einkum frá Napoli — alt kom fram, og fjör leikarans og snilli jók ekki lítið á gleðina. Sól- skinið og vorfegurðin og vínið gerðn nú sitt til að gera okknr lífið skemtilegt þessar stundir. — Við og við tók hann sjer hvíld til að sinna öðrum gestum. Þegar hann hafði skemt okkur svo sem klukkustund, kom hann til okkar ^ með gítarinn og sagði að nú yrð-1 um við, að hvíla sig. Nú var jeg! mig að halda áfram. Jeg heyrði1 sænsku talaða við nágrannaborð- io og byrjaði því á ,,Du gamla du fria“ — Svíarnir tóku strax und- ir. — Þetta varð nú byrjunin á almennri skemtun. Nú rak hver þjóðsöngurinn annan, og allir sem við voru sungu með ef þeir kunnu. Svissarnir sungu sinn þjóðsöng, j „Rufst du mein Vaterland“ (Kall- ar þú fósturfold), sama lag og „Eldgamla ísafold“, Hollendingar sinn — nema hvað við af skiljan- legum ástæðum ekki sungum þjóð- söngva neinna ófriðarþjóðanna. Við sungum annars mest á frönsku, það kom í Ijós að það var eina málið sem við öll kunnum í hópn- um. Og loks vorum við allir sem þar vorum, konur og karlar, orðin em syngjandi heild; söngsins mál skyldum við öll, og svo héldum við 10 syngjandi á stað út eftir hlíð- inni og niður til Rapallo. Karlinn kvaddi okkur með mestu virktum og s'tóð uppi á garðshorninu veif- andi gítarnum með annari hend- inni og kyssandi á fingurna á liinui hendinni sem skilnaðar- kveðju, sem hann sjerstaklega sneri að fallegri svissneskri stúlku í hópnum okkar, hann sagðist skyldi láta sig dreyma hana nótt eftir nótt. — Og náttúrlega strídd- um við henni með karlinum, henni til mikillar ánægju. Svo komum við heim á hótelið, þar á að borða kvöldverð — din- ner kal'la Englendingar það — að- almáltíð dagsins, um 7y2 síðdegis. Kvenfólkið mætir prúðbúið, karl- mennirnir sumir fara í svarta flík ef þeir hafa hana til, annars all- flestir í daglegu fötunum. Allir drekka vín með matnum, mest ér drukkið hér Ohianti, rauðvín frá Toseana. Á eftir kvöldverðinum tvístrast hópurinn í borðsalnum, sumir fara að spila bridge, aðrir að leika á hljóðfæri, eg setst inn í daglegu- stofuna og fer að skrafa við ítali, bankastjóra, kaupmann, lækni og liðsforingja sem er greifi að nafn- bót og handlama úr stríðinu. Við crum orðnir vel málkunnugir og mjer þykir afar gaman að fræðast a 1' þeim um hitt og þetta. Læknirinn er kátur og skraf- hreyfinn maður. TTann hefir verið nteð í stríðinu í .Albaníu og Make- doníu, og barist uppi í Alpafjöll- um. Hann segir ýmsar sögur um stríðið, um vosbúðina, um ba.rdag- ;>.na, og sundurþykkjuna milli bandamanna, — það er auðheyrt að honum er alls ekki vel við Frakka, né Grikki og Serba. Aft- ur á mótí ber hann Tyrkjum vel söguna. Frh. ítrekun. Fyrir sköminu var stungið upp á því við Tímann hér í blaðinu, að í stað þess að japla í sfellu um Iiagi Morgunbl. og Lögr. skýrði hann lesendum snum öðru hvoru frá sínu- um eigin högum. Það var 'sagt, að hér í kringum híbýli hans gengju af þeim ýmsar sögur, svo sem að ekkert hérlent blað hefði nokkru sinni verið eins fjárfrekt tiltölulega í út- gáfu og hann; að í reikninga kaup- félagsmanna séu innfærð, að þeim fornspurðum, tillög til Tímans, eins og einhvers skylduómaga; að þó séu margir, sem á þennan hátt séu skatt- aðir fyrir Tímann, sáróánægðir með blaðið. Ennfremur væri það sagt, að innan „Tímaklíkunnar“ hér væri megnasta ósamlyndi, metingur og óá- nægja o. s. frv. o. s. frv. Við þessn hefir Tíminn þagað, ekki séð sér hentugt að gera neitt af því að um- talsefni. Hann er mikið fyrir endur- tékningarnar, og því mátulegt, að itrekað sé við hann, að hann svari Sókn og vörn. Eftir Sigurð Þórólfsson. I. „Kalt er að byggia bera mörk, þá burt eru gömlu skjólin.“ Góðkunningi minn S. Kr. P. sækir fast róðurinn í „eftirför“ sinni. Hann ber launþungar sakir á mig og aðra þá, sem gagnrýna guðspekina. Utverðir guðspekinnar hafa það orð á sér um öll lönd, að ilt sé að spjalla við þá um trú- speki. Alt sem aðrir, en þeirra nienn, rita um guðspekismál og forkólfa þeirra, segja þeir að sé óhróður og óvitaskapur. Þennan sleggjudóm hafa nafnkunnir, sam- vizkusamir vísindamenn og rithöf- undar fengið hjá þeim. Eins og þeir telja að guðspekin sé hafin yfir sögu- og náttúru- vísindi, svo telja þeir og forystu- menn hennar hafna yfir alla dóma. Þeir eru þó „opinberar persón- ur“, sem útbreiða nýja „trúar- og fræðistefnu.“ Hver hikar við t. d. að segja álit sitt um Alexander páfa 6. Grev af Germain eða Jósep Smith o. s. frv. ? — Örðugt að vísu að dæma rétt, en það vilja þó víst flestir. Alvitringar e ð a g n ð - menni. Flestar vísdómsinimild- ir „hinna vígðu“ guðspekinga eru frá alvitringunum (,,adepter“), serri búa í Himalayjafjöllum, eins og hin forna goðahirð Grikkja á Olympos! Frá þeim fá guðspekis- leiðtogarnir ráðrring á dvpstu gát- um lífsins! — Þeir hafa því „tromp“ á hverjum fingri og „spjöll spálig“ ! — En: „Vafurlogar lýsa þeim lystugt yfir mó, hi’ævareldar hrökkva hrauns úr hverri þró.“ Vanalegir „menskir mer>n“ fimra ekki þessi guðmenni. Þrir indverSkir vísindamenn: Sandra, Das og \'idyahhushan gerðu sig út með nesti og nýja skó í guðmenna- leit um alla Tibet. Þeir fundu enga slíka drottins sauði, og engir þar vissu neitt um þá. Seiuna fóru Englendingar og' Hindúar vel út- búnir í sömu leit, en fréttu ekkert né fundu. Þeir heimsóttu öll klaustur og bókasöfn í Tíbet og spurðu lærða munka um guðmenn- in. En þeir vissu ekkert og töldu ábyggilegt að slíkar mannverur ættu ekki heima þar í landi. Þeir fundu ekkert leyndarbókasafn þar. Munkamir þektu það ekki. Hvorki trúarbragðasagan eða veraldarsagan þekkja spekimenn þessa, guðdómsmáttugu. Tilvera þeirra kenrur líka illa beim við vísindi vorra tíma, og mannlega þekkingu á náttúrunni. II. Heimildir sannaðar. Heiðraði nafni minn telur allar heimildir mínar rangar! — Bendir þó aðeins á tvær þeirra. „Samvizkulausa rang- f æ r s 1 a n“. Svo kallar höf. til- vitnun mína á bls. 183 í „Th® Iriner Life“ af því, sem stó|5 á bls. 184 í sömu bók. Ilöf. grunar að hér sé mn prentvillu að ræða, 184 fyrir 183. Eins og það væri ekki sama á hvaða blaðsrðu það stóð þegar satt var frá shgt. Vill hinn heiðraði S. Kr. P. bera á móti því, að á þessari blaðsíðu segi Leadbeater frá því: „að sameinuð hafi verið einstök atriði úr lífl þessa sanna Jesú, sem Var f. 105 f. Kr., og nokkur atriði úr lrfi annars geróþekts ofsaprédikara, senr dæmdur var til dauða og líf- látinn um 30 e. Kr.“ ? En það sem ég hefi sagt um þetta var: „Að Mr. Leadbeateh haldi því fram, að Kristur guðspjallanna hafi verið óþéktur ofsaprédikari.“ — Hér sjá allir muninn, errgin efnisbreyt- ing. Ofsaprédikarinn, sem Lead- beater talar um, var að hans dómi Jesús Kristur, sem sagt er frá í guðspjöllunum. -— Þetta er því hártogun höf. Hangir enn á há 1-mstrái. Þá er tilvitnun Farquhars í „Beeret Doctrine“ bls. XXI. Hér er það 'nú fyrst að athuga, að Farquliar vitnar í fyrstu ensku út- gáfuna (1888). Af eldri tilvitnun- nm í formála hennar má sjá, að formálinn hefir verið minst XXIV. síður. En í þeirri útgáfu, sem S. Kr. P. hefir er hann aðeins 22 síður. Þetta getur raskað tilvitn- unarstöðunum, valdið skekkju, eftir því hver útgáfan er. notuð. En hér er það aðalatriðið hvort það fyrir finst í formála bókarinn- ar, sem Farquhar vísar á. Það finst þar alt og meira af líku tagi. Hr. S. Kr. P. ber ekki á móti því, að Blavatsky segi í þessnm Inngangi að Dzyansbók, sem er þáttui' í Secret Doctrine og undir- ‘ taða hennar, sé ógn gömul og sé til í klausturbókasafni í Tíbet; kenningar hennar finnist öllum trúarbrögðum og ótal bókum og hún sé Evrópuþj'ðum ókunn, en komi nú fyrst fram. En Farquhar hefir sagt: að „Blavatsky segi frá því í inngangi bókarínnar að efni hennar sé frá guðmennunum í Tíbet“. Hann byggir frásögn sína á þessum orð- um á bls. XXI: „The sole adven- tage which the Writer has over her predecessions is that she need resort to personal speculation and Theories, for this work is a partial statement of what she herself has been thought by more advanced students.“ Þetta er á ísl.: „Hinn eini yfir- burður, sem höf. hefir fram yfir fyrirrennara sína er sá, að hún þarf ekki að leita til persónulegra heilabrota eða lærdómskenninga, því þetta rit er að nokkru leyti frásögn af því, sem henni sjálfri hefir verið kent, af nemendnm, sem lengra eru komnir.“ Hr. S. Kr. P. hefir kannast við það, að hér sé átt við guðmenni, þar sem um „nemendur lengra komna“ er að ræða. Það voru þeir, sem kendu Blavatsky þennan vísdóm, svo hún varð fyrirrenn- urum sínum vísari. En hvar lærðu fyrirrennarar hennar, höf. að fræðikenningum, sem finnast á víð og dreif um eldri trúspekisrit en er nú heilt og ómengað í Dzyansbók? Ekki lærðu þeir hjá „nemendun- um“ vísu, sem Blavatsky lærði hjá. Fyrirrennarar Blavatsky hafa þurft meiri heilabrot við ritstörf- in en Blavatsky. Eg býst nú við að hr. S. Kr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.