Morgunblaðið - 23.10.1921, Síða 1

Morgunblaðið - 23.10.1921, Síða 1
Gamla Bíó Aukamynd Fljótshliðsmyndirnar. Sjónleikur i 4 þáttum leikinn afPola Negpi verður sýnd f kvttld kl. 7 og 9 f sidasta sinn. Að Pola Negri-myndiuni fá börn ekki aðgang. Barnasýning kl. 6 þá sýndar Fljötshlidsmyndirnar og Lshmann A rangri leið Afarskemtilegur gamanleikur í 2 þáttu xi. Aðgöngumiðar seldir i dag í Gl. Bio frá kl. 4 Ekki tekið á móti pöntunum i sima á sunnudögum. Erl. símíregnir frá fréttaritara Morgnublaðsins. Khöfn 21. okt. Uppreisnin í Portugal. Reuters fréttastofa segir, að lier- .sveit lýðveldissinna og hermenn úr sjóliðinu hafi gengist fyrir stjómarbyltingtmni í Portúgal. — Forsætisráðherrann og rnargir af ráðherrunum úr fvrra ráðuneyt- inu hafa verið teknir höndum og skofchir. Efri-Schlesia. Fréttastofan Agenee Havas í París hefir birt ákvæðin um skift- ing Efri-Schlesiu og sagt frá hin- um nýju landamærum. Liggja þau fyrir austan Liebnitz suður á bóg- inn fyrir austan Benthen og til Kattowitz og verða allar þessar horgir þýskar. Þó verða borgimar Tamowitz( f)og Königshútte pólsk ar. Frá Kattowitz liggja landa- mærin til suðvesturs fyrir norðan Eybnic og að ánni Oder skamt fýrir sunnan Ratibor. -------0------- 6engi erl. myntar Khöfn 22. okt. Sterlingspund............. 20.52 Dollar .. .. f. .. .... 5.23 Mörk....................... 3.25 Sænskar krónur............120.80 Norskar krúnur............ 68.00 Franskir frankar.......... 37.85 Svissneskir frankar .. .. 96.65 Inrar..................... 20.75 Pesetar................... 69.35 Gyllini...................178.00 (Frá Verslunarráðmu). ------0-------- Fyrirliggjandi: Fiskilínur, IV*, 2, 2’/* og 3 lbs. Lóðataumar, Netaslöngur. H. BENEDIKTSSON & CO. Simnefni ,Geysir‘ Simi 8 (tvær línur) 5, .............. Nýja bié laaBHaBHH Fjögur blöd úr Satans bók Sjónleikur í 4 köflum. Tveir síðari kaflar. Franska stjórnarbyltingin Rauða uppreisnin I Finnlandi. Aðalhlutverkin ieika: Tenna Frederiksen, Emil Helsengreen, lfiggo Lindström, Helge Nissen, Carlo og Clara Wieth og fl. Sýning kl. 7 og 9.; Barnasýning kl. 6. Þá sýnöur ívar Hlújárn. Nýtt prógram á mánudagskvöld. Norðlenskt kjöt fáum við nú með Sterling; þeir aem hafa pantað hjá okkur óakast til viðtale Nokkrar tunnur óaeldar enn Hið islenska Nýlenduvörufélag Sími 649 Botnvörpungai* til sölu. N ý b y g ð i r, þýskir botnvörpungar, af sömu gerð og „Bald- ur“, aem nýkominn er hingað, fást til kaups. Geta verið ferðbúnir í Þýskalandi eftir mánuð. Verðið er 260.000 krónur, er greiðist í erlendri mynt. er hrifning, líf og andi, sem býður öllum ástarfang úr okkar feðralandi. Þú, fjallasvanur, flaugst um lönd, í för var insta þráin, — með sigur, list og söng í önd, er söngurinn var dáinn. — Því enginn ránsfugl ræna má þeim rétti frá oss neinum. Að hjörtu okkar hólminn á með helgum móðurbeinum. B. P. Kalman. Hús Nathan & Olsen, herb. 32. Sími 888. Guöm. Thorsteinsson syngur gamanvísur á Restaurant Rosenberg í kveld kl. 8. Tagé Möller aðstoðar. Er búa rnenn við sögur, söng, og sanna list og gleði, þá verða cri.uni árin löng og öllum létt í geði. En, töfradrotning, trúðu mér, að tár og orð oss brestur, er nú skal reynt að þakka þér, í að þú komst hingað vestur. Vesturför frú Stefaníu Guðmundsdóttur. Fyrir nokkru er frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona komin heim úr för þeirri, er hún tók sér vestur um haf, ásamt hörnum sín- nm þremur. Sjaldan leit maður svo í íslensku blöðin að vestan, meðan frú Stef- anía dvaldi þar, að ekki sæi mað- ur eitthvað getið um hana þar og leik hennar. Af öllu því, sem þar var sagt, leit út fyrir, að för frú- arinnar hefði orðið sigurför. Og það hefir hún áreiðanlega orðið meðal Islendinga vestan hafs. — Báru þeir hana é höndum sér og þótti ekkert of vel fyrir hana gert. Ferðaðist hún víða nm íslendinga- bygðir og sýndi nokkur leikrit, þar á meðal „Kinnarhvolssystnr“, er hún sýndi 22 sinnum á einum mánuði, og á sjö stöðum. Skömmu áður en frú Stefanía fór úr Islendingabygðum og hélt austur yfir hafið, var henni og börnum hennar haldið fjölment kveðjusamsæti á Seargent Ave. Stjórnaði því dómsmélaráðherra Manitobafylkis Th. H. Johnson, og gekst fyrir því að miklu leyti. Aðalræðuna flutti síra Jónas A. Sigurðsson og auk þess kvæði það til frúarinnar, sem fylgir hér á eftir. Skemt var þar með söng og hljóðfæraslætti. Gjöf var frú Stef- aníu afhent í þessu samsæti af dómsmálaráðherranum. .Lögberg segir um dvöl frú Stef- aníu, að „hún hafi orðið Yestur- íslendingum til ósegjanlegrar á- nægju“, og óskar það henni allra heilla í framtíðinni. Kvæðið er vo hljóðandi: Þig vöktu forðum íslensk orð um ást og ljóð og sögur. í hverjum steini á heimastorð bjó huldumeyja fögur. En dvergar stigu dans í hól uns dagur skein á fjöllum; við kynjagleði andann ól með engum veisluspjöllum. Þá mörg var fögur sagan sögð og sungin vöggukvæði, um töfrafegurð, töfrabrögð, er tvinna ástarþræði.------ Og til er enn þá töframey, er túlkar ljóð og sögur, svo menskum gleymist okkur ei hve andans mynd er fögur. Þú dregur ávalt menska xnynd af meinum þjóðarinuar: af léttúð, tildri, tárum, synd, með töfrum sálar þinnar. Svo hér, í hverjum hól og drang, Þú heilsar frá oss hól og stein, og huldumeyjum öllum, og muuarfríðri mey og svein, og mar og dal og fjöllum. —■ Þeim tjá: Þótt eldist unnustinn, hann aldrei mun þeim gleyma, — Eu drottinn auðgi anda þinn og alla blessi — h e i m „ Um lystiganða. (Erindi flutt til ágóða fyrir Lysti- garð Akureyrar. Eftir Steingrím Matthíasson. Nl. Fagrir voru þessir listigarðar allir, sem eg nú lýsti, og vel sé þeim sem gróðursettu þá. Því eg trúi því eins og Persar forðum, að fátt geti mennimir gert skap- arannm þóknanlegra en að hjálpa honum til að skapa með því að rækta jörðina og klæða hana plöntum og blómskrúði. Já, yndis- legir vom þessir gróðurreitir, en ekki voru þeir þó eins tilkomu- miklir og víða má sjá sjálfa guðs- græna náttúruna á víðavangi. Og engan lystigarð kysi eg heldur að hafa séð en landið okkar eins og það blasti við hinum fyrstu land- námsmönnum, í allri sinni dýrð, Gráu fataefnin sem allir vija eiga fást hjá V. Guöbranöss. klæðskera Aðalstræti 81 Sími 470. skógivaxið og algrænu skrauti prýtt upp að jöklum og fjöllum. Þá var það sannur listigarður. Það hafði verið friðaður reitur í þúsundir ára. Og svo mikill var skógurinn, að forfeður okkar þurftu víða eins og sögurnar sýna að ryðja skóginn til að koma fyr- ir híbýlum sínum t»g rækta sér rjóður. Landnámsmenn komu úr landi þar sem þó var enn meiri skóugr en liér. Þeir voru vanir stóram, háræfruðum langbúsum. Og þeir voru vanir að gera langelda til að liita sér á vetrum. Bæði til bygginganna og til eldanna þurftu þeir feiknin öll af skógarviði. Og þeir ruddu óspart skógana okkar og hjuggu sér í eldinn. Þannig hófst fyrsta eyðilegging skóga >na og héist fram á vora daga. En svo bættist önnur eyðilegg- ingin við. Þar sem auðn kom í skógana náði vindur og veður tök- um á jarðveginum. Landið blés upp og flettist klæðum á stóram svæðum. Þriðja eyðileggingin kom til —■ hinn vaxandi fjöldi af sanðfé sem beitt var í skóginn og beit ný- græðinginn á vorin. Fjórða eyðileggingin bættist við — kolagerðin. Menn þurftu við- arkol til smíða og ljágerða. Fyrir alt þetta flettist smám saman skógarskrúðixm af ættjörð vorri. Og nú eru ekki lengur eftir nema blettir hér og hvar. Ránbúskapur er siæmur búskap- ur, (en afa og ömmu var vorkunn því þau þurftu að lifa og vissu ekki betur). Sama búskaparað- ferðin tíðkast gagnvart lyngi og melgresi og gagnvart grasinu. Jörðin var rúin án þess að skað- inn væri bættur. Sem betur fór er það þó nú farið að komast inn í meðvitund margra að jörðin heimtar að vel sé við sig gert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.