Morgunblaðið - 23.10.1921, Side 2

Morgunblaðið - 23.10.1921, Side 2
MOKGUNBLAPIt Nýkomnar vörur meö mjög lágu verði Cheviot svört og mislit frá kr. 4,50—17,50 pr. m. Káputau mikið úrval frá kr. 5,75—17,50 pr. m. Kjólatau ullar og baðmullar frá kr. 2,25—15,75 pr. m. Flauel svört og mislit Sv. Silkiflauel Gardínutau frá kr. 1,35—4,50 Afmældar gardínur frá kr. 14,00 fagið Regnkáputau Moll margir litir Léreftin viðurkendu frá kr. 0,95 pr. m. Flonel ullar og baðmullar hvít og mislit I Dúnhelt léreft Sirts ljós og dökk i Tvisttau í mörgum litum Fóðurtau allskonar, svo sem lasting- ur, svartur og mislitur, ermafóður, millifóður, fóð- urshirtingur í mörgum litum • Handklæði og Handklæðadreglar Glasþurkur og Þurkuefni Rúmteppi hvít og mislit Rekkjuvoðir hvítar og mislitar Vatt-teppi frá kr. 12,75—] 6,50 Ferðateppi frá kr. 16,00—225,00 Undirsæhgnrdúkur ágætur ,.Iívað gerir þu mér, það geri eg þér. Svo greinir hin kalda mold. Ef gleður þú mig, þá gleð eg þig, Þín gæf'i er eg, segir Fold“. (Matt-h. Joch.). En það þurfti athygli og starf og fyrirdæmi margra góðra for- ustumanna til að koma mönnum J þann skilning. Njáli, eða einhver Njáls jafni, kendi möttnum ,,að aka skarni á fg Jióla“. Konur plöntuðu lauka-. „garða, og aldir liðu og margt gleymdist aftur. — Vísi-Gísli og Bjöm í Sauðlauksdal gerðu gróðr- artilraunir og sýndu náungunum að móðurmoldin var frjórri en flestir höfðu ætlað. Og svo kom liver af öðrum — og nú hafa margir lært þá list að láta jafn- vel sjálfa jöklana hjálpa sér til af „elska, byggja og treysta á landi“. Loks eru landsmenn farnir að skilja að ránbúskapurinn er slæm- ur, svo slæmur, að hann rekur bæði menn og skepnur út á gadd- inn — rekur þá út úr Paradís! Og það er farið að rofa til fyrir skilningi á því að ræktun lands- ins gerir það aftur að Paradís. Og í Paradis viljum við öll komast. Ætíð þegar eg les um slysið mikla, sem vildi til okkar fyrstu foreldrum, Adam og henni Evu, þegar þau fyrir einn eplisbita voru rekin burt úr Paradís, — þá get eg ekki annað en haldið, að burtrekstrarsökin hafi í rauninni verið töluvert meiri en sií, að þau borðuðu eitt epli. Mér er nær að halda, að það hafi verið að kenna einhverju meiri háttar hirðuleysi við skilniugstréð og sérstaklega lífsins tré. Eg vil hallast að þeirri skoðun, að búskapur þeirra í garð- inum hafi verið svipaður að ýmsu leyti búskap margra forfeðra okk- ar hér á tslandi. Þau hafi setið jörðina illa. Slíkt er vant að hefna sín. „Alles hoses rácht sich hier auf Erde“ — alt ilt hefnir sín hér á jörðunni sagði Gothe. Þau höfðu af guði þegið góða hlunn- indajörð, en þau ráku sig sjálf úi úr Paradís. En það er líklega ekki til neins að væla út af því, heldur verðum vér niðjarnir að reyna að spjara okkur til að koma kotinu aftur í góða rækt. Lvstigarðsfélagið okkar á Akur- eyri hefir í nokkur ár barist góðri baráttu af því tagi, sem nú var minst á. Og árangurinn er orðinn ekki einasta félaginu heldur öllum bænúm til sóma. Allir ljúka upp sama munni um þá bæjarprýði, sem lystigarðurinn er orðinn. Yfirleitt megum við hér á Ak- ureyri vera státin af hinum mörgu prýðilegu blómgörðum og trjá- görðum sem margar konur þessa bæjar hafa plantað við heimili sín. Geri eg ráð fyrir að Guðrún Ósvífursdóttir öfundi þær (þegar hún lítur í áttina hingað frá ann- ari stjörnu) og finnist henni mik- ið til koma í samanburði við sinn laukagarð fyrrum. En þess verð- nm við þakklátlega að minnast, að þessa framtakssemi okkar kvenna ejgum við að þakka útlendum fyr- irmyndum og þá sérstaklega for- göngu nokkurra góðra danskra samborgara okkar, sem komið hafa í vorn hóp og búið vor á meðal. Það var danski kaupmaðurinn •I. Gudmann, faðir þess sem gaf bæjarfélaginu' sjúkra húsið „Gud- manns Minde“ er plantaði fyrstu reynitrén hér í bænum — tréð við gamla amtmannshúsið og gamla Laxdalshúsið, en tréð við gamla spítalann var plantað úr garðijmm frá hinu síðarnefnda húsi. En öll þessi tré áttu ætt sína að rekja til reynitrjáa í Möðrufellshrauni. Þaðan sóttiGud- mann ungar hríslur. Og þaðan voru líka um svipað leyti plönt- uð trén í garðinum hjá Skriðu í Hörgárdal (1836). Það var líka annar kaupmaður danskur, Lever að nafni, sem snemma á síðastliðinni öld plant- aði hér fyrsta kartöflugarðinn. Varð sú tilraun byrjunin til hinn- ar arðsömu kartöfluræktar, sem síðan befir verið rekin hér í þænum. En af þeim sem seinna gengu best fram í að rækta hér tré og skraufblóm ber einkum að minnast frú Onnu Schiött. Hún hefir reist sér minnisvarða sem lengi stend- ur, með Lystigarðinum okkar, því henni eigum við mest að þakka til veru hans og þroska. Sumir hafa byrjað á því að gefa minningargjafir við jarðar- farir til Lystigarðsins líkt og til annara góðra stofnana. Eg vil hvetja menn til að taka upp þessa yenju. Eg lít svo á, að enginn geðslegri minnisvarði verði reistur neinum en með gróðri jarðarinnar, hvort sem er á sjálfu leiði hins framliðna eða á einhverjum enn- þá betri stað. Satt að segja kynni eg best við að ekki væri verið að íþyngja neinum með þessum steinvörðum og hnullungum sem tíðkast í kirkjugörðum (en þó aðeins yfir hinum „efnuðu líkum“). Því alt það hrúgald hiynur og brotnar og letrið afmáist fyr en varir. \’ ilji menn endilega koma sér upp einhverri grýtitsvörðu þá væri sæmra að senda hana til Matthíasar frænda, fornmenja- varðar, og vita til hvort hann vildi ekki geyma hana á safninu, t. d. uppi á lofti. Nei — réttast finst mér að jafnt væri gert við okkur alla, sléttað yfir öll leiðin svo að allir hvildu undir einni sameiginlegri grænni torfu. En sérhver bær og sérhver sókn ætti að eiga listigarð, og ætti þar hver og einn að rækta tré og blóm í minningu sín og sinna, og leggja sinn skerf til að sá reitur vrði vel hirtur. Englendingar segja oft í eftir- mælum eftir nýta menn: „He left the world better than hé found it“, þ. e. hann skildi við veröldina skárri en þegar hann kom inn í hana. Hver sá sem ræktar þó ekki sé nema lítinn blett þar sem áður var auðn, eða plantar blómum og trjám t.il nytja og prýðis, hann hjálpar skaparanum að skapa; hann skilur við veröldina skárri en þegar hann kom í hana. ■ m Víða hér í bænum er farið að brydda á rottugangi aftur síðan eitrunin fór fram hér í fyrra. — Enda er þáð kunnugt, að eigi dug- ir að eitra aðeins einu sinni, held- ur þarf stöðugt eftirlit og ávalt 'að eitra á ný, þar sem rottu verð- ui' vart, En hér í bænum hefir þéssa eigi verið gætt sem skyldi, og þarf þar batnaðar við. í skýrslu þeirri, sem gefin var uin árangur eitrunarinnar í fyrra, var áraugurinn talinn góður. Eft- i • eitrunina á Akureyri gaf dýra- læknirinn þar það vottorð, að rottu yrði ekki vart nema í örfá- um húsum. A Sauðárkrók hefir einnig verið eitrað með mjög góð- um árangri, og hafa vottorð um árangurinn borist Ratin-félaginu í Kaupmannahöfn frá öllum þessum stöðum. I Hafnarfirði var einnig eitrað í fyrra og er verið að eitra þar á ný nii. Þá eru Mosfellssveit- armenn og Kjalnesingar í þaim veginn að eitra hjá sér og á Eyr- arbakka og Stokkeyri er farið að hugsa um rottueitrun. Hefir reynsla sú sem fengin er þannig orðið til þess að ýta undir kaupstaðina úti á landinu, og er það vel farið, því vitanlega er kostnaðurinn við eitrunina hverf- andi hjá því verðmæti, sem rott- urnar skemma. En vitanlega er Mollskiim frá kr. 4,00 Stormtau Vetrarsjöl góð, frá kr. 45,00—248,00 Vetrarkápur kvenua í mjög góðu úrvali Kvenblúsur frá kr. 6,50 Hvítir Flókahattar Lífstykki Prjónavörur í mjög stóru úrvali, svo sem peysur barna og full- orðinna, prjónakjólar kvenna og barna, prjóna- treyjur og húfur samstætt á telpur, prjónaföt á drengi, af fjölda mörgum gerðum og mismunandi verði, prjónapils, prjóna- kot, ullarlangsjöl, m — m -- m -r-m» ~ ». . ullartreflar Sokkar afarmikið úrval Shetlandsgam Buxur barna og kvenna í HERRABÚÐINA: Hattar mikið úrval Manchetskyrtur hvítar og mislitar Náttföt ýmsar gerðir Vasaklútar Linir flibbar Axlabönd Treflar Manchetthnappar Vetrar-nærfatnaður í afar miklu úrvali Karlmannapeysur af ýmsum gerðum og gæðum Karlmannasokkar Inni-jakkar (Slobrok)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.