Morgunblaðið - 04.02.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1922, Blaðsíða 2
MOlGUNBLAftlft en nokkru sinni fyr síðan Samverj inn kom til sögunnar. Síðan 21. des. f. á. hefi jeg ávís- að á kostnað Samverjans yfir 960 litrum af nýmjólk, en áður hafði Samverjinn g'efið síðan ársreikn- ingur var gerðjjr í haust rúma 200 lítra. Þessi mjólk hefir farið á 58 heimili, langoftast þar sem bæði voru veikindi og mörg börn, ■— á þremur heimilunum eru t. d. tvíburar á 1. ári — en fáein las- burða gamialmenni hafa fengið mjólk. Upphæðin, sem ætluð var til mjólkurgjafa' er því meira en þrotin, og nærri daglega koma nýj ar beiðnir, studdar af meðmælum iækna. Auk þess er mjög erfitt að hætta að gefa mjólk þeim barnaheimil- um, sem mjólk fá nú, á meðan at- vinna eykst ekki verulega. Avís- anatíminn er útrunninn hjá ýms- um næstu daga og hjá öllum í * byrjun næsta mániaðar, því að Samverjinn gefur aldror mjólkur- ávísun til lengri tíma en mánaðar í einu. Eins og fvrri hefir Samverjinn fengið allmiklar matvörugjafir, og veitir ekki af því til miðdegisverð- ar handa um 200 manns daglega. í raun og veru mætti telja þær fleiri vegna þess hvað vjer höf- um neyðst til að senda mörgum mat heim til sín, 60 til 70 máltíðir daglega; er það miklu íneira en nokkru sinni fyr. — ,Teg sagði að vjer hefðum „neyðst til þess' ‘, því að bæði vegna búdrýginda og annars kjósum vjer miklu fremur að gestir vorir borði á matsal Sam- verjans. En þegar gamalmenni, sem varla eru rólfær, eða skólaus og fatalaus börn í úthverfum bæj- arins eiga hlut að rnáli, er ekki spaug að vera kröfuharður í þeim efnum. Olafía -Jóhannsdóttir tók góð- fúslega iað sjer að heimsækja yfir 20 heimili, sem stjórn Samverjaus var ekki fullkunnugt uim, og um- sögrn hennar varð sú, að víða væri fremur ástæða til að auka hjálpina en að minka hana, aðeins einu heimili gætum vjer slept, börn hefðu þaðan komið í óleyfi af for- vitni, en gætu borðað í barnaskól- anum. Og þar sem heimsendingar hefðu verið til þessará heimila mættu þær ekki hætta, ef nokkur vegur væri til áframhalds A þessu geta menn sieð að kröf- urnar til Samverjans eru bæði margar og miklar, og væri vclvild bæ.jarbúa til þessa starfs ekki jafn þrautreynd eins og húr er, hefð- um vjer ástæðu til að segja, líkt og svo margir aðrir á þessum tím- um: Hvernig fer þetta: — — En samt sem áður tel jeg rjett að benda á, að peningagjafir til Samverjans eru ekki eins miklar og stundum fyrri nje eins og vjer þurfum, sjerstaklega til að kaupa brauð og mjólk. Það er eins og margur hiki við að gefa, ef hann getur ekki gefið marga tugi króna, og þó vita allir, að margt smátt gerir eitt stórt. Ef til vill mætti benda á ráð við slíkri feimni: Gangið inn til Samverjans áður en börnin koma og kaupið ykkur morgunkaffi, eða þá „síðdegis- bolla” frá kl. 3 til 5 síðdegis, og borgið bollann með einni eða fleiri krónum, eftir því sem ykkur sýn- ist. Það væri gróði fyrir Samverj- ann; og reynslan hefir sýnt, að þá leið hafa ýðisir farið, sem annars halda að þeir geti ekki boðið Sam- verjanum „litla gjöf“. Jeg ætl,a. ekki að fjölvrða frek- ar um þetta, og allra síst svara þeim, sem hafa það hrafns hjarta í garð fátækra, að þeir leyfa sjer að gera lítið úr að svöngum börn- um sje „gefinn grautur“ og sjúk- lingum mjólk. En við alla sann- gjarna menn segi eg óhræddur: Komið og sjáið. Sigurbjöm A. Gíslason. Hjeðinn. Fyr má nú ve.ra ástin milli þeirra Hjéðins og Ólafs Friðriks- sonar. Geti þeir ekki set.ið lið- langan daginn á tali, þá fara þeir að skrifast á. Eitt af þessum brjef- nm birtir svo Ólafur í blaði sínu á fimtudaginn. Það er stutt en laggott og svohl.jóðiandi. Herra ritstjóri. f „Alþýðublaðinu ” I gær er giskað á að þokkapilturijin, sem skrifaði nafnlausu sorpgreinarnar, merktar einni stjörnu, í Mgbl. fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar, sje Ólafur Thors. Það er óþacfi að giska á það, því að ritstjóri Morgunbl, hefir kann- ast við það við mig að Ólafur Thors hafi skrifað greinarnar, sami maður- inn, sem mest drenglyndið sýndi 23. nóvember s. 1., og sem leikur sjer að því að vísa úr vinnu hjá sjer fátækum erfiðismönnum fvrir þær einar sakir, að þeir hafa aðrar póli- tiskar skoðanir en hann. Hjeðinn Yaldimarsson. Columbus faim Ameríku en H.jeðipn fann út hver hafði skrif- að stjömugreinamar í Mrgbl. Báðir gátu nú nokkuð. Annars ætti Hjeðinn ekki að vera svona upp með sjer iaif þessu, því sje það satt að Þorsteinn Gíslason hafi sagt honum að greinar þeissar sjeu eftir mig, já, þá gat þetta ekki verið neitt lauinungarmál. Það skilja allir aö óhugsandi er aö Þ. G. taki af mjer nafnlausar greinar, en segi svo Hjeðni við fyrstu atrennu að eg hafi ritað greinarnar, — nema þá að jeg hafi gefið mitt leyfi til þess, en þá fer nú frægð Hjeðins að minka. Héðinn víkur því aS mjer, að jeg hafi vísað fátækum mönnum úr vinnu vegna þess eins að þeir hafi aðra skoðun í stjórmálum en jeg. Þetta lýsi jeg rakalaus ósannindi, enda munu fleiri líta svo á, færi Hjeðinn ekki sönnur á mál sitt. Hins vegar situr það illa á gæðingum Ól- afs Friðrikssonar að vera þungoröir í garð annara sem kynnu að íta við pólitískum andstæðingum. Þessir menn sem hafa rekið menn hópum sainan úr verkamannafélögnnum fyrir það eitt að þeir voru ekki svo blindir ofstækismenn að þeir eltu Ólaf Friðriksson út í hvað sem var, heldur hlíðnuðust skipunum lög- reglunnar. Með þessu eru alþýðu- f.jelögin lögð á borð við verstu bófafjelög, er það eitt varðar brott- rekstri að gera borgaralega skyldu og gegna löglegu valdboði. Hjeðinn hefur mjög haft það á orði, að aldrei hafi nokkur maður verið skammaður jafn svívirðilega og hann í Morgunbl. nú um kosning- arnar. Jeg leyfi mjer að taka eitt- hvað af þessu skjalli til mín, og þakka fyrir. En dálítið er það bros- legt, að þessir ritstjórar annars eins saurblaðs og Alþýðublaðsins, — menn sem lifa, anda og hrærast í svívirðilegustu persónulegum lyg- um og rógi um náungahn, — að þeir skuli ætla að springa éf ofurlítið er andað á þá, — að þessir sömu menn sem reyna að hlaða undir sig með myrtu mannorði náungans, -— að I þeir skuli engjast sundur og saman, ! kveinandi og veinandi, af því einu að svipa sannleikans hefur nokkrum j sinnum hitt þá. pað sem jeg sagði um Hjeðinn j fyrir kosningarnar, var ekki talað í j kosningarhita — því miður. Það var | aðeins ofurlítill útdráttur úr skoðun iininni og áliti á Hjeðni, — smækk- i uð mynd af þeirri fyrirlitningu er jeg hefi á framferði hans, — dálí"þil stuna undan því að sjá gamlan kunn ingja leggjast lifandi ofan í skítinn. | Jeg læt það liggja milli hluta, hvor okkar viU meira til vinna að , hjálpa þeim sem útundan hafa orðið, „alþýðumaðurinn“ Hjeðinn, eða . jeg, stm í blaði alþýðunnar venju- lega er kallaður: morðvargur, brenni , vínsúthlutari, manndrápari, blóð- | suga o. s. frv. ITitt er víst að hefði | jeg fundið það köllun mína að berj- ! ast fyrir stefnu jafnaðarmanna, þá ; mundi jeg ekki liafa lagst á sveif j með þeim æstustu og verstu mann- j fjendum, mönnum, sem tii þess eins j eru vel gerðir,aðskapaheiftogúlfúð. Hjeðinn liefur gengið í lið með þeim ' og það er þetta sem mjer sárnar, því flest er betur um Hjeðinn en ! þessa menn yfirleitt. i Afneiti Iljeðinn Alþýðubl., þá getur verið að jeg geri honum að , einhverjuleyti rangar getsakir. Játi i Hjeðiím að hann sje blaðinu sam- mála, þá er ekkert ofmælt, enda enn margt ómælt. I Blað Hjeðins hefftr oft stagasc á j því, að jeg lifi á svitadropum alþýð- í unnar. ,Ieg liefi nú í fyrsta sinn sjeð j aiþýðumann svitna, — og brosað j að, — svitna undan ummælum mín- , um, sem þó aðeins voru brot af sann- í leikanum. Alþýðumaðurinn var Iljeðinn Valdimarsson, og brosið var háðglott. Ólafur Thors. Qecirg Brandes áttræSur. -0~ Eftir Wiliam Archer. Framh. Af því, isem jeg hefi sagt um frumbyggjana í Suður-Ameríku, mætti ef til vill ráð'a, að Spán- verjar og Porúgalar væru mann- úðlegri landnámsmenn en Engil- saxar. En jeg held, að engin sem litið hefir yfir landnáms- söguua sje þeirrar skoðunar. — Munurinn stafar iaf ólíkri veðr- áttu. Spánverjar og Portúgalar tóku hitaheltislöndin, rík af góð- málmum, gerðu frumbyggjana að þrælum sínum, níddu þá svo miskunarlaust að þeim þraut þróttur, og urðu svo að flytja inn Negra frá Afríku. Hinsvegar settuist Engilsaxar að í norðlægari og kaldari hlut- um Ameríku og ráku í íjrrstu eins og síðar í Ástralíu land- búnað og kvikf járrækt. Jeg þori að fullyrða, að þeir hefðu vel getað gert frumbyiggjana að þrælum sínum, ef þeir hefðu verið færir til þess. En það voru þeir ekki. Þegar hitaibeltisland- fbúnaðurinn í súðúr-fylkjunum hófst og þörf þótti á þrælum til vinnu, datt engum í hug að nota Indíáiia. Landnemarnir get’ðu sig seka í þeim óheyrilega p og heimsku, að flytja inu í land- íð Svertingja frá Afríku. Þetta er ljótur svívirðmgarblettur á eng'ilsaxnesku landneimunuim og Engiand verður að liera sinn hluta af þessum siðferðisglæp. En svo einkennilega vildi til, að hefndin kom ekki yfir enska rík ið heldur yfir hiiia miklu þjóð, sem sagði sig úr lög'um við Breta fyrir 150 árum. Þrælahald hefir aldrei tíðkast nokkurs staðar í hmu núverandi breska heims- ríki, nema á V e s t u rh e i ms ey jmn og þar var það afnumið fyrir nærri 100 árum, vegna þess að samviska þjóðarinnar krafðist þess. í öllum sjálfstjórnarlönd- um hins breska ríkis vakir hvíti ; verkamaðurinn svo vel yfir hags ' munum sínum, að eigi líðst neitt . í áttina til þrælahalds. | Þjóðveldisríkiii í breska rík- inu hafa þannig að mestu leyti myndast í löndum, sem úrkynj- aðar frumþjóðir hafa bygt áður,og álít jeig, að það bæri vott um óeðlilega og misskilda mannúð, að fordæma þau eða neita tii- verurjetti þeirra þessvegna. Að I minsta kosti verða menn þá að i gera Bandaríkjuúum sömu skil. : Dálitið öðruvísi er ástatt með i Bandaríki Suður-Afríku, því þar byggir tiltölulega fámennur flokkur hvítra manna land með mjög hraustbygðum lituðum þjóð- flokki. En jafnvei þó það sje rjett- mætt frá heimspólitísku sjónar- | miði, að ein Evrópuþjóð leggi undir sig jafn víðáttumikil lönd 0g Kanada og Ástralía eru, er það þá rjettlætandi, að þessi þjóð gerist svo fyrirferðarmikil í löndunum, að þau, eins og Bfan daríkin, veirði talin enskii- mælandi? Hversvegna þurftu í- búar hinna litlu Bretlandseyjia að dreifast yfir svo óeðlilega stór iandssvæði 1 Breskum heimsveldissinna sem ekki er athugull, verður það oft- ast á að eigna þetta meðfædd- um eiginleikum þjóðarinnar — tilhneigingu tii stórræða í sjó- ferðum, rannsóknaþrá, fraimtaks- löngun og landvinninga. Hon- í dag á prófessor Georg Brandes- áttræðisafmæli. Hann hefur starfað meö óþreytandi afli og elju síðastl. 50 ár, gerðist ungur merkisbei'i uýrr' ar stefnu í bókmentum Dana og hef' ur skapað tímaskil í andlegu Ií£i a Norðurlöndum. í haust sem leið vaf þess minst með mikilli viðhöfn og aðdáun, að Jiann liefði þá fyrir óO áruin byrjað fyrirlestra við háskól- ánn þar um höfuðstrauma í bók- inentum Norðurálfúnnar á 19. öld- imii. Höfðu þessir fyrirlestrar mjög mikii áhrif og eru fyrsta stórvirki lians í bókmentunum. En síðan hef- iii' hann unnið þau mörg og er nafn hans víðfrægt meðal bókmenta- manna. Hann heidur .starfskröftu® enn, og er nýlega komið út eftir liann stórt rit um ítalska mynd- höggvarann og málarann Miche- langelo. I kvöld verður fyrirlestur hald- inn um G. Bra.ndes í Stúdentafjelagi Reykjávíkur, og síðar verður liaus iiánai' rtíiiist hjér í blaðinu. um þykir gaman að því að kalÞ sig •víkinganiðjia og vitnar tu uorrænna manna, sem 'unnu Nor- mandi og Sikilej', sém fyrstu •braut ryð j enda 'lieims vel clisins breská. Hinsvegar er erlendum visindaimönnum gjarnt til, a® tclja útþenslu ensku þjóðarinnai'' stafa af takmarkalausri ágirnd, vitlausri líiudugræðg'i og með- fæddri löngun til að hremmia al* sem í færi kemur. Hvorug þess- ara skýrjnga er rjett. Útbreiðsla enskra valda í Ameríku og Ást- ralíu 'Stafar hvorki af ágætum meðfædduim hæfileikum nj'® dæmalausfi fúlmensku heldur af sögulegum tildrögum, sem ef saff skal seigja verða ihvorki, tah11 talin skaplyndi þjóðarinnar til vegs nje vansa. því fer fjarri að Englendiug" ar hafi verið brautryðjendur 1 landafundum og rannsóknunb þeir hafa þvert á móti altaf fet- að í fótspor annara. Það var ekki ÍBnlendlmgur heldur Poi*úgali, sem sigldi fyrstur manna fyrir Góðvonarhöfða inn í Indlands- haf og fram hjá Suðurhorni inu i Kyrraliaf. Það voru ekki Eng'- lendiingar heldur Islendjngarr sem fundu Ameríku og engifi11 efi er á því, að norræna var fyrsta Evrópurrálið sem tfla® var í nýja Iheimmúm. En þegar" íslendingar fundu Ameríku voi’U þeir, eins óg Oscar Wilde segiiV nógu vitrir til að þegjiai yfir þvl- Þeir ijetu Ameríku fiimast afturr og sá sem þá fanti hana var ekki Englendingur, heldur innborinu Genova-búi, sem síðar varð Spán- verji. Það var ekki Englending111' heldur Frakki, LaSalle, sem vanU það þrekvirki að ferðast frá La'ý rence-fljóti til upptaka MissisíP1 og þaðan suður að Mexikó-fló'1' Heitin New Zealand og Tasnia1111 bera með sjer, að Englendingar hiafi ekki fundið eyjar þessar be^ ur Hollendingar og Ástralía bjet í fyrstu Nýja-Holland. Það var ekki Englendingur heldur Ameríkn maður sem fyrstur fór ýfir þvera Afríku — ekki Englendiugur bcld ur Norðmaður seni fyrstur f'ar yfir Græuland. Ameríkumaður fann Norðurpólinn og Norðmiaðui Si.ðurpólinn. Það er satt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.