Morgunblaðið - 19.02.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1922, Blaðsíða 2
MOEGUNBLABIP við lægstu töluna, 26 kr., jafn- gilda þessi pund 11050000 kr. ís- lenskum. Nú eru allar líkur á því, eí vjer förum hyggilega að í fjár- málum vorum og kappkostum framvegis að versla skuldlaust eða sk'uldlítið við önnur lönd, eins og hver hygginn bóndi kappkostar í verslun sinni við kaupfjelag sitt eða kaupmann, að vjer þurfum ekki að horga nema 18—20 kr. fyrir hvert pimd, þegar vjer end- urgreiðum lánið, því að það er til svo langs tíma, að óhugsandi verð- að * teljast, að gengishreýting- arnar verði eigi löngu áður en lánið er alt borgað, horfnar eða orðnar hverfandi litlar. En ef gengið er út frá, iað vjer verðum að, meðaltali að endurgreiða hvert jpund með 20 -kr., þurfum vjer að borga 10 milj. kr. og þá borgum ▼jer rúmlega 1 milj. kr. minna en vjer fengum. Með öðrum orðum, afföllin eru horfin og þó laglegur skildingur umfram. Svona er lík- legt að fari, þótt ekkert verði um það fullyrt. Nú kynni einhver að segja, að það sje ekki rjett að reikna sterl- ingspundið eins hátt og hjer er gert vegna þess, að miklu af lán- inu hafi verið breytt í danskar krónur, og þá hafi ekki fengist meira en 21—22 kr. fyrir hvert sterlingspund. En við þessu er því að svara, að ef vjer hefðum ekki tekið lán þetta og notað hluta af því til að greiða skuldir í Dan- niörku, hefðum vjer orðið 'að nota til þessara skuldalúkninga ensk pund, ef greiðsla hefði annars ver- ið möguleg, því að andvirði fyrir langmestan ihluta hinna útfluttu vara er greitt í enskri mynt og danskar krónur hefir ekki verið hægt að fá lengi, því að það sem oss hefir áskotnast -þar hefir alt farið í skuldir eða fyrir vörur. En þessi ensku pund til sbuldalúkn- inga hefðum vjer orðið að kaupa á minst 26 kr. sterlingspundið. Jeg tek sem dæmi ríkissjóðinn. Hann þarf að borga í Danmörku um miljón á ári í vexti og afborganir. Þessa miljón hefir hann síðastliðið ár borgað af enska láninu. En hefði lánið ekki verið tekið og hann hefði keypt sterlingspund til að greiða þessa upphæð, hefði hann orðið að gefa minst 26 kr. fyrir pundið. Þetta er nægilegt til að sýna, að sterlingspundið hefir ver- ið oss í raun og veru meira virði «n hið danska gengi þess segir til, ▼egna þess að danskar krónur var ekki unt að fá. Um þann hluta lánsins, sem notaður hefir verið í Eniglandi er auðsætt, að vjer höf- um haft allmikið meira fyrir hvert sterlingspnmd en hið danska gengi þess, því að 'hvort sem bankarnir hafa notað þennan hluta tilskulda lúkningar fyrir sjálfa sig eða til að selja þessi sterlingspund einstakl- ingum verður að telja þau í því verði, sem þau hafa verið seld í i.s- lenskum krónum. Með því, sem jeg hjer hefi tek- ið fram, þykist jeg hafa sýnt fram á það með rökum, að allar likur aru á því, að vjer þurfum ekki að borga eins margar íslenskar krónnr til að endurborga lán þetta og vjer höfum fengið fyrir það og að afföllin hverfi á þann hátt og nokkur gróði verði auk- reitis, sem hafa mætti upp í v&xta- greiðslur. Annars er rjett að taka það fram hjer, að það er ekki nýtt í sögu okkar, að vjer verðum að borga afföll á láni. Yjer tókum lán í Danmörbu árið 1919, að upp- hæð 4yz milj. kr. og urðum að borga í afföll á því og stimpil- gjald 450.000 kr. og svarar það til hjer um bil 1 milj. kr. affalla á hinu enska láni, þótt ekkert til- lit sje tekið til þess, &ð enska lán- ið er til 30 ára en danska lánið til 20 ára. Og þessi afföll á danska láninu getum við alls ekki búist við að vinna npp í gengismun og megum þakka fyrir ef þau vaxa ekki vegna þess, að okkar krón- ur verði lægri en hin danska. Yfir- leitt verð jeg að segja það, iað jeg bíð alveg rólegur sögunnar dóma um það, hvort þessara tveggja lána verði hagstæðara fyrir oss, hvort sem mjer verður það auðið eða ekki að sýna það með kom- andi tíma landsreikningum. Töluvert hefir einnig verið um það rætt, að hægt hefði verið að spara 7% af afföl'lunum, með því að hafa enga milliliði við lántök- una. En þetta stafar iaf ókunnug- leik þeirra, sem þessu halda fram, og er bygt á því að firmu þau, er söfnuðu loforðum um þátttöku í láninu, buðu það ekki út opin- berlega heldur söfnuðu áskriftum án þess, og lögðu með því á sig miklu meiri vixmu og fyrirhöfn en ef opinbert útboð hefði verið. En þessi firmu settu það aftur á móti upp fyrir þessa fyrirhöfn, að þau fengju í sinn vasa það, sem opinbert útboð kostaði og það múndi að Öllu meðtöldu hafa orðið sem næst þessum mismun, því að ,í Englandi er iagður skatt- ur á slíka lánsfjársöfnun ef hún er gerð með opinberu útboði. Og jeg fæ ekki betur sjeð en að oss megi á sama standa hvort þetta fje hefir farið í -enska ríkissjóð- inn og annan kostnað eða til firmna þeirra, er lánið útveguðu. Vjer erum jafn ríkir eða jafnfá- tækir fyrir það. En svo er annað atriði, sem veldur því, að sjálf- sagt var að fara þannig að sem gert var og það er það, að vjer gátum ekki, þar sem vjer erum alveg óþektir á enska lánsmark- aðinum, vitað hvort vjer fengj- um lán með opinberu útboði mir, og hefði nú svo farið, að , ekkert eða lítið sem ekkert hefði fengist á þann hátt, hefði það gerspilt I ánstrausti okkar. Hver og einn hlýtur að skilja, að það var miklu hyggilegra að fela þetta firmum sem njóta trausts í Englandi en tefla á tvísýnu um hitt, þar sem annaðhvort ekkert eða sáralítið tap var um að ræða. Brjefið frá enska bankastjúranum, sem jeg las upp áðan, sýnir að jeg fer hjer með rjett mlál og þykist jeg ekki þurfa frekari vitna við. Alt tal um fjeð til milliliðanna er því á mkskilningi bygt. Hefði þetta fje ekki farið til firmnanna, sem útveguðu lánið hefði það farið í okkar útlendu lán í Danmörku, en' að. Vjer hefðum aldrei notið góðs af því. Jeg 'hefi ekki orðið annars var, en að ánægja væri yfir lánstím- anum og jeg sje því ekki ástæðu til að ræða um það atriði. Aðeins vil jeg benda á, að eftir því, sem lánstíminn er lemgri eftir því gæt- ir affallanna minna. Geta má og þess, að Danir tóku fyrir hjer- umbil 2 mánuðum 30 imilj. doll- ara lán með svipuðum afföllum og vjer hið enska lán, en þar sem danska lánið er til 20 ára eru af- föllin í raun og veru sem næst þriðjungi hærri. En þá eru vextirnir af láninu. Jeg játa það, að þeir em háir, en jafnfram fullvissa jeg nm það, að ómögulegt var, þrátt fyrir margar tilraunir, að fá þá setta, niður. Og ýms ríki hafa orðið að sætta. sig við jafnháa og jafnvel hærri vöxtu. Indland, hið auðuga, frjósama land meS undir 300 milj. íbúa, þurfti að ganga að sömu vaxta- kjörum og vjer um svipað leyti og er þó undir stjórn Engléndinga sjálfra og hið áður upplesna brjef bankastjórans enska sýnir, að úr- vals fjelög ensk hafa orðið að sæta svipuðum kjörum og vjer. Og jeg leyfi mjer að segja, að vjer gátum alls ekki vonast eftir betri kjörum en auðug ensk fjelög, sjerstaklega vegna þess, að enski peningaheim- urinn þekkir oss svo lítið. Allir geta sagt sjer sjálfir, sem sanngirni vilja beita, aö það er alt annað, að koma sem lánbeiðandi til lánveitanda, er þekkir beiðandann og veit, að hann er skilsamur eða koma óþektur í þeim efnum á erfiðustu tímum. Hingað til höfum vjer ætíð tekið okkar útlenda lán í Danmörku, en líklega skilja flestir það, að það er ekki heppilegt, að rígbinda sig í þeim viðskiftum við sama staðinn. Með þessu er ísinn brotinn og jeg er sannfærður um, að það er oss beinlínis og óbeinlínis mikill hagur að hafa komist að á enskum markaði, Því hefur verið haldið fram, að tolltekjur vorar sjeu veðsettar fyrir láninu, en það er ekki rjett. Veð- setning er engin, en hitt er rjett, að meðan lán þetta er ógreitt er því lofað, að þær verði ekki veðsettar neinum og þar sem engum mun hafa dottið í hug að gera slíkt, sjest ekki að nein hætta sje þessu loforði sam- fara. Vjer höfum að eins lofað að gera ekki það, sem vjer áður vorum staðráðnir í að gera aldrei. Sá hluti lánsins, sem gengið hefur til bankanna (og eins og jeg tók fram er það langmestur hluti þess) er þeim afhentur með þeim skilmál- um, að þeir eiga eftir þeim hlutföll- um, sem þeir hafa tekið það, að end- urgreiða það ríkissjóði að kostnaðar- lausu. Ríkissjóður þarf því eigi að borga nema vexti og afborganir af 1% miljón kr., nema bankarnir geti eigi staðið í skilum, sem engin hætta virðist á. Að síðustu vil jeg fara nokkrum orðum um fjárhagsástand vort yfir- leitt meS sjerstöku tilliti til viðskift- anna við útlönd. Um þetta atriði er það öllum kunnugt, að skuldir við önnur lönd eru orðnar miklar og af þessu hefur leitt fall á okkar pen- ingum. Hagstofunni hefur veriö fal- ið að safna skýrslum hjer að lútandi, miðuðum við síðastliðin áramót, en ennþá eru þessar skýrslur ekki fullgerðar nje allar upplýsingar fengnar og þess vegna get jeg ekki stuðst við þær beinlínis í þeim atrið- um, sem jeg drep á hjer á eftir, en jeg er þess fullviss, að síðar á þessu þingi verður hægt að láta háttv. þm. þessar skýrslur í tje. Jeg geri ráð fyrir, að í báðum deildum verði kosin sjerstök nefnd, viðskiftanefn, til að fjalla um viðskiftamálin yfir- leitt, því aó ekkert mál, sem nú er á döfinni, er jafn mikilsvert sem það. Og með hliðsjón af skýrslum Hagstofunnar verða þær nefndir að gera tillögur sínar. En þótt skýrsl- ur þessar sjeu enn ófullgerðar, þyk- ist jeg geta fullyrt það, að erlendar skuldir eru svo miklar, að vjer verð- um að taka alvarlega í taumana, til þess að komast á rjettan kjöl aftur og því virðist rjett að reyna að gera sjer grein fyrir hver úrræði beri að taka í þessu efni. Skuldir við útlönd safnast fyrir þá sök einkum, að meira er keypt af erlendum varningi en selt þangað. Með öðrum orðum, skuldirnar safn- ast vegna þess að verðhæð hins inn- flutta erlenda er meiri en hins út- flutta innlenda, eSa með enn öðrum orðum, vjer tökum meira út erlend- is en vjer leggjum inn. En hvað er þá til ráðs fyrir þann, sem er kom- inn í skuldir fyrir þessa sök ? Jeg sje ekki að honum standi nema 3 leið- ir opnar, ef hann hefur ekki fje til að greiða skuldina þegar í stað og hún getur ekki staðið afborgunar- laus. Hann getur í fyrsta lagi tekið lán til þe.ss að greiða hana. Ilann getur í öðru lagi lagt meiri inn. Hann getur í þriðja lagi tekið minna út. Lánsleiðin er elcki bót til laijg- frama, því að skuldin þarf að greið- ast, þótt síðar sje, og það með vöxt- um. Hinar leiðirnar eru því affara- sælli, ef færar eru, því að þær bæta úr til langframa. Þannig er þetta um einstaka menn og alveg hið sama er það um þjóð- ina, nema þar er miklu meira í húfi. Ef þetta er heimfært upp á vora þjóð er því að eins um það tvent að velja til varanlegrar frambúðar að auka framleiðsluna eða draga úr erlendum kaupum, draga úr inn- flutningnum, eða þetta hvortveggja saman. Aukning framleiðslunnar væri vitaskuld skemtilegasta lausn- in og að sjálfsögðu ber að leggja á- herslu á hana. En framleiðslan get- ur naumast aukist í stórum stíl á skömmum tíma og getur því ekki í skjótri svipan komið oss að haldi til verulegra bóta á því ástandi, sem nú er. pað sem ræður skjótast, best og áreiðanlegast úr, er að draga úr er- lendu kaupunum, að spara. Þetta hefur mjer verið Ijóst síðan 1920, er jeg bar fram hjer á þingi frum- varp um takmörkun innflutnings, frumvarp, sem þá var samþykt með miklum meiri hluta. En síðasta Al- þingi dró mjög úr framkvæmd þess- ara laga og það var ilt. Það hefði átt að herða á innflutningshöftun- um en ekki lina á þeim. Og jeg fæ ekki betur sjeð en þetta þing verði að taka föstum tökum á þessu máli og draga stórkostlega úr innflutn- ingnm. Alt annað virðist mjer vera skottulækning á því ástandi, sem nú er. Að taka ný lán virðist mjer vera nokkurnveginn sama sem að gefa sjúkum manni morfín, í stað þess að skera burtu meinsemdina og meinsemdin eru erlendu skuldirnar og að skeraþær burtu er að borga þær. Það svíður í bili að skera mein- ið, að spara, en það er varanleg bót, ef rjett er áhaldið. Morfínið, lán- tökurnar eigum vjer ekki að nota nema meðan verið er að sækja lækn- irinn, og þá er það gagnlegt. En vjer höfum læknirinn við hendina. Læknirinn er sparnaðurinn. Hví ekki að nota hann nú þegar ? Síðan á síðasta þingi hefur og það komið fyrir, sem gerir enn nauðsyn- legra en áður að spara erlend lcaup og það er hið raunverulega gengis- fall hinnar íslensku krónu. Það er fram komið vegna þess, að útlendir menn áttu hjer inni fje, sem þeir gátu ekki fengið og buðu því öðrum erlendis til kaups innieign sína með afföllum og þegar þetta fór að verða algengt, sáu bankarnir sjér ekki fært að selja erlendan gjaldeyri, þótt til væri, fyrir íslenska peninga, nema með gengismun. Bankarnir litu sem sje þannig á, að af því að þeir gátu ekki fullnægt eftirspurninni eftir útlendum gjaldeyri, væri ekki annar kostur fyrir hendi, en að heimta gengismun á homtm, því annars græddu þeir, sem fengju gjáldeyri hjá þeim í hlutfalli við þá, sem keyptu hann aunarsstaðar, en slíkt hefði óheppileg áhrif á viðskiftalíf- ið. Auk þess álitu þeir, að gengis- munurinn mundi koma fyr eða síðar og þá mundu þeir tapa, er þeir þyrftu að greiða skuldir sínar er- lendis, skuldir sem stofnaðar væru fyrir erlendan gjaldeyri. Stjórnin hefur ekki viljað viðurkenna opin- bera gengisskráning, þótt báðir bank arnir hafi óskað þess, en þó ekki sjeð sjer annað fært en að láta hlut- laust, þótt þeir seldu sterlingspund með hærra gengi en ef miðað er við danska krónu. Og nú verður Alþingi að skera úr því hvort viðurkenna skuli gengismuninn opinberlega eða ekki. En hvort sem gengismunuriun verður viðurkendur opinberlega eða ekki þá er það víst, að fyrst um sinn verður reiknað með honum í við- skiftalífinu og þar hefir hann stór- kostleg áhrif. Hann gerir allar að- fluttar vörur dýrari, sennilega nokkru meiru en gengismuninum nemur og heldur með því við dýr- tíðinni í landinu. Ef afurðir vorar eru seldar fyrir erlendapeningavinst sjálfsagt nokkuð upp af þessum halla aftur, en þess verður og að gæta, að einmitt vegna gengismun- arins þurfa afurðirnar að seljast hærra verði en ella mundi, því að framleiðslan verður lians vegna dýr- ari. pað er því engum efa undir- orpið, að gengismimurinn er bölr enda er víst í raun og veru ekki deilt um það, heldur um það, hvort við verðum að sætta oss við þetta böl og viðurkenna það eða ekki. Jeg held, að við getum ekki losnað við hinn raunverulega gengismun að fullu og öllu fyr en fjárinálum vor- um er þannig komið gagnvart öðr- um löndum, að bæði þær skuldir,. sem ekki eru samningsbundnar eru greiddar að fullu og að útfluttar vörur sjeu þeim muh meiri að verð- mæti en innfluttar, sem nemur vöxt- um og afborgunum af samnings- bundnum erlendum skuldum. Og í þessu sambandi verður að muna þaðr að eftir því, sem samningsbundnu skuldirnar eru hærri kemur þessi jöfnuður síðar, því að eftir því þarf meira til vaxta- og afborgana- greiðslu á ári hverju. Einmitt af þessari ástæðu eru erlendu skuldirn- ar hættulegar og ef ekki er athugað í tíma getur svo farið, að þær gleypi verulegan hluta framleiðslunnar, jafnvel meiri hlútann og þá munu allir sjá hvert stefnir. Af þessu vona jeg, að það sjáist, að besta ráðið til að koma gengis málinu í lag er minkun innflutnings.. Jeg er sannfærður um að vjer get- um, án þess að mjög tilfinnanlegt sje, sparað 6—8 milj. kr. á ári nú fyrst um sinn og ef til vill þarf þess- ekki nema 2 ár ef til vill 3. Og það er áreiðanlega betra, að taka nærri sjer í fá ár, en eiga á hættu skulda- basl og alt annað, sem því er sam- fara, um ófyrirsjáanlegan tíma. Jeg ber virðingu fyrir þeim manni, sem neitar sjer um ýms þægindi nokkurn tíma til þess að geta losnað úr skuld- unum, en jeg á erfitt með að líta þann mann rjettu auga, sem jeg veit að er skuldum hlaðinn, en hefur ekki menningu í sjer til þess að gera alvarlega gangskör að því að losna undan byrðinni heldur stendur und- ir henni fyrirhyggju og aðgerðar- laus, uns hún sligar hann. Skemtilegast og eðlilegast væri, að nægileg minkun innflutningsins kæmi af frjálsum eða óafvitandi samtökum landsmanna um sparnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.