Morgunblaðið - 25.02.1922, Blaðsíða 1
Stofnandi: Vilh. Finsen.
Landsblað Lögpjetta.
Ritstjóri: Þorst. Gíslason.,
9. érg.f 95. tbl.
Laugardagínn 25. febrúar 1922.
tsafoldarprentsmiCja hi.
Gamla Bíó
ir
Sjónleikur frá Goldwyn Film
í 5 þáttum.
Þessi ágæta efnis-
rika mynd verður
sýnd i kvöld i sið-
asta sinn.
Aðgangur kostar að eins
kr. 1,50 1,00 og 50 aura.
Fyrirlestur fluttur á búnaðarnáms-
skeiði í Fljótshlíð 11. des. 1921.
af
Eggerti prófasti Pálssyni.
NiCnrl.
En það kann nú máske sumrnn að
sýnast svo, að það hafi enga þýð-
ingu, eins og nú standa sakir, aö
hugsa um járnbrautarlagningu hjer
á Suðurlandi. Tækifærin sjeu töp-
uð, og það þess vegna tómt mál að
að tala um slíkt. En jeg er nú samt
sem áður eþki þeirrar skoðunar.
Enda mundi jeg ekki hafa hreyft
hjer þessu máli, ef jeg liti á það sem
dautt mál, eða að enginn möguleg-
leiki væri eftir orðinn, til að hrynda
því í framkvæmd. AS vísu veit jeg,
að margt eitt gott og hentugt tæki-
færið hefir farið fram hjá ónotað.
Minnist jeg sjerstaklega eins frá
árinu 1913, sem nú, eins og sakir
standa, er hreint og beint grátlegt
að hugsa til, að ekki skyldi vera
gripið. — Mikilsvirtir, danskir f jár-
málamenn höfðu, ekki aðeins fyrir
tilstilli flokks Hafsteins, sem þá var
ráðherra, heldnr einnig að jeg hygg,
Jóns Magnússonar, sem þá var þing-
maður Reykvíkinga,, gefið máls á
því, að útvega að láni þýskt fje, ca.
4 milj. marka til járbrautarlagn-
ingar austur í sýslur. Komst málið
svo langt að frumvarp var samið
um járnbrautarlagningu og verð-
hækkunarskatt fasteigna í Reykja-
vík og á Suðurlandsundirlendinu í
sambandi við hana. Mál þetta var þá
mest rætt, utan þings, eða á bak við
tjöldin, sem kallað er, af nokkrum
mönnum úr báðum fiokkum, sem
talið var að það aðallega snerti, til
þess að prófa, hvern stuðning það
ætti í vændum*). En þar fjekk það
*) Eins og þá stóðn sakir mun mat-
ið sennilega hafa verið skoðað sem
nokkurs konar trúnaðarmál, sem ekki
þótti hagkvæmt eða hafa þýðingu
að gera lýðum ljóst, ef það á annað
borð hefði ekkert fylgi hjá þinginu.
En nú virðist mega skoða það sem
hvem annan sögulegan viðburð, er
enga þýðingu bafi lengur að dylja.
ekki eindregið fylgi, nema fulltrúa
Reykjavíkur og Rangárvallásýslu.
Hinir aðrir tóku því annaðhvort
dauft, eða börðust hart á móti því.
Og þess vegna varð að hætta við
að halda því fram eða leggja það
fyrir þing'ið. Og orsökin til þess að
svona fór var vitanlega sú, að ekki
var til þá neinn almennur, einbeitt-
ur og þroskaður vilji á bak við hjá
íbiíum Reykjavíkur og Suðurlands-
undirlendisins. Því ef hann hefði
þá verið til, mundi mál þetta ekki
hafa mætt því tómlæti eða andúð,
sem það mætti þá. — En að jeg
tel það sjerstakt hrygðarefni að
svona fór, með mál þetta 1913, staf-
ar af því, að lánsfjeð, sem um var
að ræða, var þýskt. Og ef vjer hefð-
um þá tekið það lán, 4 milj. marka,
sem áætlað var að járnbraut aust-
ur að Þjórsá kostaði, þá hefðum vjer
nú, eftir því sem gengi nú er orðið
á markinu, getað endurgreitt það
alt með tæpum 100 þús. kr. Með
öðrum orðum, vjer hefðum fengið
járnbrautina sama sem gefins, ef
fulltrúar þjóðarinnar hefðu borið
gæfu til að grípa tækifærið þegar
það bauðst svona gott.
En þótt þessu, og enda fleiri tæki-
færum, svo sem tilboði fossaf jelags-
ins íslands 1917, sje nú slept, þá
tjáir ekki samt að gefast npp við
málið eða örvænta alveg um fram-
gang þess. Þótt aðstaðan til máls-
ins sje nú máske að sumu leyti verri
orðin en hún áður var, þá er hún þó
líka að sumu leyti hetri. Þótt nú
þurfi hærri fjárupphæð að taka að
láni til fyrirtækisins, þá er þess að
gæta, að vjer höfum nú fengið sjálf-
stæði og eigum þar af leiðandi hæg-
ra með að fá fje að láni heldur en
áður, þegar alt, sem oss við kom, út
á við, varð að ganga í gegnum hend-
ur Dana. Og að lán mundi fáanlegt
í slíku augnamiði má sjá af því, að
oss hefir tekist að fá hið margum-
talaða 10 milj. kr. lán, sem í insta
eðli sínu er þó ekki nema hreinn og
beinn áteyrir. Af því má marka það,
að takast mundi að fá lán til slíks
fyrirtækis, sem hjer um ræðir, fyrir-
tækis, sem ekki aðeins mundi auka
svo mjög verðgildi allra fasteigna
hjer á Suðurlandsundirlendinn, —
heldur einnig sennilega borga sig
bráðlega beinlínis; því að öðru eins
og því að járnbraut hjer á Suður-
landsundirlendinu, notuð til að byr-
ja með af 25—30 þúsund manns
(15—20 þús. í Reykjavík og 10—12
þúsund á Undirlendinu) mnni ekki
hafa all-mikið að gjöra, á jeg fyrir
mitt leyti bágt með að trúa. Slíkt
er ekki sennilegt, þegar þess er gætt,
að á aðra hliðina hlyti — vegna
hafnleysisins við suðurströndina •
hvert einasta pund, sem íbúar Suð-
urlandsundirlendisins notuðu af er-
lendri vöru, að fara með járnbraut-
inni, og á hina hliðina allar afurðir
Suðurlandsundirlendisins, sem íbú-
arnir sjálfir ekki notuðu heima fyr-
ir, bæði dauSir og lifandi (að und-
f. s. í.
TennMjelag Reykjavikur.
Oskudagsfagnaðui* I. mars 1922.
“SS Fjelagar vitji aðgöngumiða fyrir sig og gesti sína þriðjud.
28. febr. kl. 3—5 í Iðnó.
Stjórnin.
heldur aðal-dansleik sinn Laugard. 25. febrúar kl. 9, i Iðnó. —
Aðgöngumiðar að dansleiknum verða seldir í búð Haraldar Árna-
sonar föstudag og til kl. 2 á laugardag, aðeins fjelagsmönnum.
Stjórnin.
anteknum máske hestum) verða með
henni fluttir. Allur sá flutningur,
auk mannflntninga, mundi gefa ekki
svo sjerl'ega litlar tekjur, jafnvel
þótt flutningsrekstui'inn væri meiri
en helmingi lægri en hjá bifreiðum
nú, sem margur maðurinn verðnr þó
feginn aö nota, og má til að nota,
þrátt fyrir hið óheyrilega háa gjald,
óreiðu og óvissu, sem þeim flutn-
ingum og ferðalagi eru samfara.
það, sem ennfremur má segja, að
bæti nú eigi hvað minst aðstöðuna
til þessa máls, eru hinar ískyggilegu
horfur, er allir þykjast sjá að því er
atvinnuvegi landsins snertir. Á með-
an svo stendur á að atvinnuleysið
kreppir að öllum almenningi, væri
ekki svo lítið í það varið, að ráðast
í veigamikið þjóðnytjafyrirtæki,
eins og járnbrautarlagningin væri,
og geta með því ekki aðeins gefið
ótal mörgum einstaklingum í þjóð-
f.jelaginu hæfilega borgaða atvinnu,
á meðan atvinnuörðugleikarnir væru
sem mestir, heldur einnig að geta
með því erlenda fje, sem tekið væri
að láni til járnbrautlagningarinnar,
bjargað við peningamálum landsins
°g lypt upp gengi hinnar íslensku
krónu úr þeirri niðurlægingu, sem
það nú er komið í. En svo þegar járn
brautin væri komin á og landbún-
aðurinn þar með orðinn arðvænlegri
°g tryggari, að minsta kosti hjer á
Suðurlandsundirlendinu, sem er eft-
ir eðli sínn hjartað úr skákinni, og
sjávarútvegurinn kominn aftur á
rjettan kjöl, þá ættu þeir, í samein-
ingu, að geta viðhaldið úr því gengi
krónnnnar. Vjer vitum það, — sjá-
nm það meðal annars á dagblöðun-
um, að einmitt á þennan hátt, að
ráðast í framkvæmd einhverra þjóð-
nytjafyrfrtækja, leitast nágranna-
þjóðir vorar — bæði Norðmenn og
Danir — við að komast yfir allra
mestu örðugleikana, að því er snert-
ir atvinnuleysi og fjárkreppu, sem
þeir, ekki síður en vjer, eiga við að
stríða. Og því skyldum vjer þá ekki
líka reyna til að fara þennan sama
veg, heldur en að láta berast sof-
andi eða aðgjörðalausir að feigðar-
ósi.
Hvar það f je ætti að taka að láni,
sem þyrfti til járnbrautarlagningar-
innar, skal jeg ekki neitt um segja.
Jeg hygg að, eftir hætti, hagkvæmt
lán mundi reynast fáanlegt á fleiri
stöðum en einum til slíks fyrirtækis,
þar sem vjer þó höfum getað fengið
hið áður umgetna 10 milj. króna
lán til eiginlega ekki neins. Slík lán-
taka sem þessi niundi sýna það, að
vjer vildum ekki og ætluðum oss
ekki að drepast strax eftir aS vjer
höfum fengið sjálfstæðið, og mundi
því verða víSar en í einum stað vel
undir hana tekið.
Sumir hafa stungið upp á því, að
fá þetta fje að láni hjá hinum svo
nefndn fossafjelögum eða láta þan
gangast fyrir útvegun á því. Ef þau
sltyldu vera megnug þess — sem jeg
reyndar efast um — sje jeg ekkert
á móti því, ef þar fylgir enginn bögg
ull skammrifi. En eins og nú er
komiö málnm, sje jeg enga þörf á
að nota nokkuð milligöngu þeirra
við járnbrautarlagningu austur í
sýslur. Það var óneita,nlega nauð-
synlegt, ef til hefSi komið meðan
oss brast fullkomið sjálfstæði og vjer
gátum eiginlega ekkert sjálfir snúið
oss með lántökur og hinu áður-
nefnda tækifæri 1913 var slept. En
nú g-jörist þess engin þörf. Jeg hygg
líka aS, eins og fossamálunum hjá
oss er nú komið, færi best á því, að
þessu máli — járnbrautarmálinu —
væri haldið utan við öll fossaf jelög.
Bæði meS tilliti til þess, að margur
sá, sem enga sainúð hefði með fossa-
fjelögunum, gæti verið ineð að
styðja að því að járnbrautin kæmist
á, og eins af því að þjóðinni mundi
það lieilladrýgst að liafa öll og al-
gerlega ótakmörkuS umráð yfir þess-
ari járnbraut, þar eS hún mundi á-
reiðanlega í framtíðinni bera sig
injög svo vel.
Hýja Bió
KuiklEÍka5káldið
Gamanleikur i 4 þáttum.
Aðalhlutverkið leikur
Villiam Desmond.
Nokkur hluti myndarinnar ^er-
ist i hinum fræga kvikmyndabæ
Los Angelos, þar sem kvikmynda-
snillingurinn Thomas H. Ince
hefur hækistöð sina.
Ðrúðkaupsferð
IHary Pickford og Douglaa
Fairbanks til Evrópu o. fl.
Sýning kl. 8'/s.
Hvar járnbrautin ætti að liggja
eða hvert hún ætti að ná, skal jeg
ekki fjölyrSa um. Ætla jeg verk-
fræðingunum að skera úr hinu fyr
nefnda, en mætti og kringumstæðum
að afmarka hið síðarnefnda. Ef jeg
ætti að segja nokkuð um liið fyr-
nefnda, þá vildi jeg helst aS jám-
brantin yrði lögð þar sem fljótleg-
ast og kostnaðarminst yrði að leggja
hana og hún sýndist geta aS fullum
notum komið fyrir báða málsparta,
Reykjavík og Suðurlandsundirlend-
ið. — En viðvíkjandi því, hversu
langt hún ætti aS ná, þá mundi jeg
sætta mig við það, þótt hún næði
ekld til að byrja með, nema austur
ab Þjórsá eins og einu sinni var tal-
að nm eða jafnvel að eins austur í
Flóann, í þeirri vissu von, að hún
fylgi sama lögmálinn eins og vega-
lagningar og síminn, að þegar byrj-
að er, þá keinur farmhaldiS, eins
og af sjálfu sjer. En þangað, inn í
sjálft hjarta Suðurlandsundirlend-
isins, verður hún að komast. Á því
byggjast. allar framfarir þess, sem
og velmegun íbúa þess og Reykja-
víkur og þar sem þjóðarinnar í
heildinni. Og aS framkvæmd geti
orðið á því sem allra fyrst er því
það sem mest á ríður.
Avarp frá Olympiu-
nefnd I. S. I.
Eins og flestnm mun kunnugt,
eiga næ'stu Olympíuleikar að fara
frarn í París árið 1924. Til þess
er ætlast að íslendingiar sendi
flokk íþróttamanna á leikana, er
komi þar fram landsins vegna og
sem sjerstakur flokkur með eigiú.
þjóðemismerkjum, eins og tíðkast
um þátttöku fullvalda ríkja.
Út af væntanlegri þátttöku
landsmanna í leikunum, hefir
stjóm íþróttasambands ísiands
skipað midirritaða nefnd, sem á
að sjá um og bafa á hendi allar
framkvæmdir og undirbúning
þessa máls.
Nefndin á fyrst og fremst a3
sjá um, að náð verði til allra