Morgunblaðið - 25.02.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1922, Blaðsíða 2
MORQUNBLAÐIÐ íj'róttámanna nrn land alt og þeir iivattir til að iðkia íþróttir sínar aí' kappi, svo náð verði sem best- om árangri. Verða síðan þeir menn xir f jelögum innan vjebanda f. S. í. acm líklegastir þykja í hverri í- þj'ótt teknir til sjerstakrar iðkun- ar og sendir, ef fært þykir, til lcikanna. Aðeins þeir verða sendir sem best eru að sjer í hverri íþrótt, því að til fararinnar verður vand- að eftir því sem frekast er kostur. Til þess að nefndin geti leyst vc.rk sitt af hendi svo að til gagns megi vei’ða, þarf hún að safna akýrslum um íþróttaiðkanir um alt land. Hún þarf að 'fá nákvæm- ar fregnir af öllum íþróttamótum, ii nanfjeilaga-kappleikum og öðrum mótum, þar sem íþróttir eru háð- ar. Nefndin þarf og að fá fregnir fré öllum íþróttafjelögum um atarfrækslu jieirra og ef einhverir meðlimir þeirra hafa náð góðuin árangri í einstökum íþróttum, þar á meðal í íslenskri glímu. Nefndin vill ná samvinnu við fjelögin og er reiðubúin að gefa allar upplýsingar um rjetta iðkun hverrar íþróttar og um tilhögun leikmóta, svo að náð verði sem bestum árangri. Þetta er sú hlið á starfi nefnd- arinnár, sem gengur í þá átt að fá hæfa menn til þátttöku í ýmsum íþróttum á leikunum, Hin hlið starfsins er sú, að safna fje sem nægilegt sje til þess að greiða allan kostnað sem af för- inni kann lað leiða. Nefndinni er því ekki einlilýtt að fá styrk og fylgi allra íþróttamanna, henni er ekki síður nauðsyn að njóta vel- vildar og aðstoðar iallra lands- manna. Málefni þetta er allri þjóð- inni viðkomandi og stefnir að því að auka sæmd hennar og orðstýr með öðrum þjóðum, Nefndin leyfir sjer því í fyrsta lagi, að skora á öll íþróttafjelög landsins og öll þau fjelög, sem að einhverju leyti fást við íþróttir, að gera nú þegar ráðstafanir til að lífga starf vsitt sem mest og glæða áhuga meðlitna sinna fyrir íþrótt- um. Hálfnað er hafið starf. Það tekur langan tíma að gerast góður íþróttamaður og næst aðeins með lengri iðkun og eindregnum áhuga. Þó að leikarnir eigi ekki að fara fram fyr en 1924, veitir ekki af að nota tímann og nota vel. Nefndin skorar ennfremur á fjelögin, að senda sjer nákvæmar fregnir um störf sín og árangur, eins og’ að framan er getið, það ljettir henni starfið til þess að undirbúa og velja memi til leikanna. Þess er einnig vænst að f jelögin sendi sem flesta keppendur á leikmót þau, sem haldin verða í Reykjavík í sumar. Nefndin heitir einnig á alla landsmenn til styrktar þessu mál- efni fjárhagslega, svo að íþrótta- menn þjóðarinnar þurfi ekki vegnia fjárskorts að sitja heima, er þeir hafa á löngum tíma með mikilli fyTÍrhöfn og einbeittum áhuga æft sig og gert sig hæfa til þátttöku é leikunum. Til þess þarf mikið fje, en nefndin treystir því, að landsmenn reynist þessu málefni peningur sem látinn er í þenna sjóð, gengur til þess að au'ka sæmd og orðstýr Islendinga með öðrum þjóðum. Reykjavík, 15. febrúar 1922. Olympíunefnd í. S. I. Ágúst Jóhannsson. A. J. Bertelsen. Ben. G. Waage. Björn Ólafsson. Guðm. Kr. Guðmundsson (gjaldk.) Helgi Jónasson. Magnús Kjaran. Magnús Ste'fánsson. Ól. Sveinsson. Pjetur Sigurðss. Steind. Björnsson. Sigurjón Pjetursson. fararinnar. „Olympíusjóður fs- lands“ tekur við öllum gjöfum og éheitum í þessu skyni og stílist f»að til gjaldkera nefndarinnar. Hngi skvldi hika við að senda Seunilega má segja það frekar með sanni um Friðþjóf Nansen en nokkurn annan samtíðarmann hans á Norðurlöndum, og jafnvel víðar, að hann sje skapaður til þess að sigrast á örðugleikunum. Hami hefir elskað baráttuna og kosið sjer örðugleikana alt sitt líf. Og liann hefir sigrað. Nú er hann að berjast við hung- urdauðann í Rússlandi og hefir vantað það vopnið, sem gagnleg- ast er: peningana.Hann hefir mætt mótspyrnu hjá þeim sem hann vænti hjálpar. En hann ætlar sjer að sigra samt. TJm nýársleytið var hann heima í Kristjaníu og fara hjer á éftir nokkrir drættir úr erindi því, er hann flutti þar um starfsemi sína: Astæðan til eymdarinnar er vitan- leg — þurkarnir brendu frjósömustu hluta landsins. 1 Yolgahjeraðinu hafa 22 miljónir orðið fyrir hallærinu, við Svartahafið 5 miljónir og 4 miljónir í öSrum landshlutum. Tölurnar eru ekki nákvæmar, en það eru áreiSan- lega 27—30 miljónir manna í hættu. Ennþá erfiSara er að segja um, hve margt af þessu fólki líði beinlínis hungur, en varlega áætlaS eru það um 15 miljónir og af þeim deyja 10 —12 ef hjálp kemur eigi bráðlega. Ef hjálpin hefði komið strax í haust, mundu allir hafa bjargast. Nú hafa tímar liðið, hundruð þúsunda hafa dá- ið og það er óhjákvæmilégt að fólk deyji svo miljónum skiftir. En samt ér ekki of seint að hjálpa, því að enn má bjarga mörgum ef björg fæst. Einkanlega þarf rúgmjöl í brauð. Ein smálest af rúgi getur haldið líf- inu í 10 manns þangað til uppskeran kemur. En svo vantar líka útsæðis- korn til vorsins. Ef eigi fæst útsæði dynur sama hörmungin yfir næsta haust. Einnig þarf að halda viS sam- göngutækjunum frá járnbrautarstöðv- unum: halda lífinu í hestunum. Til iþess þarf 20 dollara fyrir heJinn. Annars er farið að nota úlfalda til flutninganna, þeir eru ekki nærri eins þurftarfrekir. Það er ekki stjómin rússneska, sem á sök á hörmungunum. Hjálpin frá Evrópu styrkir ekki sovjetstjórnina í sessi. Og þótt svo væri: hver vill offra 20—30 miljón mannslífum fyrir deilu um stefnur. Nei, ástæðan er, eins og áður er sagt, þurkurinn. Það hafa verið hallæri í Rússlandi fyr en nú. Verst var árið 1891, en það var hje- gómi hjá því sem nú er. Við þetta bætist, að landiS hefir átt í ófriði í sjö ár og borgarastyrjöldin valdið ómetanlegu tjóni í jþessum hjeruðum. Vegna hafnbannsins hafa bændurekki getað keypt vinnuvjelar. Og afurða- kröfur stjórnarinnar hafa gert mikið eða þriðjungur af akurlendi því, sem sáS var í fyrir stríðið. Þá hefir stjórnin gert áætlanir um mikla hjálp við sáninguna í vor og sent peninga, einn miljard rúblur, sem að vísu er ekki mikið. En auk jþess hefir hún gengist fyrir brauðúthlutun í hallær- ishjeruðunum. Hungurnefnd stjórnar- innar hefir þó viðurkent, að það væri stjórninni algerlega um megn að veita viðunandi hjálp og heitið á liðsinni einstaklinga, sem hafa brugðist mjög vel við, og sýnt hina mestu fórnfýsi. Alt þetta er í rauninni ekki annað en peningaspursmál. Við báðum stjóm ir ríkjanna í Evrópu um 5 miljón sterlingspund, álíka upphæð eins og þarf til að fæða eina ,,batalion“ af hermönnum í eitt ár. En stjórnirnar vildu hvorki, gátu nje þorðu. Og marg ir hafa unnið á móti okkur. Víða hefir okkur komið styrkur bæði af opinberu fje og frá einstökum mönn- um. Það er alt ágætt, en við þurf- um meira. Ameríkumenn háfa lofað 20 rniljón dollurum gegn 10 miljón frá sovjetstjórninni og hún hefir tek- ið þessu. Vilja stjórnir Evrópu horfa upp á að Ameríkumenn bjargi Evrópu? Hershöfðingjar hafa öldum sam- an hlotið orðstír, að sama skapi 1 meiri, sem þeir hafa verið dug- I legri að drepa menn. Nöfn þeirra ' eru feitletruð í sögunni. Hjer er jmaður, sem berst gegn dauðanum ; og vill vinna sjer orðstír á því að bjiarga mönnum frá dauða. Skyldi saga komandi tíma verði rituð þannig, að hans verði minst sem l meiri manns en hinna? m . ógagn og þess vegna hefir skattur svo örlátir, að ekki skorti tje til verffi ættur { Staísinn. Hvað hefir stjómin gert, sjálf til þess að bæta úr neyðinni? Alt sem hún gat. Hún hefir keypt meira út- sæði en hægt var að búast við, 195 þús. smálestir, sem nægir í 73% af j því la.ndi, er sáð var í í fvrra. En að gjafir sínar þótt smáar sj< i. Hver vísu var það ekki nema helmingur Flutningsmaður frumviarpsíns ’ nrn breyting f járhagsársins, Jón ' Þorláksson, gerir grein fyrir því á þessa leið: | Eins og nú er háttað um fjár- hagsár ríkissjóðs, sem er alman- 1 aksárið, og samkomutíma Alþingis, | sem er 15. febrúar ár hvert, líða nærfelt 3 ársf jórðungar frá því að i fjárlög eru fullsamin og til þess <er þau ganga í gildi. Á þessa 3 . ársfjórðunga falla nærfelt allar íverklegar framkvæmdir heils árs, jog á því tímabili tilfalia svo að j segja allar útflutningsafurðir árs- I ins. Öll afkoma hins líðandi árs í | verslun og atvinnuvegnm er því , óþekt og að ýmsu leyti ófyrirsjá- ■ anleg þegar fjárlög næsta árs eru ' í smíðum. En þá gefur þiað að jskilja, að öll afkoma atvinnuveg- ! anna á því ári, sem verið er að ' semja fjárlög fyrir, er gersamlega ; hulin. Þess vegna hljóta tallar á- ! ætlanir um tekjuliði fjárlaganna ! að verða me:stm>egnis getgátur ein- ! ar, og Alþingi hlýtur að vera í mjög mikilíli óvissu um það, hve miklar verklegar framkvæmdir það má ætla ríkissjóði á fjárhagsári yþví, sem fjárlögin eiga að gilda ! fyrir. Annar ókostur fylgir því og, að i láta þannig framkvæmdatímabil jheiLs árs vena á milli þingtímans ! og f járhagsárs þess, sem f járlög þingsins eiga að >gilda fyrir. Hann er sá, að þetta eykur mjög líkurn- ar fyrir fjárveitingum í fjárauka- lögum. Þetta. stafar lannars vegar af því, að ástæður geta hafa brey.st á hinnm langa tíma frá því fjár- l'ög líðandi ársins voru samin og. þar til þau gengu í gildi, og get- ur því verið fram komin nauðsyn fyrir fjárveitingar, sem ekki var fyrirsjáanleg þegar fjárlögin voru samin, slíkar fjárveitingar verða þá venjulega teknar upp í fjár- ankalög á því þingi, sem starfar í byrjun fjárhagsársins, en of seint þá að draga úr öðrum fjárveit- ingum fjárlaganna til að jafna þann halla. Hins vegar má og bú- last við því, enda nokkur reynsla þar um fengin, að bæði einstakir menn og hjeruð,sem telja sig þurfa einhverra fjárframlaga úr ríkis- sjóði, sæki það allfast lað fá veit- ingarnar teknar upp í fjárauka- lög, svo að til nota eða fram- framkvæmda geti komið á því sama ári, fremur en að fá þær teknar upp í fjárlög og híða eftir þeim til næsta árs. En miklar veit- ingar í fjáraukalögum eru hættu- legar fyrir fjárhag ríkissjóðs, og er því mauðisynlegt ag finna og taka upp slíka tilhöguu, að til aukafjárveitinga þurfi sem minst að koma. Tiltækilegast virðist að ráðia bót á þessum aánmörkum núverandi tilhögunar með því að láta fjár- 'hagsárið byrja rjett um þinglokin, eða 'laust eftir þau. En til þess þarf annaðhvort að breyta fjár- hagsárinu eða þingtímanum eða hvorutveggja. — Hjer er stungið upp á að láta fjárhagsárið hyrja 1 apríl. Þá eru ársf jórðungaskifti og er það að sumu leyti hentugt. Framkvæmdir ársins eru þá ekki byrjaðar að neinu ráði, og því eng- ir verulegir annmarkar á tilhög- uninni að því er snertir reiknings- skil fyrir fr .mkvæmdum ríkis- sjóðs. En það mundi vialda all- miklum óþægindum í þessu efni, ef fjárhagsáramóin væru seiuna að vorinu eða sumrinu. Tíminn frá 15. fehr., sem nú er samkomudagur Alþingis, og til 1. apríl, mun þykja nokkuð naum- ur til afgreiðslu og staðfestingar fjárlaganna, og þyrfti þingið því að koma isiaman nokkru fyr en nú er. Samkvæmt 31. gr. stjóm- arskrárinnar getur konungur kvatt reglulegt Alþingi saman hvenær sem er á tímabilinu frá, 1. jan. til 15. fehr. án þess að lagaboð komi til, og hefir því ekki þótt þörf á að taka neitt ákvæði um breytingu á samkomu- tíma alþingis upp í þetta frum- varp. Til þess að koma hreytingunni á, má anniaðhvort byrja með einu fjárhagsári, er tæki yfir 5 árs- fjörðunga, eða þá byrja með fjár- hagisári, er tæki einungis yfir einn ársfjórðung. Fyrne'fnda að- ferðin virðist naumast vera sam- rýmianleg við 38. gr. stjómarskrár- innar, því að þá yrði að halda eitt reglulegt þimg, án þess að ffjárlög yrðu afgreidd frá því, og þess vegna er hjer stungið upp á að te’l.ja tímabilið 1. jan. til 31. mars 1924 eitt fjárhagsár og yrðu þá fjárlög fyrir það tímahil sam- ir. á alþingi 1923. Dómsmálafrjettir. Sveinn Bjömsson f. h. eigenda sk. Ruthby gegn Geo. Copland. Með sa'mningi 18. júní 1918 |í samnmginum. 'seldi Emil Strand, þá skipamiðl- ari í Reykjavík, í umboði eiganda sk. Ruthby, stefnda skip þotta á leigu til að fara til Ihiza O'g' sækja þangað saltfarm. Var farmgjaldið ákveðið 190 krónur fyrir hverjia afhenta smálest af salti og 12 dagar voru áskildir til femiing- ar og affermingar, en aukahið- t gjald 300 krónur á dag. — Skip- , ið kom til Ibiza 23. október 1918 og tilkynti skipstjórinn firm- i anu „Salinera Espanola’’ í Tbiza 125. sm. komu sína og að haxm i væri reiðubúinn að taka við farmi jí skipið, en ekki var tekið að jferma skipið fyr >en 12. des. og i var fermingunni lokið 14. des. . k°m skipið með farminn til Hafn- j arf jarðar sein-t í febr. 1919 og ! gerði þá nefndur skipamiðliari og ! fuilltrúi leigutaka upp skipsleig- , una 28. sm. eftir að nppskipun salts- j ins, sem tók fjóra daga, hafði farið fram. Þrátt fyrir þessa uppgerð, sem var lathugasemdarlaus af hálfu skipamiðlarans, taldi skipseigandi eig eiga þessar kröfur á hendur leigutaka: Bætur fyrir 41 auka- biðdag á 300 kr., kr. 12300, og 6r. 4 kr. 96 a. fyrir vangoldna fragt af farminum, þar sem greidd var fragt eftir 1016 kg. tonn í stað 1000 kg. Höfðaði hann mál fyrir sjódómi Reykjavíkur til greiðslu þessara upphreða ásamt. vöxtum og málskostnaði. Hjelt stefnandí því fram, að firmað „Salinera Es- panola” hafi verið farmisendandi þegar það fjekk tilkynningunia frá skipstjóranum á Ruthby 25. okt. 1918 og lað hiðdaga skipsins hafi átt að telja 'frá 26. sm. Stefndur neitaði því hinsvegar að hafa feng ið nokkra vitneskju um hvar Ruth by væri stödd fyr en 8. des. s.á., og neitaði því einnig iað „Salinera Espainola” hafi farið með umboð sitt til að sjá um farm í skipið fyr en eftir að hann hafði leitað þess við firmað eft.ir 8. des. Um farmgjaldið hjelt stefnandi því fram, að venja væri í sialtflutn- ingnm að reikna 1000 kg. tonn, þeasn neitaði stefnlur f.auk mál- inu með dómi sjórjettarins 14. fehr. f. á. með algerðri sýknun stefnda, er var dæmdur 100 kr. málskostnaður. Þótti sjódóminum sannanir bresta fyrir báðum kröfu. liðum stefnandans. Stefnandi skaut þessum dómi til bæstarjettar og mætti þar af heudi hans hrj.mflm. Pjetur Magn ússon en af hálfu stefnda, flutti B. P. Kalman málið, og voru af heggja málsaðila hálfu lögð fyrir hæstarjett ný skjöl og sönnunar- gögn. Var í hæstarjetti 30. f. m. upp- kveðinn í málinn svofeldnr dómur: Kriaifa áfrýjanda um vangoldið farmgjald kr. 674.96 verður eigi tekin til greina, þegar af þeirri ástæðu að miðlari skipsins, sá hinn sami, er gerði farmsamningiim, hefir 28. fehr. 1919 samþykt út- reikning stefnda. á farmgjialdinu athugasemdalaust, en þar er gjald ið miðað við 1016 kg. þunga á tonni, og verður að telja þetta samþýkki næga sönnun þess, að sammingsaðiljíar c: miðlari skips- ins og stefndi, hafi í umræddum farmsamningi miðað farmgjaldið við enskt tonn, þótt það hafi ekki verið tekið sjerstaklega cran Viðvíkjandi kröfu áfrýjanda um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.