Morgunblaðið - 05.03.1922, Síða 1
9. árg., 102. tbS.
Sunnudaginn 5. mars 1922.
tsafoldarprentsmiSja h.f.
Gamln Bió
Sýnir i dag afarekemtilega gamanleiki, tekna af hinu
fræga gamanieikaskáldi Mack Sennet.
Eldabuskubragun
í 2 þáttum, sýnir lífið í eldhúsinu meðan húsbændurnir eru
ekki heima.
Dengsi litli
eða „Den tapre SkrœdderC(, afskaplega skemtileg
mynd frá byrjun tíl enda.
Sýning i dag kl. 6, 7, 8 og 9.
Aðgöngumiðar seldir í dag í Gamla Bíó frá kl. 4. Ekki
tekið á móti pöntunum í síma.
Stjónnanskiftin
Ræða forsætisráðherra
Einar K. 0. Einarssan
syngur í Nýja Bíó i dag kl. 4 e. hád. Við hljóðfærið hr.
markús Kristiánssan.
Aðgöngumiðar verða seldir í Nýja Bíó frá kl. 1 e hád.
i dag og kosta 2 krónur.
Hðaí-DansMkur
Íþróflafjeíags Hetjkjavfkur
verður haldinn næstk. laugardag, 11. mars,
í tilefni af 15 ára afmæli fjelagsins. Skemt
verður með leikfimi karla og kvenna o. fl.
Þeir meðlimir sem vilja taka þátt í dans-
leiknum verða að hafa sent nöfn sin og
gesta sinna eigi síðar en miðvikudagskvöld
kl. 8 í Björnsbakari Vallarstræti 4. —
Á fimtudag verða aðgöngumiðar aílientir, 100 pör fá aðgang að dansleiknum
°g ganga þeir þvi fvrir að fá aðgöngumiða, sem fyrstir tilkynna þátttöku sina.
t
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að fröken Marta
Stephen8en andaðist í fyrrakvöld að heimili sinu, Pósthússtræti 17.
Aðstandendur.
Hjer með tilkynnist að jarðarför Þorsteins sonar okkar er
ákveðin þriðjudaginn 7. þ. ra., byrjar með húskveðju á heimili
okkar Bergþórugötu 18, kl. 1 e. h.
Signý Þorsteinsdóttir, Lúðvig Jakobsson.
í N.d. Alþingis 3. mars. 1922.
Áður en dagskrá var tekin fyrir
í N. d. Alþingis 3. þ. m. tilkvnti for-
sætisráðherra svar konungs upp á
lausnarbeiðni ráðaneytisins og flutti
í sambandi við það eftirfarandi
ræðu:
Með leyfi hæstv. forseta verð jeg
að hafa dálítinn fonnála fyrir til-
kynning minni.
Rjett um þingsetning, jeg- lield
það hafi verið daginn fyrir, komu
til mín tveir sendimenn frá Fram-
sóknarflokknum lijer á þingi, og
sögðu mjer, að þeir hygðu ráðuneyt-
ið vera í minni hluta á þinginu, og
teldu rjett að jeg ba-ði um lausn
fyrir það. í öðru lagi spuröu þeir
hvort mjer nægði ekki skrifleg á
skorun frá meiri hluta þingmanna
mn að sækja um lausn, eða livort
3eg mundi krefjast vantraustsyfir.
lýsingar í heyranda hljóði, eins og
nndanfarið hefir verið venjulegt.
Tlt af fyrra atriði erindis þessa
spurði jeg um það, hvernig á því
stæði, að nokkrir, ekki allfáir þeirra
þingmanna. sem óskað hefðu á síð-
*Na þingi að ráðuneytið hjeldu á-
fram, væru nú snúnir móti því. Svar
við þessari spurningu fjekk jeg ekki
heint, en það var gefiö í skyn, að
orsökin væri sú að Framsóknarflokk-
tirinn vildi taka upp ákveðna stefnu
í viðskiftamálum og verslunar, sem
þeir byggjust við að jeg mundi
ekki aðhyllast. Jeg sagði að að vísú
hefði jeg lítt verið spurður um af-
stöðu mína að þessu leyti, eu það
'finudi rjett til getiS að jeg væri þar
á öndverðum meiði við Framsóknar-
flokkinn, því að jeg væri þeirrar
skoðunar, að nú ætti að fella burtu
þau höft á verslun og viðskiftum og
aðrar ráðstafanir, er komið hefði
vegua ófriðarins, nema aðflutnings
höft um stund, sjerstaklega til þess
að halda uppi gengi (kurs) íslénskr-
krónu, sem sjálfsagt væri að við-
"rkenna opinberlega.
Skildist mjer sendimenn fram-
^óknarflokksins búast við að geta
Sf<fnað sarnan meiri hluta þing-
maöna um stefnuskrá sína í versl-
unar- og viðskiftamálum, og fengið
stjórn. í samræmi þar við. Kvaðst
jeg undir þessum kringumstæðum
og frá þeirra sjónamiði viðurkenna
rjettmæti óska þeirra um að ráðu-
neytið færi frá, og væri jeg fús til
að gera ráðuneytisskiftin sem auð-
veldust. Auk þess tel jeg það sjílf-
sagt, að er ráðuneyti er orðið vit-
andi um það, að meiri hluti þings
sje móti því, þá eigi það sjálft að
gera ráðstafanir til að losna. En irm
hið síðara atriði erindis sendimanna
Framsóknarfl., hvort jeg teldi nægi
lega sannaða með utanþings áskor-
un meiri hluta þingmanna. óskina
um að ráðuneytið bæðist lausnar,
ljet jeg þess getið, að jeg teldi þá
aöferð miður þinglega, rjettara væri
að liafa um þetta atkvæðagreiðslu í
þinginu í heyranda hljóöi, mætti sú
atkvæðagreiðsla fara frarn umræðu-
laust með öllu, okkar samverka-
manns míns vegna, þótt við vissum
vel, að umræöur um traust eða van-
traust væru okknr mjög liaganlegar.
Jeg er nefnilega þeirrar skoðunar
að hvert þing,liver deild hafi rjetttil
að láta vilja sinn í ljósi um þettaefni
umsvifalaust og umræðalaust Samt
sem áður kvaöst jeg mundu bera það
undir samverkamann minn, hvort
við tækjum gilda utanþingsáskorun,
eins og farið var fram á, og lofaði
svari daginn eftir. En það væri með
því skilyrði, að þeir sem gengjust
fvrir áskorununum trygðu það um
leið, að ný stjórn yrði tafarlaust
mynduð svo aö við samverkamaður
minn gætum verið lausir, þegar eftir
að meiri hluti þings hefði lýst því
að hann vildi ekki að við hjeldum
áfram. Sendimennirnir kváðu þetta
skilyrði mjög eðlilegt og koma heim
við þaö sem þeir töldu rjett vera.
Við samverkamenn komumst svo að
þeirri niðurstöðu, að við gætum for-
svarað það að taka gilda utanþings-
áskorun, ef þar meö fylgdi trygging
fyrir því, að við þá gætum verið
lausir. Þetta tilkynti jeg svo sendi-
mönnunum daginn eftir. Jafnframt
tók jeg það fram, að úr því ráðu-
neytisskifti ættu aö verða,þá væri
það afarnauðsynlegt, að þau gætu
orðið sem fyrst á þinginu vegna
ýmissa mála, er flýta þyrfti, fyrst og
fremst samninganna við Spán. Bað
jeg því um það, að hin fyrirhugaða
áskorun kæmi til mín ekki síðan en
í miöri vikunni, er leið, en það
arógst þangað til í vikulokin. Þá
kom áskorun sú, er kunn er orðin.
Bað jeg þá nm lausn fyrir ráðuneyt-
ið og hefi feugiö skeyti frá konungi,
sem er þannig:
„Eftir að Vjer höfum meðtekið
skeyti yðar dagsett 27. f. m. veitist
yöur hjer með sem forsætisráðherra
og dóms- og kirkjumálaráðlierra og
Magnúsi Guðmundssyni fjármála-
ráðherra og atvinnu- og samgöngu-
málaráðherra lausn frá ráðlierraem-
bættunum í náð með eftirlaunum
samkvæmt lögum vegna fyrri em-
bætta og óskum Vjer jafnframt að
þjer og hann annist embættisverk
ráðherranna þar til nýtt ráðuneyti
verði skipað.
Amalinborg 2. marts 1922.
Christim R.“
o
Erl. smilregnii'
frá fréttaritara Morgunblaðsins.
Khöfn 3. mars.
Pólverjar og Finnar.
SímaS er frá Berlín, að Pólverj-
ar og Einnar hafi undirr. samning
um hermálasamband milli þjóðanna.
Eystrasáltslöndin vilja ekki borga.
Eystrasaltsríkin nýju — Lettland,
Estland og Lithauen — hafa tilkynt
Frökkum, að þau neiti að taka þétt
í að borga nokkurn liluta af erlend-
um ríkisskuldum Rússlands hins
forna, þó fram á það verði farið.
Lloyd George valtur?
Símað er frá London, að Lloyd
George hafi skrifaö Austen Cham-
berlain brjef og tjái sig þar fúsan
til samviimu við hann og Balfour,
en kref jist þess hins vegar, að vold-
ugasti maður afturhaldsflokksins,
Georg Young. hætti að leggja snörur
fyrir samsteypustjórnina.
„Daily News“ segir, að búast megi
mmmmmsn Nýja Bió —
Í Demantsskipið.
Leynilögreglusjónleikur í 6
þáttum.
Með spenniugi fylgist maður
með hinum ósvífnu smyglur-
nm á Demantsskipinu, sem
berjast upp á líf og dauða
fyrir að halda demantiuum i
sem kallast Höfuð Budda
og eftir margvíslegar þrautir
sigrar hinn snjalli leynilög-
reglumaður
Kay Hoog.
ÍSýningai* kl. 6,7 '/* og 9
Engin sjerstök barnasýning
en börnum heimilaður að-
gangur á sýningarnar kl. 6
og 7 V,.
ný bók.
Sóldægur, Ijóðasafn
eftir 3ón Björnssan, komin út.
Fæst í bókaverslunum Ársæls
Árnasonar, ísafoldar, Sigf. Ey-
mundssonar og Þór. B. Þorlákss.
Verð aðeins kr. 6.75.
við því, aö Lloyd George muni verða
að segja af sjer eftir Genúa-ráðstefn
una.
Frá Hollandi.
Símað er frá Haag, að þingmanna
deild Hollendinga liafi felt frum-
varp frá jafnaðarmönnum í þinginu
um miljón gyllina fjárstyrkv til
Rússa.
Dýrtíðarvandræði í Þýskalandi.
Símað er frá Berlín, að þar sjeu
stjórnarfarsleg vandræði yfirvof-
andi í innanríkismálum, vegna
snöggrar og ákafrar verðhækknnar.
Nýja stjórnin í Egyptalandi.
Reuters frjettastofan segir frá því,
að San Vat Pasha sje oröinn for-
sætisráðherra í Egyptalandi. Víða
hefir mannfjöldinn sáfnast saman
fyrir utan lögreglustöðvarnar og
mótmaút yfirlýsingu ensku stjórn-
arinnar.
Nýr Rússlandssamningur.
Opinber viðskiftasamningur milli
Rússa og Svía hefir nýlega verið
undirritaöur.
ófriðurinn í Litlu-Asíu.
Ófriður hefir byrjað á ný í Litlu-
Asíu milli Tyrkja og Grikkja.
--------o-------