Morgunblaðið - 07.03.1922, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1922, Blaðsíða 1
Stofnandi: Vilh. Finsen. Laildslllað Logrjcttai Ritstjóri: Þorst. Gíslason.. ---------------!------: 9. ðrg., 103. tbl. Þridjudaginn 7. mars 1922. ísafoldarprentsmiSja h.f. Stórfengleg og afarskrautleg ævintýramynd, sem gerist L kvennabúri soldáns i Miklagarði. Myndin er í 6 þáttum og gerð eftir bendingaleik eftir Max Rein'nardt. Myndin er leikin af bestu þýskum sænakum og norsk- um leikurum, og aðalklutverkin leika: Pola Negri, Jenny Hasselquist, Egede Nissen, Harry Liedtke, Paul Wegener, Ernst Lubitz. — Jalnskrautleg og íburðarmikil mynd að öllum útbúnaði, hefir varla sjest hj$r á landi áður. Aðgöngumiðar kosta aðeins kr. 1.50 og 1.00. iwiiiiiiiwwi ',iii ''i'wawiv.. Hæstipjettur1. i. Því var alment fagnað hjer á landi, þegar vjer með siambands- lögunum fengum rjett til að taka heim í landið æðsta dómsvald í málum vorum, eftir að það liafði verið í öðru landi í nálegfa 7y2 ö'd, og beið þess ekki lengi að vjer notuðum þenna rjett vorn því með lögum nr. 22, 6. október 1919 er dómsvald hæstarjettar Dan- merkur í íslenskum málum afnum- ið, og jafnframt með somu lðg- ,um settur á stofn hæstirjettur hjer í landinu, sem hefir svo starfað síðan 1. janúar 1920. Á þessari tveggja ára reynslu er vjer höfum fengið af starfi hæstarjettar hjer heima, munum vjer geta siannfærst um að hann fullnægir ekki þörfum landsmanna sem aðallega kemur til af því. að hann er almenningi of dýr og gerir mönnum ókleift að leita þangað til þess að ná rjetti sín- um. En með 2. gr. hæstarjettar- laganna var landsyfirrjetturinn í Reýkjavík lagður niður {>egar hæstirjettur tók til starfa, svo að dómsstig í íslenskum málum eru uú alment aðeins tvö í stah þriggja áður. Að þessu leyti er ástandið svipað nú og það var hjer áður þannig að segja má að lands- yfirrjetturinn hafi verið gerður að æðsta dómsmál landsins, en tveim dómurum bæt.t við í rjett- iun. En að hæstirjettur er dýr- ai’i en landsyfirrjetturinn var áður, stafar af ýmsum nýmœlum í mál- flutningmim, sem hæstarjettarlög- in hafa inn leitt, t. d. munnlegan málflutning og prentun ágripa úr dómsgjörðunum, sem 37. gr. ger- ir mð fyrir, hækkun rjettargjalda o. fl. — Mjer kom það þess vegna ekki að óvöru, er jeg varð þess var, að fyrir þiugið hafði komið frumvörp um breyting á hæsta- rjettarlögunum. Á hinu furðiaði mig meir, er jeg sá í hverju þess- ar breytiugar voru fólgnar, sem sje í því, að sameina lagaprófess- oraembætti Háskólans við dómara- einbætti hæstarjettar, þannig að sömu menn skuli gegna báðum embættuuum — fyrst, meðan þeir menn er nú gegna þessum embætt- um, á landsstjórnin með samningi að fá þá til að taka við öðru em- bættinu jafnóðum og það losnar, en síðiar er ætlunin að 'þetta fyrir- koniulag verði lögfest. Flutningsmenn þessa fmmvarps, sem eru þrír bændur í neðri deild, segja í ástæðum fyrir því, að laga- prófessorar við Háskólann og dóm arar í hæstarjetti hiafi svo lítið að gera. að það sje þess vegna eðlilegt og sjálfsagt að sameina embættin. Þannig hafa verið dæmd í liæsta- rjetti árið 1920 aðeins 34 mál og 26 mál árið 1921, og sje það harla lítið starf handa 5 mönnum. Þá er örurar ástæðan, sem háttvirtum þiugmönnum er mjög tamt að grípa til — eins og til þess að þóknlast kjósendum — þ. e. spam- aðurinn,en jeg vil ekki að óreyndu ætla nokkurn fulltrúa á Alþingi svo lágt hugsandi, að haann láti sjer til hugar koma að afnema æðsta dómsvald ríkisins eingöngu vegna þess, að hann sjer við það nokkrar krónur sparaðar. Læt jeg þess vegna þá ástæðu liggja niðri, en sný mjer að aðalefninu. II. Eins og’ bent var á hjer að fram- an, er líkt ástatt með hæstarjett nú eins og var með landsyfirrjett- inn áður. Landsyfirrjetturinn var áfrýjunardómstóll frá undirrjetti hvaðanæfa af landinu, og sama gildir með hæstarjett nú. Það er þess vegna vert að hera saman rnálafjölda fyrir landsyfirrjettin- um áður við málafjölda fyrir hæstarjetti nú, því sje alt eðli- legt, ætti hæstirjettur ekki að hafa færri mál, sjeu mál í hjeraði ekki færri nú en áður. Árið 1919 vom dæmd eða úrskurðuð í liandsyfir- rjettinum 67 mál, árið 1918 72 mál og árið 1917 99 mál, og ef vjer förum lengra fram í tímann, verð- ur niðurstaðan sarna, 70—80 mál að jafnaði á ári. — Af þessu hlýt- ur það lað vera hverjum manni Ijóst, að nægilegt verk er tilhanda hæstarjetti, en gallinn er einungis sá, að almenningur hefir ekkiefni á að geta sótt mál sín þangað, sókum þess hve málflutningur fyr- ir rjettinum er dýr. Og þó mun það sennilega ehinig öllnm vera ljóst, að ekki verður málflutning- urinn fyrir hæstarjetti ódýrari fyrir það eitt, að aðrir menn sitji í rjettinum, þótt það væru pró- fessorar frá Háskólanum í stað fastra dómiara. f öllum löndum hefir verið gert mikið til þess, að gera dómsvald- ið sem sjálfstæðast og óháðast. Höfum vjer einnig gert hið samá. Þannig höfnm sett í stjórnai*- skrána. ýms ákvæði er miðia að þessu. Dómendur hæstarjettar eru þar sviftir kjörgengi til alþingis sbr. 30. grein 2. mgr. Sjerstakur Icafli í stjórnarskránni ver dóms- valdið gagnvart öðrum handhöf- urn stjórnvialdsins, aðallega fram- kvæmdarvaldinu og setur dóms- valdið að sumu leyti yfir fram- kvæmdarvaldið. Öll eru ákvæði þessi sett til þess að tiyggja dóms- valdið og gera það sjálfstætt, svo iað það geti uiinið sjer traust og hylli bæði innan lands og ntan. Mundi það þá ekki illa farið, ef alþingi þegar á þriðja ári, sem vjer höfum haft æðsta dómsvald- ið í liandinu sjálfu. fari að kippa svo undan því fótiuium, að hæsti- rjettur, sem sjálfstæður dómstóll væri í rauninni ekki til lengur. Því ver væri þar farið, þegar jafn- framt á að draga úr starfi og fram kvæmdum lagakensluimar við Há- skólann, því það tel jeg ótvírætt að leiði af því, ef prófessorar þar verða jafnframt gerðir að dómur- um í hæstarjetti. Það er mikill mis- skilningur, að ætla að kennara- starf lagadeildar og dómanastarf sje svo náið og skylt að það yrði HWBHHBH8HK9 Nýja Bíó i— Vísinöamaöurinn og mannöýriö eða Tvífarinn. Sjónleikur í 7 þáttum eftir Robert Louis Stewenson, leikinn af hinum aiþekta leikara John Barrymore. Sagan gerist um 1850—60 í London og er tekin á »FiImuc af amerísku fjelagi, í tilefni af að þá hafði aðalleikarinn John Barrymore leikið þetta sama stykki á leiksviði 200 siiraum af frábærri snild, enda er leikur hans í kvikmynd þessari óviðjafnanlegur, og fyrir leik þenna var það að honum bauðst Sstórfje til að áfram við eitt stærsta fjelag í New York, en sem hann hafnaði. Hans leiklist sjest þwi ekki nema f þessari einu mynd. Sýníng kl. 81/*- HHHHHHHBS9HHHHHHHHHH9H8HÍ Sölubúð. Agæt söiubúð í miðbænum, við eina fjöliörnustu götu bæjar- ins, er til leigu, nú þegar, eða í vor. Lysthafendur geri svo vel, að seuda nöfn sín í lokuðu brjefi, merktu 200, á afgr. Morgunbl. aBBHHBHHHHHHHHHaglll'MIIIBIIHHII lllli MMHiiWESSa&BHiHHHHH Jarðarför Margrjetar Magnúsdóttur (f. Ólsen) fer fram mið- vikudaginn 8. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, kl. 1 e. h. Reykjavik 6 mars 1922. Fósturbörn hinnar látnu. Tónlistarhættir (fyrra hefti) eftir Jón Leifs, komnir. Fást hjá bóksölum. Aðalútsala hjá Ársæli Árnasyni. Verð 3 kr. þess vegna einungis til bóta við kensluna ef kennariim væri jafn- fi.amt dómari, því við það fengjn nemendur meiri kynning af laga- framkvæmdinni. Jeg er þeirrar skoðunar, að það sje í rauninni jafn nauðsynlegt fyrir prófessora lagadeildar að vera lausa við við dómarastarfið, eins og það er nauðsynlegt fyrir dómsvaldið að vera laust og sem óháðast fmm- kvæmdarvaldinu. Ætlunarverk pró fessoranna er að segja og ským fyrir nemendum ýnisar kenningar sem hafa komið fram í lögfræð- inni, og her þeim því að hiafa vakandi auga á ölltim nýjungum sem þar gera vart við sig. Kensl- an er minst fólgin í pósitivum lagaákvæðum, en lögin einnngis notuð til stuðnings við kensluna. Hugmyndaflug og víðsýni pró- fessoranna á að vera sem víðtæk- ast og frjálslegast og sem minst- um takmörkum háð. Um dómar- ana aftur á móti, er gerður sterk- ur rammi, sem þeir mega ekki brjóta af sjer, þar sem eru lögin. Prófessorinn má, og sem leiðtogi lögfræðinnar á að „kritísera” lög og dóma þá, sem dómstólamir kveða npp. Slík „kritik” er holl og nauðsynleg við kensluna, en allir sjá hvað úr þeirri „kritik* ‘ yrði, ef prófessorum er ætlar að verðia fastir dómarar. Þá er pró- fessorum ætlað, eftir því sem tími og ástæður leyfa, að skrifa kenslu- bækur á móðurmálinu í þeiin greinum, er þeir kenna, og er það harla óviðeigiamdi þegar þing- menn g-efa í skyn að prófessorar lagadeildarHáskólans hafi ekkert gert. Eru þá illa þökkuð þau miklu og góðu verk í þarfir lögfræðinnar sem liggja eftir þá,_ núverandi pró- fessorar Einar Arnórsson, hæsta- rjettardómara Lárus H. Bjanason og fyrivera.ndi prófessor Jóh sál. Kristjánsson. Beri menn störf þeirra saman við það er liggur eftir aðra prófssora við Háskól- lann og jeg hygg að þau verði ekki síðri metin. Eitt er það enn, ekki lítilsvert, ;— og sem garir það nauðsynlegt, að dómarar í hæstarjetti sjeu ekki hálfir, heldur fastir og heilir við sitt starf, en það er dómvenja (praxis) sem þeim ætlað að mvnda. Það er mjög mikilsvert fyrir allan rjettargang, að dðm- venjan sje föst og sem minstúm breytinum undirorpin, og ber það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.