Morgunblaðið - 07.03.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1922, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ merki om traustan og öruggan dómstól. III. Aðalgalli á rjettarfari voru nú, sem jeg vonaði og bjóst við að yrði liagfærður, 'hann er sá, að okkur vantar málskotsdómstól inilli hæstarjettar og undirrjettar þ. e. yfirrjett. Sá dómstóll er jafnnauð- synlegur fyrir hæstarjett sjálfan, sem fyrir ialt landið. Með því feng- ist óræk trygging fyrir rjettum dómum í hæstarjetti, ef hann tæki við málunum frá einum og sama undirrjettinum, í stað þess nú að taka við misjafnlega 'undirbúnum málum og misjöfnum dómum frá undirrjettum alstaðar að frá lí’ndinu. Og með því væri al- menningi trygt að ná rjetti sínum á hagkvæman máta. Frá undir rjetti færu málin til yfirrjettar og þar væri að sjálfsögðu skriflegur málflutningur. Þau mál sem kæmu fvrir hæstarjett yrðu þá ætíð vel undirbúin, en það er fyrsta trygg- ing fyrir rjettri dómsálagningu. I hæstarjetti eru nú sex fastir embættismenn — fimm dómarar og hæstarjettarritari. Ætlast jeg til 'að breyting á þessu yrðu sú, að framvegis yrðu aðeins þrír dómarar í hæstarjetti, og svo aðrir þrír í yfirrjettinum, svo auk- inn kostnað þyrfti þetta ekki að hafa í för með sjer. Prófessoriam- ir eiga að vera lausir við rjettina, að öðru en því, að þeir tækju þar sæti, ef það yrði lautt, eins og nú á sjer stað við hæstarjett, þ. e. ef einhver dómara þarf að víkja úr sæti. Jeg tel það væri mikil rjettarbót, ef lík breyting og hjer er stungið upp á, kæmist í framkvæmd, og hefði gagnstæSar verkanir við frumvarp það, sem hefir verið lagt fyrir þingið nú,; sem eingöngu mundi leiða af sjer margt ilt, en ekkert gott. Jón Kjartansson. fir símfregnlr fvá fréttaritara Morg-unbiaðains. Khöfn 4. mars. Skattskylda þýskra samvinnu- fjelaga. Símað er frá Berlín, að meiri hl. skattanefndarinnar hafi samþykt að samvinnufjelög bæuda skuli ekki undanþegin skatti af viðskiftaveltu sinni. Genúa-ráðstefnunni frestað. Júklegt þykir, að Genúa-ráðstefn- unni verði frestað fram í maímánuð, með því að ítalska stjóínin er mjög laus í sessi. Harding og hungursneyðin í Rússlandi. Blaðið Daily Tekgraph segir, að ITarding forseti hafi lagt niður for- niensku f jelagsins, sem gengst fyrir samskotum í Bandaríkjunum til h iálpar Kússum, með því að Hoover hafi sanuað, að Dubrovsky, uinboðs- breióslu bolshvíkingastefnunnar í Bandaríkjunum, hafi notað sam- skotafjeð til undirróðurs og út- breiðslu bolhvíkingastefnunnar í sjálfum Bandaríkjunum. Il'l Éf iM. Hr. Garðar Gíslason stórkaupm. liefir eftir beiöiii látið blaðinu í tje framhald af hinni fróðlegu skýrslu sinni til landsstjórnarinnar, sem lijer birtist nýlega. Til framhalds á skýrslu þeirri, er jeg gaf landsstjórninni meðan jeg dvaldi í Ameríku s. 1. sumar og birt var í Morgunblaðinu 26. f. m., má geta þess, að nokkru síðar birt- ist frumvarp til toll-laga í Banda- ríkjunum. Samkvæmt því átti meðai lannars að leggja innflutningstoll á neðantaldar vörur sem hjer segir: Ull. Ull á gærum 24 cent pr. lb.*) (miðað við fullþvegTia ull). Óhrein ull 25 cent pr. lb. Fullþvegin nll 26 cent pr. lb. Þó þannig að tollurinn nemi al- drei meiru en 35% af verðmæti uilarinnmar. Fiskur. Ferskur, frosinn eða í ís 1 cent pr. lb. Laus eða í umbúðum, er vega með innihaldi yfir 30 lbs 1% cent pr. Ib. með umbúðum. Söltuð síld, 1% cent pr. lb. með umbúðum og pækli. Hrogn til fæðu 28% af verðmæti Lýsi. Síldariýsi 8 cents pr. Am. gallon (um 71/2 lb.). Hval- og sellýsi 12 eents pr. Am. gallon. Þorskalýsi 12% cents pr. Am. gallon. Um þetta tollfrumvarp hófust jiegar miklar deilur í ræðum og riti og hefir þar af leiðandi taf- ist rnjög afgreiðsþt þess á þingi | (Congress) Bandaríkjanna, og má ! búa.st við að það taki ýmsum | breytingum áður en það verður að lögum. ; Þar sem þes-si lög snerta mjög mikið flestar íslenskar afurðir og bljóta þar afleiðandi að hiafa á- hrif á viðskifti milli íslands og Bandaríkjanna, furðar mig hve lít- ill gaumur þeim hefir verið gefin. Me&an jeg dvaldi í New York lagði jeg sjerstaklega kapp á að ganga úr skugga um það, hvort íslensk ull og gærur fengist flutt inn í Bandaríkin tollfrjálst, með- an bráðabirgðatoll- lögin, sem gétið var um í nefndri skýrslu minni, væru í gildi. Meðan eigi fjekst úrskurður um það efni, vildi eng- inn kaupandi líta við þessum vörum. Jeg sneri mjer til aðstoðar- raanns f járinálaráðherrans, er hafði tollmál með höndum, og toit- stjórans í Washington og fjekk þaðan nokkru seinna tilkynningu um það að þessar vörur mundu verða fullfrjálsir meðan bráða- birgðak giltu, og það tilkynti jeg stjórnarráðinu strax símleiðis. Eft- ir þetta, og með þessa tilkynningu í höndum, gat jeg dálítið vakið athygli manna á umræddum vör- um og hefir nú mikið af þeim selst til Bandaríkjianna eins og kunnugt er. Þareð líkindi eru til þess að sauðskinn (ullarlaus) verði toll- *) lb. = enskt punid, 90 kvint. frjáls í Bandaríkjunum eftirleiðis og útfl'utningur hjeðan á söltuðum gærum er ýmsuiii vandkvæðum bundinn, kvnti jeg rnjer ullarios eða gærurotnun, og gergi í vetur nokkra tilrauu í því cfni, en get þó eigi að svo komnu sagt um árangurinn. Jeg gerði mjer einnið far um að kynnast lýsismarkaði í Bianda- ríkjunum og fjekk efnafræðislega rannsókn á nokkrum íslenskum lýsistegundum og upplýsingar um ti! hvers lýsið er nothæft. Besta þorskalýsi notast sem læknislyf og til fæðu. Ammð þorskalýsi til sútunar, annars iðnaðar og ræktunar. Síldar lýsi til sútunar, sápu, málninga, linoleum-dúka, prent- svertu, stálherslu og smurninga. Hvallýsi til fæðu, sútumar, sápu spuna, glycerinegerðar, ræktunar og stálherslu. Sellýsi til ljósa, sútunar, sápu, spuna, glycerinegerðar og rækt- unar. Eftir þeim upplýsingum, er jeg gat aflað mjer um innflutning og framleiðslu ýmsra lýsistegunda, var það sem hjer segir: Samtals Hvallýsi GO 2- 05 Úr öðrum fiskteg. GO w so 0 9» £. ffi. Smálestir af: 0 ro cu C —J -3 4- —3 00 Cí 1—‘ 0 CTi >—• to GO GO O' <rt- ZC 9—* O <0 05 -3 >—* 05 1—* B Cn co CJ* 05 05 CD co 4^ r£ h-* M< Ot *—‘ -1 h-* 4^ P 05 05 05 —4 P 9—‘ 05 O GO E* ►—• ÍC 4^ 0 CD P r-r ZD cO OO >-«* CP- 05 -4 9—1 GO 05 to 05 ZD 05 >-*■ 1—* 05 e-t- »—* CT5 Ox 05 05 0 b-‘ —3 P 4^ oc 05 CO 05 4- 0 ‘ -4 05 g. CO 05 rCn GO 05 O’ 05 w g •4 Kþ 4^ Cn 0 CH GO rt- H-* M( 0 >—* 05 P to 00 CD <T' P (X to -3 to 05 •— tO 0 05 Cn rt- CO 9—* O 05 CD •-4» -1 So zD 05 GD —1 05 4*. g QO OO to 05 05 05 co 05 CO bO i—‘ 0 >—* >—* 05 P OC -3 Cn P 05 co 05 0 0 22 —4 05 05 -J CO IsS ►—* to 0 4^ 0 to »—‘ p 01 ÞO 05 tO 05 g 05 ZO 0 0« >-*■ ►—* co 4^ -3 £ ö> 89 3 99 3 ÍS' e ■3 e 3 89' a ta ■ti 1 » l HMB 89 33 B9 3 8. e 3 e i Af þessu sjest, að árleg lýsis- notkun í Bandaríkjnnnm er til jafnaðar um 24500 smálestir. í Bandaríkjunum er dálítill markaður fyrir saltað helagfiski (sem frá gamalli tíð gengur undir nafninu „Iceland Halibut”) og haiðfisk. En sú fisktegund hjeð- an, sem aðallega ætti að geta selst í Ameríku er síldin, ef alúð er lögð við að tilreiða hana á við- eigandi hátt, og umrædd tolllög- gjöf hindrar ekki innflutning. o- Stjórnarskiftin. I gær tókst það loksins, að mynda nýja stjórn. Mun tilkynningin um það liafa farið til konungs í gær- kvöld, og svar ætti því að vera væntanlegt í dag. I nýjn stjórninni verða: Sig Eggerz forsætisráðherra, Kle- mens Jónsson fyrv. landritari og Magnús Jónsson lögfræðisprófessor. Stjórnarmyndunin gekk mjög í þófi, svo að uærri lá aö hr. Sigurður Eggerz yrði að gefast upp við hana. Þessir tveir menn, sem nú verða með honum. komu fyrst til tals á laugardaginn, og samkomulag um þá náðist síðdegis í gær. Ekkert skal um það sagt, að svo stöddu, hverja stefnu stjórn þessi sje líkleg til að taka í aðalmálum þeim, sem nú liggja fyrir, en um þaö fræðast meun væntanlega inn- an skams, þegar hún tekur sæti í þinginu. IIún hefir fengið loforð ýmist um stuðning eða hlutléysi hjá þeim þinghópum, sean æsktu þess, að núverandi stjórn segði af sjer. En hitt er líka kunnugt, aS hún varð til út úr megnum vandræðum ineðal þessara sömu inanna, þegar alt var að lenda í strandi hjá þeim. ------0----- Alþingi. Fundur. 1 neðri deild í gær urðu talsveröar umræður um aðfliitmngsgjaldið á lcolum og salti. Fjárhagsnefnd skilaði nefndar- áliti sínu, og hafði Jakob Möller framsögu málsins. Kvað hann nefndina hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hallinn, er stafaði af saltkaupum landsstjórn- arinnar, vegna styrjaldarinnar, væri uppunninn. Hefði hann verið tæp- ar 500 þús. kr. Mundu um 77 þús. smál. af salti hafa verið fluttar inn síðan lögin frá 12. ágúst 1919 gengu í gildi, sem ákvæðu 8 kr. gjald af smálest hverri. Væri því komið um 100 þús. kr. fram yfir. Leggur því fjárhagsnefnd til, að gjald þetta falli niður frá 31. mars n. k„ en upp frá því greiðist aðeins venju- legur vörutollur af því. Skakkinn á kolakaupunum nam um 900 þús. kr. í lok styrjaldar- innar. Til þess að bæta npp þennan halla, var sem kunnugt er, heimilað með lögum 28. nóv. 1919, að leggja 10 kr. (aðflutningsgjald á hv’erja kolasmálest, uns hallinn væri upp unuinn. Þessi halli er eigi að fullu upprunninn onn, og leggurþvínefnd in til. að aðflutningsgjald á kolnm skuli vera 5 kr. til ársloka 1922,' en upp frá því greiðist aðeins vöru- tollur af hverri smál. Ilafði nofndinni jafnvel komið tií hugar að fella hækkun kolatolls- ins alveg niöur, <>n sá sjer það ■ kki fært. Jón Þprláksson kom með brtt. þess efnis, að endurgreiða skyldi útgerðarm. ísl. botnvörpuskipa 2 kr. af hverri smálest, sem þau skip taka hjer á landi til notkunar á skipun- um sjálfum á árinu 1922, en till. þessi var feld. Fór svo eftir nokkr- ar umr. að brtt. nefndarinnar við stjórnarfrv. voru samþyktar. Þá urðu nokkrar umr. um niður- fellinguna á prentun á umræðuparti Alþingistíðindanna. Hafði fjárhags- nefnd klofnað í máliiiu, og vildi meiri hl. M. Kr„ Jak. M. og Jón Baldvinsson félla frv„ en minni hl. Þorl. og J. A. J. vildu samþ. þaö. Jakob var framsögum. meirihl. Leiddi liann rök að því, að lítið mundi sparast við þetta, sennilega ekki nema um 10 þús. kr„ og sá sparnaður mundi alveg uppjetast og meira til, ef prentun þingtíð- incbmna yrði upp tekin fljótlega aftur, því að þá mundi þetia prent- ast. Auk þess kvað bann þjóðina hafa fiilla heimtiugu á því, að sjá hvað þingmenn hennar segðu. Einn- ig væru Alþingistíðindin uauðsyn- leg til lögskýringar og til ýmislegra upplýsinga, sem öllum ætti að vera gert mögulegt að nota sjer. Frsm.. minni hl. var Þorl. Guð- mundssou; hjel thann snjalla ræðu, setu vel hefði verið þess verð að koma á prent í Þingtíðindunum og að skorið væri upp úr lienni. Yjek hann máli sínu aðallega að prentur- um og atvinnuleysingjum í Reykja- vík. Kvaðst hann ekki geta vorkent prenturum þó að þeir mistu eitt- hvað atvinnu sína, því áð nóg væri til handa þeim að gera. Bátar lægju uppi 4 landi, sem rúmuðu 8—10 prentara, og engin hætta væri á því að þorskurinn fældist þá. — Hann væri ekki múnnglöggur. Einnig væru til nógar eyðijarðir Iianda þeim. Atvinnuleysið stafaði af því, að menn þyrptust til Rvík- ur, eins og sauðir á rjett, í stað þess að vera á beit úti um lieiðarnar. Jakob svaraði. og Þorloifur aftuv’ og ljet engan bilbug á sjer finna. Sannaðist það líka við atkvceða- greiðsluna, að ræða Þorl. liafði haft tilætlnð álirif. Var samþ., að við- liöfðu nafnakalli að fella niður prentun Þingt. mea 15:10 atkv. •— Já sögðu Einar Þ„ Gunn. S„ II. K„ Ing. B„ Jón A. Jónsson, Jón S„ Jón ÞorL, M. G„ Ó. Pr., P. 0., P. Þ„ Sig. St„ Þorl. G„ Þori. J., Þór. J. — Nei sögðu: Bjarni, Bened., Eir., Jak., Jóti B„ Magn. J„ .M. Ki'., St. St„ Sv. Ó„ Þorst. J. Frv. um skifting Húnavatnssýslu í 2 kjördæmi var afgreitt frá deild- iiini til Ec]., með 20 samhlj. atkv. Fleira markvert gerðist ekki. Dagskrá Ed.: 1- Um skifting Húnavatns- wýsbi í tvö kjördæmi, 1. umr. (Ef levft verðar). . 2. Till. til þings- ályktuuar um laiiclhelgisgæslu; ein umr. Nd.: Um frestun á framkvæmd laga nm fræðslu barna. 22. nóv.1907, og laga um breyting á þeim lögum, 24. sept. 1918, og laga um skipnn bai'iiakennara og laun þeirra, 28. nóv. 1919; 1. umr. -------0------- Nnl i! iHUMl Eins og kunnugt er uröu all- miklar umræður bæði í blöðum og manna k milli út af Píslarþönk- unum svo nefndu. Þar sem um- ræðni' þessar eru ekki emx þá al- veg fiallnar niður, þó mörgum hafi fundist þær iharia óþarfar frá upp- hafi — en menn spjalla um þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.