Alþýðublaðið - 18.05.1958, Side 3

Alþýðublaðið - 18.05.1958, Side 3
Sunnudagur 18. maí 1958. AlþýSublaKi! Alþýöublaöiö Útgei’andi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastj óri: Ritstj órnarsimar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson, Emilía Samúelsdóttjr. 1 4 9 0 1 og 1 4 9 0 2. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýöuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Dáið bros á vörum SJÁLFSTÆÐlSFLOKKUPvINN hefur undanfarið gert sér dælt við verkalýðslhreýfinguna og þótzt bera hag' alþýð- unnar f yrir brjósti öllum öðrum ’fremur. En nú hefur brosið allt í einu dáið á vörum ihans. Ólafur Thors gat ekki á sér setið að setja upp gamla andlitið í áttina til vinnandi stétta í maraþonræðunni á alþingi á miðvikudag, þegar hann ræddi efnahagsmjálatillögur ríkisstjórnarinnar sællar minn- ingar. Þar sá hann ástæðu til að fara hörðum orðum um það athæfi ríkisstjórnarinnar að hafa samráð við verkalýðs- hreyfinguna og bændasamtökin. Þetta er eldki alls kostar í samræmi við niálflutning Morgunblaðsáns undanfarið, enda kennir margra grasa í áróðri Sjálístæðisílokksins. Morgunblaðið réðlst á ríkisstjórnina eigi alis fvrir iöngu vegna þess að hún hefði svikizt um að fealla nítján maiina nefndina svo- kölluðu saman til í'undar að ræða tillögur og úrræði í efnahagsmálunum. Nefndin settist á rökstóla um svipað leyti. Þá sneri Morgunblaðið við blaðinu og sagði, að fundarhöld hennar væru aðeins til málamynda, hvi að fyrirfram væri ákveðið, hver úrslit yrðu á fundi henn- ar. En á íniðvikudag kvartaði svo Ólafur Thors hástöf- um yfir því, hvað nítján manna nefndin réði mikiu, hún væri sett skör hærra en sjálft alþingi íslendinga og stjórnarskrárbrot, hvað ríkisstjórnin mæíi hana mikils. Útgáfurnar af málflutmngi Sjálfstæðisflokksins eru þannig orðnar þrjár á örfáum dögum. Ekkerí sýnir bet- ur, hvað hann er málefnalaus í stjórnarandstöðu sinni. Hann snýst nú í hring eins og veðurviti. Ólafur Thors komst svo að orði í þes'su sambandi: „Með því að flytja úrslitavald þjóðarinnar út fyrir veggi alþing- is og til vissra stéttasamtaka !er gaigvænleg hætta færð yfir þjóðina. Það eru löglega kjörnir fulltrúar þjóðarinn- ar á alþingi ósamt þjóðkjörnum tfjorseta, sém samkvæmt stjórnarskrá landsins ber að fara msð þetta vald'1. Þessi ummæli verða auðvitað ekki misskilin. Ólafur álítur til- ræði við aíþingi, lýðræði og þingræði, að ríkisstjórnin hafi samráð vio verkalýðshreyfinguna og bændasamtökin um efna'hagsmiálin. Minna má ekki gagn gara í áróðri og ýkjum_ Sjálfstæðislflokksins. Og Ólafur 'hnykkti á með þeirri fullyrðingu, að sjá'fstæði þjóðarinnar væri í voða ef ríkisstjórnin ætlaði að haida 'áfrarn að hafa samráð við nefnda aðila. Hann þvk'tst ■mieð öðrum orðum fara með hlut verk frelsisihetju með því að gretta sig framan í vinnandi stéttir. í þessu sambandi er ckki úr vegi að spyrja Ólaf Thors, hvorí han láti hjá líða að lesa Morgunblaðið. Vissi mað- urinn ekki, að það hafði krafizt þess fyrir nokkrum dög- um, að nítján manna nefndin yrði kölluð saman tii fundar? Fór fram hjá homnn, að Morgunhlaðið taidi svo, að nítján manna nefndin hefði aðeins verið kölluð saman til málamynda og átti að fal’last á fyrirfram á- kveðnar ákvarðanir annarra aðila? Er ekki von að mað- ur spyrji, þergar Ólafur gengur upp í ágætasta ræðustói landsins þess erindis að boða þjóðinni, að einmitt þessi nítján manna nefnd hafi allt of miki'l völd, hún ráði meira en sjálft alþingj og þess vegna þurfi að efua til frelsisbaráttu á íslandi? Ólafur er hér kominn í sjálf- heldu. Satt að segja virðist til miki'ls mælzt að nokkur maður lesi Morgunblaðið sér til skilnings á íslenzkum stjórnmálum, en helzt ætti að mega ætlast til þess af Ólafi Thors. Formaðúr stjórnmálaflokks, sem ekki ies málgagn sitt, getur búizt við skelli á svellinu. Og hvers Vegna les Ölafur ekki Morgunblaðið? Hann setti að hafa feomið því i verk vegna annríkis við að g'era tillögur í efn'ahagsmálunum, því að það hefur ‘honum láðst algerlega. Er þetta kannski m'óðg.un við Bjama Benediktssón? Og svo reynist Óla'fur tekkert sbárri, þegar hann stígur í stólinn á alþing'i. Þvílík frammistaða af xnanni, sem mælist til aukinna áhriifa 'Og vald'a á íslandi! ( Utan úr heimi ) Tvö hundruð ára minning: FÁIR MENN sögunnar hafa hlotið iafn misjafna dóma og Maximilien Robespierre, sam- vizka frönsku byltingarinnar, eins og samtíðarmenn kölluðu hann. —• Óvaldir dónar hafa hlaðið á hann eigin glæpum og rógurinn hefir gert hann að ófreskju og ókvæðisorðum ver ið hrúgað á gröf hans. Menn hafa varið ævi sinni tip þess að hreinsa minningu hans og skilja bjsmi frá kjarna í rann- | sóknum sagnfræðinganna. Á-1 sakanir og afsakanir hafa hlað izt upp. — En hver vr þessi maður, sem alþýðan hóf til skýjanna og hvers minningu éngin lýðræðisstjórn hefir leyft sér að óvirða, og stjórn- niálamenn Frakklands kynna sér enn bann dag í dag og telja kenningar hans og lærdóma byltingarinnar væniega til þess að leysa vanda samtímans? Maximilien Röbespierre fæ'dd ist 6. maí, árið 1758 i Arras í Flandres. Faði,r hans var af gömlum og virðulegum ættum. Var hann málfærslumaður og sennilega efnum búinn. Móður sína misstí Robespierre er hann var á sjötta ári. Upp frá því var hann alvarlesur og iðinn, blandaði lítt geði við jafn- aldra • sína, en fór einförum og las mikið. Hann stundaði nám í París og þótti skara fram úr um kunnáttu og skap- festu. Rúmlega tvítugur að aldxi varð hann málfærslumað- ur í fæðingarbæ sínum og vakti strax athygli fyri- mælsku og rökvísi. Var hann brátt skipað- ur dómari, en sagði bví starfi lausu þar eð hann boldi ekki að dæma menn til dauða. Afskinti hans af stjórnmál- h^fust ér tilkvnnt var, að stéttaþing skyldi kallað saman óg rædd bar vandamál ríkis- ins. Var hann kosinn á þingið sem fulltrúi Arras. Robespierre var mikill aðdá- andi Rousseau og fylgdi kenn- ingum hans í flestum grein- um. Kom því af sjálfu sér að hann skipaði sér yzt til vinstri á stéttarþinginu og gerðist brátt foringi þeirra, sem lengst vildu ganga í endurskipulagn- ingu þjóðí'élagsins, — þriátíu &tkvæðin) kallaði Mirebeau þá. Og þegar byltingin skall á varð hann brátt einn fremsti foringi og hug’suður hennar. Byltingin var líf hans og í hennar þágu fórnar hann öllu, — iafnvel lífinu. Eftir dauða Mirabeau verð- ur Robespierre valdamesti mað ur Frakklands, og' berst ótrauð ur t'yri- hugsjónum bvltingar- innar. Hann var vel til for- ingja fallinn. Ræðumennska hans þótti 'einstök og honum veittist mjög auðvelt að sann- færa aðra um ágæti skoðana sinna, og hann var jafnan viss í sinnj sök. Hagsmunir fjöldans setti hann ofar eigin hag, enda var hann kallaður l’Incorruptible —- eiginijága hinn ósvejigjanr legi. Og þrátt fyrir ofsalegar ásakanir tókst aldrei að sýna fram á að hann hafi notað vald sitt í eigin hagsmunaskym. Robespierre var fullljóst, að byltingin var upphaf nýrra tíma, og merkilegt skref í þá átt að tryggja jafnrétti og frelsi allra manna. Hann taldi, að hamingja fólksins væri það, sem stefna bæri að. En réttlæt- ið var að hans dómi undirstaða hins sanna' tfrelsi's og tfrelsið und anfari hamingjunnar. Jafnrétti allra manna var æðst allra hug sjóna, — jafnrétti án tillits til stéttar, auðæva eða hörunds- litar. Væri jafnréttið tryggt væri um leið ti'yggð hamingja fólksins. Robespierre trúir því á mteðfæddan góðleik allra manna og telur hlutverk stjórh endanna að laða fram þennan góðletk með réttlátri s'tjórn- skipan og ákvörðunum, sem festu réttlætið í sessi. Aðferðir Robespierre til þess að festa hugsjóni- byltingar- innar í sessi hafa hlotið mikla gagnrýni. Hánn ruddi ölOum þeim úr vegi, sem honum fannst standa í vegi fyrir ný- skipan þjóðfélagsins, og stóð þá á sama hvort það voru nánir samstarfsmenn hans eða sam- blástursmenn konungssinna. Hann leit á það sem skyldu sína, að gæta hagsmuna þjóð- arinnar. Við réttarhöldin yfir Lúðvík XVI sagði Robespierre: -— Þetta eru ekki réttarhöld, Lúðvík er ekki fangi. Þér eruð ekki dómarar. Þér eruð — þér hljótið að vera stjórnmálamenn og fulltrúar þjóðarinnai'-. Þér eruð ekki hér til þess að kveða upp dóm, heldur til þess að taka ákvörðun, sem snertir ör- yggi ríkisins. Ég harma að burfa að segja sannleikann, fen Lúðvík verður að deyja svo tryggt verði líf og öi’yggj þús- unda. Lúðvík verður að deyja svo Frakkland megi lifa. Þessi ósveigjanleiki Robespi- erre leiddi til þess, að bann lenti í minniíhluta í Velférðar- ráðinu og andstæðingar hans báru honum á brýn, að hann hyggðist gerast einvaktur í land inu. Þæ,- ásakanir virðast ekki hafa verið á rökum reistar og eftir að hann hefir verið dæmd ur til clauða skrifar hann í dag- bók sína: — Ég hef öðlázt mikla rteynslu og ég sé inn í framtíðina. Enginn föðurlands- vinur þráir lífið þegar ekki er lengur mögulegt að þjóna rétt- lætinu og verja sakleysið. 28. júlí, árið 1794 lét Robes- pierre líf sitt í fallöxinni, á torgi lýðveldisins. Hversu skiptar skoðanir, sem um hann eru, þá bter öll- um. saman um, að byltingin. hefði ekki orðið jafn alger og árangursrík ef hans hefði ekki notið við. Robespierre mótar fyrstur manna kenninguna um baráttu stéttanna, og mesta afrek hans er að hafa fylkt a-~ þýðunni til áhrifa á stjórnmál ríkisins. Hugsjón hans er raun- verulega sú að koma á alræði öreiganna. Hegel og síðar Marx bera kenningar hans fram til sigurs, og Lenin taldi sig margt bafa lært af Robespierre. Robespierre á þrátt fyrir aút stærstan þátí í sköpun hug- mynda nútímamannsins um stjórnmálalegt frelsi og lýð- ræði. Sfl s V s s s s s s s s V s s s s V s s s s V s s s s s s s s INGDLF5 CAFÉ í Alþýðuhúsinu 'íSfi'A -O 2 við Ilverfisgöiu. — —— Opnar daglega kl. 8,3ð árdegis. Almennar veitingar allan daginn. Góð þjónusta. Sanngjarnt verð. Reynið viðski’stin. HEITUR MATUR FRAMREIDDUR á hádegí frá kl. 11,45 — 2 e. h. að kvöldi frá kl. 6 — 8 síðdeg's, 1 ngó lf s-Caf é. s s s s s s s s s V $ s T s s s s s s s :s s s \ s ■ s St

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.